Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 76
„Tónlistarbransinn getur verið erfiður en það er yndislegt að hafa hann með,“ segir Valborg Ólafs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég hitti bóndason sem ég heillaðist af. Við byrjuð-um að vera saman 2009 þegar ég fór í helgarferð austur undir Eyjafjöll með krökkum úr Fjöl-
braut Garðabæ, eftir lokasýningu
okkar á söngleiknum Chicago þar
sem ég var í aðalhlutverki. Við
gistum í Skálakoti þar sem foreldr-
ar hans Orra reka ferðaþjónustu,
en Orri er trommuleikari og var í
bænum að spila þetta föstudags-
kvöld. Frændi hans, sem var í Chi-
cago-hópnum og átti hugmyndina
að ferðinni, hafði einhvern grun um
að Orri hefði áhuga á mér og hringdi
í hann til að segja honum hvar við
værum. Orri brunaði austur daginn
eftir, aðeins að kíkja á stelpuna, var
svo mikið að drífa sig að hann tók
engan pela með sér í laugardags-
partíið, en fékk smá lögg hjá pabba
sínum svo hann hefði kjark til að
segja hæ. Ég vissi hver hann var
áður, því við vorum bæði í hljóm-
sveitum í bænum, en við erum búin
að vera saman frá þessu kvöldi.“
Þannig lýsir Valborg Ólafsdóttir,
söngkona og bóndi, fyrstu róman-
tísku kynnum hennar og Orra Guð-
mundssonar, trommara og bónda,
sem eftir daginn í dag verður ekki
lengur unnusti hennar heldur eigin-
maður. „Við vorum búin að bjóða í
120 manna brúðkaupsveislu í dag
en urðum að af boða hana út af
COVID-19 og ætlum bara að hafa
rólegt í kringum okkur. Það þýðir
ekkert að bíða eftir að landið verði
veirulaust, svo við setjum upp
hringana og höldum upp á gleði og
ást saman.“
Allt fylltist af ösku
Þó að Valborg og Orri yrðu kær-
ustupar árið 2009 byrjuðu þau ekki
strax að búa. „Vorið 2010 fórum við
að vinna saman á Hótel Lunda í Vík,
sem tengdaforeldrar mínir áttu á
sínum tíma, og vorum nýkomin
þangað þegar Eyjafjallajökull tók
upp á því að gjósa og allt fylltist af
ösku. En við rákum hótelið í átta
mánuði,“ rifjar Valborg upp. „Svo
vorum við Orri sitt á hvað í tvö ár.
Hann var í hljómsveitinni Vicky og
ég var í hljómsveit fyrir sunnan sem
hét The Lovely Lion, en f lutti svo
hingað austur undir Eyjafjöll 2012.“
Fyrstu tvö árin segir Valborg
þau Orra hafa búið hjá foreldrum
hans í Skálakoti. Á þeim tíma hafi
Orri byrjað að undirbúa búrekstur,
keypt 100 kindur og gert upp gamalt
hús fyrir þær.
En var hún aldrei efins um að hún
vildi verða bóndakona?
„Ég var aldrei efins um að ég vildi
vera með Orra, en til að byrja með
sá ég fyrir mér að hann héldi áfram
að vera í rokkhljómsveit og við
yrðum bara í músíklífinu. En hann
var búinn að ákveða að verða bóndi
og gerði mér grein fyrir því að ef við
ættum að vera saman þá yrði ég að
f lytja í sveitina. Ég þurfti aðeins
að hugsa mig um, en fannst það
svo bara spennandi, frábært tæki-
færi til að uppgötva eitthvað nýtt
og kynnast fólkinu hér í sveitinni.
Þeir eru ótrúlega sjarmerandi ein-
staklingar sveitungar mínir, bæði
ungir og aldnir.“
Skaust út af og bíllinn rústaðist
Það var árið 2014 sem Holt losn-
aði til ábúðar, þegar séra Halldór
Gunnarsson hætti þar búskap. Þá
segir Valborg þau Orra hafa keypt
af honum jörðina og 100 kindur,
auk 70 hryssna sem selt er blóð úr
til lyfjarannsókna. „Til að byrja
með fannst mér þetta dálítið mikill
pakki. Við, með þriggja mánaða
barn, að kaupa 300 fermetra,
gamalt hús, risastóra jörð og fullt
af skepnum og þá kom fyrir að ég
efaðist um að ég væri að gera rétt.
Fannst ég allt í einu vera orðin eins
og húsmóðir af gamla skólanum. En
svo lærði ég taktinn. Hann er líka
ótrúlega duglegur, karlinn minn,
að taka til hendinni inni og það er
alveg orðið jafnvægi í þessu. Þó Orri
sé áhugasamur bóndi er hann líka
alltaf til í ævintýri. Kemur kannski
inn á miðjum degi og segir: „Eigum
við að koma að veiða?“ eða „viltu
koma í fjórhjólatúr?“ Svo er hann
búinn að kenna mér á traktorinn
og ég tók þátt í heyskapnum með
honum í sumar. Hann gerir mig að
betri manneskju og sterkari.“
Börnin í Holti eru orðin tvö,
Karó lína sex ára og Kormákur sem
verður þriggja ára í október. „Karó-
lína er skírð eftir langömmu hans
Orra, Sigríði Karólínu Jónsdóttur,
sem er yndisleg kona, 95 ára og býr
á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, hún er
frá Miðgrund, bæ hér við hliðina.
Dóttir hennar, amma hans Orra,
Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir
býr á Ásólfsskála og ég fer oft til
hennar að spjalla. Fólkið hans Orra
er hér allt í kring og fjölskyldubönd-
in eru sterk. Allir hjálpast að og eru
tilbúnir að stökkva í verk fyrir aðra.
Þá rúllar allt svo vel.“
Valborg segir margt ungt fólk
undir Fjöllunum. „Fyrst þegar ég
kom hingað var hér fullt af ein-
hleypum gaurum, en svo náðu þeir
sér allir í kærustur. Þeir sáu náttúr-
lega hvað Orri hafði það frábært!
Það er allt annað líf í sveitinni síðan
og miklu skemmtilegra. Nú eru
fjölskyldur hér á bæjunum í kring
með börn og þau leika sér saman.
Svo hafa Karólína og Kormákur
verið í leikskóla á Hvolsvelli og ég
Það er bara
svo fallegt
sveitalífið
Á hinum forna kirkjustað Holti undir
Eyjafjöllum býr söngkonan Valborg Ólafs
með Orra Guðmundssyni trommara og
tveimur börnum. Hún er úr Kópavogi en
ástin dró hana austur undir Fjöll – og sú
ást verður innsigluð nú um helgina.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
ORRI BRUNAÐI AUSTUR
DAGINN EFTIR, AÐEINS
AÐ KÍKJA Á STELPUNA,
VAR SVO MIKIÐ AÐ DRÍFA
SIG AÐ HANN TÓK ENGAN
PELA MEÐ SÉR Í LAUGAR-
DAGSPARTÍIÐ.
Valborg og Orri með Karólínu og Kormák og hvolpana tvo Iðunni og Frigg.
2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð