Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 84
Provisional Life er ljós-myndabók eftir Rann-veig u Einarsdótt u r, ljósmyndara og félags-sálfræðing, en hún er búsett í Berlín. Ljós- myndirnar eru teknar á þriggja ára tímabili og sýna fólk sem þurfti að f lýja heimaland sitt og búa tíma- bundið á f lóttamannaheimili í Þýskalandi. Portrettmyndir eru af íbúunum, myndir af daglegu lífi þeirra og herbergjunum sem þau bjuggu í. „Í þrjú ár heimsótti ég vikulega f lóttamannaheimili í Berlín og tók myndir af íbúunum og húsnæðinu sem fólkið bjó í. Í Provisional Life sýni ég hvernig búið er að f lótta- fólki í Þýskalandi,“ segir Rannveig. „Það að vera f lóttamaður og búa á f lóttamannaheimili takmarkar daglegt líf íbúanna, sem einkennist af reglum og bið og von um að fá dvalarleyfi. Myndirnar eiga að sýna hvernig þetta hefur áhrif á íbúana, bæði börn og fullorðna.“ Búa við einangrun Spurð hvernig aðstæður fólkið búi við á þessu f lóttamannaheimili segir Rannveig: „Á þessu f lótta- mannaheimili búa yfirleitt um 250 manns. Rýmið sem einstaklingar eða fjölskyldur fá úthlutað er tak- markað. Eitt eldhús eða tvö eru á hverri hæð, eftir því hvað hæðin er stór og svo er sameiginlegt bað og klósett. Þarna er mjög þröngt. Meðal þeirra sem ég myndaði voru tveir unglingsstrákar, 14 og 16 ára, sem bjuggu með foreldrum sínum í mjög litlu herbergi sem hefur sennilega verið um 20 fermetrar. Í því var borðað, lært, unnið og sofið.“ Hún segir að íbúarnir hafi tekið henni mjög vel. „Örugglega að hluta til vegna þess að þeir búa við einangrun og taka ekki þátt í dag- legu lífi í samfélaginu. Fólkið hefur ekkert samband við aðra utan f lóttamannaheimilisins, nema þá embættismenn og afgreiðslu- fólk. Þau vildu vera í sambandi við venjulegan borgara í Þýskalandi og voru því forvitin um mig og ennþá forvitnari af því ég kom frá Íslandi. Gestrisnin var mikil, þegar ég kom var eldaður matur og ef ekki var matur þá var kökuhlaðborð, te og kaffi. Þau töluðu arabísku og ég þýsku, sem var að mörgu leyti áhugavert því við þurftum að horfa mikið hvert á annað til að gera okkur skiljanleg.“ Bið og von flóttamanna í Berlín Rannveig Einarsdóttir heimsótti flóttamannaheimili í Berlín og tók myndir af íbúun- um. Útkoman er ljósmyndabók. Næsta verkefni er ljósmyndabók um Rómafólk. Rannveig heim- sótti flótta- menn vikulega í þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Áhyggjur og kvíði setja vitanlega sitt mark á íbúana, líka börnin. Fjölskyldur búa við mikil þrengsli og það að vera flóttamaður takmarkar mjög daglegt líf íbúanna. Kvíði og áhyggjur Hún segir kvíða og áhyggjur hafa verið áberandi hjá mörgum íbú- anna. „Mörgum hafði reynst afar þungbært að skiljast við ættingja og vini og þau voru síspyrjandi sig hvað væri að gerast heima. Auk þess áttu sum þeirra alltaf von á að vera vísað úr landi og vitaskuld fylgir því mikið álag að vita ekki hvað bíður manns.“ Rannveig gaf bókina út sjálf og hún er seld í helstu ljósmynda- og listaverkabúðum í níu löndum, þar á meðal vitanlega hér á landi. „Það hefur gengið mjög vel að koma henni á framfæri,“ segir hún. Næsta stórverkefni Rannveigar er ljósmyndabók um Rómafólk, sem hún myndar í Bosníu. „Ég hef farið fimm sinnum þangað á síðustu þremur árum og stefni á f leiri ferðir eftir COVID,“ segir hún. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 23. ágúst 2020 er boðið til leiðsagnar um þrjú af verkum útisýningarinnar Yfir Gullinbrú, í Grafarvogi. Birta Guðjónsdóttir sýningar- stjóri og Eygló Harðardóttir mynd- listarmaður, taka á móti gestum við verk Eyglóar kl. 16.00. Þaðan verður farið að verkum Þórdísar Öldu Sigurðardóttur og Elísabetar Brynhildardóttur, sem báðar segja frá verkum sínum. Leiðsögn í Grafarvogi Verk Eyglóar Harðardóttur. Sunnudaginn 23. ágúst kl. 13 mun Guðmundur Oddur Magn-ússon, Goddur, f lytja erindi í Hönnunarsafni Íslands. Erindið ber yfirskriftina Stofnendur FÍT og frumherjar grafískrar hönnunar á Íslandi, og mun Goddur rekja niður- stöður rannsóknar sinnar, en hann hefur haft aðsetur í Hönnunar- safninu allt frá því í mars. Aðeins 12 gestir komast að vegna sóttvarna- reglna en miðasala fer fram á Tix, fyrirlesturinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á heimasíðu og Facebook-síðu Hönnunarsafns. Goddur lýkur rannsókn sinni Goddur verður í Hönnunarsafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Francesco Donadello, náinn s a m s t a r f s m a ð u r H i l d a r Guðnadóttur, er væntanlegur í Menningarhúsið Hof á Akureyri til að starfa með upptökuteymi SinfoniaNord.is-verkefninu og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hljómsveitarstjórinn Bjarni Frí- mann mun stjórna hljómsveitinni að þessu sinni. Francesco hljóðblandaði tónlist Hildar við verðlaunasjónvarps- seríuna Chernobyl og hefur meðal annarra unnið með ítalska tón- skáldinu Ennio Morricone, Jóhanni Jóhannssyni, Thom Yorke söngvara Radiohead, bandaríska tónskáldinu Dustin O’Halloran og breska tón- listarmanninum David Sylvian. Donadello í Hof 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.