Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 29 Hörð samkeppni á kjötmarkaði Það hefur orðið gríðarleg aukning í sölu á alifuglakjöti síðustu 20 árin og mikil áskorun að sjá markaðnum fyrir vörum, að sögn bændanna á Reykjum. Á markaðnum eru tvö önnur fyrirtæki, Reykjagarður og Matfugl, sem eru ámóta stór og með íslenskar kjúklingaafurðir. Ísfugl er með um 20% markaðshlutdeild í alifuglakjöti, og hefur þetta hlut­ fall verið svipað á síðustu árum. Innflutningur hefur aukist mikið sem hefur að einhverju leyti haldið aftur af framleiðsluaukningu hjá bændum. Jón Magnús segir að samkeppnin sé mjög hörð og menn þurfi alltaf að vera á tánum. „Við erum með um 20% af hvítakjötsframleiðslunni ef kalkúnninn er tekinn með. Það hlutfall hefur haldið sér síðustu ár en við höfum stækkað í takti við það sem okkar viðskiptavinir hafa tekið við. Það hefur gengið vel að afsetja vörur.“ Kristín segir að það séu ýmis tækifæri fólgin í því að vera litli aðilinn á markaðnum. „Við getum brugðist hratt við óskum viðskipta­ vina og sérhæft okkur á vissum sviðum.“ Meiri vinnsla skilaði aukinni sölu Kristín segir að fyrstu árin hjá þeim hafi kalkúnasalan nær eingöngu verið yfir jól, áramót og páska. „Þá var bara heill fugl og við vorum ekk­ ert að úrbeina eða gera neitt annað við vöruna. Fljótlega fórum við hins vegar að vinna kalkúninn meira og þá varð strax söluaukning. Nú er það sama að gerast hér og erlendis að markaðurinn fyrir heilan fugl er að minnka en mikil eftirspurn eftir bringum og öðrum bitum. Ísfugl fór fljótlega að þróa jólavörur úr kalkún­ akjöti auk þess að selja í veislur og veitingahús. Þessi vinna hefur haldið áfram síðan við eignuðumst fyrir­ tækið.“ Reka útungunarstöð og stofneldi Reykjabúið rekur eigin einangrunar­ stöð fyrir kalkúnaræktina í Land­ eyjum. Erfðaefni kemur að utan og eggin eru látin klekjast út í stöðinni. Uppfylltar eru strangar kröfur um mótefnaprófanir og blóðprufur. Í kjúklingaræktinni er Reykjabúið í samvinnu við Stofnunga, sem er ein­ angrunarstöð í eigu fleiri framleið­ enda. Í útungunarstöð Reykjabúsins að Flugumýri í Mosfellsbæ er ungað út kalkúnum og kjúklingum til eigin framleiðslu og fyrir aðra bændur sem framleiða kjúklinga fyrir Ísfugl. „Við þurfum að fjármagna stofn­ eldið og það er heilmikið umstang í kringum það, reka útungunarstöð og flytja inn erfðaefni frá útlönd­ um. Verðið á íslenska kjúklingnum markast að hluta til af þessu og þarf að hafa í huga þegar rætt er um inn­ flutning á ódýrara kjúklingakjöti erlendis frá,“ segir Kristín. Jón Magnús grípur boltann á lofti þegar talið berst að innflutningi og samanburði á íslenskri og erlendri framleiðslu. „Kjötið sem flutt er hingað til lands er ekki frá neinum venjulegum búum. Þetta eru risastór bú þar sem hagkvæmnin er keyrð í botn. Við erum á pínulitlum mark­ aði hér heima og einfaldlega aðrar stærðir um að ræða en hjá kollegum okkar erlendis.“ Reksturinn byggir á samstarfi við aðra bændur Reykjabúið er með eldi víðar en í Mosfellssveitinni, ýmist í leigu­ eða eigin húsnæði. Í áranna rás hefur þróunin verið þessi og er t.d. heil­ mikil framleiðsla í Ölfusinu. Kristín segir að samstarfið gagnist báðum aðilum. „Þetta fyrirkomulag hefur í raun stutt við búskap á viðkom­ andi jörðum. Bændur geta einnig nýtt hænsnaskít til áburðar á tún og garða. Þar sem ekki er búskapur er skíturinn meðhöndlaður sem úr­ gangur en ekki verðmæti. Þess vegna er dýrmætt að starfsemin sé að hluta til í sveitum.“ Jón Magnús segir að dreifð starf­ semi sé ekki síður gagnleg í ljósi smitvarna þar sem áhættan er minni vegna fjarlægðar milli búa. „Okkur hefur gengið mjög vel hingað til að verjast salmonellu og kampýlóbakter. Heilbrigði fuglsins er almennt gott og staðan ágæt.“ En skyldi þetta rekstrarmódel lifa inn í framtíðina? „Auðvitað er hagkvæmt að vera með eitt stórt bú á sama stað,“ segir Kristín, en bætir við að það útiloki ekki hitt fyrirkomulagið. Þau Jón Magnús og Kristín segjast bæði hafa þá sýn að kjúklingaeldið verði samhliða einhverju öðru. Það passi vel í sveitirnar og samræmist góðri byggðastefnu. Markaðurinn vill ferska vöru Því hefur löngum verið haldið fram að samkeppnin í kjúklingarækt­ inni sé hörð, sveiflurnar miklar og tengsl framleiðenda náin við mark­ aðinn. Jón segi að nú um stundir séu vel yfir 95% framleiðslunnar seld fersk til neytenda og hefur orðið mikil breyting á síðustu árum. Markaðurinn vill ófrosna vöru. Kórónuveiran setti strik í reikninginn Þegar kórónufárið brast á í mars urðu miklar breytingar á matvörumarkaði nánast á einni nóttu. Reykjabúið og Ísfugl fóru ekki varhluta af því frekar en önnur fyrirtæki. „Framleiðslan var á fullum snúningi og það tekur sinn tíma að breyta henni. Við þurftum að endurskipuleggja sláturhúsið og setja fólk á vaktir til þess að þurfa ekki að loka ef smit breiddist út. Það gekk mjög vel og það urðu engar sýkingar á meðal starfsfólks sláturhússins. Salan datt verulega niður um tíma, en hefur smám saman verið að lagast,“ segir Jón Magnús. „Það sem gerðist hins vegar var að sala í verslunum jókst mjög mikið og tók að hluta þá sölu sem var á veitingamarkaðnum,“ segir Kristín. Eftir að ástandinu lauk jókst salan aftur til mötuneyta en viðskipti við hótel og veitinga­ staði hafa ekki enn náð fyrri stöðu. Ekkert er vitað hvernig það á eftir að þróast. Sérstaða Ísfugls á markaði Ísfugl hefur markað sér þó nokkra sérstöðu á markaði með kjúkling og kalkún. Á umbúðum eru myndir af bændum svo neytandinn geti séð frá hvaða Ísfugls­bónda kjötið kemur, en fyrirtækið selur eingöngu íslenskt kjöt. Auk Reykjabúsins eru fleiri bændur sem framleiða kjúklinga fyrir Ísfugl. Þeir eru Jón Ögmundsson, Hjallakróki í Ölfusi, Ögmundur Jónsson og Kristján Karl Gunnarsson á Neslæk í Ölfusi, Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólöf Björg Einarsdóttir á Heiðarbæ í Þingvallasveit og Þorsteinn Sigmundsson og fjölskylda í Elliðahvammi. Samstarfið byggir á traustum grunni og hefur gengið mjög vel. Eingöngu íslenskt kjöt og trú- verðugleikinn skiptir öllu máli „Við höldum mjög stíft í okkar stefnu, að selja eingöngu íslenskt kjöt frá Ísfuglsbændum. Þegar inn­ flutt kjöt fór að ryðja sér til rúms á íslenskum markaði var fljótlega tekin sú ákvörðun að Ísfugl skyldi ekki bjóða upp á erlent kjöt, jafnvel þótt skortur væri á ákveðnum bitum. Okkar stefna er að selja eingöngu innlent hráefni og við teljum að það sé hagstætt fyrir bændurna. Það eru algjörlega skýr skilaboð til okkar viðskiptavina, sem kunna að meta þá stefnu og treysta okkur,“ segir Jón Magnús. „Ákvörðunin um að selja ein­ göngu innlent hráefni þurfti umræðu á sínum tíma,“ segir Jón Magnús. En í dag eru kröfur neytenda um hollustu, góða og ferska vöru, orðnar æ háværari. Lágir tollar hvetja til innflutnings Jón Magnús hefur sterkar skoð­ anir á tollamálum og segir fullum fetum að hagsmunum innlendra búvöruframleiðenda hafi verið fórnað í síðustu tollasamningum við Evrópusambandið. Hann bendir á að magnið sem nú er leyfilegt að flytja inn af kjúklingakjöti á lágum tollum jafngildi ársframleiðslu Ísfugls. Stærsta áskorunin sé að takast á við samkeppni við innflutt kjöt. „Eins og kerfið er í dag þá er verið að flytja inn töluvert magn af kjúklingi. Samningur sem gerður Hjá okkur færðu allt fyrir háþrýstiþvottinn Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Reykir í Mosfellsbæ. Skógurinn hefur dafnað vel og skýlir útihúsum og garðlöndum. Reykjabúið framleiðir fyrst og fremst kalkúna- og kjúklingakjöt en á Reykjum er haldinn kalkúna- og holdastofn til framleiðslu frjóeggja. Mynd / Sverrir Jónsson Hjá Ísfugli er lögð áhersla á að kynna uppruna kjötsins. Á umbúðum eru myndir af bændum svo neytandinn geti séð frá hvaða Ísfuglsbónda kjötið kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.