Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 8
Ég held að gagnrýni Kjalnesinga snúi frekar að kosningaloforðum og loforðum sem voru gefin við sameininguna, en sá tími er löngu liðinn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgar- ráðs Meirihlutinn lítur á Kjalarnes og Kjalnesinga sem olnboga- börn borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið- flokksins Sparaðu fullt fullt fullt! Vertu með AlltSaman hjá Nova. Slepptu öllum óþarfa og sparaðu allt að 204.000 kr. á ári! Nova.is/AlltSaman Samanburður á heimapökkum með 5 farsímum með 100 GB netnotkun og AlltSaman hjá Nova – ótakmarkað net í allt! Farsíminn fylgir og þú sparar REYK JAVÍK Stýrihópur um inn­ leiðingu þjónustustefnu hefur skilað borgarráði skýrslu með 33 umbótatillögum til að uppfylla markmið sem sett voru við sam­ einingu Reykjavíkur og Kjalarness árið 1998. Tillögurnar koma frá starfshópi sem settur var á laggirnar að frumkvæði borgarfulltrúa Sjálf­ stæðisf lokksins þegar 20 ár voru liðin frá sameiningunni. Stýrihópurinn starfaði undir stjórn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs. „Það var unnið af bæði íbúum Kjalarness og aðilum sem veita þjónustu á Kjalar­ nesi. Hópurinn hélt frábæra vinnu­ stofu og út komu þessar 33 heild­ stæðu tillögur,“ segir Þórdís Lóa. Tillögurnar eiga ekki aðeins við um Reykjavíkurborg. „Þetta er allt frá ofanflóðamálum, samgöngum, að setja upp skólahreystibraut, skólabíla yfir í menningu. Það er líka fjallað um sundlaugina og upp­ byggingu þar,“ segir Þórdís Lóa. Skýrslan verður nú send til íbúa­ ráðs Kjalarness. „Íbúaráðið tekur svo fyrir tillögurnar og skoðar hvernig er hægt að koma þeim í verk. Það er fullt af tillögum sem hægt er að ráðast í strax. Svo eru aðrar tillögur sem þarf að forgangs­ raða eða vinna í samstarfi við aðra aðila, til dæmis Skógræktina og Vegagerðina. Einnig það sem snýr að auknu atvinnulífi.“ Óánægja íbúa á Kjalarnesi krist­ allaðist í kjöri á „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“ í íbúakosningunum Hverfið mitt síðasta haust. Átti minnisvarðinn að vera blá bók, eftir samningnum sem gerður var á sínum tíma. Verkefnið var sett á bið í byrjun júní, ekki hafa fengist skýringar frá Reykjavíkur­ borg hvers vegna. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið­ flokksins, segir að dæmið um minn­ ismerkið sé í takt við vinnubrögð borgarinnar. „Meirihlutinn lítur á Kjalarnes og Kjalnesinga sem oln­ bogabörn borgarinnar,“ segir Vig­ dís. „Hverfið er algjör afgangsstærð í huga meirihlutans og það er að koma í ljós að sameining Kjalarness og Reykjavíkur fyrir tuttugu árum var einungis til þess að Reykja­ víkurborg gæti notað Álfsnesið og land Kjalnesinga sem ruslageymslu fyrir sig.“ Vigdís hefur ekki mikla trú á því að umbótatillögurnar í skýrslunni verði að veruleika. „Ekki fyrr en eftir tvö ár þegar skipt verður um meiri­ hluta. Kjalnesingar eru langþreyttir og það þýðir ekkert að veifa loforða­ skýrslum án þess að framkvæmdir eða peningar fylgi með.“ Þórdís Lóa skilur gagnrýni Kjal­ nesinga, ekkert hverfi sé þó skilið eftir. „Kjalarnes er í mínu hjarta lifandi partur af Reykjavík. Land­ fræðileg staða hverfisins er augljós en í mínum huga verður það aldrei skilið eftir. Ég hef búið í Árbæ og Breiðholti alla mína tíð og heyrt sömu ræðu þaðan,“ segir Þórdís Lóa. „Í þessari vinnu var farið ofan í hina frægu bláu bók, hvað stendur upp úr. Þetta er fyrst og síðast sam­ ráðsvettvangur borgarinnar og íbúa. Ég held að gagnrýni Kjalnesinga snúi frekar að kosningaloforðum og lof­ orðum sem voru gefin við samein­ inguna, en sá tími er löngu liðinn.“ Gera á öll hverfi notendamiðaðri og einfalda kerfið. „Þessi vinna er aðeins ein stoppistöð í þeirri lestar­ ferð.“ arib@frettabladid.is Kjalarnes verði ekki skilið eftir Skýrsla með 33 tillögum fyrir Kjalarnes fór til borgarráðs. Formaður þess segir ekkert hverfa borgarinn- ar verða skilið eftir. Oddviti Miðflokks segir meirihlutann líta á Kjalnesinga sem olnbogabörn. Ósáttir Kjalnesingar kusu í íbúakosningunum Hverfið mitt síðasta haust, að láta reisa minnisvarða um brostin loforð borgarinnar. Ekkert bólar á honum, ólíkt öðrum sem kosin voru í öðrum hverfum FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUR  Hjólreiðamaðurinn Oddur Helgi Halldórsson hyggst setja af stað undirskriftasöfnun til að skora á Vaðlaheiðargöng hf. að heimila hjólreiðar í gegnum göngin. Oddur Helgi, sem vakti fyrst athygli á málinu í Vikudegi í vikunni, ferð­ aðist um landið í sumar og tók eftir því að Hvalfjarðargöng og Vaðla­ heiðargöng eru einu göngin á land­ inu sem ekki má hjóla í gegnum. Í svari Vegagerðarinnar segir að hjólreiðar séu leyfðar í göngum þar sem umferðin er undir 1.000 bílum á dag að meðaltali yfir árið. Í Hval­ firði er umferðin 7.000 bílar og því ekki forsvaranlegt að leyfa hjólreið­ ar. Umferðin í Vaðlaheiðargöngum sé yfir þúsund bílar á dag að meðal­ tali, en undir 1.500 og því mögu­ legt að leyfa hjólreiðar þar. Göngin séu bæði breið og góð. Endanleg ákvörðun er hins vegar hjá Vaðla­ heiðargöngum hf. Valgeir Bergmann, framkvæmda­ stjóri Vaðlaheiðarganga, segir að fyrst og fremst sé um öryggismál að ræða. Ef almennar hjólreiðar yrðu leyfðar inni í göngunum þá sé öryggið ekki jafn mikið. Þá hafi komið til greina að banna traktora eða hægfara ökutæki á háannatíma ef menn telja að það ógni öryggi þeirra sem nota göngin. Engin afmörkuð svæði eru í göngunum né hafi verið gert ráð fyrir hjólandi umferð við hönnun ganganna. Oddur Helgi gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Oft á tíðum, til dæmis á Öxnadalsheiði, er vegrið mjög nálægt veginum. Má ekki klessa mann út í stein en það má klessa hann út í vegrið? Þetta bítur í skottið á hvort öðru,“ segir Oddur Helgi. Þá sé hámarkshraðinn minni inni í göngunum. „Það keyra mjög margir í gegnum Norðfjarðargöng, þau eru mjórri og lengri, en það má hjóla í gegnum þau.“ – ab Vill leyfa hjól í gegnum göngin Mismunandi er hvort hjóla megi í gegnum jarðgöng. MYND/GETTY 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.