Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 20206 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Íslenskt hráefni alla leið Það er ekki nýtt að fjallað sé um tollamál búvara í Bændablaðinu. Í gegnum árin er þessi óspennandi málaflokkur á milli tannanna á hagsmunaaðilum og almenningur nær ef til vill ekki alltaf til botns í umræðunni. Frjálshyggjan mælir fyrir óhindr­ uðum viðskiptum og heildsalar og innflutningsfyrirtæki keppast við að mæra gildi frelsisins. Bændur hafa hins vegar talað fyrir gildi tollverndarinnar og sýnt fram á hversu miklu máli hún skipti fyrir innanlandsframleiðslu á matvælum. Það er erfitt að keppa við vörur frá suðlægari breiddargráðum sem framleiddar eru við hagfelldari skilyrði en hér á Fróni. Hversu oft höfum við ekki farið yfir aðstæður launafólks og borið saman dýravelferð og notkun varnarefna og sýklalyfja á Íslandi og annarra þjóða? Auðvitað er dapurlegt að horfa til þess að tollapólitíkin, sem er mannanna verk, er að grafa undan íslenskri framleiðslu og það býsna hratt. Á sama tíma eru bændur endalaust að hagræða, berjast við að auka gæði framleiðslunnar og byggja ný gripahús til að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir. Það þarf ekki lengi að ræða við bændur og aðra matvælaframleiðendur til þess að átta sig á því að staðan er alvarleg um þessar mundir. Tölur um aukinn innflutning á erlendum búvörum á lágum eða engum tollum draga máttinn úr innlendri framleiðslu. Samkeppni við ódýrar vörur að utan gerir það að verkum að ekki er hagstætt að framleiða hér heima. Minni umsvif koma niður á stærðarhagkvæmninni og þannig verður til vítahringur sem erfitt er að brjótast út úr. Kórónuveirufárið bætti gráu ofan á svart og hefur, eins og í nær öllum öðrum atvinnugreinum, haft djúpstæð áhrif á sölu og framleiðslu. Hvað er til bragðs að taka þegar aðstæður eru með þessum hætti? Í viðtali við bændurna á Reykjum í Mosfellsbæ, sem framleiða fuglakjöt og eiga sláturhúsið Ísfugl, kemur fram að þar sé áherslan fyrst og fremst lögð á innlent hráefni. Kjötvinnslan hjá Ísfugli notar ekki erlent fuglakjöt í sinni framleiðslu þó e.t.v. vanti einhverja bita á vissum tímabilum. Fyrirtækið er með skýra stefnu og neytendur vita nákvæmlega fyrir hvað það stendur. Stefna Ísfugls gerir meiri kröfur til framleiðenda um að skaffa hráefni og það hefur tekist. Bændurnir þurfa einfaldlega að framleiða meira. Þetta mættu fleiri afurðastöðvar og kjötvinnslur taka sér til fyrirmyndar. Það er opinbert leyndarmál að jafnvel afurðastöðvar í eigu bænda nota erlent kjöt í sumar sínar framleiðsluvörur. Þegar spurt er út í þetta er svarið alltaf það sama. „Ef við gerum þetta ekki þá gerir þetta einhver annar.“ Sum fyrirtæki hafa raunar bent á að erlent hráefni geti gagnast til þess að nýta vinnuaflið sem hér er við störf þegar ekkert innlent hráefni er fáanlegt. Að því leytinu sé betra fyrir íslenskt atvinnulíf að kjöt sé flutt hingað til lands í vinnslu en ekki sem fullbúin vara í neytendaumbúðum í gegnum heildsalana. Gott og vel. Önnur leið sem bændur og matvælageirinn allur þarf að fara er að ýta undir frekari nýsköpun. Þess vegna er ánægjulegt að fá fregnir af nýjum Matvælasjóði. Þar gefst umsækjendum m.a. tækifæri á að sækja um stuðning til að þróa viðskiptahugmyndir og koma nýjum vörum á markað. Formaður sjóðsins og fyrrum framkvæmdastjóri Krónunnar, Gréta María Grétarsdóttir, er í viðtali í blaðinu þar sem hún segir frá sjóðnum og þeirri framtíðarsýn sem hún hefur á íslenska matvælaframleiðslu. /TB Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is & Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Sími: 563 0332 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Horft austur yfir Ísafjarðardjúp og inn Jökulfirði af Bolafjalli ofan við Stigahlíð. Hægra megin á myndinni er Stofuhlíð og Vébjarnarnúpur og síðan blasir Grunnavík við og fjallið Maríuhorn. Byggð lagðist af í Grunnavíkurhreppi árið 1962 þegar síðustu ábúendur fluttu á brott úr Grunnavík. Handan Jökulfjarða sést yfir á Kvíatanga. Jökulfirðir er annars samheiti margra fjarða. Vestast að norðanverðu er Hesteyrarfjörður, síðan Veiðileysufjörður, þá Lónafjörður og Hrafnfjörður er innstur. Síðan kemur Kjós, og þá Leirufjörður sem er eini fjörðurinn í sunnanverðum Jökulfjörðum. Frá Leirufirði er Höfðaströnd út að Staðarhlíð, en Staðarheiði er síðan lág heiði sem var nokkuð fjölfarin samgönguleið yfir í Grunnavík. Í tali Grunnvíkinga tíðkaðist ekki að fallbeygja nafnið Grunnavík, enda nafnið þá trúlega dregið að grynningum en ekki grunnri vík. Mynd / Hörður Kristjánsson ÍSLAND ER LAND ÞITT Frá og með 1. júlí síðastliðnum hækkuðu tollar á ákveðnar afurðir af útiræktuðu grænmeti í kjölfar breytinga á tollalögum sem gerðar voru á Alþingi í desember síðastliðnum. Gagnrýni á tollana kom fram frá Félagi atvinnurekenda á dögunum sem kvartaði undan „meingallaðri löggjöf“. Með breytingum á lögunum var fyrirkomulagi breytt þannig að núna gilda bara ákveðnar dagsetningar, óháð því hvort varan er til á markaði eða ekki. Garðyrkjubændur bentu á við gerð frumvarpsins að það væri ekki framleiðendum til hagsbóta að það væri enginn möguleiki fyrir ráðherra að fella niður tolla ef engin innanlandsframleiðsla væri á markaði. Þar sem málaferli gagnvart ráðuneytinu, vegna heimildar um að setja á og afnema tolla við slíkar aðstæður, eru fyrir dómstólum þá er þetta niðurstaða sem menn þurfa að una við. En nú eru afurðir sem eru framleiddar úti á ökrum á Íslandi að streyma á markað, svo sem blómkál, hnúðkál, kartöflur og svo mætti lengi telja. Það er ánægjulegt þegar þessar afurðir koma á markaðinn. Tollflokkun í skötulíki Umræða um aukinn innflutning á alls kyns vörum sem líkja eftir hefðbundnum búvörum er nú í gangi. Bændasamtökin og fleiri hafa rýnt í það magn sem flutt er inn og um hvaða vörur er að ræða. Það sem kemur mér verulega á óvart er öll sú vara sem streymir inn í landið á engum tollum á grunni þess að um jurtavöru sé að ræða. Það er ekki langt síðan að við fengum skilgreiningu tollayfirvalda á því að svokallaðan jurtaost, sem fluttur er inn til landsins, á að meðhöndla í skilningi Evrópusambandsins sem landbúnaðarafurð og þ.a.l. með viðeigandi tollflokkun. Eftir að við fórum að skoða málin er það okkar mat að talsvert fleiri vörur eru þarna undir sem vörur úr jurtaríkinu, en eru í raun landbúnaðarvörur, og ættu að flokkast í tollskrá sem slíkar. Enn og aftur köllum við eftir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar skoði þetta af alvöru og við fáum botn í þessi mál. Það þarf að gerast áður en samið verður við Breta á grundvelli Brexit um heimildir til að flytja inn aukið magn af búvörum. Það er ótækt að þær viðræður séu byggðar á innflutningstölum sem erfitt er að henda reiður á. Við sem þjóð verðum að standa vörð um eigin hag og þá ekki síst þegar kemur að heilnæmum matvælum. Bændasamtökin hafa óskað eftir fundi með ráðamönnum til þess að ræða um tollamálin og áhrif samninganna við ESB sem gerðir voru 2015 og kváðu á um stóraukinn innflutning á búvörum til landsins. Það er nú að rætast sem bændur vöruðu við – að tollasamningurinn hefur stórskaðleg áhrif á matvælaframleiðslu hér á landi. Nú þurfa stjórnvöld einfaldlega að grípa í taumana og standa með íslenskum hagsmunum. Hvaðan kemur maturinn? Við höfum lengið kallað eftir skýrari reglum um merkingu matvæla og við sem neytendur þurfum ekki að vera bæði með gleraugu og stækkunargler til að sjá upprunaland vörunnar sem við neytum. Það hefur sýnt sig að íslenskir neytendur sýna íslenskri framleiðslu mikla tryggð en þeir þurfa þá líka að sjá upprunann. Þar sem uppruni er ekki sýnilegur neytendum, t.d. í veitingahúsum og mötuneytum og í fullunnum vörum, sem oft eru unnar úr erlendu hráefni, hefur neytandinn ekki sama val. Óhætt er að fullyrða að á þessum markaði sé mikið um innfluttar kjöt­ og mjólkurvörur og því mikilvægt að hvetja neytendur til þess að spyrja um upprunann þegar svo ber undir. Bjargráðasjóður bætir kaltjón Heyannir eru nú í sveitum landsins. Eins og gengur er tíðin misjöfn en víðast virðist vera ansi góð spretta og öflun fóðurs með ágætum. En svo eru önnur svæði landsins þar sem bændur hafa þurft að endurrækta tún vegna mikils kals í túnum. Samkvæmt fyrstu gögnum sem borist hafa til Bjargráðasjóðs lítur út fyrir að um 1.900 hektarar hafi kalið í vor, ýmist sem altjón eða að hluta. Meira á eftir að bætast við. Búið er að senda erindi til atvinnuvegaráðuneytisins þar sem gerð er grein fyrir stöðunni og áætluðu tjóni á þessu ári. Að öllu jöfnu hefur verið bætt fjármunum inn í Bjargráðasjóð þegar heildartjón liggur fyrir. Mikilvægt er að bændur haldi vel utan um skýrsluhald vegna þessa tjóns og upplýsi um stöðu svo fljótt sem verða má á haustdögum þegar uppskerutölur liggja fyrir. Frekari upplýsingar um hvernig tilkynna ber tjón má finna á bondi.is. Bændur óska eftir viðræðum við stjórnvöld um tollamál Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.