Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 41
Við leitum að öflugum og drífandi sérfræðingum til að taka þátt í þróun tækniumhverfis, upplýsingakerfa og stafrænna lausna
Össurar á alþjóðavísu. Við leggjum áherslu á þverfaglega teymisvinnu, fagleg vinnubrögð og skemmtilegt starfsumhverfi. Ef þú
hefur áhuga á að vinna að spennandi og krefjandi verkefnum í alþjóðlegu umhverfi þá gætir þú átt heima hjá okkur.
Við leitum að metnaðarfullum sérfræðingi í starf gagnaforritara. Um er að ræða fjölbreytt verkefni á sviði gagna, greininga
og viðskiptagreindar. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á gögnum, vera sjálfstæður og jákvæður og geta unnið að
greiningu, ráðgjöf og útfærslum á lausnum.
Við leitum að öflugum hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í hönnun, útfærslu og stjórnun á samþættingu
upplýsingakerfa Össurar. Um er að ræða fjölbreytt og metnaðarfull verkefni í framsæknu og krefjandi tækniumhverfi.
Viðkomandi þarf að búa yfir reynslu í samþættingu kerfa, vera útsjónarsamur og lausnarmiðaður í hugsun.
Við leitum að reynslumiklum sérfræðingi til þess að taka þátt í hönnun, þróun og rekstri á kjarnakerfum fyrirtækisins.
Meðal verkefna eru innleiðing og uppbyggingu nýrra lausna á starfsstöðvum okkar víðsvegar um heiminn. Ef þú vilt vinna
í framsæknu og krefjandi tækniumhverfi þar sem áherslan er á skýjalausnir og sjálfvirknivæðingu gætir þú átt heima í
okkar frábæra liði.
Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki
á sviði stoð- og stuðningstækja.
Hjá félaginu starfa um 3500 manns
í yfir 25 löndum.
Gildi félagsins eru:
Heiðarleiki – Hagsýni – Hugrekki
Umsóknarfrestur er til og með
31. ágúst 2020.
Sótt er um starfið á vef Össurar,
ossur.is/mannaudur. Athugið að
velja viðeigandi starf.
For English version please see the
above webpage.
Nánari upplýsingar veitir
mannauðsdeild í síma 515 1300.
WWW.OSSUR.IS
Hugbúnaðarsérfræðingur
Kerfisstjóri
Gagnaforritari
VILTU VERA HLUTI AF ÖSSURAR LIÐINU?
HELSTU ÁBYRGÐARSVIÐ
• Hönnun, þróun og viðhald á gagnalausnum,
gagnamódelum og greiningum
• Forritun í gagnaumhverfi á borð við T-SQL,
TimeXtender, Power BI, Microsoft Integration
Services og Microsoft Analysis Services
• Þátttaka í þróunarteymum og samvinna við deildir
og starfsstöðvar um allan heim
HELSTU ÁBYRGÐARSVIÐ
• Hönnun og þróun samþættingalausna
• Þróun og eftirlit á vefþjónustulagi
• Utanumhald og stýring á verktökum og ráðgjöfum
• Samvinna við einingar og starfsstöðvar um allan
heim
HELSTU ÁBYRGÐARSVIÐ
• Kröfugreining og hönnun tæknilausna
• Uppsetning og rekstur á lausnum sem keyra í Azure
• Sjálfvirknivæðing og skriftun (e. automation and
scripting)
• Aðstoð og ráðgjöf við hina ýmsu verkefnahópa,
deildir og starfsstöðvar um allan heim
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf eða reynsla sem nýtist í starfi
• Reynsla af hönnun og þróun lausna á sviði gagna
og greininga
• Þekking á gagnatólum eins og T-SQL eða PL/SQL
er kostur
• Greiningarhæfni og lausnarmiðuð hugsun
• Mjög góð enskukunnátta
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf eða reynsla sem nýtist í starfi
• Reynsla af hönnun og þróun hugbúnaðar og
samþættingalausna
• Hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi
• Metnaður og lausnamiðuð hugsun
• Mjög góð enskukunnátta
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf eða reynsla sem nýtist í starfi
• Reynsla af rekstri kerfa og öryggi í upplýsingatækni
• Brennandi áhugi á nýjungum í tækni
• Þekking á ITIL aðferðafræðinni
• PowerShell þekking er kostur
• Mjög góð enskukunnátta
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð