Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 7 LÍF&STARF Minn uppáhalds hagyrðingur í dag er án efa Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi á Ásum. Því nýti ég mér aðstöðuna og fylli það sem lifir þáttar með gullstökum Óskars. Óskar bjó við sauðfé lengst af sinni búskapartíð, og því neysla lambakjöts honum hugstæð. Breyttar neysluvenjur landans finnast honum ekki geðþekkar: Heilsan þokast fram um fet, fituna skal banna. Beinhorað og blóðhrátt ket á borðum flestra manna. Landanum mun líða skár lagist mataræði. Nú þekkist eftir þúsund ár þetta rétta fæði. Fyrr var reykt og fór í salt feitar ær og sauðir. Forfeðurnir átu allt, -enda löngu dauðir. Óskar er að ganga frá skattframtali sínu. Þar urðu að vanda engar kollsteypur: Afar fáum aurum velt, ekkert verðmætt skapað, ekkert keypt og ekkert selt, ekki grætt né tapað. Óskar sat hagyrðingabekki víða um landið, enda eftirsóttur á hagyrðingasamkomum. Meðal yrkisefna á einni slíkri samkomu voru tískusýningar, bæði karla og kvenna. Óskari var verkefnið hugumkært: Engin hold ég á þeim sá, aðeins beinagrindur. Þetta setti enginn á ef þær væru kindur. Þær liðu um sviðið lon og don og löbbuðu í elg og biðu. Hann Sigurður læknir Sigurðsson segði þær vera með riðu. Og karlmennskan fékk líka sitt: Útlitsfegurð olli báli hjá ungum mönnum hvar sem er. En það sem skiptir mestu máli mun ég ekki ræða hér. Hagyrðingar voru einhverju sinni spurðir álits á jarðgangagerð. Óskar orti: Um undirgöng mig ekkert varðar, umferðin má fara í rör. Ég ætla að vera ofanjarðar alveg fram að jarðarför. Á hagyrðingamótum er siðvenja að hagyrðingar kynni sig lítillega við upphaf samkomunnar: Ennþá læt ég á mér níðast inni á þessum stað. Ég heiti Óskar, eins og síðast; -ekki meira um það. Um Ágúst Sigurðsson á Geitaskarði, sem oftlega stýrði hagyrðingasamkomum, orti Óskar: Undarlega oft að sér athyglina dregur, þó flestir viti að Ágúst er ekkert merkilegur. Á þeirri samkomu hagyrðinga, sem hér er vísað til, hefur Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð verið meðal hagyrðinga. Óskar hefur ekki séð ástæðu til að mæra hann sérstaklega: Með gáfurnar í góðu standi, getur vel og mikið ort. Einar virðist upprennandi óþokki af verstu sort. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 254MÆLT AF MUNNI FRAM Ísblá augu í Sölvholtssauðfé Fyrir skemmstu var hér sagt stuttlega frá fjárrúningi í Sölvholti upp á gamla mátann og sýndar myndir af fallegum kindum. Hér er sótt í sama atburð en áherslan lögð á einkenni sem þar finnst í fénu. Í Sölvholtsfénu finnst sérkenni sem er að því er ég best veit afar sjaldgæft í íslenska fjárstofninum, en það er ísblátt í auga, líkt og kemur fyrir í hrossum. Hinn venjulegi augnlitur sauðfjár er mógulur. Þetta er sýnt á meðfylgjandi myndum sem Páll Imsland tók. Þórdís Elísabetardóttir í hlutverki heimasætunnar með uppáhaldslambið sitt, svartbaugótt gimbrarlamb með ísblátt vagl í auga. Myndir / Páll Imsland Grátt hrútlamb með hefðbundinn augnlit. Afmælishátíð 50 ára búfræðikandidata frá Bændaskólanum á Hvanneyri: Gáfu Hvanneyrarstað níu sérvaldar og traustar birkiplöntur Skjöldur er fyrir framan birkilundinn þar sem fram kemur að hann sé gjöf frá 50 ára búfræðikandídötum. Frá vinstri; Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, Guðmundur P. Steindórsson, Þorvaldur G. Ágústsson, Tryggvi Eiríksson, Sigurður Karl Bjarnason, Ríkharð Brynjólfsson, Þorsteinn H. Gunnarsson, Jón Atli Gunnlaugsson og Árni Snæbjörnsson. Fimmtíu ára búfræðikandidatar heimsóttu sinn gamla fræðastað á Hvanneyri á dögunum og rifjuðu upp gamla tíma. Við tilefnið færðu þeir Hvanneyrarstað birkiplöntur að gjöf. Haustið 1947 hófst framhaldsnám í búfræði við nýstofnaða Framhaldsdeild við Bændaskólann á Hvanneyri. Námstíminn var tvö ár til viðbótar við hefðbundið búfræðinám, með sumarlöngu verknámi á milli námsára. Síðar var sjálft kandídatsnámið lengt í þrjú ár og einnig gerð krafa um viðbótar undirbúningsnám í almennum greinum. Bændaskólinn á Hvanneyri, síðar Landbúnaðarháskóli Íslands, hafa frá árinu 1949 reglulega útskrifað nemendur á háskólastigi, BSc.- búfræðikandídata. Þeir hafa farið til fjölbreyttra starfa í landbúnaði og á öðrum vettvangi. Þá hafa allmargir þeirra sótt framhaldsnám við erlenda háskóla, sem hafa þar með viðurkennt kandídatsnámið á Hvanneyri sem fyrstu prófgráðu við háskóla. Níu nemendur luku námi vorið 1970 Í júní 1970 luku níu nemendur búfræðikandídatsnámi BSc. frá Hvanneyri. Í tilefni þessara tímamóta var 50 ára afmælisins minnst hinn 26. júní sl. með samkomu á Hvanneyri. Þar afhenti hópurinn Hvanneyrarstað níu sérvaldar og traustar birkiplöntur við hátíðlega athöfn, að viðstöddum rektor skólans og gestum. Hinir fyrrverandi nemendur eru: Árni Snæbjörnsson, Guðmundur P. Steindórsson, Jón Atli Gunnlaugsson, Ríkharð Brynjólfsson, Sigurður Karl Bjarnason, Sigurjón Bláfeld Jónsson (látinn), Tryggvi Eiríksson, Þorsteinn H. Gunnarsson og Þorvaldur G. Ágústsson. Mikil aðsókn að skólanum í dag Rektor Landbúnaðarháskólans, dr. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, þakkaði fyrir góða gjöf og greindi frá núverandi starfi skólans og framtíðaráformum. Fram kom í máli rektors að mikil aðsókn er að skólanum, bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Að athöfn lokinni, í fallegum lundi hjá læknum við Gamla skólann, var gestum boðið til kaffisamsætis í Skemmunni á Hvanneyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.