Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 41 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Aukabúnaður eins og sjálfvirkur skiptirofi og fleira Öflug og góð þjónusta Gerðu kröfur — hafðu samband við Karl í síma 590 5125 eða sendu línu á kg@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Allar stærðir af AJ Power rafstöðvum: FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Mótvægisaðgerðir geta verið fjölmargar; tryggja sjálfbærni villtra laxastofna eins og fjallað var um í fyrri grein og aðgerðir sem má skipta niður í fyrsta og annað þrep mótvægisaðgerða: • Fyrsta þrep mótvægisaðgerða sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir að eldislax sleppi úr eldiskvíum. • Annað þrep mótvægisaðgerða sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir að eldislax sem sleppur nái að hrygna í veiðivötnum. Ein besta mótvægisaðgerðin, sem reyndar hefur verið í gildi í tæp tuttugu ár, er að staðsetja laxeldi í sjókvíum á svæðum þar sem er tiltölulega lítil laxveiði. Fyrsta þrep mótvægisaðgerða Mótvægisaðgerðir sem lagðar eru til í Áhættumati erfðablöndunar skv. skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2017 eru haldlitlar og í sumum tilvikum jafnvel skaðlegar ef þeim verður komið í framkvæmd. Framan af voru mótvægisaðgerðir bundnar við eldissvæðið; kröfur um búnað, verklag o.fl. Hér er um að ræða fyrsta þrep mótvægisaðgerða sem framkvæmt er af eldisfyrirtæki sem eitt og sér mun ekki verða nægilegt til að halda umhverfisáhrifum innan ásættanlegra marka samfara uppbyggingu á umfangsmiklu laxeldi hér á landi. Norðmenn eru búnir að komast að þeirri niðurstöðu að fyrsta þrep mótvægisaðgerða á eldissvæði er ekki nægilegt og hafa því virkjað annað þrep mótvægisaðgerða. Hvernig hefur til tekist á Íslandi? Samþykkt var með lögum á Alþingi Íslands á árinu 2014 upptaka á norska búnaðarstaðlinum NS 9415:2009 sem gerir miklar kröfur um styrkleika búnaðar. Miklar vonir voru bundnar við að með þessum staðli mætti draga verulega úr slysasleppingum. Það kemur þó verulega á óvart að slysasleppingar hér á landi sem rekja má til búnaðar eru hlutfallslega algengari en í Noregi þrátt fyrir að sömu kröfur eigi að gilda í þessum tveimur löndum. Þetta veldur áhyggjum og þyrfti að skoða sérstaklega en verður ekki fjallað nánar um í þessari grein. Annað þrep mótvægisaðgerða Það er ekki gert ráð fyrir öðru þrepi mótvægisaðgerða í fyrstu útgáfu Áhættumats erfðablöndunar með að hindra uppgöngu með gildru eða fjarlægja eldislax úr veiðiám fyrir hrygningu og þannig horft fram hjá því sem best þekkist erlendis. Í annarri útgáfu Áhættumats erfðablöndunar er þó opnað fyrir öðru þrepi mótvægisaðgerða við stórar slysasleppingar án þess að skilgreina hvað sé stór slysaslepping. Annað þrep mótvægisaðgerða er utan lögsögu eldisfyrirtækis en í Noregi er fenginn óháður aðili til að fjarlægja eldisfisk úr veiðiám en fjallað verður betur um það þegar tekin verða fyrir viðbrögð við slysasleppingum. Tvískipt kerfi Áður fyrr var lögð áhersla á það í Noregi að telja fjölda eldislaxa og villtra laxa í veiðiám, mæla og fylgjast með án þess að fjarlægja eldisfiskinn. Á síðustu árum hefur það verklag verið viðhaft að allur sjáanlegur eldislax er fjarlægður úr fjölmörgum veiðiám, sérstaklega með háu hlutfalli eldisfisks. Verkefninu við að fjarlægja eldislax úr veiðiám í Noregi má til einföldunar skipta í eftirfarandi: • Þekktur uppruni: Fjarlægja eldislaxa af þekktum uppruna úr veiðiám og er framkvæmt af óháðum fagaðila sem Fiskistofa samþykkir en aðgerðir fjármagnaðar af eiganda strokulaxins. • Óþekktur uppruni: Fjarlægja eldislax af óþekktum uppruna úr veiðiám sem yfirleitt er framkvæmt af óháðum fagaðila og kostað af sjóði sem eldisfyrirtækin fjármagna. Þekktur uppruni Ef slysaslepping á sér stað í Noregi virkjar viðkomandi eldisfyrirtæki strax veiðar á eldislaxi innan 500 metra frá sjókvíaeldisstöð. Fiskistofa getur síðan aukið heimildir til veiða í sjó bæði hvað varðar stærð svæða og tímalengd. Í mörgum tilvikum gerir Fiskistofa þær kröfur að eldisaðili fjármagni vöktun og fjarlægi eldislaxa úr nærliggjandi veiðiám. Hve margar veiðiár þarf að vakta leggur Fiskistofa mat á hverju sinni og hefur eldisaðila verið gert skylt að fjármagna vöktun og að fjarlægja eldislax í allt að 20 veiðiám í nágrenni við sleppistaðinn. Til verksins er fenginn óháður fagaðili. Fiskistofa birtir síðan skýrslur óháðs fagaðila um niðurstöður aðgerða á vefsíðu sinni (www.fiskeridir.no). Kröfur um annað þrep mótvægisaðgerða eru alltaf að aukast í Noregi og ná þær nú einnig til slysasleppinga í landeldi. Í tilfelli slysasleppinga laxaseiða í seiðaeldisstöðvum hefur rekstraraðilum verið gert skylt að fjármagna vöktun og að fjarlægja eldislax úr veiðiám í allnokkrum tilfellum. Óþekktur uppruni Á síðustu árum hefur verið farið í ákveðinn fjölda laxveiðáa og eldislax fjarlæður um haust fyrir hrygningu. Fiskeldisfyrirtækin greiða gjald til sjóðs (http://utfisking. no) og kostar hann verkefni við að fjarlægja lax úr veiðiám. Oft eru það óháðir fagaðilar sem sjá um að fjarlægja eldislax úr veiðiám, en einnig eru það veiðiréttareigendur og leigutakar. Á árinu 2019 voru um 1.000 eldislaxar fjarlægðir úr 37 veiðiám og tókst að fjarlæga um 85% af eldislaxinum sem áður höfðu komið fram í vöktun. Heimild frá stjórnvaldi þarf til að fara í veiðiár og unnið hefur verið með eigenda laxveiðiánna. Við veiðarnar er notaður skutull (harpun), stöng, gildra og nót. Það er misjafnt hvernig tekst til við að fjarlægja eldislax úr veiðiám af ýmsum ástæðum. Árangurinn er þó umtalsverður og hefur tekist að lækka hlutfall eldislaxa undir 4% í flestum veiðiám þar sem farið var í aðgerðir á árunum 2016–2019. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni utfisking.no Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. Valdimar Ingi Gunnarsson. Áhættumat erfðablöndunar laxa og mótvægisaðgerðir Örugg leið að Litla-Hrauni Fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka hóf starfsemi þann 8. mars 1929 í húsi sem Eyrbekk- ingurinn og húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson (1887–1950), teiknaði í upphafi sem sjúkrahús. Á síðasta ári var 90 ára afmælis starfseminnar að Litla-Hrauni minnst með ýmsum hætti en þar er nú starfrækt stærsta fangelsi landsins. Meðal þess sem tengdist 90 ára afmæli Litla-Hrauns á síðasta ári var að Sveitarfélagið Árborg stóð fyrir lagningu veglegrar og öruggrar gangbrautar frá Merkisteini að Litla- Hrauni en fram að því hafði ekki verið gangbraut frá Heiðdalshúsi að Litla-Hrauni. Framkvæmdum lauk þann 8. júní sl. og er nú öryggi Eyrbekkinga á þessari leið til vinnu á Litla-Hrauni eins gott og frekast getur orðið. Sigurður Steindórsson, deilarstjóri á Litla-Hrauni, hefur farið þessa slóð starfsmanna af Eyrarbakka oftast eða daglega í 43 ár. Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi, sem er samafl brottfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi, hefur barist fyrir framkvæmdinni í áratug og vill á þessari stundu þakka Sveitarfélaginu Árborg hin farsælu framkvæmdalok gangbrautarinnar að Litla-Hrauni. Þess má geta að Tryggvi Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni, hefur gefið gangbrautinni nafnið -Skáldastígur-. Glaðir allir með göngu-braut geislar fylla vanga. Sigur er með þrjósku‘ og þraut þannig málin ganga. Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi Litla-Hraun á Eyrarbakka og nýja gangbrautin. Gljúfurá í Borgarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.