Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 24
ÞAÐ SPARKAÐI EINHVER UPP HURÐINNI OG SKAUT KÆRUSTUNA MÍNA. Frá blaðamannafundi fjölskyldu Breonnu: lögmenn fjölskyldunnar, Benjamin Crump og Lonita Baker, ásamt móðurinni Tamiku Palmer. MYND/GETTY Hrey f ing in Black Lives Matter hefur verið áberandi í u m r æ ðu n n i að undanförnu í kjöl­far mótmæla sem staðið hafa yfir í bandarískum stór­ borgum. Opinbert markmið hreyfingar­ innar sem hrundið var af stað fyrir sjö árum er að hvetja til of beldis­ lausrar, borgaralegrar óhlýðni í mótmælaskyni við lögregluof beldi og allt fordómadrifið of beldi gagn­ vart svörtu fólki. Flestum er enn í fersku minni mótmælahrinan sem fór af stað í Minneapolis snemmsumars eftir að George Floyd lést í andnauð þegar hvítur lögreglumaður hélt honum niðri í götunni með hnénu og þrengdi þannig að hálsi hans. Mótmælahrinan náði til f jölda bandarískra borga og hefur krafan um að kastljósinu sé beint að lög­ regluof beldi gagnvart svörtum ein­ staklingum og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum almennt, aldrei verið háværari. Réttlæti fyrir George Floyd George Floyd, nafn sem stór hluti heimsbyggðarinnar nú þekkir, lést þann 25. maí síðastliðinn. Daginn eftir, þegar myndskeið af hand­ tökunni varð opinbert, var öllum fjórum lögreglumönnunum sem hlut áttu að máli vikið úr starfi. Nú hefur sá sem þrengdi að öndunar­ vegi George með þeim afleiðingum að hann lést, Derek Chauvin, verið ákærður fyrir manndráp og hinir þrír fyrir aðild sína að málinu. Annað mál, sem fékk minni athygli á sínum tíma en hefur nú náð upp á yfirborðið í bandarískum fjölmiðlum og verið uppspretta mótmæla í borginni Louisville í Kentucky, þar sem atvikið átti sér stað, og víðar, er andlát Breonnu Taylor. Andlát Breonnu Taylor Þann 13. mars síðastliðinn var Breonna Taylor, 26 ára svört kona, starfsmaður sjúkrahúsa borgar­ innar, sofandi heima hjá sér ásamt kærasta sínum, Kenneth Walker. Þau stóðu upp úr rúminu rétt eftir miðnætti þegar þau heyrðu bankað harkalega á útidyrahurðina. Eftir stutt samskipti við þá sem við dyrnar stóðu, skaut Kenneth úr byssu sinni og lögreglan sem hafði bankað á dyrnar svaraði í sömu mynt, skaut þónokkrum skotum, sem einhver lentu í Breonnu. Samkvæmt kærastanum, Kenn­ eth, hóstaði Breonna og barðist við að ná andanum í alla vega fimm mínútur eftir að hún var skotin. Samkvæmt The Louisville Courier Journal fékk hún aftur á móti enga aðstoð fyrr en um 20 mínútum eftir að skot lögreglunnar hæfðu hana. Leitarheimild vegna sendingar Ástæða þess að lögreglan bankaði upp á á heimili parsins er sú að hún hafði haft til rannsóknar tvo menn grunaða um fíkniefnasölu. Dómari hafði gefið út leitarheimild í íbúð Breonnu þar sem grunur lék á að annar mannanna hefði notað íbúð­ ina til að taka á móti sendingum. Dómarinn skrifaði upp á svo­ kallaða „no­knock warrant“, eða leitarheimild sem gefur lögreglunni leyfi til að fara inn í húsnæði án við­ vörunar og án þess að kynna sig sem lögreglu. Engin fíkniefni fundust í íbúðinni og eftir að mótmælin vegna and­ láts Breonnu hófust í lok maí, hefur þessi tegund leitarheimildar verið bönnuð og nú hefur einum lögreglu­ mannanna verið sagt upp störfum. Hver skaut fyrst? Lögreglan í Louisville hefur haldið því fram að lögregluþjónarnir hafi ekki hafið skothríð fyrr en Ken­ neth hafi skotið í átt að þeim og ein kúlnanna lent í hné lögreglumanns, sem síðar jafnaði sig. Jafnframt heldur lögreglan því fram að jafnvel þó leyfi hafi verið fyrir því að fara inn án þess að kynna sig eða banka, hafi þeir bankað oft og kynnt sig sem lög­ reglu áður en farið var inn í íbúð­ ina. Kenneth hefur aftur á móti sagt að vissulega hafi þau vaknað við hávært bank og spurt hver væri þar, en aldrei heyrt tilkynningu um að það væri lögreglan. Samkvæmt lögreglunni brutu þeir sér leið í gegnum útidyrahurðina og lentu þá undir eins í skothríð sem þeir svöruðu með því að skjóta á móti. Engin ákæra Eins og fyrr segir var einum lög­ reglumannanna, Brett Hankison, sagt upp störfum. Hinir tveir, Jon Mattingly og Myles Cosgrove, hafa verið færðir til í starfi, en enginn þeirra hefur verið ákærður fyrir glæp. Málið er enn til rannsóknar hjá saksóknara Kentucky­fylkis og FBI. Móðir Breonnu hefur jafnframt höfðað mál gegn lögreglumönn­ unum þremur sem áttu hlut að máli. Kenneth Walker, 27 ára gamall eftirlifandi kærasti Breonnu, var handtekinn á staðnum og í fram­ haldi ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa skotið einn lögreglumannanna í fótinn. Fallið var frá ákærunni þann 22. maí eftir að yfirvöld fundu fyrir auknum þrýstingi frá mótmælendum. Faðir Kenneth og alnafni sagði í Louisville Courier Journal nú um miðjan mánuðinn að hvorki sonur hans né kærasta hans til margra ára hefðu verið fíkniefnasalar. Þau hafi bæði verið í vinnu og löghlýðnir borgarar. Hefðu þau vitað að lög­ reglan væri við dyrnar hefðu þau hleypt henni inn án vandræða, lög­ reglan hafi aftur á móti gerst sek um hryllileg mistök. Ættingjarnir ósáttir Ættingjar Breonnu og lögfræðingar halda því fram að lögreglan hafi aldrei kynnt sig sem slíka og benda jafnframt á að Kenneth hafi haft leyfi fyrir byssunni sem hann skaut úr. Hann hafi óttast um líf þeirra og haldið að um innbrot væri að ræða. Símtal við neyðarlínuna styður þessa skýringu en þar segir Kenn­ eth: „Það sparkaði einhver upp hurðinni og skaut kærustuna mína.“ Fjölskyldan hefur jafnframt lýst yfir undrun sinni yfir því að lögreglan hafi ákveðið að framkvæma leitina um miðja nótt, enda hafi þá þegar verið búið að handtaka þann grun­ aða í málinu. Það sem hefur áunnist Mál Breonnu hefur loks náð athygli um öll Bandaríkin, en sumir vilja meina að það hafi tekið þennan tíma vegna COVID­19 faraldursins. Þann 11. júní voru heimildir lög­ reglu til að fara inn á heimili án þess að banka eða kynna sig, bannaðar. Þann 23. júlí var lögreglumann­ inum Brett Hankison sagt upp störfum. Borgarstjóri Louisville, Greg Fischer, hefur tilkynnt að um fleiri breytingar verði að ræða og meðal annars verði tilnefndur nýr lög­ reglustjóri, lögreglumönnum verði gert að bera myndavélar á sér við húsleit og eftirlit með lögreglu­ mönnum borgarinnar verði aukið. Nú, fimm mánuðum eftir dauða Breonnu, átti fjölskylda hennar fund með fyrsta svarta yfirmanni dóms­ mála í Kentucky, Daniel Cameron, og ítrekaði kröfu sína um að lög­ reglumennirnir yrðu sóttir til saka. Tamika Palmer, móðir Breonnu, lét hafa eftir sér á blaðamannafundi við tilefnið: „Þetta er orðið stærra en Breonna, stærra en Black Lives. Við þurfum að finna leið til að laga borgina, græða sárin.“ Fjölmiðlakonan Oprah Win­ frey hefur aldeilis látið til sín taka í baráttunni fyrir réttlæti til handa Breonnu. Tímarit hennar, O, breytti út af vananum í fyrsta sinn á tutt­ ugu ára útgáfuferli og birti ekki mynd af Opruh sjálfri á forsíðunni, heldur er Breonna forsíðufyrir­ sætan á septembertölublaðinu sem er komið út. Forsíðutextinn er á þessa leið: Breonna Taylor, fædd 5. júní 1993 – myrt af lögreglu 13. mars 2020. Hennar líf skiptir máli. En Oprah bætti um betur og lét í byrjun mánaðarins setja upp 26 auglýsingaskilti í Louisville, jafn­ mörg og árin sem Breonna lifði. Skiltin skarta téðri forsíðumynd af Breonnu ásamt ákallinu: „Farið fram á að lögreglumennirnir sem komu að morðinu á Breonnu Taylor verði handteknir og sóttir til saka!“ Hávær krafa um breytingar Misréttið sem svartir Bandaríkjamenn hafa mátt þola af hálfu þarlendrar lögreglu hefur valdið mótmælaöldu undanfarna mánuði. Mál Breonnu Taylor, 26 ára konu sem skotin var af lögreglu á heimili sínu, er þar á meðal. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Hreyfingin Black Lives Matter hefur verið mjög áberandi í umræðunni undanfarin misseri, í kjölfar gríðarlega mikillar mótmælahrinu sem staðið hefur yfir í bandarískum stórborgum og sér ekki fyrir endann á. MYND/GETTY Nú í september, í fyrsta sinn í 20 ára sögu O tímaritsins, prýðir Oprah Winfrey ekki forsíðu blaðsins. 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.