Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202012 FRÉTTIR Austurland: Smávirkjanakostir kortlagðir – 883 kostir til staðar, með heildarafl 1603 MWe Verkfræðistofan Vatnaskil hefur kortlagt fyrir Orkustofnun vænlega smávirkjanakosti í sveitarfélögum á Austurlandi. Lagt var upp með að finna kosti á stærðarbilinu 100 kWe upp í 10 MWe. Hafa ber í huga að tölum um orkugetu þarf að taka með fyrirvara, um algjöra frumathugun er að ræða sem hefur það að leiðarljósi að draga fram sem flesta kosti sem vert gæti verið að kanna nánar. Að mörgu að hyggja Í grunninn er meðalrennsli í vatns- föllum ákvarðað út frá hæðarlíkani, meðalúrkomukorti og meðalupp- gufunarkorti. Náttúruleg orku- geta er svo ákvörðuð í farvegum vatnsfalla sem margfeldi hæðar og rennslis. Í kjölfarið eru vænlegustu inntakspunktar fyrir virkjun fundnir í hverju vatnsfalli, sem staðbundin hámörk í náttúrulegri orkugetu. Þar sem fleiri en einn kostur kemur fram með sama endapunkt í árfar- vegi er einungis sá stærsti dreginn fram. Í skýrslunni segir að til að meta miðlunarmöguleika við inntak er reiknað lónrými og hæð stíflu þannig að miðla megi meðalrennsli vatnsfalls innan 24 klukkustunda. Niðurstaðan er sú að 883 smá- virkjanakostir eru til staðar, með heildarafl 1603 MWe. Mögulegur fjöldi virkjanakosta og þar af leiðandi heildarafl er þó lægra, þar sem nokkur fjöldi kosta sem dregnir hafa verið fram hafa áhrif á virkjunarkosti í sama vatns- falli. Einnig er ljóst að kostir sem dregnir hafa verið fram geta líka verið erfiðir í framkvæmd eða verið ógerlegir af öðrum ástæðum. Frekari athuganir á fýsileika kosta þurfa að byggjast á rennsl- ismælingum, staðháttum m.t.t. virkj- unarstæðis og miðlunarmöguleika, sem og arðsemisútreikningi viðkom- andi virkjunar. /VH Víða slæm staða í Suður-Þingeyjarsýslu: Óhemju þurrkar fylgdu í kjölfar mikils kals – Mikill kostnaður við endurræktun túna sem skila lítilli uppskeru „Staðan er virkilega slæm og ég veit satt að segja ekki hvernig menn ná að klóra sig út úr henni,“ segir Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu. Mikið var um kal í túnum á svæðinu á liðnu vori og ekki óalgengt að það væri á bilinu 50 til 70% en eitthvað misjafnt á milli bæja. Bændur stóðu í umfangsmikilli endurræktun túna og sáðu í þau, en miklir þurrkar það sem af er sumri, hafa haft þau áhrif að spretta er svo til engin, nú þegar komið er fram í miðjan júlí. Sjáum ekki fram úr þessu Ragnar segir mikinn kostnað hafa lent á fjölda búa þar um slóðir vegna endurræktunar túna í kjölfar kals. Sem dæmi nefnir hann að sitt bú hafi kostað til um einni milljón króna auk frækaupa. „Menn sjá engan veginn fram úr þeirri stöðu að um og yfir helmingur af innleggi í sláturhús í haust dugi varla í kostnað við endurvinnslu og þar fyrir utan hvort nokkur uppskera náist í haust. Hér hafa verið óhemju þurrkar lengi og menn farnir að óttast að þær litlu grasspírur sem komnar eru upp úr moldinni hreinlega drepist bara af þurrki,“ segir Ragnar. Vart hefur komið dropi úr lofti um langt skeið, en á sunnudagskvöld 12. júlí hafi loks rignt hressilega og það gefið örlitla von. Ragnar sáði í sín tún í byrjun júní og segir að gras í nýræktun sé ekki burðugt, þetta séu um það bil tveggja sentímetra nálar sem upp hafi komið á sex vikum. Heyskapur á þeim hluta túna sem sluppu nokkurn veginn við kal er með þeim hætti að uppskera er um helmingur þess sem jafnan er í meðalári. Þá nefnir hann að maímánuður hafi verið óheyrilega kaldur og grasspretta af því sem þó var með lífsmarki lítil, þannig að fé var mun lengur á fullri heygjöf en vanalegt er. Bændur í Búnaðarsambandi Suður- Þingeyinga komu saman til fundar fyrir nokkru og ræddu stöðuna en Ragnar segir menn óhressa með að ekkert heyrist frá Bændasamtökum Íslands, t.d. um hvort unnt sé að flýta greiðslu ræktunarstyrks eða þá hvort eða hvenær Bjargráðasjóður verður aflögufær og hlaupi undir bagga með bændum sem vissulega hafi upplifað náttúruhamfarir. „Við förum einungis fram á að okkur verði bættar þessar náttúruhamfarir með sama hætti og öðrum landsmönnum sem verða fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara,“ segir hann. Höggið nú komi verr við fjárhag bænda heldur en þegar afurðaverð var lækkað á einu bretti árið 2017 um 30%. Bjargráðasjóður mun bæta tjónið Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Bænda- samtakanna, voru eignir Bjarg- ráðasjóðs um 200 milljónir um síðustu áramót. Stjórn sjóðsins hefur þegar haft samband við stjórnvöld til að óska eftir aukafjármagni vegna tjónsins í vetur. „Ekki liggja fyrir svör við þeirri beiðni en það er mat mitt að við þessu verði brugðist eins og jafnan áður þegar sambærileg áföll hafa orðið. Sjóðurinn hefur unnið þannig að bætur hafa verið greiddar síðla árs þegar uppskera 2020 og búfjártölur vetrarins liggja fyrir. Þannig er tekið tillit til kaltjónsins og einnig þeirrar fóðurvöntunar sem verður. Þetta er í samræmi við þær aðferðir sem sjóðurinn hefur starfað eftir í sambærilegum tilvikum svo sem þegar mikið kal varð síðast veturinn 2012–2013, einmitt á mörgum þeim sömu svæðum og nú. Sjóðurinn mun því koma til móts við tjón bænda þó að bæturnar verði ekki greiddar strax,“ segir Sigurður. Bændur eru hvattir til að senda upplýsingar um kal- og girðingatjón til Bjargráðasjóðs. Upplýsingar um tjónatilkynningar er að finna á bondi. is. /MÞÞ &TB Í skýrslu um virkjanakosti á Austurlandi segir að sumir kostir sem dregnir hafa verið fram geti verið erfiðir í framkvæmd eða ógerlegir af öðrum ástæðum. Nú á miðju sumri horfa sauðfjár- bændur til haustsins. Haustið er sá tími sem tekjur ársins skila sér til sauðfjárbænda. Hins vegar er árangur alls erfiðis bænda undir því komið að afurðaverð standi undir þeim kostnaði sem til fellur við framleiðsluna. Öllum er ljós sú staða sem sauðfjárræktin er í. Hrun í afurðaverði árin 2016 og 2017 hefur ekki skilað sér til baka nema að litlu leyti. Framleiðslu- kostnaður lambakjöts er mun hærri en afurðatekjur og þar hefur verið umtalsverður munur síðustu þrjú ár. Er nú svo komið að ekki verð- ur haldið áfram nema að sauðfjár- bændum sé tryggð eðlileg afkoma af sínu starfi. LS gefur út viðmiðunarverð Samkvæmt 8. grein búvörulaga (99/1993) er Landssamtökum sauð- fjárbænda heimilt að gefa út við- miðunarverð á sauðfjárafurðum. Viðmiðunarverðið er hins vegar ekki bindandi fyrir kaupendur af- urða. Verðlagning sauðfjárafurða er frjáls á öllum sölustigum. Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að gefa út við- miðunarverð fyrir dilkakjöt haustið 2020 og það skuli vera 600 kr/kg sem er hækkun um 132 kr/kg frá reiknuðu meðalverði haustsins 2019 með þeim viðbótargreiðsl- um sem greiddar hafa verið. Með þessu verði er ekki verið að ná fram fullri leiðréttingu á afurða- verði, til þess þyrfti það að vera um 690 kr/kg. Lagt er til að leið- rétting á afurðaverði komi að fullu til baka haustið 2021. Er þá miðað við að afurðaverð sem var haustið 2013 hafi fylgt verðlagsþróun. Landssamtök sauðfjárbænda vilja í sínu viðmiðunarverði horfa til þess að sú leiðrétting sem nauðsyn- leg er fari fram á fleiri en einu ári vegna aðlögunar markaðarins að breyttu verði og vegna þess að Landssamtökum sauðfjárbænda er ljós sú staða sem nú er upp í þjóð- félaginu og alþjóðasamfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Faraldurinn hefur hins vegar sýnt okkur að það er sannarlega þörf á því að efla og tryggja innlenda matvælaframleiðslu. COVID-19 ástandið mun hafa veruleg áhrif á rekstur afurðastöðva eins og flestra annarra fyrirtækja í landinu. Mikilvægt er að sauðfjárbændum verði ekki sendur reikningurinn vegna þess þar sem þar er ekki borð fyrir báru, heldur verði leitað eftir stuðningi frá stjórnvöldum til að tryggja rekstur þessara mikil- vægu fyrirtækja. Tryggja þarf bændum sanngjarnan hluta í virðiskeðjunni Landssamtök sauðfjárbænda telja að ekki sé þörf á því að láta þessa hækkun til bænda koma alla beint upp virðis- keðjuna og til neytenda. Þar köllum við afurðastöðvar og ekki síður versl- unina til ábyrgðar. Skoðið álagningu á lambakjöt. Tryggið bændum sann- gjarnan hluta í virðiskeðju afurðanna. Lambið hefur ekki haldið í við verðlagsþróun Verðlag á lambakjöti, eins og það er mælt af Hagstofu Íslands, hefur hins vegar ekki haldið í við almenna verðlagsþróun. Ef horft er til verð- þróunar frá upphafi árs 2016 þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% á meðan lambakjöt hefur aðeins hækkað um 3%. Það ætti því að vera ráðrúm fyrir verslunina að sækja hluta leiðréttingarinnar með breytingu á verði og skila beint til bænda án þess að neytendur finni meira fyrir því en öðrum hækk- unum. Birgðir í sögulegu lágmarki Þær aðgerðir sem farið var í eftir verðhrun áranna 2016 og 2017 hafa skilað þeim árangri að nú eru birgðir af lambakjöti við upphaf slát- urtíðar í sögulegu lágmarki. Ekki er því lengur um að ræða yfirþrýstan markað og birgðasöfnun. Þá hefur framleiðsla á dilkakjöti dregist verulega saman, eða úr um 9.300 tonnum árið 2017 í 8.300 tonn árið 2019. Miðað við ásetningstölur mun enn draga úr framleiðslu í haust og er framleiðsla haustsins áætluð um 8.000 tonn af dilkakjöti. Það er hins vegar ljóst að óvissa er með afkomu af útflutningi á hliðarafurðum og því lambakjöti sem flutt verður út á komandi hausti. Verð og eftirspurn á mörkuðum hefur frekar gefið eftir vegna COVID-19 áhrifa en hitt, en á móti kemur að þróun gengis hefur verið hagstæð fyrir útflutning. Komið að þolmörkum Afkoma sauðfjárbænda verður að batna strax í haust. Ekki er ráðrúm til að ganga meira á eigið fé rekstr- arins og er nú endanlega komið að þolmörkum margra sauðfjárbænda. Ef ekki verður verulegur viðsnún- ingur nú í haust liggur ljóst fyrir að bændur munu draga enn meira úr framleiðslu. Fjölmargir munu hætta búskap. Sauðfjárræktin skapar verðmæt störf í samfélögum þar sem hvert starf er dýrmætt. Sauðfjárbúskapur byggir á sam- vinnu bænda við ýmis verkefni. Með fækkun bænda verður þeim sem eftir eru erfiðara að sinna þeim verkefnum. Landssamtök sauð- fjárbænda skora á afurðastöðvar, kjötvinnslur og verslanir að standa vörð um íslenska matvælafram- leiðslu. Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur gefa út viðmiðunarverð fyrir dilkakjöt haustið 2020 2 594 600 604 543 387 401 468 600 707 4 12 85 249 252 205 90 0 100 200 300 400 500 600 700 800 2013 2014 2015 2016 2017 2021 Af ur ða ve rð -D ilk ak jö t, kr ./k g Afurðaverð til bænda Viðmiðunarverð LS 2018 2019 2020 Vantar upp á til að fylgja verðþróun Myndin sýnir reiknað meðal afurðaverð fyrir dilkakjöt á árunum 2013–2019 og útgefið viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda fyrir árin 2020–2021. Tómi hluti stöplanna sýnir mun á afurðaverði hvers árs og framreiknuðu afurðaverði haustsins 2013 miðað við verðlagsþróun mælda af Hagstofu Íslands. Guðfinna Harpa Árnadóttir. Mynd / HKr. Tún voru endurunnin á Sýrnesi fyrr í sumar, en þar var mikið kal líkt og á fleiri bæjum í S-Þingeyjarsýslu. Mynd / Ragnar Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.