Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 92
Lífið í
vikunni
16.08.20-
22.08.20
ÉG ÆTLA LÍKA AÐ
HAFA OPINN SPURN-
INGATÍMA Í GÖNGUNNI OG ÞAÐ
VERÐUR HÆGT AÐ SPYRJA MIG
UM HVAÐ SEM ER SEM TENGIST
SÖGU ÍSLENSKRAR DÆGURTÓN-
LISTAR. ÖLL SVÖR VERÐA RÉTT,
ENDA ER ÉG MEÐ DOKTORSPRÓF
Í FAGINU.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar
Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason
hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Hverri Everley og Oakely
heilsudýnu fylgir vandað Aspen
fjallahjól að verðmæti 59.000 kr.*
OAKLEY
heilsudýnan frá Primo er með vönduð u
poka gormakerfi sem veitir mikinn og
góðan stuðning. Yfirdýnan er gerð úr
mismunandi svamp lögum sem og visco
lagi sem aðlagast að líkama þínum
og heldur honum í réttri stellingu út
nóttina. Oakley heilsudýnan er með
kantstyrkingum sem eykur svefnsvæði
hennar og end ingu. Oakley er millistíf/ stíf
og hentar því breiðum hópi.
Ótrúlegt ... en satt!
Ti
lv
al
in
fe
rm
in
ga
rg
jö
f
Oakley og Everley heilsu dýnur (með Aspen fjalla hjóli).
Fáanlegar 120, 140, 160 og 180 x 200 cm.
Verðdæmi: OAKLEY (30 cm þykk) 120x200 cm
Stök dýna 139.900 kr. Verð m/ Classic botni 175.900 kr.
Verðdæmi: EVERLEY (35 cm þykk) 120x200 cm
Stök dýna 149.900 kr. Verð m/ Classic botni 185.900 kr.
EVERLEY
heilsudýnan frá Primo er gerð úr
13 gr. pokagormum sem veita hinn
fullkomna stuðning. Stífir kantar auka
svefnsvæði dýnunnar. Yfirdýnan er
þykk og þægileg og gerð úr nokkrum
mismunandi svamplögum. Viscolag
gefur líkamanum þann stuðn ing sem
hann þarf. Dýnan er mýkri á axlar- og
mjaðmasvæði til að líkami þinn fái
eins náttúru lega sveigju og mögulegt
er. Everley er millistíf/ mjúk og ein
vinsælasta dýna Primo.
59.000 kr.
fylgir með Oakley &
Everley heilsu-
dýnum
ASPEN
fjallahjól að verðmæti
* á meðan birgðir endast – athugið skilaskilmála.
ASPEN 26" FJALLAHJÓL
• 26"
• 21 gír
• demparar
á framöxli
• diskabremsur að
framan og aftan
• standari
• glitaugu
SALSADANS ER LÍFSSTÍLL
Edda Lúvísa Blöndal stofnaði Salsa
Iceland, en á þriðjudaginn var
boðið upp á ókeypis prufutíma
fyrir dömur í sólósalsa hjá Karate-
félaginu Þórshamri.
ORKAN FRÁ HVORT ÖÐRU
Á þriðjudaginn voru tvennir tón-
leikar í Norræna húsinu með þeim
Svavari og Kristjönu. Vel var gætt að
samkomureglum og því einungis
20 miðar í boði á hvora tónleika.
VIÐHORF ER HUGLÆGT
Í gær kom út platan Pandaríkin
með tónlistarmanninum Óla Hrafni
sem er þekktur undir listamanns-
nafninu Holy Hrafn.
PENNINN FYRIRGEFUR EKKI
Sýningin Teikningar stendur
nú yfir í Litla Gallery í Hafnar-
firði. Listamaðurinn og grafíski
hönnuðurinn Þórir Karl Celin sýnir
þar teikningar sínar.
Arnar Eggert skoðar sérstaklega sögu tónlistar í hverfi 105 í Reykjavík í dag. MYND/MÓHEIÐUR HLÍF GEIRLAUGSDÓTTIR
Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leið-sögumaður, aðjúnkt og doktor. Allt þetta á við um Arnar Egg-ert Thoroddsen, en
hann ætti að vera f lestum lands-
mönnum kunnur, enda einn helsti
poppfræðingur og tónlistargagn-
rýnandi landsins. Hann stendur
fyrir sérstökum tónlistargöngum
um stræti Reykjavíkur. Í dag fer
hann um hverfi 105 og segir frá tón-
listarsögu þess. Gangan tekur um
60 mínútur og stoppað er á völdum
stöðum á leiðinni. Á meðal þess sem
verður skoðað er í fyrsta lagi heima-
gata Arnars, Stangarholtið, sem
varð ódauðlegt í texta Stuðmanna
við lagið „Út í veður og vind“.
Leitast verður við að gera menn-
ingarsögu þessa svæðis ljósa og
undirstrika þá hverfisstemningu
sem hún nýtur, bæði þá og í dag.
„Ég og konan mín höfum rekið
tónlistargönguna Reykjavik Music
Walk í fjögur ár núna, eða frá sumri
2016. Við vorum nýkomin heim til
Íslands eftir að hafa búið í Skot-
landi í þrjú ár, þar sem ég nam við
Edinborgarháskóla og nam þar
félagsfræði tónlistar. Við fundum
það hreinlega á okkur að það væri
markaður fyrir svona göngu enda
flóði hér allt í ferðalöngum erlendis
frá. Sú ganga er sérstaklega miðuð
að erlendum gestum, en við höfum
líka verið að taka íslenska hópa
undanfarin ár, fyrirtæki, vina- og
steggjahópa og svo framvegis,“ segir
Arnar.
Reykjavík auglýsti svo eftir hverf-
ismiðuðum viðburðum í gegnum
verkefnið Sumarborgin 2020.
„Við höfum stundum grínast
með að það þyrfti að vera Akur-
eyri Music Walk eða Hafnarfjörður
Music Walk og ákváðum að stinga
upp á þessu við borgina. Reykjavik
105 Music Walk í raun, eða tón-
listarganga um 105 Reykjavík, þar
sem við röltum um Holt, Hlíðar og
Norðurmýrina. Sérsniðin ganga að
þessu hverfi. Þetta verður líklega í
fyrsta og eina sinn sem þetta verður
gert, og ég hvet því hverfisbúa sem
og alla fróðleiksfúsa tónlistar-
áhugamenn til að mæta. Það kostar
ekkert í gönguna,“ segir hann.
Mest hlakkar Arnar til að sýna
þátttakendum göngunnar fæðing-
arstað Stuðmanna og æskuheimili
Megasar.
„Og svo auðvitað Hlemm, sem
tengist íslenskri tónlistarsögu
rækilega. Ég ætla líka að hafa opinn
spurningatíma í göngunni og það
verður hægt að spyrja mig um hvað
sem er sem tengist sögu íslenskrar
dægurtónlistar. Öll svör verða rétt,
enda er ég með doktorspróf í fag-
inu,“ segir Arnar.
Gangan hefst í Stangarholti 10
klukkan 12.00. Verkefnið er styrkt
af Reykjavíkurborg, sem hluti af
Sumarborginni 2020.
steingerdur@frettabladid.is
Saga Reykjavíkur
skoðuð út frá tónlist
Í dag er fer fram sérleg tónlistarganga um götur Reykjavíkur, þá
sérstakaklega um hverfi 105. Arnar Eggert Thoroddsen mun reka
sögu helsta tónlistarfólks landsins. Allir eru velkomnir í gönguna.
2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð