Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 74
Þegar ég fór til Pumo Ri var ég búinn að ákveða næsta kafla í lífi mínu. Ég ætlaði að klífa meira með Þorsteini og koma með honum til Íslands.
Þetta varð skyndilega allt ómögu
legt og ég vissi ekkert hvað ég myndi
gera í framhaldinu,“ segir Bretinn
Steve Aisthorpe, sem var einn af
fjórum fjallgöngumönnum sem
héldu til Nepal haustið 1988 til þess
að komast fyrstir upp suðaustur
hrygg fjallsins Pumo Ri, „Dóttur
fjallanna“.
Með honum í för voru þrír
Íslendingar. Jón Geirsson, sem
þurfti að hætta við vegna öndunar
færavandamála, og þeir Kristinn
Rúnarsson og Þorsteinn Guðjóns
son sem hurfu sporlaust þann 18.
október. En Steve var þá í grunn
búðunum vegna iðrakveisu. Eins
og f lestir vita fundust lík Kristins
og Þorsteins rétt rúmum 30 árum
síðar.
Steve og Þorsteinn voru nánir en
Kristin og Jón þekkti hann minna.
Það kom í hlut Steves að leita og
útvega þyrlu þessa fyrstu daga eftir
hvarfið.
„Ég fór upp að efri búðunum og
bjóst við að finna þá þar. Þegar ég
sá að þeir voru ekki þar fór ég niður
að grunnbúðum aftur og hringdi á
þyrluna. Það tók nokkra daga fyrir
þyrluna að koma, en á þessum tíma
voru aðeins tvær þyrlur í öllu Nepal
og erfitt að fá þyrlu til að koma að
leita. Við f lugum eins hátt og við
gátum en sáum ekkert,“ segir Steve.
Þangað til þyrlan kom gekk hann
um fjallshlíðina og kallaði en heyrði
ekkert nema sitt eigið bergmál.
Leitin með þyrlunni skilaði engu en
seinna skipulögðu fjölskyldurnar á
Íslandi aðra leit með sama árangri.
Breytti lífsviðhorfinu
Steve er í dag innilega trúaður
maður, starfar fyrir kirkjuna í Skot
landi og hefur gefið út bækur, til að
mynda nýja bók um tengsl kirkj
unnar og náttúrunnar. Hann varð
fyrst fyrir trúarlegri reynslu þegar
hann lenti í ógöngum í ísklifri í Nor
egi. Hann segir bænina hafa hjálpað
sér við að komast í gegnum ógöngur
þar, en trú hans dofnaði eftir það.
„Þegar við vorum á Pumo Ri árið
1988 hafði ég ekki litið á mig sem
kristinn mann í langan tíma, um
þrjú ár,“ segir Steve en þetta breytt
ist þessa daga sem hann leitaði að
félögum sínum. „Þegar þeir fund
ust leitaði ég að og fann dagbókina
mína frá þessum tíma. Þarna hafði
ég skrifað niður hvar þeir gætu hugs
anlega verið og hvar ég myndi leita.
Næstu daga á eftir var orðið ljóst að
eitthvað hefði komið fyrir, en ekki
hvað. Það sést glögglega þegar ég
fletti í gegnum dagbókina. Ég fékk
stuðning frá trúnni og bað mikið.“
Hvarfið breytti ekki aðeins lífi
Steves hvað trúarlega þáttinn varð
ar, heldur öllu lífsviðhorfinu, og við
horfinu til klifurs. „Ég vissi að það
væri áhættusamt að klífa fjöll eins
og Pumo Ri, að slys gætu orðið og
fólk dáið. En þegar það kemur fyrir
fólk sem þú þekkir setur það allt í
annað samhengi,“ segir hann.
„Ég hélt áfram að klífa og leið
segja fólki. Þetta var atvinna mín.
En þetta breytti samt öllu viðhorfi
mínu gagnvart klifri og fékk mig
til að íhuga innilega hvers vegna
ég væri að þessu. Hvað fæ ég út úr
þessu? Sumt klifur er mjög öruggt
og annað ekki. Ég klifra enn þá, en
ekki á erfiða tinda í Himalæjafjöll
unum. Ekki af því að ég sé orðinn
gamall eða ekki í nægilega góðu
formi. Heldur af því að ég vil það
ekki lengur.“ Hann hefur aldrei
síðan klifið Pumo Ri.
Nagandi spurningar
Eftir hvarfið kom Steve til Íslands,
meðal annars vegna þess að það
þurfti að ganga frá dómsmáli til
að staðfesta andlátin. „Ég hitti
fjölskyldurnar og marga af vinum
Kristins og Þorsteins úr hópi fjall
göngumanna, sem var lítill hópur
en frábært fólk. Allir þekktu alla og
það var algerlega ljóst að þeir höfðu
verið virkilega vinsælir,“ segir hann.
Steve hélt áfram að klifra í Hima
læjafjöllunum næstu árin, en lægri
tinda og auðveldari. Árið 1995 flutti
hann til Nepal með eiginkonu sinni
og störfuðu þau þar í tólf ár.
Í 30 ár hugsaði hann mikið og
oft um þennan atburð og nagandi
spurning leitaði sífellt á hann: Hvað
kom fyrir?
„Þegar ég fór frá Nepal árið 1988
var ég sannfærður um að þeir hefðu
ekki náð að komast á toppinn. Því
fólkið í grunnbúðunum hafði séð
ljós á fjallinu upp að ákveðnum
punkti,“ segir Steve. En enginn
fjallgöngumaður í sögunni hafði
þá nokkurn tímann komist upp
suðausturhrygg Pumo Ri. „Seinna
fékk ég símtal frá Ástralíu, en fyrir
einhverja ótrúlega röð tilviljana
heyrði Íslendingur þar frá ástr
ölskum f jallgöngumönnum að
tveir menn hefðu sést á toppnum.
Tímasetningin passaði alveg, þetta
gátu ekki verið neinir aðrir en þeir.
En þetta vakti þó enn fleiri spurn
ingar hjá mér, hvaða leið þeir hefðu
ætlað niður, hvað hefði komið fyrir
og hvar þeir gætu verið.“
Fundu fyrir tengingu
Í nóvember árið 2018 fann banda
rískur fjallgöngumaður lík Kristins
og Þorsteins. Steve segir þær fréttir
hafa vakið upp hjá sér bæði sorg og
létti. „Ég fékk loks svörin þegar þeir
fundust, að þeir hefðu hrapað ein
hvers staðar á suðausturhliðinni,“
segir hann. „Ég bjóst alltaf við því
að einhver vísbending myndi finn
ast, fyrr eða seinna. Það er töluverð
umferð fjallgöngumanna þarna á
hverju ári. En ég bjóst ekki endilega
við að lík þeirra myndu finnast. Það
kom mér mjög á óvart.“
Þegar þetta gerðist hafði Steve
samband við Jón Geirsson, sem
hefur búið við frönsku Alpana í
áratugi, en þeir höfðu haldið mjög
stopulu sambandi allan þennan
tíma. „Ég hafði samband við Jón og
fór að hitta hann í Frakklandi. Við
höfðum ekki hist mjög lengi. Fyrir
fjallgönguna árið 1988 þekktumst
við ekki og hann þurfti að snúa til
baka frekar snemma úr henni vegna
veikinda. Þó að við höfum ekki
varið miklum tíma saman fundum
við fyrir tengingu vegna þess sem
gerðist.“
Steve er í dag 57 ára og á tvo syni
sem stunda með honum útivist,
hjólreiðar og klifur. En ekki á háa
tinda heldur á kletta, sem er fyrir
sjáanlegra og öruggara. Að vera úti
í náttúrunni skiptir hann máli hvað
trúna varðar, eins og kemur fram í
nýjustu bók hans.
„Trúin er miðpunkturinn í lífi
mínu og allt sem ég geri hefur and
lega tengingu,“ segir hann. „Ég fer
ekki beint að klifra vegna þess að
það er andleg reynsla fyrir mig,
ég fer að klifra vegna þess að ég fæ
ánægju út úr því. En vegna þess að
ég er trúaður verður þetta andleg
reynsla. Hápunktarnir í mínu trúar
lega lífi, undanfarinn áratug, hafa
tengst útivist og náttúrunni, líkt og
margir finna fyrir þegar þeir sjá fal
legt listaverk eða heyra tónlist.“
Hvarfið breytti
lífsviðhorfinu
Fjallgöngumaðurinn Steve Aisthorpe var í hópnum sem gekk á
fjallið Pumo Ri í Nepal haustið 1988. Tveir Íslendingar hurfu spor-
laust og Steve leitaði að þeim dagana á eftir. Þetta var tími sem
gerbreytti lífi hans og lífsviðhorfi. Hann fékk loks svör við nagandi
spurningum 30 árum síðar, þegar þeir fundust fyrir tilviljun.
Kristinn Haukur
Guðnason
kristinnhaukur@frettabladid.is
Útivist er enn þá mikilvægur hluti af lífi Steves, en hann klífur ekki háa og hættulega tinda lengur. MYND/AÐSEND
ÉG VISSI AÐ ÞAÐ VÆRI
ÁHÆTTUSAMT AÐ KLÍFA
FJÖLL EINS OG PUMO RI,
AÐ SLYS GÆTU ORÐIÐ OG
FÓLK DÁIÐ. EN ÞEGAR ÞAÐ
KEMUR FYRIR FÓLK SEM
ÞÚ ÞEKKIR, SETUR ÞAÐ
ALLT Í ANNAÐ SAMHENGI.
„Fjalladóttirin“, Pumo Ri, er 7.161 metra hátt fjall á landamærum Nepals og Kína, skammt frá Everest. MYND/GETTY
2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð