Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 22
ÞAR VORU MISTÖKIN
VIÐURKENND OG ÞAÐ VAR
ÞAÐ SEM VIÐ VILDUM. VIÐ
VORUM ALDREI AÐ SÆKJ-
AST EFTIR PENINGUM.
Reiðin sem spratt upp við barnsmissinn, sem nú er viðurkennt að hafi verið vegna van-ræk slu heilbr igðis-st a r f sma n na , hélt
henni lengi vel í heljargreipum.
Sigga sem er lífsglöð manneskja að
eðlisfari vildi ekki festast í reiði eða
hlutverki syrgjandi móðurinnar en
féllst þó á að ræða hvaða þýðingu
lok málaferlanna hafa fyrir þau
hjón og fjölskylduna sem stækkaði
á síðasta ári.
Í janúar síðastliðnum voru fimm
ár frá því að Sigríður, eða Sigga
eins og hún er kölluð, upplifði það
stærsta áfall sem foreldrar geta
ímyndað sér. Íþyngjandi sorg tók
við en einnig reiði yfir því hvernig
andlát sonar þeirra bar að. Reiðin
sem festi í hana klónum í fyrstu
hefur þó breyst og blossar helst upp
þegar rætt er um atvikið.
Lífið heldur áfram og árið 2019
var mikið hamingjuár í lífi parsins
þegar þau eignuðust dótturina Rán,
sem lét bíða lengi eftir sér, og gengu
í hjónaband með pompi og prakt.
Í janúar síðastliðnum undir-
rituðu hjónin jafnframt samkomu-
lag um að ríkið greiði þeim fimm
milljónir króna í miskabætur auk
málskostnaðar. Þannig lauk tæplega
fimm ára málaferlum þó að málið sé
enn á borði lögreglu.
„Við vorum ákveðin í að fara með
þetta mál lengra. Ég upplifði strax
að á mér hefði verið brotið, ég hefði
hreinlega verið beitt of beldi.“
Vildu mistökin viðurkennd
Sigga segist í upphafi hafa upplifað
undrun hjá yfirmönnum spítalans
og skilning þeirra á að ekki hefði
verið farið rétt að í fæðingunni en
svo hafi tónninn breyst, það þyrfti
að halda trúnað, ekki mætti benda
á einstaklinga og var kerfinu ítrekað
lýst sem „svissneskum osti“, fullum
af götum sem ekki næðu alla leið í
gegn.
Sigga segir það hafa gert illt verra
að í yfirheyrslu hjá lögreglu hafi
heilbrigðisstarfsmaður reynt að
skella skuldinni á hana með því
að segja að hún hafi streist á móti
í fæðingu. „Ég held að allar konur
sem hafa farið í gegnum fæðingu í
gegnum fæðingarveg viti að það er
sturluð hugmynd.“
Þegar foreldrarnir áttuðu sig á að
Landspítalinn hefði ekki tilkynnt
málið til lögreglu, en lögum sam-
kvæmt skal tilkynna öll dauðsföll
innan veggja spítalans, þá gerðu
þau það sjálf. Þar hefur málið verið
til rannsóknar í þrjú ár og er enn.
Aðspurð hvaðan baráttuviljinn
hafi komið í miðju erfiðu sorgarferli
segist Sigga í raun ekki vita það. „Ég
byrjaði að vinna um haustið en var
alltaf á hnefanum og alltaf tætt og
maður flýr þetta ekkert. Við vorum
varla vinnufær lengi vel og tækni-
lega séð hefði ég átt að taka mér frí
frá vinnu og sækja aðstoð hjá Virk.
Þegar svo kom sáttatilboð frá
ríkissaksóknara nú í janúar, fimm
árum síðar, þá tókum við því í raun
fegins hendi. Þar voru mistökin
viðurkennd og það var það sem við
vildum. Við vorum aldrei að sækjast
eftir peningum.“
Notaði jóga til að byggja sig upp
Sigga fór í jógakennaranám eftir
áfallið og var það ein leiða hennar
til að byggja sig upp. „Það hjálpaði
mér að finna innri ró og tækni og
aðferðir til að slaka á. Líkami minn
var hreinlega eins og stórt grjót, ég
var svo reið. Ég hafði svo mikla þörf
fyrir að losna við alla þessa reiði
sem engum gagnast. Ég vaknaði
á nóttunni með kreppta hnefa og
fékk martraðir. Mér fannst ég sífellt
þurfa að f lýja aðstæður af ótta
við að hitta einhvern aðilanna úr
fæðingunni. Í dag verð ég vissulega
reið þegar ég tala um þetta, eins og
núna, en reiðin er ekki lengur alls-
ráðandi,“ útskýrir hún.
Sigga segir reynslu sína og þjálfun
í sviðslistum einnig hafa hjálpað sér
mikið. „Það er ákveðin hugleiðsla
sem fer í gang þegar maður fer á flug
á sviði og getur f lúið tilfinningar
sínar að einhverju leyti.“
Kynntust fullorðin
Sigga og Kalli kynntust þegar þau
voru komin hátt í fertugt og áttu
hvort barnið sitt frá fyrri sam-
böndum. Sambandið var tæplega
ársgamalt þegar von var á barni
og því mikið lagt á ungt samband
þegar það sem var tilhlökkunarefni
breyttist í djúpa sorg og reiði. „Ég
trúi því stundum ekki að við séum
enn saman,“ segir Sigga og hlær.
Vildu fá mistökin viðurkennd
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir segist loks hafa fundið reiðinni vegna andláts sonar síns og Karls Olgeirssonar,
Nóa Hrafns, skúffu. Hún tók jafnframt líkama sinn, sem henni fannst hafa brugðist sér, í sátt á óvæntan hátt.
Sigga og Kalli eignuðust dótturina Rán á síðasta ári og segir hún það hafa breytt miklu eftir það sem á undan var gengið. „Hún fyllir ekkert upp í gatið hans, en henni fylgir svo mikil gleði og það
hefur allt gengið svo vel með hana. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir það,“ segir Sigga, sem fann sköpunarkraftinn blómstra og aftur varð gaman að vera til. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Árið 2019 var svo sannarlega gjöfult fyrir fjölskylduna en langþráð dóttir, Rán, kom í heiminn og þau Sigga og Kalli
gengu í hjónaband. Hér á brúðkaupsdaginn ásamt börnum sínum þremur. MYND/ÁSTA JÓNÍNA ARNARDÓTTIR
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð