Bændablaðið - 16.07.2020, Side 4

Bændablaðið - 16.07.2020, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 20204 FRÉTTIR NIÐURREKSTRARHAMRAR TIL AÐ REKA NIÐUR GIRÐINGASTAURA, VEGSKILTI OG ALLS KYNS STÁLPRÓFÍLA. SNILLDAR GRÆJA FRÁ HYCON Mjög auðveldur í notkun og léttir vinnuna til muna. Hægt er að nota fjarstýringu til að reka niður mjög háa staura. Nýr flokkur beingreiðslna fyrir garðyrkjubændur – Býður upp á fjölbreyttari stuðning og hvata til að framleiða fleiri tegundir Með nýendurskoðuðum garð­ yrkjusamningi, sem skrifað var undir um miðjan maí, gefst bændum nú kostur á fjölbreyttari stuðningi fyrir garðyrkjufram­ leiðslu en áður. Við samninginn bætist nýr flokkur beingreiðslna í ylrækt, beingreiðslur B, vegna ræktunar á öðrum grænmetis­ tegundum en gúrkum, paprikum og tómötum. Heildarfjárhæð verður 37 millj- ónir króna á ári og fyrstu bein- greiðslur verða greiddar í september. Jarðræktarstyrkir vegna útiræktaðs grænmetis verða veittir frá og með árinu 2021 og verða þeir útfærðir og kynntir í ágúst. Landbúnaðarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um stuðn- ing við garðyrkju nr. 630/2020 þar sem sérstaklega er fjallað um hina nýja tegund beingreiðslna. Það segir m.a. að ylræktend- um skulu tryggðar beingreiðslur vegna annarrar ylræktar ætlaðri til manneldis auk svepparæktar. Framleiðendur sem vilja öðlast rétt til beingreiðslna B skulu senda raf- ræna umsókn vegna ársins 2020 eigi síðar en 18. ágúst 2020. Umsókn skal innihalda a.m.k.: a. Heildarstærð gróðurhúsa eða ræktunarrýmis í svepparækt að grunnfleti í m² ásamt heildar- stærð þess hluta sem ætlaður er undir ræktun eftir tegundum og heildarstærð þess hluta sem á að raflýsa á hverjum ræktunar- stað fyrir sig. Upplýsingarnar skulu vera eftir mánuðum. b. Áætlaða ræktun, heildar-fram- leiðslu og sölu eigin fram- leiðslu í kg eða einingum af hverri tegund á árinu eftir mánuðum. c. Upplýsingar um hvort ræktun sé með raflýsingu eða öðrum hætti, ásamt upplýsingum um orkuþörf og tegund lýsingar. Ræktun skal að lágmarki stunduð á 250 fermetrum Í reglugerðinni kemur fram að beingreiðslur B skulu greiddar til framleiðenda út á eigin framleiðslu ylræktartegunda. Framlög sam- kvæmt fjárlögum hvers árs skiptast jafnt milli tegunda eftir fermetra- fjölda gróðurhúsa að grunnfleti og greiðast til framleiðenda miðað við fjölda fermetra að grunnfleti sem nýttur er til ræktunar á afurðum sem eru ætlaðar til sölu. Forsenda greiðslna er að ræktunin fari fram í a.m.k. níu mánuði á almanaks- ári og ræktun skal að lágmarki stunduð á 250 m2 á ársgrundvelli. Þá er gerð krafa um að framleið- andi geri grein fyrir framleiðslu og sölu þeirra afurða sem ræktaðar eru í því húsnæði sem beingreiðslur B eru greiddar út á. Bændur hvattir til að sækja um sem fyrst Mikilvægt er að framleiðendur sem hyggjast sækja um beingreiðslur B sæki um sem allra fyrst um að gerast rétthafar og handhafar bein- greiðslna B í garðyrkju inni í Afurð (www.afurd.is), greiðslukerfi land- búnaðarins. Þeir sem sækja um og öðlast rétt til beingreiðslna B geta fengið greiðslur vegna framleiðslu og sölu frá og með 1. júlí sl. Vinna er í fullum gangi við undirbúning á rafrænu skráningarferli í Afurð. Stefnt er að því að opna fyrir skrán- ingu framleiðsluáætlunar og síðan í beinu framhaldi mánaðarlega fram- leiðslu og sölu á næstu dögum. Fyrstu greiðslur í september Áætlað er að fyrsta greiðsla á bein- greiðslum B vegna framleiðslu í júlí verði í september nk. og miðað við að hún verði 80% af áætlaðri mánaðargreiðslu. Eftir það verður greitt fyrsta hvers mánaðar vegna framleiðslu næstliðins mánaðar á undan. Lokauppgjör á sér síðan stað í upphafi hvers árs vegna ársins á undan. Framleiðendum er bent á að kynna sér samninginn og reglugerð nr. 630/2020 þar sem koma fram regluverk í tengslum við ákvæði sem taka strax gildi á þessu ári í endurskoðuðum samstarfssamningi stjórnvalda og bænda um garðyrkju. /TB Sláturhús KVH á Hvammstanga: Ný frystigeymsla reist sem eykur hagræðingu – Sláturhússtjórinn segist ekki fara í gegnum sláturtíð með óvanan mannskap Framkvæmdir standa nú yfir við byggingu nýrrar frysti­ geymslu við Sláturhús KVH á Hvammstanga. Hún er 450 fer­ metrar að stærð og rúmar um 500 tonn af kjöti. Davíð Gestsson sláturhússtjóri segir að framkvæmdir gangi vel. Búið er að klæða húsið að innan, gólfplatan verður steypt í vikunni og í beinu framhaldi af því hefst uppsetning á frystikerfi. Verklok eru áætluð um mánaðamótin ágúst og september. Allur lager á sama stað „Við fórum einkum út í þessar framkvæmdir til að hagræða enn frekar hjá okkur. Með tilkomu nýju frystigeymslunnar verður allur lager á sama stað og við komumst hjá óþarfa flutningi á milli staða. Það hefur þann ávinn- ing í för með sér að kolefnissporið minnkar,“ segir Davíð. Bjartsýnn á að pólskir verka- menn komist í sláturtíð Hann segir að horft sé björtum augum til næstu sláturtíðar og stefnir Sláturhúsið á Hvammstanga leynt og ljóst að því að fá sína góðu og tryggu starfsmenn frá Póllandi líkt og verið hefur undanfarin ár. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, nær 80% af þessu fólki hefur komið til starfa hjá okkur ár eftir ár, jafnvel áratugi og þetta er allt afburða fólk sem kann vel til verka. Ég sé það engan veginn fyrir mér að fara í gegnum sláturtíð með óvanan mannskap,“ segir Davíð. /MÞÞ Ný frystigeymsla við Sláturhús KVH á Hvammstanga mun rúma um 500 tonn af kjöti. Lager fyrirtækisins verður þar með allur á einum stað sem minnkar óþarfa flutninga og kolefnisspor fyrirtækisins. Mynd / HKr. Með nýjum garðyrkjusamningi gefst bændum sem stunda ylrækt kostur á að fá beingreiðslur fyrir aðrar tegundir en gúrkur, paprikur og tómata. Mynd / TB. Hótel Saga ehf. og Bændahöllin ehf.: Fá heimild héraðsdóms til að endurskipleggja reksturinn Héraðsdómur Reykjavíkur veitti fyrir helgi Hótel Sögu ehf. og Bændahöllinni ehf. heimild til fjárhagslegrar endurskoðunar á grundvelli nýsamþykktra laga nr. 57/2020 um heimildir til fjár­ hagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja. Að fengnum þessum heimild- um fá stjórnendur félaganna mik- ilvægt svigrúm til að endurskipu- leggja rekstur þeirra, hvort sem er með samningum við kröfuhafa, endurfjármögnun núverandi skuld- bindinga, nýju hlutafé eða með öðrum hætti. Líkt og önnur ferða-þjónustufyr- irtæki hefur Hótel Saga orðið fyrir tekjufalli í kjölfar kórónaveirufar- aldursins. Miðað við tekjur þess á sama tíma í fyrra er samdrátturinn í kringum 90%. Erfiður rekstur Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu hefur stjórnendum og eigendum félag- anna tekist að halda rekstri hótels- ins gangandi. Engu að síður töldu þeir mikilvægt að óska eftir heim- ild héraðsdóms til fjárhagslegrar endurskipulagningar við þessar erfiðu rekstraraðstæður til þess að fá svigrúm til að endurskipu- leggja reksturinn til framtíðar litið, en heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar kemur Hótel Sögu í greiðsluskjól og kemur í veg fyrir að kröfuhafar geti gengið að félögunum og eignum þeirra á meðan heimildin er í gildi og endur- skipulagningin stendur yfir. Sigurður Kári Kristjánsson hæstaréttarlögmaður tilsjónarmaður Stefnt er að því að rekstri Hótels Sögu verði fram haldið nú þegar úr- skurður Héraðsdóms Reykjavíkur liggur fyrir. Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögmönnum Lækjargötu, sem var félögunum innan handar við að afla heimildanna, hefur verið skip- aður aðstoðarmaður þeirra við hina fjárhagslegu endurskipulagningu. Tíminn nýttur til að finna lausn Ingibjörg Ólafsdóttir, fram-kvæmda- stjóri Hótel Sögu og Bænda hallar- innar, telur þann áfanga sem náðst hefur mikilvægan fyrir hagsmuni félaganna og aðaleiganda þeirra, Bændasamtök Íslands. „Nú er ver- kefnið að nýta næstu þrjá mánuði vel við að leita samninga og finna fram- tíðarlausnir á vanda félaganna. Við ætlum okkur að gera það og munum skoða alla möguleika sem bjóðast í þeim efnum,“ segir Ingibjörg í sam- tali við Bændablaðið. /VH Hótel Saga við Hagatorg var reist af bændum og vígð árið 1962. Mynd / HKr. Sigurður Kári Kristjánsson. Ingibjörg Ólafsdóttir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.