Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 17 Amerískir Sandblásturskassar m/ryksugu 2 stærðir Verð frá 448.756 kr Þvottakör 3 stærðir Verð frá 12.590 kr SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA ÖLL VERÐ ERU MEÐ VSK Sandblásturskassar m/ryksugu 2 stærðir Verð frá 199.690 kr Sandblásturskútur m/ryksugu 80L Verð 84.125 kr  HREINSIEFNI  SANDBLÁSTURSSANDUR  SANDBLÁSTURSKASSAR  SANDBLÁSTURSKÚTAR  VÉLAHLUTAÞVOTTAVÉLAR  ÞVOTTAKÖR  HÁÞRÝSTIDÆLUR  DÆLUR  O.m.fl. ALK 150 ÞETTA SEM VIRKAR - og er einstaklega gott í hesthúsið, fjárhúsið og fjósið. Umhverfisvænt sterkt alkalískt hreinsiefni fyrir erfið óhreinindi. Alhliða hreinsiefni fyrir gólf, veggi, áhöld, vélar og fl. Virkar sérstaklega vel á fitu og sót. Verð 5L, 3.590 kr 20L, 10.208 kr ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA SÍÐAN 1985 Sandblásturskútar 3 stærðir Verð frá 43.135 kr – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Bænda 56-30-300 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Rafræn skráning á lax- og silungsveiði Um áratugaskeið hefur upplýsing- um um lax- og silungsveiði verið safnað í veiðibækur við veiðistaði á Íslandi. Hafrannsóknastofnun sér um að safna upplýsingunum saman og færa þær á tölvutækt form í samvinnu við Fiskistofu. Greint er frá niðurstöðum um veiði í árlegri samantektarskýrslu um lax- og silungveiði á Íslandi. Skráning veitir mikilvægar upplýsingar Veiðiréttarhafar bera ábyrgð á að veiði sé skráð og er veiðiskrán- ing fyrir laxveiði hér á landi með því besta sem þekkist. Skráning silungaveiði er ekki alls staðar í jafn góðu lagi og þarf að finna leiðir til að bæta þar úr. Það er vel þekkt að eftirspurn eftir veiði og verð- lagning fer eftir veiðivon. Margir veiðimenn fylgjast af áhuga með upplýsingum um veiði yfir veiði- tímann og því skiptir verulegu máli fyrir þá sem hagsmuna eiga að gæta að skráningu sé sinnt og að upplýsingar séu aðgengilegar. Upplýsingar um veiði gefa sterkar vísbendingar um breytingar á stofn- stærð, vöxt og viðgang stofna og geta því skipt miklu til að fylgj- ast með framvindu þeirra og áhrif nýtingar. Mikilvægt er að viðhalda góðri veiðiskráningu í laxveiði og að bæta skráningu silungsveiði, en upplýsingarnar geta gagnast til að stuðla að sjálfbærri nýtingu lax- og silungastofna. Með rafrænni sam- tíma skráningu má auka sýnileika veiðitalna á veiðitíma og flýta fyrir samantekt veiði hvers árs en fram til þessa hefur veiði verið færð á rafrænt form upp úr veiðibókum eftir á. Rafræn skráning í Skrínu Veiðiréttareigendur hafa um nokkurra ára skeið getað skráð veiðiupplýsingar rafrænt í Skrínuna sem er veiðigagna- grunnur Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu. Upplýsingar um að- geng og skráningu má finna á vef Hafrannsóknastofnunar www.hafog- vatn.is. Veiðirétthafar sem nýta sér tölvuaðgang þurfa að skrá umsjónar- mann sem sér um veiðiskráninguna. Aðrar leiðir eru einnig færar eins og skráning með smáforriti (appi) á spjaldtölvum og/eða snjallsímum sem nokkrir aðilar bjóða upp á en upplýsingar sem þannig er safnað má síðan yfirfæra í veiðigrunninn Skrínuna. Hugum að smitvörnum Landssamband veiðifélaga hefur mælst til þess að sérstaklega verði gætt að smitvörnum þegar veiði er skráð í veiðibækur en það er í sam- ræmi við almennar leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Því hvetjum við veiðiréttarhafa til að skrá veiði raf- rænt ef þess er nokkur kostur. Einnig hvetjum við til þess að aðstaða til sótthreinsunar sé við hefðbundna veiðibók með aðgengi að hönskum og sótthreinsiefnum. Fiskistofa og Hafrannsókna- stofnun hvetja veiðiréttarhafa og leigutaka til að kynna sér þá möguleika sem eru til að skila upp- lýsingum um veiði með rafrænum hætti. Rafræn skráninga flýtir fyrir og einfaldar úrvinnslu upplýsinga og opnar fyrir nýja möguleika á notkun og birtingu upplýsinga um lax- og silungaveiðar. Frekari upplýsingar um skrán- ingu í gagnagrunn: https://www. hafogvatn.is/is/um-okkur/svid/ ferskvatnslifriki/skrinan. Guðni Guðbergsson sviðsstjóri ferskvatnssviðs Hafrannsóknastofnunar Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.