Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202042 Á FAGLEGUM NÓTUM Á Reykjum í Ölfusi hefur verið kennd garðyrkja samfellt frá árinu 1939. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að mennta garðyrkjufólk til almennra garðyrkjustarfa og þegar fyrstu garðyrkjufræðingarnir útskrifuðust tóku garð yrkju­ fögin miklum framförum. Gróðrarstöðvum hefur fjölgað og framleiðslan orðið sífellt fjölbreyttari og framleiðendur eru í óða önn að rækta blóm, grænmeti og garðplöntur. Neysluaukning er áberandi á íslenskum garðyrkjuafurðum undanfarin misseri og ár, jafnvel svo að þörf er á mikilli stækkun garðlanda og gróðurhúsa og fyrirsjáanleg er þörf á fleiri menntuðum garðyrkjufræðingum í öllum garðyrkjugreinum. Sex námsbrautir Nú er kennd garðyrkja á sex ólíkum námsbrautum: Skrúðgarðyrkjubraut, Skógur og náttúra (skógtækni), Blómaskreytingabraut, Garð- og skógarplöntubraut, Ylræktarbraut og Braut um lífræna ræktun matjurta. Nemendur eru skráðir í nám á tveggja ára fresti, næst hefst kennsla í ágúst og tekur bóknámið tvö ár í staðarnámi. Útskrifaðir garðyrkjufræðingar af öllum þessum brautum hafa lært sitt fag að því marki að þeir geta hafið störf við sína grein, ýmist í einkafyrirtækjum, hjá bæjar- og sveitarfélögum eða í eigin fyrirtækjum. Námið er nátengt atvinnulífinu, til dæmis fer verknám fram á viðurkenndum verknámsstöðum sem oftar en ekki eru gróðrarstöðvar og önnur garðyrkjufyrirtæki. Verknám erlendis kemur einnig vel til greina. Aðsóknin slær öll met í ár Að þessu sinni er aðsókn í garðyrkjunám meiri en nokkru sinni fyrr. Áberandi er hversu mikil aðsókn er að námi í lífrænni ræktun en einnig er mikil aðsókn að ylræktarbraut, skrúðgarðyrkjubraut og aðrar brautir sömuleiðis. Aukning í fjölda umsókna er nærri 40% miðað við undanfarin ár. Öllum nýnemum er tekið fagnandi, hvort sem um er að ræða staðarnema eða fjarnema. Námið hefst 24. ágúst. Aðstaðan á Reykjum fer sífellt batnandi Í allmörg ár hefur aðstaða til kennslu verið þokkalega góð en þó hefur fjárskortur verið viðvarandi og nauðsynlegt að fara í endurbætur á skólahúsi og annarri aðstöðu til náms og kennslu. Það er öllum Reykjavinum gleðiefni að nú er verið að endurbyggja gróðurskálann stóra sem er kennimerki skólahússins og tengir saman kennslustofur, skrifstofur, mötuneyti og aðra aðstöðu. Vonir standa til að verkinu verði lokið nú í haust og þá hefst vinna við að fylla hann á ný fallegum gróðri sem mun bæði verða til prýði og henta vel til kennslu. Tilraunahús og verknámskennsla í gróðurhúsum og garðlöndum Á Reykjum er tilraunagróðurhús sem nýtist til fjölbreyttra tilrauna í ræktunartækni. Undanfarin ár hafa verið stundaðar athyglisverðar tilraunir á vetrarlýsingu grænmetis sem gefa starfandi garðyrkjubændum aukna þekkingu á notkun raflýsingar sem hefur leitt til þess að hægt er að rækta margar tegundir allt árið, ólíkt því sem áður var. Nemendur hafa einnig aðgang að ræktunaraðstöðu og gera ýmsar athuganir og verkefni í gróðurhúsunum. Mikið safn pottaplantna er að finna á Reykjum og Bananahúsið víðfræga hýsir fjölda plantna frá fjarlægum deildum jarðar, ekki síst gróður frá hitabeltislöndum. Á landi Reykja vex mikill og fjölbreyttur garðagróður og skógartré sem nemendur nota óspart í sínu námi, bæði til að kynnast ólíkum tegundum og við skógarumhirðu. Aðstaða til verklegrar kennslu í skrúðgarðyrkju er bæði í gróðurhúsum og annars staðar í nágrenni skólans. Samheldni og metnaður einkennir starfsmannahópinn Við skólann starfa um 15 manns, bæði kennarar og umsjónarfólk gróðurhúsa og útisvæða. Allir starfsmenn vinna að sama markmiði, þ.e. að gera Garðyrkjuskólann á Reykjum að miðstöð þekkingar í öllum greinum garðyrkjunnar og þar með að efla faglega menntun stéttarinnar, nú þegar mikil aukning er í neyslu ferskra íslenskra garðyrkjuafurða og almenn jákvæðni ríkir í garð íslenskrar garðyrkju. Ingólfur Guðnason GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ Á REYKJUM Garðyrkjunám á Reykjum haustið 2020 Fyrr á þessu ári birtist áhugaverð grein í ritrýnda tímaritinu Journal of Dairy Science (JDS) um samspil sterks eldis á kvígum og ýmissa framleiðslueiginleika kúa. Í ljós kom að það er jákvætt samhengi þarna á milli og séu kvígurnar hraðvaxta og fljótar að ná góðum þunga á unga aldri, þá endast þær að jafnaði lengur sem mjólkurkýr og eru einnig frjósamari. Sumar kvígur bera ekki Erlend reynsla sýnir að á kúabúum þar sem kýr endast lengi eru að jafnaði afurðameiri kýr og þessi bú eru afkomulega séð betur rekin en önnur bú, m.a. vegna þess að þau þurfa einfaldlega færri kvígur til viðhalds bústofnsins. Það er því eftirsóknarvert að hafa endingargóðar kýr en allalgengt er að kýr nái ekki einu sinni að skila af sér fyrsta mjaltaskeiði og sumar kvígur skila sér ekki einu sinni til fyrsta burðar. Þannig sýna m.a. gögn frá Nýja-Sjálandi að á bilinu 4,8- 9,8% af Holstein-Friesian kvígum skili sér ekki alla leið í ferlinu, þ.e. bera ekki kálfi. Góð bústjórn lykillinn Það er einkar áhugavert við framangreinda nýsjálenska rannsókn að niðurstöður hennar undirstrika það sem oft hefur verið bent á áður að bústjórnin skiptir höfuðmáli þegar kemur að endingu kúa en rannsóknin leiddi í ljós að áhrif erfða á það hvort kvíga skilaði sér að fyrsta burði voru lág. Það eru því umhverfislegir þættir sem ráða meiru um það hvort kvígan nái þeim árangri að bera kálfi og sérstaklega hvernig uppeldinu er hagað. Þegar gögnin voru skoðuð nánar kom í ljós að sterkt samhengi var á milli þroska kvíganna, þ.e. þunga þeirra, og endingarinnar. Niðurstöðurnar sýndu m.a. að 76% af þeim Holstein-Friesian kvígum sem voru ≥343 kg við fyrstu sæðingu voru skráðar fyrir tveimur burðum í samanburði við ekki nema 62% af þeim kvígum sem voru ≤290 kg við fyrstu sæðingu. Þessi rannsókn sýnir einnig glöggt að þegar ending er metin þarf að taka til gagnasafns sem nær allt frá fæðingu en oft er miðað við endingu kúa frá fyrsta burði, sem er s.s. of seint viðmið að mati greinarhöfundanna. Slök frjósemi meginástæða förgunar Algengasta ástæða slakrar endingar kúa víða erlendis er slök frjósemi og á Nýja-Sjálandi hafa þarlendir kúabændur skráð það sem skýringu í 35% tilfella förgunar. Þetta er hærra hlutfall en þekkist víða en skýringin gæti falist í því að kúabúskapur á Nýja-Sjálandi byggir á beitarbúskap og þar ríður á að nýta sem allra best hámarks vöxt túnanna á afmörkuðum tíma. Vegna þessa reyna flestir bændur að fá kýrnar til að bera á svipuðum tíma og hafa etv. litla þolinmæði gagnvart kúm sem seinka sér mikið. Þannig miða t.d. flestir við að ná því að fá 78% af kúnum fengnar innan 6 vikna frá því að fengitími hefst. Meðaltal landsins árið 2017-2018 var hins vegar ekki nema 66% og því væntanlega margir sem förguðu kvígum og kúm vegna erfiðleika við að festa fang. Ungar og þungar kvígur bera fyrr! Þegr horft er til gagna um þroska kvígna og hvernig þær skila sér áfram í kerfinu er afar fróðlegt að skoða hverju erlent vísindafólk hefur komist að. Í Írlandi var þetta skoðað sérstaklega og þar kom í ljós áhugavert samhengi á milli þunga og fyrsta burðar. Þar voru gögn um Holstein-Friesian kvígur skoðuð sérstaklega og þær flokkaðar í tvo hópa eftir þunga við fyrstu sæðingu. Annar hópurinn vó að jafnaði 291 kg og hinn 316 kg við fyrstu sæðingu og í ljós kom að kvígurnar í þyngri hópnum báru að meðaltali fyrr en léttari hópurinn! Niðurstöðurnar sýndu því að samhengi á milli endingar kúa og þunga á kvígum við fyrstu sæðingu er ekki einungis spurning um þunga heldur að kvígurnar nái réttum þunga á unga aldri. Rannsökuðu gögn um tæplega 190 þúsund kvígur Rannsóknin, sem greinin úr JDS byggir á, byggir á gríðarlega umfangsmiklu gagnasafni um kvígur á Nýja-Sjálandi en þessi gögn náðu til upplýsinga um 189.936 kvígur! Þær voru flokkaðar í fimm mismunandi kúakyn: Holstein- Friesian (FS), Holstein-Friesian blendinga (FX), Jersey (J), Jersey blendinga (JX) og Holstein-Friesian x Jersey blendinga (FJ). Þessir fimm hópar voru svo rýndir sérstaklega og þungi kvígna við 6, 12 og 15 mánaða aldur var reiknaður út og þunginn svo borinn saman við niðurstöður úr skýrsluhaldinu á endingu, burðartíðni og burðarþéttni fyrstu þriggja burðanna. Þessi sömu gögn um nýsjálensku kvígurnar hafa áður verið tilefni til rannsókna og hefur m.a. verið rannsakað samhengið á milli snemmþroska kvígna og afurða á fyrsta mjaltaskeiði sem og heildarafurðir á fyrstu þremur mjaltaskeiðunum. Í báðum tilfellum eru það kvígurnar sem ná því að verða þungar snemma á ævinni sem hafa vinninginn á hinar sem léttari voru við fyrstu sæðingu. 92% báru fyrsta kálfi Alls náðu 92% af fæddum kvígum að bera fyrsta kálfi og 76% þeirra báru tvisvar sinnum og 61% þrisvar sinnum. Þá kom í ljós að þyngri kvígur voru líklegri til að vera áfram í hjörðinni fyrsta, annað og þriðja mjaltaskeiðið en þær sem voru léttari við fyrstu sæðingu. Þá fannst einnig jákvætt samhengi á milli þunga á 6, 12 og 15 mánaða gömlum kvígum og aldri við fyrsta burð og var það óháð því hvaða hópi kvígan tilheyrði. Samhengið við þunga við fyrstu sæðingu fjarar þó út þegar líður á og þegar kemur að öðru og þriðja mjaltaskeiðinu bera þessar kvígur reyndar enn af en munurinn á þeim og hinum sem léttari voru við fyrstu sæðingu er þó minni. Þungar en ekki feitar! Í rannsókninni kom í ljós að þó svo að skýrt samhengi sé á milli þunga á kvígum og því að þær nái að bera snemma, mjólka mikið og mjólka meira á fyrstu mjaltaskeiðunum í heildina þá er þó einn hængur á! Þær mega nefnilega ekki verða of þungar eða öllu heldur of feitar. Þetta eru reyndar ekki ný vísindi en fyrir tæplega 40 árum sýndi bresk rannsókn fram á að kvígur sem holdastigast hátt festa síður fang, rétt eins og þær sem holdastigast of lágt. Í nýsjálensku rannsókninni var ekki stuðst við holdastigun heldur þungatölur og niðurstöðurnar sýndu að ef kvígurnar reiknuðust mjög þungar við 15 mánaða aldur, eða þyngri en 396 kg við fyrstu sæðingu, þá jukust líkurnar á því að þær bæru seint í samanburði við hinar sem reiknuðust sem þungar en þó ekki of þungar! Þar sem þungatölur er ekki hægt að færa á milli mismunandi kúakynja þarf að horfa til raungagna sem líklega eru ekki til á Íslandi. Það er þó líklegt að notast megi við holdastigun en þar sem afar sterkt samhengi er á milli holdastigunar og þunga má ætla að nota megi holdastigunarskalann til að meta ástand kvígna á hverjum tíma og óháð því kúakyni sum um er að ræða. Erlendis er þannig mælt með því að kvígur séu sæddar fyrsta skipti 13-14 mánaða og séu þá stigaðar upp á 6,7 stig (á skalanum 1-9). Aldrei of seint Eins og oft áður þarf að fara varlega í að túlka erlendar niðurstöður rannsókna á erlendum kúakynjum og yfirfæra á íslenskar aðstæður og íslenska kúakynið. Þar sem þessi framangreinda rannsókn byggir á gögnum sem ná yfir mörg kúakyn og blendingskyn má færa fyrir því rök að það auki líkurnar á því að um sé að ræða almenna eiginleika sem ná þvert á mismunandi kúakyn. Rannsóknir frá Bretlandi á holdakynjum sem sýndu áþekkar niðurstöður benda einnig til þess. Það sem etv. skiptir hér mestu máli er að gera sér grein fyrir því að það er aldrei of seint að breyta því hvernig maður sinnir bústjórn bús síns. Eins og hér að framan greinir skiptir miklu máli að ná að ala kvígurnar rétt upp svo þær nái að verða þroskamiklar strax sem 6 mánaða, en ekki of feitar. Ef kvígurnar eru of léttar og hægvaxta sýna niðurstöðurnar frá Nýja-Sjálandi að það má draga úr neikvæðum áhrifum þess á framtíðar endingu þeirra með því að endurskipuleggja það hvernig staðið er að fóðrun þeirra til að hlúa að vexti og þroska. /Byggt á grein úr JDS 103: 4466–4474 Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Þungar kvígur endast lengur Lengi býr að fyrstu gerð. Vel aldar kvígur standa sig betur og endast lengur. Mynd / Sigurdór Sigurdórsson Reykir í Ölfusi. Mynd / HKr. Aðsókn í garðyrkjunám er mikil. Á Reykjum er tilraunagróðurhús sem nýtist til fjölbreyttra tilrauna í ræktunartækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.