Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202010 FRÉTTIR Ný lög um um eignarráð og nýtingu fasteigna: Hömlur settar á eignarhald á landi – Enginn má eiga meira en 10 þúsund hektara nema með undanþágu frá ráðherra Samkvæmt breytingum á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt hafa verið á Alþingi mega tengdir aðilar ekki eiga meira en tíu þúsund hektara lands nema að fenginni undanþágu landbúnaðarráðherra. Víðtækustu breytingarnar voru gerðar á jarðalögum. Í fyrstu grein laganna segir að markmið þeirra sé að stuðla að því að nýtingu lands og réttinda sem því tengjast sé hagað í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi, að teknu tilliti til mikilvægis lands frá efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu sjónarmiði. Tryggir landbúnaðarland Markmið laganna er þannig meðal annars að stuðla að fjölbreyttum og samkeppnishæfum landbúnaði, náttúruvernd, viðhaldi og þróun byggðar og um leið þjóðfélagslega gagnlegri og sjálfbærri landnýtingu. Tryggja skal svo sem kostur er við framkvæmd laganna að land sem er vel fallið til búvöruframleiðslu sé varðveitt til slíkra nota og að fæðuöryggi sé tryggt til framtíðar. Líta skal til nýtingar Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á jarðalögum er skylt að afla samþykkis ráðherra fyrir ráðstöfun beins eignarréttar yfir fasteign, eða afnotaréttar til lengri tíma en sjö ára í ákveðnum tilfellum. Ef fasteign er lögbýli og viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fimm eða fleiri fasteignir í lögbýlaskrá, enda sé samanlögð stærð þeirra a.m.k. 50 hektarar. Þá er einnig skylt að afla samþykkis ef viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign/fasteignir sem eru samtals 1.500 hektarar eða meira. Mat á því hvort samþykki á eignarhaldi skuli veitt ber ráðherra að líta til þess hvernig viðtakandi réttar og tengdir aðilar nýta fasteignir og fasteignaréttindi sem þeir eiga fyrir eða hafa afnot af. Samþykki skal að jafnaði ekki veitt ef viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð nema umsækjandi sýni fram á að hann hafi sérstaka þörf fyrir meira landrými vegna fyrirhugaðra nota fasteignar. Undantekningar frá meginreglu Óskylt er að afla samþykkis ráðherra ef viðtakandi réttar er nákominn þeim sem ráðstafar rétti en með því er átt við skyldmenni, svo sem maka, barn, systkini, foreldri og svo framvegis. Þá þarf ekki að afla samþykkis ef ríkissjóður eða sveitarfélag ráðstafar fasteign eða er viðtakandi réttar. /VH Samstarf um íslenskt matarhandverk Matarauður Íslands og Samtök smáframleiðenda matvæla hafa gert með sér samstarfssamning um að vinna að skilgreiningu og uppfærðum reglum um íslenskt matarhandverk fyrir íslenska framleiðendur, bæði almennt og fyrir matarhandverkskeppnir. Einnig verður framkvæmdaferlið í kringum matarhandverkskeppnir hérlendis bætt og unnið verður að gerð vörumerkis fyrir matarhand- verk sem er formleg staðfesting á sérstöðu þess og vinna leiðbein- ingar um rétta notkun þess. Þar að auki munu neytendur verða upp- lýstir um virði matarhandverks, menningarlegt gildi og aðgreiningu frá öðrum matvörum. Menningarleg sérstaða „Matarhandverk er hluti af menn- ingararfi þjóða og endurspeglar hefðir og samtíma nýsköpun. Með vaxandi áhuga á matarmenningu og matarferðaþjónustu hefur eftirspurn aukist eftir staðbundnum mat- vörum og matarminjagripum, en skilningur á matarhandverki, bæði meðal framleiðenda og neytenda, er hins vegar enn óljós. Matarauður Íslands og Samtök smáframleið- enda matvæla gerðu því með sér samning um að festa matarhand- verk og matarhandverkskeppnir í sessi með það að markmiði að efla skilning á verðmætum matarhand- verks og menningarlegri sérstöðu,“ segir Brynja Laxdal, verkefnisstjóri hjá Matarauði Íslands. Verkefnið er tímabundið og lýkur 15. nóvember á þessu ári en þátttaka Matarauðs Íslands á vegum sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra lýkur í byrjun desember. Samvinna um matarhand- verkskeppni „Matarauður styrkti fyrstu Íslands- meistarakeppni í matar handverki sem var haldin árið 2019 á Hvanneyri í styrkri umsjón mark- aðsstofu Vesturlands og í samvinnu við Matís. Í kjölfar greiningarvinnu eftir keppnina var ákveðið að vinna þyrfti betur að markaðssetningu matarhandverks og framkvæmdar- ferli við matar handverkskeppnir. Það var sam eigin legt mat þeirra sem stóðu að Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki að fela Samtökum smáframleiðenda matvæla það ver- kefni, enda fellur það vel að hlut- verki og markmiðum samtakanna. Áhersla er lögð á þverlæga sam- vinnu og hefur Landbúnaðarháskóli Íslands til að mynda þegar lýst yfir áhuga á samvinnu,“ segir Brynja og bætir við: „Hlutverk Samtaka smáfram- leiðenda matvæla verður, í sam- ráði við fagfélög og fagaðila, að skilgreina íslenskt matarhandverk, uppfæra og staðfæra keppnisreglur, bæta framkvæmdarferlið í kringum matarhandsverkskeppnir og upp- lýsa framleiðendur og neytendur um virði matarhandverks, menn- ingarlegt gildi og aðgreiningu frá öðrum vörum. Gert er ráð fyrir að Íslandsmeistarakeppni í matar- handverki færist milli landshluta sé áhugi heimamanna til staðar. Hlutverk Matarauðs auk fjárstyrks er áframhaldandi samráð og stuðn- ingur.