Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 18
Katrín Ólína Péturs-dóttir hönnuður og Sigríður Þorgeirs-dót t i r, prófe s s or í hei m spek i v ið Há skól a Í sl a nd s , opna í dag sýninguna Smáspeki í Ásmundarsal ásamt fríðu föruneyti. Smáspeki, eða Minisophy á ensku, er ný aðferð heimspeki sem byggir á rannsóknum á samspili vitsmuna og tilfinninga og sambandi mynd- og talmáls. Sýningin gefur gestum innsýn í heimspekilega vídd hversdagsins, þar sem litlir hlutir eru teknir úr sínu hefðbundna samhengi og metnir að verðleikum. Katrín og Sigríður kynntust í Helsinki þar sem Katrín var við Aalto-háskóla og Sigríður við Háskólann í Helsinki og þótti þeim gaman að fílósófera saman. Þær langaði til að blanda saman hönn- un og heimspeki til þess að koma aðferðum smáspekilegrar hugsunar á framfæri á tímum netsins og sam- félagsmiðla. „Markmiðið er að miðla aðferð- um sem ef la fólk til að vera sjálf- stætt í hugsun, sérstaklega á þeim tímum sem við lifum í dag, þar sem okkur er nánast stýrt af internet- inu,“ segir Katrín. Þær ákváðu að kalla þetta Smá- speki og byrjuðu að dreifa spekinni á samfélagsmiðlum þar sem þær hvöttu fólk með stuttum textum til að hlusta á sjálft sig. Í kjöl- farið stofnuðu þær vefritið mini- sophy. com en efninu er einnig dreift á Facebook og Instagram. Kynning- arútgáfa af Minisophy-smáforriti verður sett í loftið í tengslum við sýninguna. Í dag opna þær svo sína fyrstu sýningu saman og með henni færir smáspekin sig yfir í hinn efnislega heim. Getum öll verið smáspekingar Myndheimur Smáspekinnar er í höndum Katrínar, upp um alla veggi og í öllu sýningarrýminu verða tvívíðar pappafígúrur sem virðast í fyrstu ekki vera annað en tilviljanakenndar glefsur úr hversdeginum. Til dæmis mynd af gúmmíhanska sem jafnframt gefur gestum þá hugmynd að allir hlutir séu merkilegir. Guli gúmmí- hanskinn getur leitt huga fólks að þeim störfum sem honum tengjast en hafa lengst af ekki verið metin að verðleikum. Hann er hin ósýnilega hönd hagkerfisins. „Kaffibollinn sem við drekkum úr, laufið á trjánum, það hvernig við drögum andann eða klöppum kett- inum okkar, getur orðið að heim- spekilegum efnivið. Það er hægt að mínísófera um allt sem snertir við okkur eða kemur við kvikuna í okkur. Þetta snýst um lýðræðis- væðingu heimspeki. Við höldum stundum að við séum svo vitlaus og höfum ekkert fram að færa, en öll höfum við einstakt sjónarhorn á heiminn. Smáspeki reynir jafn- framt að vera svar við aftengingu. Við búum til dæmis við kerfi sem eru aftengd jörðinni, við erum oft aftengd okkur sjálfum þegar við erum sítengd. Með smáspekinni Heimspeki litlu hlutanna Í dag verður sýningin Smáspeki opnuð í Ásmundarsal og stendur til 30. ágúst. Sýningin gefur gestum innsýn í heim speki lega vídd hversdagsins, þar sem litlir hlutir eru teknir úr sínu hefðbundna samhengi. Sigríður Þorgerisdóttir hefur verið heimspekikennari í um 30 ár. Myndheimur sýningarinnar er í höndum Katrínar Ólínu. Öll fyrirbæri geta haft heimspekilega vídd. Urður Örlygsdóttir urdur@frettabladid.is gefum við gaum að því sem er næst okkur og hvernig við tengjumst því. Við getum til dæmis tekið upp stein- völu og velt fyrir okkur hvað steinn- inn getur sagt okkur um okkur sjálf og stöðu okkar í alheiminum. Öll eigum við okkar innri visku sem við getum nýtt til að hugsa sjálf,“ segir Katrín. Risastórt í litlu formi Viðburðastjórn Smáspekisý n- ingarinnar er í höndum Maríu Elísabetar Bragadóttur, en dag- skráin í Ásmundarsal verður með fjölbreyttu móti. Gestum gefst færi á að handleika smáspekilegu hlut- ina úr myndheimi Katrínar Ólínu, en sóttvarnir verða virtar og hansk- ar til reiðu. Það verða innsetningar og gjörningar þar sem ólíkir lista- menn og hugsuðir koma sinni smá- speki á framfæri. Hugsuðurinn og ljóðskáldið Freyja Þórsdóttir verður með innsetningu um spírur, Mikið í litlu. Freyja valdi spíruna því hún hjálpar okkur að sjá hvernig eitt- hvað risastórt getur verið í litlu formi. „Ég hugsa um spíruna sem fyrirbæri sem geymir mergð í smæð. Það tekur svo stuttan tíma að spíra, á þeim tíma getur maður séð heilt fræ umbreytast í spíru. Í nútím- anum fær maður oft næringuna til sín innpakkaða, plastaða og íhugar ekkert endilega allt sem að baki liggur. Það getur stuðlað að því að okkur skorti ákveðna raunveru- leikatengingu. Mér finnst áhuga- vert að maður geti séð þetta ferli án þessa að vera grænmetisbóndi, maður getur einfaldlega gert litla rannsókn heima hjá sér og séð hýðið athafna sig. Við áttum okkur oft ekki á því hvað það er mikið líf í kringum okkur og að matur getur verið lifandi hlutur,“ segir Freyja. Næstsíðasti andardrátturinn Fjöllistamaðurinn Árni Vilhjálms- son verður með smáspekilega innsetningu um öndun, Ætlarðu að anda eitthvað í hádeginu? Hug- myndin að baki innsetningunni er sú að setja öndun, sem við erum almennt fremur ómeðvituð um dagsdaglega, í samhengi við eitt- hvað sem við erum meðvituð um. Eins og til dæmis hvað við ætlum að borða í hádeginu. „Flestir eru meðvitaðir um hvaða máltíð þeir ætla að fá sér næst, þegar við borðum finnum við til dæmis bragð og erum meðvituð um matinn sem við gæðum okkur á. Við erum hins vegar yfirleitt ekki eins meðvituð um andardrættina okkar yfir daginn. Við drögum andann að meðaltali 25 þúsund sinnum hvern dag og getum aðeins lifað í 14 mínútur án þess að anda en sem dæmi getum við lifað í sirka 30 daga án þess að borða,“ segir Árni. Innsetningin samanstendur af setningum sem tengjast öndun og hljóðskúlptúr sem Árni bjó til og er gerður til að auka meðvitundina um hvern andardrátt sem við drögum. „Fyrsti og hinsti andardrátturinn eru sennilega merkingarþrungn- ustu andardrættirnir, þess vegna fannst mér áhugavert að vekja athygli á þriðja andardrættinum og þeim næstsíðasta og hvað með andardrátt númer 345.897.134? Pælingin á bak við innsetninguna er ekki að vekja fólk til umhugsunar um heilsu heldur að setja öndun í hversdagslegt samhengi til þess að staldra við og auka meðvitundina um það sem við gerum ósjálfrátt og tökum sem sjálfsögðum hlut.“ Þá verður Mannyrkjustöðin á vegum Hrefnu Lindar Lárusdóttur og Búa Bjarmars Aðalsteinssonar, með útibú í Ásmundarsal, þar sem gestum stendur til boða að taka plöntugreiningarpróf og finna sína innri plöntu. Smáspekin snertir allt Viðburðadagskráin hefst klukkan þrjú í dag þar sem tónlistarkonan K.óla kemur fram og stýrir plöntu- karaókí ásamt Plantímon. Íslenski dansf lokkurinn f lytur svo smáspekilegt verk næstkom- andi föstudag. Á lokadegi sýningarinnar, þann 30. ágúst, verður Þórdís Halla Sig- marsdóttir, smíðakennari og heim- spekingur, með smáspekilega tálg- un klukkan þrjú. Hún mun tálga og hugsa smáspekilega með gestum úti í garði ef veður leyfir. Klukkan fjögur sama dag ræðir Sigríður Þorgeirsdóttir við Þóru Ellen Þórhallsdóttur, prófessor í líf- fræði, um smáspeki plantna og hvað við getum lært af plöntum. Allir ættu að geta lært eitthvað nýtt á þessari spennandi sýningu og skyggnst betur inn í heim smá- spekinnar. Vegna samkomutakmarkana verða fjöldatakmarkanir á sýn- inguna og sóttvarnareglur hafðar að leiðarljósi. Nánari upplýsingar um smáspeki er að finna á mini- sophy. com. KAFFIBOLLINN SEM VIÐ DREKKUM ÚR, LAUFIÐ Á TRJÁNUM, ÞAÐ HVERNIG VIÐ DRÖGUM ANDANN EÐA KLÖPPUM KETTINUM OKKAR, GETUR ORÐIÐ AÐ HEIMSPEKILEGUM EFNI- VIÐ. 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.