Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202040 Stundum er talað um að í eina tíð hafi íslenskan verið mjög dönskuskotin eins og það sé liðin tíð. En er það svo? Orð úr erlendum málum geta leynst í íslensku máli ef þau eru sett í íslenskan búning, þ.e.a.s. staf- sett upp á íslensku en þau verða ekki sjálfkrafa íslensk fyrir það. Við breytum ekki Dana í Íslending með því einu að klæða hann í lopapeysu. Ræturnar breyt- ast ekki við það. Ef við ritum orðin með upphaflegri stafsetn- ingu og höfum þau innan tilvitn- unarmerkja eins og á að gera þá rekumst við „av og til“ á dönsk orð og orðatiltæki og með því að einsetja sér að draga þau fram eins og ég geri í þessari grein þá get ég látið þau koma fyrir „træk i træk“ „hist og her“ í greininni. Eftir að ég fór að „fokusere“ á dönsk tökuorð þá undrast ég hversu oft þau „dukker op“, ekki síst við dagleg heimilisstörf. Flestir kannast við að nota dönsku þegar þeir handleika „sikker- heds“-nælu en það gildir líka við að „vaske op“, „stryge“ þvott, „spæle“ egg, bera fram „bagelse“ á „en serviet“ handa „kunner“ að „smage på“ eða selja á góðum „pris“, setja upp „betræk“ og „gardiner“ eða þurrka leir „tøj“ með „viskestykke“ ef það er ekki orðið „sjusket“. Það má líka finna orð sem eiga við um „kropen“ svo sem „plat“fót og „liv“stykki. Almenningur hefur vanist mörgum af þessum orðum fyrir mörgum árum „siden“ hefur jafnvel alist upp við þau „fra bløde barnsben“ en þegar menn sjá þau í upprunalegri stafsetn- ingu er ég ekki viss um að þeir „finner sig i“ að hafa þau öll í íslensku máli. Ég verð oft „ald- eles“ „skuffet“ þegar ég sé þau út um „ditten og datten“ í skrifuðu máli, og þar sem ég er á annað borð farinn að „gøre mig gæld- ende“ varðandi íslenskt málfar þá finnst mér „uforsvarligt“ að reyna ekki að berjast gegn þeim. Það er þó ljóst að danskan „grass- erer“ ekki nú með sama hætti og hún gerði „i den“, enda þótt hún „spiller“ ennþá „stor rolle“ í töluðu máli. Vandamálið er að íslenskan hefur verið „udsat“ fyrir dönskum áhrifum vegna þess hversu margir hafa „studer- ed“ í Danmörku þó þeir hafi ekki orðið „duks“, og heim komnir hafa þeir þótt vera „dannede“ ef þeir notuðu „fremmede“ orð, jafnvel þótt til væru íslensk orð sem „stemmede“ við það sem þeir voru að segja. Þetta byrjar oft í vissum „kredser“ og þegar menn eru á annað borð búnir að venja sig á að nota erlend orð þá hætta þeir því ekki „með det samme“. Ef menn hefðu ekki á sínum tíma lagt áherslu á að „redde“ móðurmálinu og hreinsa það af útlenskuslettum með Jónas Hallgrímsson í fararbroddi þá hefði íslenskan á endanum orðið „smæk“full af dönskum orðum og hún væri mögulega „forbi“ í dag. Ég „vil mene“ að það sé okkar „plikt“ að „agitere for“ góðu málfari og að við hjálpumst að við að tala „almindelig“ íslensku. Við eigum að leiðrétta þá sem eru „svag“ fyrir útlendum slett- um, a.m.k. í „private“ samtöl- um þegar útlensk orð koma fyrir „uforvarende“ en þó þannig að það trufli sem minnst þann sem er að tjá sig. Það er mjög „irriterende“ fyrir þann sem talar þegar aðrir „blander sig i“ hvernig hann eða hún talar ef það er ekki „akkurat“ rétt með þeim afleiðingum að umræðuefninu er breytt í miðri frásögn og þráð- urinn ekki tekinn upp aftur. Með æfingunni verður það ekki svo mikil „kunst“ að tala fallegt mál. Það er samt ekki í „bi“gerð að við getum einhvern tíma kvatt sein- asta danska orðið „med pomp og pragt“. Það má vera að mörgum finnist það vera „pjat“ hjá mér að finna að þessum orðum og „vesen“ fyrir sig að þurfa „endelig“ að hugsa sig um hvaða orð þeir nota þegar þeir eru í góðum „selskab“ og vilja hafa „fut“ í samræðun- um eða hafa það „hyggeligt“, og fá svo „oven i købet“ „moral“ yfir því hvernig þeir tala á meðan öðrum er „slet“ sama. Það eru ekki allir sem „spekulere“ í því að vera „flink“ í að tala fal- legt mál, þeir hugsa „kanske“ meira um að vera „elegant“ eða „pæn“, hafa „krøller“ í hár- inu, stofna „galleri“ eða kaupa „rutchebane“ til að geta grætt „formue“ af peningum og geta þá „narret“ einhvern með sér í heims„rejse“. Nú vil ég fara að „slutte“ þessu áður en ég fæ „seneskede-„bólgu eða verð „sløj“. Það er eins og ég sé í „akkord“ við að sletta dönsku og það er eins gott að svona „tørn“ verði ekki „rutin“ hjá mér. Ég er búinn að draga fram „flere“ tugi orða sem eiga ekki heima í íslensku. Lesendur eru sjálfsagt orðnir „rasende“ yfir því hvað greinin er dönsku- skotin hjá mér og ég má þakka fyrir ef ég fer ekki að „skråle“ eftir alla þessa dönsku, annað eins hefur nú „sket“ en það bjargar sennilega að ég er „ædru“. Ég vil þó „i forbifarten“ minna á nokkur orð til viðbótar sem ég verð aldrei „dus“ við; „stilling“, „korter“, „funkere“. „Knus“ og „tak“ fyrir að lesa greinina til enda. Þorsteinn Guðmundsson MÁLFAR&MÁLNOTKUN Dönsk orð í íslensku Bænda Smáauglýsingar S. 56-30-300 hafa áhrif LÍF&STARF Frjósemi og fóðrun sauðfjár: Leitað að þátttakendum í nýtt verkefni Í haust mun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hleypa af stokkunum verkefni sem miðar að því að skoða með bændum hvernig auka megi frjósemi ánna. Verkefnið er framhald af verkefni sem kallaðist fóðrun og frjósemi sauðfjár og var unnið í samstarfi við 20 sauðfjárbú veturinn 2018 til 2019. Niðurstöður úr því voru kynntar á liðnum vetri á fagfundi sauðfjárræktarinnar og má vísa í upptöku af þeim fundi og skýrslu um verkefnið sem hvort tveggja er aðgengilegt á heimasíðu RML. Helstu niðurstöður úr þeirri athugun voru að fram kom munur milli sauðfjárbúa í frjósemi sem tengja mátti við þroska og fóðrun ánna. Búunum var skipt upp í þrjá flokka eftir frjósemi. Áberandi var að á þeim búum þar sem frjósemin var best þyngdust ærnar mest yfir fengitímann og bættu við sig mestum holdum samkvæmt holdastigun. Þá var athyglisvert að á þeim búum þar sem frjósemin var minnst voru yngri ærnar þroskaminni en á búunum þar sem frjósemin var betri. Sérstaklega var munurinn mikill hjá tvævetlunum. Niðurstöðurnar styðja við eldri vitneskju um mikilvægi þess að vel takist til með uppeldi ánna. Markmiðið er meiri frjósemi Í framhaldi af verkefninu Frjósemi og fóðrun sauðfjár var ákveðið að bjóða bændum til þátttöku í nýju verkefni. Þar verður fókusinn settur á þroska hjá ám á fyrsta og öðrum vetri og markmiðið að vinna með bændum að bættri frjósemi á þátttökubúunum. Verkefnið er sett upp til tveggja ára. Það sem bóndinn þarf að leggja fram er að láta greina heysýni úr heyjum sem koma til álita sem fóður um fengitíð. Síðan þarf bóndinn að vigta a.m.k. tvo yngstu árgangana (ær á fyrsta og öðrum vetri) fyrir og eftir fengitíma. Þetta þarf að framkvæma framleiðsluárin 2021 og 2022. Á vegum verkefnisins er séð um að taka heysýnin og skila til bænda túlkun á niðurstöðum. Þá myndi ráðunautur heimsækja bóndann einu sinni að vetri þar sem m.a. yrði rætt hvernig mætti hugsanlega ná auknum árangri í því að bæta frjósemi ánna. Valin verða 20 bú til þátttöku. Öllum er frjálst að sækja um en sérstaklega er verið að horfa til búa sem eiga sóknarfæri í því að auka frjósemina og munu bú sem eru undir landsmeðaltali í frjósemi (1,82 lömb pr. fullorðna á) hafa forgang inn í verkefnið. Varðandi stærð búa er viðmiðið að fjöldi veturgamalla á séu 20 eða fleiri. Til hliðar við þetta hefur verið samið við nokkur bú þar sem frjósemi er úrvals góð um söfnun á vigtartölum með aðeins ítarlegri hætti. Umsóknarfrestur til 1. ágúst Umjón með verkefninu af hendi RML hafa auk undirritaðra þau Kristján Ó. Eymundsson og Fanney Ólöf Lárusdóttir. Þá er verkefnið unnið í samstarfi við LbhÍ en Jóhannes Sveinbjörnsson mun, líkt og í fyrra verkefni, veita aðstoð við uppgjör gagna úr verkefninu og koma að túlkun niðurstaðna. Þeir sem hafa áhuga á að taka frjósemina til skoðunar á sínum búum og vera þátttakendur í verkefninu geta sent tölvupóst á ee@rml.is eða haft samband við einhverja af starfsmönnum RML sem tilgreindir eru hér. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst næstkomandi. Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Lambadómar haustið 2020 Lambadómar eru ein af grunnstoðum í ræktunarstarfi sauðfjárræktarinnar. Dómarnir nýtast við val á ásetningi, söfnun upplýsinga um afkvæmi sæðingastöðvahrúta og við afkvæmaprófanir á hrútum. Hér verður farið yfir nokkur atriði varðandi framkvæmdina á komandi hausti. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 15. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin þegar nálgast miðjan ágúst er vakin athygli á því að nú er hægt að panta lambaskoðun á heimasíðunni án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru eftir í stöðunni. Pantanir sem berast fyrir 15. ágúst njóta forgangs við niðurröðun og þeir sem panta síðar geta lent í verri stöðu með að fá lambaskoðun á þeim tíma sem þeir óska helst eftir. Síðasti dagur sem hægt er að panta vinnu við lambadóma er föstudagurinn 16. október en pöntunarforminu á heimasíðu RML verður lokað í lok vinnudags fimmtudaginn 8. október. Semja þarf sérstaklega við skipuleggjendur lambadóma á hverju svæði um vinnu sem óhjákvæmilegt er að hafa utan tímabilsins 7. september til 16. október. Mikilvægt að fá þær óskir eins tímalega og kostur er. Skipuleggjendur lambadóma haustið 2020 verða eftirtaldir: 1. Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarfjörður, Snæfellsnes, Vestur-Barðastrandarsýsla og Ísafjarðarsýslur: Árni B. Bragason og Oddný Kristín Guðmundsdóttir 2. Dalasýsla og Austur- Barðastrandarsýsla: Eyjólfur I. Bjarnason 3. Strandasýsla og Vestur- Húnavatnssýsla: Sigríður Ólafsdóttir 4. Austur-Húnavatnssýsla: Auður Ingimundardóttir 5. Skagafjörður, Eyjafjörður og Suður-Þingeyjarsýsla: Ditte Clausen 6. Norður-Þ ingey ja r sýs la : Steinunn Anna Halldórsdóttir 7. Austurland: Guðfinna Harpa Árnadóttir 8. Skaftafellssýslur, Rangár- vallasýsla og Árnessýsla: Fanney Ólöf Lárusdóttir Gjaldtaka Gjaldtaka fyrir lambadóma fylgir almennri gjaldskrá RML. Komugjald er 6.500 krónur og tímagjald fyrir hvern starfsmann er 8.000 krónur á klukkustund, hvorutveggja verð án virðisaukaskatts. Góð vinnuaðstaða flýtir fyrir Vinnuaðstaða við lambadóma er víða prýðileg en þó er ástæða til að minna bændur á að reyna að hafa vinnuaðstöðuna þannig að dómarnir geti gengið fljótt og vel. Þar má t.d. huga að rennsli lamba að ómmælingastað, vinnuaðstöðu við ómsjána s.s. borðhæð og bærilegu sæti fyrir ómmælingamann, sætum fyrir íhaldsmenn, lýsingu á dóma- stað (leggmæling, ullarmat) og að gólf á dómastað séu ekki óþægilega hál þannig að lömbunum gangi illa að fóta sig. Það er hagur fyrir bæði fólk og fénað að þetta vinnist sem léttast á þessum álagstíma hjá okkur öllum. Afkvæmarannsóknir Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar. Kröfur um styrkhæfa afkvæmarannsókn eru þær sömu og á síðasta ári. Í samanburði þurfa að vera a.m.k. 5 hrútar og þar af lágmark 4 veturgamlir (hrútar fæddir 2019). Áætlaður styrkur út á hvern veturgamlan hrút er 5.000 krónur. Ómmældu lömbin þurfa öll að vera af sama kyni og að lágmarki 8 afkvæmi undan hverjum hrút. Hver hrútur þarf síðan að eiga a.m.k. 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. Sótt er um styrk með því að senda tölvupóst á ee@rml.is og tilkynna að búið sé að ganga frá afkvæmarannsókn í Fjárvís.is. Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Mynd / Jón Eiríksson Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.