Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 2020 27 ÍSLAND ER LAND ÞITT RaNgárþiNg-eYsTrA aFþrEyInG oG útIvIsT fYrIr aLlA! Sundlaugin á Hvolsvelli Landeyjasandur Opinn landbúnaður Gaman í sveitinniSkógar Skógafoss Útivist undir eyjafjöllum www.V is itHvolsvollur . is Einar segist hafa gengið með bændadrauma í maganum sem ungur maður en hann fór nokkrar krókaleiðir að því markmiði sínu. Lærði m.a. myndlist og lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þessi myndarlegi hrútshaus varð til á vinnustofunni á Brúnum. Íslenski hesturinn á heimavelli Fyrir neðan húsið var gerður 170 metra langur reiðvöllur þar sem efnt er til hestasýninga. Gott hljóðkerfi var sett upp og fá áhorfendur innsýn í sögu íslenska hestsins og ýmsan fróðleik um hann, svo sem gang- tegundir, liti og fleira á meðan sýn- ingin stendur. „Við sýnum íslenska hestinn á heimavelli og drögum fram hans helstu kosti, leggjum áherslu á að sýna fjölhæfni hans og fjöl- breytileika,“ segir Einar. Hægt er að horfa á hestasýningarnar bæði inni í húsinu, á svölum sem gengið er út á úr veitingasalnum og í áhorfenda- brekkum sem eru við völlinn. „Þessar sýningar voru fjölmargar hjá okkur í fyrra og oft margt um manninn, fór upp í 100 manns á sýn- ingu,“ segir Einar. Engin skemmti- ferðaskip eru á ferðinni nú og því liggja sýningar svo til alveg niðri. „Við komum tvíefld til leiks næsta sumar, það voru verulega góðar bók- anir fyrir sumarið í sumar og því ekki um annað að ræða en bíða bara og vera bjartsýn. Þetta gengur yfir og allt verður gott á ný.“ Fór hægt af stað en er að glæðast Líkt og aðrir í ferðaþjónustu hafa upplifað á þessu sumri hefur umferð verið mun minni en áður, júní fór hægt af stað en eftir því sem á líður júlímánuð fer fjöldi gesta vaxandi. Útlendinga vantar þó enn, en landinn er töluvert á faraldsfæti og hefur að sögn Hugrúnar verið mikið að gera um helgar. Þá hefur verið töluvert að gera í mótttöku á hópum sem gjarnan koma utan hefðbundins afgreiðslu- tíma og eins hefur salurinn verið leigður út til veislu- og fundahalda en mörgum þykir gott og árangursríkt að halda fundi í kyrrðinni í sveitinni. Fjölbreytt ferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit Ferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit hefur vaxið og fjölbreytileikinn er þó nokkur, kaffihús og veitinga- staðir með ýmsar kræsingar, sem og afþreying. Ferðaþjónusta skipar töluverðan sess í atvinnustarfsemi innan sveitarfélagsins og fer ef eitt- hvað er vaxandi. Þau Hugrún og Einar segja að íbúar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu starfi vel saman innan Ferðamálafélags Eyjafjarðar og styðji við bakið hver á öðrum. „Það er jákvætt og hefur reynst okkur öllum vel.“ Nú hefur verið hleypt af stokkunum nýju verkefni sem miklar væntingar eru gerðar til, en það er Matarstígur Helga magra og eru þau hjón á Brúnum innan þess. Þau selja m.a. lambakjöt af eigin býli. „Það er alltaf eitthvað í gangi og mikið að gerast. Við horfum til þess að ferðaþjónusta verði æ öflugri hér í sveitarfélaginu í náinni framtíð og teljum okkur eiga töluvert inni,“ segir Einar og bendir m.a. á að Kerling, eitt hæsta fjall í byggð á Íslandi, sé innan sveitarfélagamarka og þá séu um 10 fjöll í byggðarlaginu yfir 1.000 metr- ar að hæð. „Þetta er óplægður akur, að ná til fjallgöngufólks og þeirra sem unun hafa af því að ferðast um íslenska náttúru án þess að fara um langan veg úr byggð,“ segir hann. /MÞÞ Hrútar og allar heimsins Maríur er ný sýning sem opnuð var í Listaskálanum á Brúnum – Brúnir Horse í Eyjafjarðarsveit um liðna helgi. Þar sýna saman þau Einar Gíslason og Katla Karlsdóttir, Einar er með stór olíumálverk af hrútum og Katla með Maríumyndir. Katla er fædd í Danmörku árið 1996 en bjó í Eyjafirði um skeið á yngri árum og stundaði þá nám við Hrafnagilsskóla þar sem Einar kenndi henni myndlist. Katla hefur bróðurpart ævi sinnar búið í útlöndum, síðustu 8 ár í Belgíu. Hún lauk alþjóðlegu stúdentsprófi árið 2014 og stundaði fornám við Paris Collage of Art í Frakklandi. Undanfarin fjögur ár hefur hún lagt stund á skartgripahönnun, gull- og silfursmíði við Royal Academy of Fine Art í Antwerpen og lauk nýverið BA-prófi þaðan. Á sýningunni í Listaskálanum sýnir hún teikningar gerðar fríhendis með penna og bleki. Einar er myndlistarmaður og bóndi á Brúnum, fæddur á Akureyri árið 1960. Hann rekur vinnustofu á heimili sínu. Hann sýnir olíumálverk á striga, en viðfangsefni hans er hrútar sem lengi hafa verið honum hugleiknir. Sýning í Listaskálanum á Brúnum: Hrútar og allar heimsins Maríur Einar Gíslason og Katla Karlsdóttir við opnun sýningarinnar. Mynd / Brúnir Ný brú yfir Eyjafjarðará heitir Vesturbrú Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðar ár, Vesturbrú, var tekin í notkun með hátíðlegri athöfn fyrir skemmstu. Brúin hlaut nafnið Vesturbrú en hátt í 60 tillögur bárust í nafna- samkeppni sem efnt var til. Þeir voru nokkrir sem lögðu þetta nafn sem varð fyrir valinu til. Ráðherra klippti á borða Dagskráin hófst með hópreið hesta- mannafélagsins Léttis og með í þeirri för var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra en hann klippti á borðann í athöfninni. Karlakór Eyjafjarðar söng og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, flutti stutt ávarp. Framkvæmdir gengu vel Brúin er ríflega 60 metra löng stálbrú með þriggja metra breiðu timbur- gólfi. Heildarlengd nýrra malarstíga hvort sínum megin við brúarstæði eru um 600 metrar. Framkvæmdir hófust síðla árs 2019 og gengu vel. Í þeim fólst einkum stígagerð að brúarstæði og sjálf brúarsmíðin. Niðurrekstur staura undir brúar- stöpla hófst í mars síðastliðnum og lauk steypuvinnu og frágangi nú í júní. Samhliða smíðinni hófust framkvæmdir við Hólasandslínu 3 með því að leggja ídráttarrör fyrir jarðstreng meðfram brúnni. Mikil samgöngubót Nýja brúin er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk og nýtist jafnt gangandi, ríðandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa sunnar vegna uppsetningar á að- flugsbúnaði við Akureyrarflugvöll. Verkefnið var unnið í samstarfi Akureyrarbæjar, Vegagerðarinnar og Landsnets. /MÞÞ Vesturbrú er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk. Myndir / Kristófer Knutsen Hestamenn fagna tilkomu nýju brúarinnar yfir Eyjafjarðará.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.