Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 80
„Of sein, of sein,“ sagði
Kata pirruð og hermdi e ir
áhyggjurödd Konráðs. „Ég
er búin að heyra þetta væl
alveg nógu o og nenni
ekki að heyra það einu
sinni í viðbót,“ bætti hún
við. „En okkur liggur á,“
sagði Konráð biðjandi
og bar sig aumlega. „Það
gerir ekkert til að vera of
sein,“ sagði Kata. „En það
er gaman að reyna að
komast í gegnum
völundarhús,“ bætti
hún við og bretti upp
ermarnar. „Koma svo,
inn með ykkur og
reynið nú að tínast
ekki. Ég nn réttu
leiðina, sannið
þið til,“ sagði
Kata roggin
um leið og hún
arkaði inn í dimm
göng völundarhússins.
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
417
Getur þú fundið leiðina í gegnum völundarhúsið??
?
?
?
Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Bóka-
beitan efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið
velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið
þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn hepp-
inn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er
veittur einn veglegur vinningur.
Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar,
Margrét Hekla? Mér finnst fyndnar bækur vera
langskemmtilegastar og þá helst bækur sem
koma mér til að hlæja.
Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún?
Ég las Verstu börn í heimi 3 og hún var um alls
konar óþekka krakka.
Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Ég ætla lesa
Molly Moon og dáleiðslubókin.
Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún?
Hún væri um dýralífið og hvernig dýrunum líður
í umhverfinu sínu.
Ef þú mættir velja þér persónu úr bók til að
ferðast um Ísland með, hver væri hún? Ég
myndi ferðast um Ísland með Kötlu úr bókinni
Nornasaga.
Hvernig mynduð þið ferðast? Við myndum
ferðast á bíl.
Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppá-
haldi hjá þér? Fyrsta bókin sem ég man eftir
var Sagan af bláa hnettinum og Skrímslið litla
systir mín. Ég er búin að lesa þær báðar mjög oft
og tónlistin úr Skrímslið litla systir mín er svo
dásamleg.
Ferðu oft á bókasafnið? Já, mjög oft og líka oft
með litlu systur minni.
Hver eru þín helstu áhugamál? Helstu áhuga-
málin mín eru fótbolti og stærðfræði.
Lestrarhestur vikunnar: Margrét Hekla Finnsdóttir
Ívar afþakkaði utanlandsferð í fermingargjöf, vildi tjald. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Akureyringurinn Ívar Þorleifur
Barkarson veit fátt skemmtilegra
en skátastarf og ævintýrin sem það
býður upp á.
Hvað varstu gamall þegar þú
byrjaðir í skátunum, Ívar? Ég er
búinn að vera í skátunum síðan
ég var átta ára og er fimmtán ára
núna.
Það sýnir að þér finnst gaman. Já,
þetta er skemmtilegur félagsskapur
og ég er mikið fyrir útivist og úti-
legur og finnst bara skátastarfið
f lott.
Hvað heitir sveitin sem þú ert
í? Félagið heitir Klakkur og ég er
í dróttskátasveit. Síðan verð ég
rekka skáti eftir ár, þegar ég verð
16, þá taka við enn meira krefjandi
ferðir og verkefni, bæði á Íslandi og
annars staðar í heiminum.
Hefur verið líf í starfinu í sumar?
Nei, eiginlega ekki, aðallega út af
COVID. Það átti að vera landsmót
en var hætt við það. En ég fór til
Bandaríkjanna í fyrra á Alheims-
mót skáta. Það er örugglega með
því skemmtilegasta sem ég hef gert.
Mótið var haldið í Vestur-Virginíu
og ég var þar í tvær vikur. Það var
æðislegt. Á kvöldin var fullt af
spennandi hlutum sem hægt var að
gera, eins og að kafa, sigla á bátum
og kajökum og fara í alls konar
ævintýri.
Eruð þið skátarnir eitthvað að
sigla á Pollinum á Akureyri? Nei,
en það eru hjólabátar á skátasvæð-
inu á Hömrum, við erum stundum
á þeim þegar þeir eru í lagi.
Er mikið líf í Klakki þegar ekki er
COVID? Yfir vetrartímann sérstak-
lega. Það eru alltaf gönguskíðaferð-
ir á sunnudögum, þá förum við upp
á fjöll og búum okkur til snjóskýli
þar sem við tökum upp nestið og
stundum förum við í skíðaútilegur,
ein ferð nefnist Ísak, það er fimm
daga gönguskíðaferð, þá er gist í
snjóhúsum, tjöldum og skálum.
Áttu tjald? Já, ég er nýbúinn að
eignast það. Fermdist nefnilega í
fyrra og við ætluðum til útlanda
síðasta vetur, ég átti að fá ferðina
í fermingargjöf. Svo kom COVID
og þá var mér sagt að við yrðum að
bíða með ferðina en ég bað frekar
um tjald í fermingargjöf. Mér finnst
geggjað að eiga tjald.
Í hvaða skóla ertu? Lundaskóla,
samt ekki í skólanum sjálfum því
hann er myglaður, 7.-10. bekkur
þurftu að fara í annað húsnæði. Við
byrjum eftir fjóra, fimm daga. Það
verður bara skemmtilegt.
Hver er uppáhaldsnámsgreinin
þín? Íslenska og samfélagsfræði.
Get eiginlega ekki gert upp á milli.
Góður í ritgerðum? Ég hef góðan
orðaforða en skriftin er hræðileg!
Verð
rekkaskáti
eftir ár
ÞAÐ ERU ALLTAF
GÖNGUSKÍÐAFERÐIR Á
SUNNUDÖGUM, ÞÁ FÖRUM VIÐ
UPP Á FJÖLL OG BÚUM OKKUR
TIL SNJÓSKÝLI ÞAR SEM VIÐ
TÖKUM UPP NESTIÐ.
2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR