Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 19 Auk hefðbundinna vatnsgeyma framleiðum við eftir pöntunum risavatnsgeyma fyrir stofnanir, sveitar- og sumarbústaðafélög þar sem aukinna brunavarna er þörf m.a. vegna möguleika á skógareldum. Athugið að vatnsgeymar þurfa ávallt að vera staðsettir hærra en húsið til að fá sjálfrennandi vatn. VATNSGEYMAR – Íslensk hönnun, framleiðsla og gæði. – Heildarlausnir í vatnsgeymum, 1.000-26.800 lítra, fyrir heilsárshús, sumarbústaði og sveitarfélög. – Vatnsgeymar Borgarplasts eru framleiddir úr Polýetýleni (PE). – Vatnsgeymarnir uppfylla kröfur staðalsins ÍST EN 12566. YFIR 30 ÁRA REYNSLA BORGARPLAST HF. Fráveitulausnir og ker: Völuteig 31, 270 Mosfellsbæ, Sími: 561 2211 Húseinangrun og frauðkassar: Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ, Sími: 561 2210 borgarplast.is K j a r n a f æ ð i h f . | S v a l b a r ð s e y r i | 6 0 1 A k u r e y r i | S í m i 4 6 0 7 4 0 0 | w w w . k j a r n a f a e d i . i s KJÖTRÍKAR- P Y L S U R - KOMDU í bragðgott ferðalag Leyfðu bragðlaukunum að ferðast til fjarlægra landa! …með kjötríku grillpylsunum frá Kjarnafæði Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Drifsköft, drifskaftshlífar og drifskaftshlutir. Sveitabúðin Una á Hvolsvelli: Kjöt, nýbakað brauð, hunang og grænmeti á boðstólum Á Hvolsvelli leynist Sveitabúðin Una, sveitarómantísk minjagripa­ verslun og markaður, rekin af hjón­ unum Rebekku Katrínardóttur og Magnúsi Haraldssyni síðan í jan­ úar 2018. Þau hafa fengið góða umfjöllun víðs vegar á netinu og í tímaritum en þau hlutu viðurkenn­ inguna Besta verslun á Suðurlandi samkvæmt miðlinum Reykjavík Grapevine í maí í fyrra. Núna nýlega opnuðu þau glæsi- legan grænmetismarkað og hófu sölu á kjöti beint frá býli. „Kjötið er frá meistarakokkin- um Ívari Þormarssyni í Smáratúni í Fljótshlíð,“ segir Rebekka. „Við erum með flott úrval af alls konar kjöti og má þar nefna t.d. lamba- grillkjöt í ýmsum marineringum, taðreykt hrossabjúgu, rifið svín (pulled pork), hamborgara, hakk, koníaksmarinerað naut og fleira. Nautakjötið er galloway nautakjöt af geldnautum, það er einstaklega bragðgott og mjúkt undir tönn. Á föstudögum fáum við líka nýbakað brauð frá Ívari, síðast var það dýr- indis Bóndabrauð með karríkeim. Ég er spennt að sjá hvað kemur næsta föstudag!“ Sumar vörur seljast hratt upp Grænmetið kemur nýupptekið á hverjum föstudegi frá Sólheimum og selst meðan birgðir endast. Samkvæmt Rebekku er um að gera að mæta snemma á svæðið þar sem fersku vörurnar fara fljótt. Markaðurinn hóf göngu sína síðustu helgi og seldist allt upp á stuttum tíma. „Þetta er svona fyrstur kemur, fyrstur fær. Viðbrögðin voru frábær frá bæði heimamönnum og ferðamönnum og það er auðséð að það er þörf fyrir svona markað hérna. Við erum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Rebekka. Hunang og fleira góðgæti Verslunin er um 400 fermetrar og hjónin selja þar ýmislegt handverk úr héraði, t.d. kertastjaka, tálgaða muni, skartgripi, listaverk, fallegar ullarpeysur, húfur, vettlinga og ullarsokka, sem eru að sjálfsögðu nauðsyn í útileguna. Einnig eru þau með ýmis rit- og leikföng og fjöld- ann allan af gjafavöru. Í matvöru- deildinni er svo ýmis önnur matvara, eins og salt, íslenskar kryddjurtir, te, sultur, harðfiskur, súkkulaði og hunang. „Gaman er að segja frá því að við vorum að fá í sölu til okkar Uppsala-hunangið góða frá Þórði og Margréti á Uppsölum,“ segir Rebekka Afgreiðslutíminn í sumar er fimmtudag til sunnudags en græn- metið kemur á föstudögum kl. 11. Hjónin Magnús Haraldsson (t.v.) og Rebekka Katrínardóttur ásamt Piotr Dera, forstöðumanni Sunnu á Sólheimum. Grænmetið þaðan er fljótt að klárast og eins gott að vera snemma á ferðinni þegar það er á boðstólum. Myndir / Visithvolsvollur.is Ívar Þormarsson, bóndi og meistara- kokkur í Smáratúni í Fljótshlíð, selur kjötið sitt í Sveitabúðinni Unu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.