Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 45 Swaansbeton hefur í meira en hálfa öld verið leiðandi fyrirtæki í þróun, hönnun og framleiðslu gólfa í gripahús. Gólfin frá Swaansbeton eru framleidd í nútíma legum verksmiðjum í Heeze og Weert í Hollandi undir ströngu gæðaeftirliti og í samræmi við reglugerðir. Hönnun gólfanna tekur mið af miklu burðarþoli, stömu en slitsterku yfirborði og auðveldri losun mykju og hlands. Hafðu samband: bondi@byko.is byko.is GÓLF Í GRIPAHÚS 50 ÁRA REYNSLA NAUTGRIPIR, SVÍN OG SAUÐFÉ Aberdeen Angus nautkálfar til sölu: Tilboð óskast Sæðistaka hófst í lok júní úr þeim fjórum Aberdeen Angus nautum sem fæddust síðasta sumar. Allir hafa þegar gefið sæði og það er gott að eiga við gripina enda var lögð meiri vinna í að temja þá en fyrri hóp. Nautin eru róleg og geðgóð. Nautin eru boðin til sölu og er lýsing á þeim á heima- síðu Búnaðarsambandsins og í Bændablaðinu hér til hliðar. Þau verða ekki afhent nýjum eigendum sínum fyrr en nægjanlegu magni af sæði hefur verið safnað úr þeim. Nautin hafa vaxið og dafn- að vel og er meðal þungaaukning þeirra tæp 1580 g á dag fyrstu 11 mánuðina. Söluferli nautanna Ákveðið var að nota sömu útboðs- reglur og í fyrra en óskað er eftir skriflegum tilboðum í hvert naut. Hverjir mega bjóða í kálfana? Rekstraraðilar í nautgriparækt – bæði einstaklingar og lögaðilar – geta sent inn tilboð uppfylli þeir eftirfarandi skilyrði: 1. Séu skráðir eigendur eða leigjendur lögbýlis og með lögheimili á Íslandi. 2. Stundi nautgriparækt og reki nautgripabú á lögbýlinu með virkt virðisaukaskattsnúmer og starfsemi þeirra falli undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT2008, þó ekki starfsemi í undirflokk- um 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40. 3. Séu þáttakendur í afurða- skýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og hafi sinnt fullnægj- andi skilum á skýrslum fyrir framleiðsluárið 2018, sbr 4 gr. Reglugerðar nr 1261 / 2018. Tilboðsferli Tilboð verða að berast á þar til gerðu eyðublaði sem aðgengilegt verður á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands (bssl.is) en þeir sem ekki geta nálgast eyðublaðið á þann hátt geta haft samband við Svein í síma 894-7146 og fengið blaðið sent til sín. Á eyðublaðinu er tilgreint í hvaða grip eða gripi er verið að gera tilboð en bjóða má í eins marga gripi og hver vill, en til- greina skal hversu hátt er boðið í hvern þeirra. Ef sami aðili send- ir inn fleiri en eitt tilboð gildir nýjasta tilboðið, en hver tilboðs- gjafi getur bara haft eitt gilt tilboð í hvern grip. Lágmarksboð í hvern grip er 800.000 kr – áttahundruð þúsund kr - án vsk og verða lægri tilboð ekki tekin gild. Tilboðið á þar til gerðu eyðublaði þarf að senda í ábyrgðarpósti merkt: Tilboð í naut Nautgriparæktarmiðstöð Íslands Austurvegi 1 800 Selfoss Tilboðið þarf að vera póstlagt í síð- asta lagi föstudaginn 30. júlí 2020 en tilboðin verða síðan opnuð og unnið úr þeim föstudaginn 7. ágúst 2020. Þeim sem gera tilboð er frjálst að vera við þegar tilboðin eru opnuð. Ráðstöfun nautanna eftir opnun tilboða 1. Fyrst skal ganga úr skugga um að tilboð sem borist hafa séu gild þ.e. þau uppfylli öll þau skilyrði sem sett hafa verið. 2. Komi jöfn hæstu tilboð í ein- hvern grip frá tveimur eða fleiri aðilum skal hlutkesti ráða í hvaða röð tilboðin rað- ast. 3. Gengið skal frá sölu nautanna á þann hátt að fyrst er tekin fyrir sá gripur sem hæst er boðið í, þá sá sem næst hæst er boðið í og svo koll af kolli. Komi jafn hátt boð í tvo eða fleiri gripi skal hlutkesti ráða um röð þeirra nauta við sölu. 4. Hver tilboðsgjafi getur einungis fengið keyptan einn grip. Ef sami aðili á hæsta boð í fleiri en einn grip skal hann velja hvaða tilboði hann vill halda og dettur hann þá út sem tilboðsgjafi í önnur naut. 5. Kaupandi skal ganga frá greiðslu fyrir nautið inn á bankareikning Nautís í síð- asta lagi 12. ágúst. Litið er á greiðslu á þessum tíma- punkti sem fyrirframgreiðslu en nautin verða áfram í eigu og á ábyrgð Nautís fram að afhendingardegi. 6. Sé ekki greitt inn á banka á réttum tíma fellur tilboðið úr gildi og sá sem átti næsthæsta boð í viðkomandi naut fær kaupréttinn. Hafi sá aðili þegar fengið keyptan annan grip getur hann valið hvorn gripinn hann vill taka. Við svona breytingar á einum grip getur því kaupréttur breyst á fleiri nautum. 7. Ef gripur stenst ekki dýra- læknisskoðun varðandi almennt heilsufar eða sæðis- gæði að lokinni sæðistöku fell- ur sá gripur út úr sölumeðferð og fær kaupandi þá endurgreitt kaupverð. Þetta hefur þó ekki áhrif á röð tilboða eða kauprétt á öðrum nautum. 8. Berist ekki gilt tilboð í einn eða fleiri af gripunum mun stjórn Nautís ákveða hvern- ig með þá gripi verður farið í framhaldinu. F.h. hönd Nautís Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri Hinn norski Horgen Erie, er faðir tveggja nauta sem nú eru boðin til sölu. Markaðssetja nautakjötið með fjósbyggingunni Á bænum Karlsøy í Grunnfirði í Norður-Noregi reka Birger Bull og Siri Folven Bull fyrirtækið Bull Angus í kringum kjötframleiðslu á bænum sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjósið sem þau byggðu árið 2013 er hringlaga og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í fjósinu eru um 100 gripir á hverjum tíma en grunnflötur byggingarinnar er 700 fermetrar. Á annarri hæð fjóssins er 250 fermetra íbúðarhúsnæði og 100 fermetra gallerí. „Þetta byrjaði allt með því að ég og fyrrverandi konan mín, Lena, langaði að búa til starf fyrir hana og úr varð kjötframleiðsla. Á þeim tíma áttum við ekki sveitabæ og ekkert var á sölu nálægt okkur. Í raun áttum við ekki heldur land á þessum tíma! En það var mikið um góð beitilönd allt í kringum okkur og það voru tveir aðrir sveitabæir hér í Grunnfirði sem ætluðu að horfa til framtíðar þannig að hér var umhverfið og góðir samstarfsaðilar nálægt okkur,“ útskýrir Birger. Uppfylltu drauminn Árið var 2008 þegar þau hjónin byrjuðu með tvær hendur tómar, þau keyptu sér 12 kýr og byrjuðu í tómu sílói hjá bróður Birger á næsta bæ en ári síðar byggðu þau sitt fyrsta fjós sem í dag er notað sem geymsla. „Hjörðin stækkaði jafnt og þétt, við settum á fót okkar eigið vörumerki Bull Angus og síðan hófumst við handa við að skipuleggja nýtt fjós. Við ferðuðumst um til að skoða önnur fjós og eftir að hafa hugsað þetta fram og til baka enduðum við á þessu hringlaga formi vegna þess að þar fær maður í raun minni vélvæðingu, góða yfirsýn í fjósinu og betri nýtingu á svæðum ásamt því að okkur fannst þetta líta vel út,“ útskýrir Birger og segir jafnframt: „Okkur langaði virkilega mikið að búa til okkar eigið og vorum drifin áfram af því en til að uppfylla drauminn okkar þurftum við að finna einhvern sem var tilbúinn að teikna fyrir okkur fjósið og sem var jákvæður á að hugsa nýja hluti. Það leið svolítill tími áður en það tókst en á endanum fundum við verkfræðinginn Nedzad Zdralovic hjá sýslumanninum í Finnmörku. Það endaði með því að hann teiknaði fjós sem var miklu betra en það sem við sáum fyrir okkur og þar að auki var 250 fermetra íbúð í byggingunni líka. Til að uppfylla drauminn fjárhagslega urðum við að fara til Bosníu en límtré, gluggar og hurðir var pantað þaðan. Innréttingar koma frá danska fyrirtækinu Staldmæglerne og gjafakraninn frá Austurríki á meðan flórróbótinn kemur frá Frakklandi og var búinn sérstaklega til fyrir þessa fjósgerð. Fjármögnun fjóssins kemur frá Nýsköpunarsjóði Noregs (Innovasjon Norge) og frá Karlsøy sveitarfélaginu.“ Sjálfbærni í framleiðslunni Til viðbótar við að reka Bull Angus flytur Birger inn tæki til landbúnaðar og er framkvæmdastjóri bílaverkstæðis á svæðinu. Hann ætlaði sér aldrei að verða bóndi og menntaði sig til rafvirkja. En örlögin höguðu því þannig til að hann og fyrrverandi kona hans, Lena, keyptu til að byrja með 12 hektara lands og 70 hektara af mýrlendi. „Þetta hefur stækkað jafnt og þétt síðan við byrjuðum hér fyrir 12 árum og þó þetta hafi oft og tíðum verið krefjandi þá er þetta líka skemmtilegt. Í dag höfum við um 450 hektara af ræktuðu landi til umráða en við eigum einungis 30 hektara af því, hitt leigjum við. Í dag eru um 40 kýr í fjósinu á hverjum tíma með kálfum svo þetta er á bilinu 80–100 dýr inni í fjósinu. Uxakálfarnir eru seldir þegar þeir eru átta mánaða gamlir. Kvígurnar eru hjá okkur þar til þær eru fullorðnar og eru sæddar til að fá eigin kálfa. Í svona kálfaframleiðslu verða dýrin oft mun eldri heldur en í mjólkurframleiðslu en hjá okkur eru kýr sem eru 14 ára gamlar og sem enn bera kálfum og framleiða eins og þær eiga að gera,“ segir Birger og bætir við: „Við reynum að nota eins lítið af áburði og við getum til að fá góðan vöxt þar sem við getum ekki notað skít en við notum um það bil einn fjórða af áburði til samanburðar við marga aðra bændur því skíturinn er í fyrirrúmi hér. Þannig að þó að við séum ekki með vottun fyrir lífrænni ræktun þá teljum við okkur komast ansi nálægt því ásamt sjálfbærni eins og hægt er. Við erum jú, eins og margir bændur, mest upptekin af gæðum og því völdum við Anguskynið sem gefur meyrasta kjötið og besta kjötið er af 3–5 ára gömlum kúm. Okkur hefur gengið mjög vel að selja afurðirnar og eigum nú traustan og góðan viðskiptamannahóp og ég er þess fullviss að fjósbyggingin, sem hefur vakið mikla athygli, á sinn þátt í því að koma okkur enn frekar á framfæri.“ /ehg Fjósbyggingin er sérkennileg að sjá og hefur vakið mikla athygli, svo mikla að Birger fullyrðir að hún ein og sér eigi stóran þátt í að selja kjötið frá bænum. Fyrrverandi kona Birger, Lena Kristin Bye, er meðeigandi í Bull Gård og á hann til helminga ásamt Birger B. Bull en hægra megin við hann er nú- verandi kona hans, Siri Folven Bull, sem sér um daglegan rekstur í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.