Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 78
Ég byrjaði eiginlega sem baller- ína, varð svo verkfræðingur, svo söngkona. Þetta er dæmi um manneskju sem getur ekki ákveðið sig. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Hinriks Líndal Hinrikssonar Hjarðarholti 17, Akranesi, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi sunnudaginn 26. júlí. Júlíana Karvelsdóttir Karvel Líndal Hinriksson Inga Dís Sigurðardóttir Ása Líndal Hinriksdóttir Guðráður Gunnar Sigurðsson Olga Líndal Hinriksdóttir Jóhann Þór L. Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og amma, Rakel Kristín Malmquist áður Einarsnesi 44, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Valgerður Guðmundsdóttir Svanhildur Guðmundsdóttir Halldór Guðnason Reynir Guðmundsson Sigrún Sigurþórsdóttir Ebenezer G. Guðmundsson Lára Jónsdóttir Ásgeir Guðmundsson barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn. Þó tónleikar Stínu Ágústs væru áformaðir utan dyra á Jóm-frúnni í sumar, varð að hætta við þá af varúðarástæðum. Hún var frekar svekkt. „Ég var kannski aðeins of spennt. Hafði verið svo lengi án þess að koma fram með fólki að tilfinningin var eins og að fá dót á jólunum þegar ég var lítil! Loks var mér líka að takast að fá Eyþór Gunnars til að spila með mér, hann er alltaf upptekinn – en þá var tónleikunum aflýst vegna COVID.“ Þetta hefur verið skrítið ár hjá Stínu eins og fleirum. „Það byrjaði svakalega vel,“ rifjar hún upp. „Ég söng með Stór- sveit Reykjavíkur á Gullöld sveiflunnar í Eldborg í Hörpu 1. janúar. Fullur salur, rosa stemning og góðir dómar svo ég hugsaði: Þetta ár verður geggjað. Svo tók ég upp plötu í vikunni á eftir með Önnu Grétu Sigurðardóttur og Mikael Mána í Sundlauginni í Mosfellsbæ, hún kemur út í haust. En svo kom kórónaveiran og tónleikum í Stokkhólmi í byrjun mars var aflýst. Þá byrjaði ég á að plana fjölda verkefna með alls konar fólki og nú finnst mér ég næstum hafa of mikið að gera.“ Skellihlær. „Svona er nú óskipu- lagið.“ Stína segir lítið hafa komið í kassann í kófinu. Hún sé heppin að eiga vinn- andi mann, annars hefði hún þurft að sækja um neyðaraðstoð. „Fyrir utan fjöl- skylduna hef ég þó hitt tvo menn, píanó- leikarann Simon Berggren sem er alveg svakalega fær, við erum að taka upp saman og gefum sennilega út afrakstur- inn stafrænt. Hinn er Henrik Linder sem er talinn einn af bestu bassaleikurum heims. Planið er að taka upp plötu með honum. Við erum að semja og æfa eigin tónlist og einhverjir djass-standardar f ljóta með. Svo er ég að að skipuleggja næstu sólóplötu og byrja að hljóðrita. Er líka að vinna með Inga Bjarna Skúla- syni, íslenskum píanóleikara, á döfinni eru tónleikar með honum um jólin. Auk þess eru nokkur fjarverkefni í gangi þar sem fólk er að semja sitt á hvað og senda á milli, sem er alltaf áhugavert.“ Stína kom til landsins með mann sinn og tvö börn. Þau dvöldu í Vesturbænum þar sem hún ólst upp. Kveðst vera smá sænsk líka. „Ég átti sænska ömmu og mamma á átta systkini í Svíþjóð svo ég á þar risastóra fjölskyldu.“ Sjálf hefur hún búið þar í níu ár. „Áður var ég níu ár í háskóla í Montreal í Kanada að læra að syngja djass. Þar áður bjó ég í London í eitt ár, þá var ég verkfræðingur, sko.“ Hlæjandi. „Ég byrjaði eiginlega sem ballerína, varð svo verkfræðingur, svo söngkona. Þetta er dæmi um mann- eskju sem getur ekki ákveðið sig. Ætlaði að vera praktísk. Það er svo kúl að vera stelpa í verkfræði, öruggt djobb og svona – það var bara ekki fyrir mig. Er með allt of mikla athyglissýki til að geta setið á fundum og verið alvarleg!“ Stína á góðar minningar frá Mont- real og segir hana mikla tónlistarborg. „Áheyrendur eru líka svo lifandi. Fyrstu giggin mín á Íslandi voru bara pína, fólk sat svo stíft. Ég hélt ég væri svona hrika- lega léleg. Svo kom það eftir á og sagði að þetta væri f lottasta sem það hefði heyrt! Nú er ég farin að læra að brjóta ísinn með einhverjum fíf lagangi til að losa um spennuna. gun@frettabladid.is Ætlaði að vera praktísk Stína Ágústs er ein þekktasta djassöngkona Íslendinga en hefur mest alið manninn í Stokkhólmi síðustu ár. Steig þó fæti á fósturlandið nýlega og ætlaði að djassa. Stína náði aðeins að vökva ræturnar á Íslandi í sumar þó ekkert yrði af tónleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær móðir okkar, dóttir, systir, og barnsmóðir, Jóna Dís Þórisdóttir lést miðvikudaginn 12 ágúst. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 25. ágúst, klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Athöfninni verður streymt á www.digraneskirkja.is. Þeim sem vilja minnast hennar og styrkja syni hennar er bent á styrktarreikning nr. 0370-13-400560, kt. 160386-2319. Þórir Jökull Ásgeirsson Halldór Elí Ásgeirsson Guðrún Jóna Jónasdóttir Ingi Halldór Árnason Þórey Þórisdóttir Sveinbjörn Sveinsson Ottó Ingi Þórisson Lára Björgvinsdóttir Hulda Þórisdóttir Árni Gunnar Reynisson Magnús Þórisson Ólafía Marelsdóttir Ásgeir Elíasson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður (Stella) Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við Sléttuveg, sunnudaginn 16. ágúst. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey að viðstöddum nánustu aðstandendum. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsamtök. Hannes G. Jónsson Margrét Birna Hannesdóttir Sigurður Jónsson Guðný Hannesdóttir Baldur Gylfason Herdís Hannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.