Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 43 Verðlagning á mjólk til bænda í Noregi byggð á línulegu gæðamati: TINE þróar nýtt kerfi til að reikna afurðastöðvaverð Norska samvinnufélagið TINE, sem er í eigu þarlendra kúabænda, vinn- ur nú að því að þróa nýtt kerfi til að borga bændum fyrir mjólkina. Í stuttu máli sagt er hið nýja verð- lagningarkerfi mjólkur byggt á línu- legu gæðamati á mjólkinni. Í stað þess að byggja á því að flokka mjólkina í mismunandi megin gæðaþrep eftir líftölu og frumutölu þá breytist verðið í smáum þrepum. Þannig hækkar afurðastöðvaverðið jafnt og þétt eftir því sem mjólkurgæðin aukast og lækkar að sama skapi eftir því sem mjólkurgæðin versna. Því lægri sem frumutalan er og því lægri sem líftalan er, því hærra verður því afurðastöðva- verðið. Þannig verði t.d. greitt hærra verð fyrir mjólk með 120 þúsund í frumutölu í samanburði við mjólk með 121 þúsund í frumutölu o.s.frv. Þá mun kerfið einnig breytast þannig hjá félaginu að hver gæða- flokkur verður gerður upp sérstak- lega í stað þess kerfis sem er í dag, sem byggir á því að til þess að fá hæstu greiðslu þarf mjólk viðkom- andi kúabús að uppfylla allar lág- markskröfur mjólkurgæða á sama tíma. Gæðakerfi TINE notast í dag við ferns konar gæðaflokkun mjólkurinnar: líftölu, frumutölu auk mælinga á frjálsum fitusýrum og fjölda á gróum. Sem stendur er um áætlun TINE að ræða og er hið nýja verðlagningarkerfi nú til umsagnar og umfjöllunar hjá stjórn félagsins. /SNS Drykkjarker nautgripa eiga að vera tandurhrein á hverjum tíma. Góð ráð fyrir drykkjarkerið Vatn er án vafa ódýrasta fóðrið sem hægt er að gefa nautgripum og því betri sem gæði þess eru, því meira drekka gripirnir, sem skilar sér m.a. í aukinni nyt mjólkurkúa og auknum vexti geldneyta. Vegna þessa er mikilvægt að halda drykkjarkerum og drykkjarstöðum hreinum, svo vatnsgæðin spillist ekki og þau spillast oft hratt vegna þess að þegar gripirnir drekka berast fóðurleifar í vatnið frá munni og munnhárum. Þá kemur auðvitað fyrir að vatnið geti mengast af skít eða hlandi. Þrif skipta miklu máli Brynningarskálar haldast yfirleitt nokkuð vel hreinar og því er ekki mikil vinna við að þrífa þær ef á þarf að halda, vegna smæðar þeirra. Annað á við um drykkjarkerin. Þau eru oftast vatnsmikil og því þarf að tæma þau fyrst og þrífa svo vel. Á sumrin þarf að þrífa oftar en á veturna vegna þess að þegar hlýrra er í veðri eykst vöxtur þörunga og mögulega baktería einnig. Eftirfarandi vinnulag er ráðlagt að viðhafa varðandi þrif á drykkjarkerum 1. Tíðni • Þrífa skal drykkjarker daglega yfir heitustu mánuðina • Þrífa skal drykkjarkerin á 2ja til 3ja daga fresti á veturna 2. Verkfærin • Best er að nota góðan og stífan bursta ásamt tusku • Stundum gæti reynst nauðsynlegt að nota einnig hreinsiefni 3. Þrifin • Fyrst á að tæma kerið • Bursta síðan alla innfleti þess og sérstaklega í og kringum flotholtið sem stýrir vatnsflæðinu (oft undir loki) • Leggja skal sérstaka áherslu á kverkar kersins því þar leynast oft óhreinindi • Ef mikið er um þörungavöxt, eða grunur leikur á því að bakteríur hafi náð að fjölga sér í vatninu, gæti þurft að sótthreinsa kerið. Leita skal ráða hjá fagfólki varðandi val á sótthreinsiefnum sem nota má í þessum tilgangi 4. Gæðaeftirlit • Einföld þumalputtaregla er að kerið skuli þrifið það vel að sá sem það gerir treysti sér til að drekka vatnið eftir þrifin. /SNS Frá 1. júlí sl. hefur verið skylda í Noregi að nota öryggisbelti við vinnu og akstur á dráttar- og vinnuvélum, en þar í landi hefur um helmingur allra banaslysa í landbúnaði verið rakinn til vinnu við eða á slíkum vélum. Eins og flestir vita eru dráttarvélar og mörg af þeim tækjum sem eru notuð við búskap ekki sérlega stöðug og vegna hönnunar þeirra, þyngdarpunkta og oft og tíðum erfiðra vinnuaðstæðna þá lenda þau oft í veltum. Aðeins 17% nota belti Algengustu banaslysin í norskum landbúnaði, sem tengjast notkun á dráttar- eða vinnuvélum, hafa verið rakin til þess að ökumaður kastast úr sæti sínu og fær vélina yfir sig með einhverjum hætti. Þrátt fyrir að flestir viti af þessari hættu þá er sætisbeltanotkun meðal bænda í Noregi ekki mikil og samkvæmt könnun sem norska vinnueftirlitið gerði árið 2018 sögðust einungis 17% svarenda alltaf nota öryggisbelti vinnutækja sinna. Vilja tryggja aukið öryggi í landbúnaði Af þessum sökum hefur nú verið ákveðið að gera þessa kröfu til allra sem nota slík tæki þar sem það sé gríðarlega mikilvægt skref í átt að auknu öryggi í landbúnaði. Talið er að nýju reglurnar muni bjarga mannslífum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu norska vinnueftirlitsins en þar segir jafnframt að það séu þó gefnar örfáar undantekningar frá þessari skyldu um notkun á öryggisbeltum, en það er ef ekið er á ísilögðu vatni eða vinnan krefst þess að ökumaður tækisins þurfi sí og æ að fara inn og út úr vélinni. Þá er ekki gerð krafa um sætisbeltanotkun við akstur á fjórhjólum. Nýju reglurnar í Noregi gilda um öll tæki í landbúnaði sem eru framleidd og seld með öryggisbeltum sem hluta af öryggisbúnaði en hvort ökutæki skuli hafa slíkan búnað fer eftir eðli og gerð tækisins. /SNS Norðmenn skylda öryggis- beltanotkun í dráttarvélum Nýju reglurnar í Noregi gilda um öll tæki í landbúnaði sem eru framleidd og seld með öryggisbeltum. Hugmyndafræðin á bak við nýtt kerfi TINE til að reikna afurðastöðvaverð. Landbúnaðarsýningum frestað eða aflýst Tvær af stærstu land-búnaðar- sýningum heims hafa ekki farið varhluta af áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins og nú hefur annarri þeirra verið frestað og hinni aflýst. EuroTier-sýningin er stærsta alþjóðlega fagsýning heims á sviði búfjárræktar og er haldin annað hvert ár í Hannover í Þýskalandi. Sýninguna sækja vel á annað hundrað þúsund manns í hvert skipti og skipta sýnendur þúsundum. Venjulega er þessi sýning haldin í nóvember og í ár stóð til að hún yrði 17.–20. nóvember en nú hafa forsvarsmenn sýningar- innar ákveðið að fresta henni fram í febrúar á næsta ári. Þetta er gert til að stuðla að því að gestir geti sótt sýninguna án ótta við smit af völdum COVID-19, segir í fréttatilkynningu frá sýningunni, þar sem enn fremur kemur fram að sýningin verði haldin 9.–12. febrúar 2021. World Dairy Expo í Bandaríkjunum World Dairy Expo er venjulega haldin í október ár hvert í Madison í Bandaríkjunum og er þessi sýning þekkt sem ein helsta árlega fag- sýning kúabænda í heiminum og hefur dregið til sín bændur frá ótal löndum. Árlega taka um 850 fyr- irtæki þátt í þessari miklu sýningu og sýna þar tæki og tól en sýningin er þó líklega þekktari fyrir það að vera ein mesta kynbótasýning heims. Nú hafa forsvarsmenn sýning arinnar hins vegar ákveðið að aflýsa henni þar sem allar forsendur séu brostnar og alls óvíst sé með stöðu heimsmál- anna þegar kemur fram í október. Þá kemur fram í fréttatilkynningu sýn- ingarinnar að sýningar sem þessar kalli á að tugir þúsunda einstaklinga komi saman frá dreifðum svæðum og því sé það metið svo að það sé ör- uggast að fella sýninguna niður svo ekki komi til mögulegra neikvæðra smitáhrifa. /SNS KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Eigum á lager nýja kynslóð af MultiOne EZ-7 liðléttingum sem eru 100% rafknúnir með góða endingu á rafhlöðunni. Frábær fjölnotavél með 1600 kg lyftigetu og möguleika á ýmsum aukahlutum. Vélarnar afhendast með skóflu og taðgreip. Hafðu samband við Ívar Atla í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is. Ný kynslóð 100% rafmagn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.