“ /ehg Markmið laganna er að stuðla að því að nýtingu lands og réttinda sé hagað í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Færri bílaleigubílar draga niður bílasölu: Nýorkubílar eru 57% af öllum seldum nýjum bílum Sala nýrra fólksbíla í júní dróst saman um 39,4% miðað við júní í fyrra, en alls voru skráðir 824 nýir fólksbílar nú en voru 1.359 í fyrra. Sala á rafbílum tekur mikið stökk og Tesla er í öðru sæti á eftir Toyota í fjölda seldra bíla á árinu. Þetta kemur fram í frétta tilkynningu frá Bílgreina sambandinu sem segir sölu nýrra bíla hafa dregist saman um 42,5% á fyrri helmingi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa alls selst 4.193 nýir fólksbílar en þeir voru voru 7.294 í fyrra. „Ljóst er að mikill samdráttur er á milli ára sem rekja má til heimsfar- aldurs COVID-19. Fyrst og fremst eru áhrifin á ferðaþjónustuna en mun færri bílaleigubílar hafa verið nýskráðir á fyrri helmingi ársins í ár miðað við sama tímabil síð- asta árs. Hafa 873 nýir bílaleigu- bílar verið skráðir núna á fyrstu 6 mánuðum þessa árs en voru 3.659 á sama tíma í fyrra, sem gerir 76,1% samdrátt á milli ára,“ segir á vef Bílgreinasambandsins. Aðra sögu er hins vegar að segja af einstaklingum og almennum fyr- irtækjum því til þeirra hafa selst 3.285 nýir fólksbílar það sem af er ári og er það samdráttur upp á 8,2% miðað við sama tíma í fyrra. Hlutfall orkugjafa er að breytast töluvert milli ára og hefur selst mest af rafmagnsbílum, eða 1.069 það sem af er ári. Hlutfall nýorkubíla (tengiltvinn, rafmagns, hybrid og metan) er 57% af allri sölu nýrra fólksbíla á árinu, samanborið við tæplega 23% í fyrra. Markaður með notaða bíla er blómlegur Einnig hefur markaðurinn með not- aða bíla haldið sér ágætlega á árinu en eftir að hafa gefið örlítið eftir í mars og apríl þá var maí mjög góður og á pari við maí í fyrra hvað varðar fjölda eigenda- og umráðamanna- skipta. Mest selda tegundin það sem af er ári er Toyota með 550 bíla (13,1% hlutdeild), en þar á eftir kemur Tesla með 465 bíla (11,1%) og svo Kia með 329 bíla (7,8%). /TB Samtök smáframleiðenda matvæla munu taka að sér að skilgreina matarhandverk í samvinnu við fagfélög og fagaðila. Myndir / MÍ Brynja Laxdal. Sigurður Ágústsson heyvinnuverktaki: Reiknar með að heyja rúllur af 2.500 hekturum í sumar „Allur heyskapur hefur gengið mjög vel enda hefur veðrið verið okkur bændum mjög hagstætt, allavega hér sunnanlands. Flestir eru búnir með fyrsta slátt og ég reikna alveg með að einhverjir munu slá þrisvar í sumar, sprettan er það góð og gæði heyjanna eru líka mjög góð,“ segir Sigurður Ágústsson, bóndi og heyvinnuverktaki í Birtingaholti í Hrunamannahreppi. Sigurður, sem er með fyrirtækin Fögrusteina og Túnfang, vinnur í verktöku fyrir bændur á Suðurlandi í heyskap enda með mjög öflugar vélar og gott starfsfólk. „Já, það gengur mjög vel, það er brjálað að gera og oft langir vinnudagar en allt hefst þetta einhvern veginn og við teljum okkur skila góðu verki fyrir bændur, enda eru þeir ánægðir með okkur,“ segir Sigurður og hlær. Heyjað í stæður Það verður alltaf vinsælla og vinsælla hjá bændum, ekki síst kúabændum, að heyja í útistæður eða flatgryfjur en Sigurður og hans starfsmenn hafa heyjað þannig hjá tólf kúabændum upp á síðkastið. „Þessi heyskapur er að koma mjög vel út og mikil ánægja með hann hjá bændum. Kostnaður er eitthvað minni en rúlluheyskapurinn og margir eru á því að fóðrið verði jafnara og haldi betri gæðum,“ segir Sigurður. Skemmtilegasti tími ársins „Já, það er ekki spurning, sumarið og heyskapur er skemmtilegasti tími ársins, ekki síst þegar veður er gott og tækin bila ekki, þá leikur lífið við mann,“ segir Sigurður aðspurður hvort heyskapartíðin sé skemmtilegasti tími ársins. „Ég reikna með að við heyjum rúllur af 2.500 hekturum í sumar í tveimur sláttum hjá okkar viðskiptavinum, það á vonandi eftir að ganga vel og að heyið úr rúllunum verði gott,“ bætir Sigurður við áður en hann rauk upp í dráttarvélina og byrjaði að rúlla. /MHH Sumarið hefur verið bændum einstaklega hagstætt á Suðurlandi til heyskapar enda flestir ef ekki allir búnir með fyrsta slátt. Mynd / MHH Rafmagnsbílar sækja í sig veðrið en 1.069 slíkir hafa selst það sem af er ári. Mynd / TB Sigurður Ágústsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.