Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 49 Þetta fallega púðaver er prjónað með gatamynstri. Stærð 47x45 cm (púðaverið passar fyrir púða í stærð 50x50 cm, það er fallegra ef það strekkist aðeins á verinu) Garn: Drops Flora (fæst í Handverkskúnst: 250 gr Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3 eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur í sléttu prjóni = 10 cm. Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*. Púðaver: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. Fitjið upp 224 lykkjur á hringprjón nr 3 með Flora. Tengið í hring og setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið 4 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki eftir 112 lykkjur = stykkinu skipt í fram- og bakhlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (= 16 mynstu- reiningar með 14 lykkjum). Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist ca 44 cm – stillið af eftir 14. eða 28. umferð í mynsturteikningu, prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af – Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með prjónum sem eru ½ númeri grófari. Frágangur: Brjótið uppá stykkið við prjónamerkin. Saumið efri kantinn saman kant í kant í ystu lykkju- bogana. Setjið púða í verið og saumið síðan neðri kantinn saman. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Bændablaðið Næsta blað kemur út 30. júlí Alvira púðaver HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 6 5 9 5 2 4 7 3 9 6 2 7 8 1 3 4 3 2 9 6 5 1 9 8 8 7 1 2 2 6 5 8 7 4 3 1 Þyngst 8 2 5 4 9 7 4 2 1 3 4 9 3 6 7 2 5 7 1 8 6 9 2 1 2 8 3 8 4 6 9 1 6 3 9 4 8 7 7 9 4 3 5 5 8 2 8 7 1 3 5 6 4 9 9 7 8 4 8 2 5 3 2 5 9 1 1 4 6 3 8 7 9 9 5 7 3 6 4 1 Hundar, hestar, kanínur og geitur FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Sigurbjörg Svandís Guttorms­ dóttir býr í Grænumýri með for­ eldrum sínum og þremur systk­ inum, hundum, kanínum, kindum, geitum og hrossum. Nafn: Sigurbjörg Svandís. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Grænumýri í Blönduhlíð, Skagafirði. Skóli: Varmahlíðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Það er allt skemmtilegt, en íþróttir, myndmennt, textíl og heimilisfræði eru skemmtilegust. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar, hestar, kanínur og geitur. Uppáhaldsmatur: Hamborgarinn hans pabba! Uppáhaldshljómsveit: Ég hlusta á svo margt. Uppáhaldskvikmynd: Dolphin Tale sem er um höfrunginn Winter. Fyrsta minning þín? Þegar ég vildi ekki borða eplagrautinn minn. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég er í hestamennsku, í fótbolta, djassballett, æfi á píanó og fiðlu og er í kór. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ljósmyndari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í rússíbana á Flórída. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Æfa fótbolta, fara á hestbak, fara í sumarbúðir, fara á fiðlunámskeið, fara í ferðalag og skemmta mér heima með fjölskyldunni. Næst » Sigurbjörg skorar á Hrafn Sölva Vignisson á Bifröst að svara næst. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla BÝ TIL HVAÐ SEM ER - GERI VIÐ ALLT Laghentur smiður ferðast um landið og tekur að sér verkefni. • Kjarnaborun, allar stærðir af borum. • Steypusögun, múrbrot. Fræsun fyrir gólfhita. • Viðhald og viðgerðir á öllu, s.s. raftækjum. • Geri við sumarbústaði, smíða hvað sem er inn í hús. Drífandi ehf. S. 777-8371 - Netfang: gunnariceman@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.