Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 23
ÞAÐ VAR SVO GOTT AÐ FINNA HVAÐ FÓLK ER GOTT – EKKI SÍST ÞEGAR MAÐUR HAFÐI UPPLIFAÐ FÓLK BREGÐAST MANNI SVONA ROSALEGA.“ Sigga segir að hlutverk sitt í dragsýningunni hafi hjálpað sér að taka líkama sinn, sem henni fannst hafa brugðist sér, í sátt. MYND/LILJA JÓNS Sigga og Bjarni hafa lengi komið fram sem söngleikjaparið Viggó og Víóletta og undirbúa nú sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við erum aftur á móti bæði með mikla reynslu á bakinu. Við vorum fullorðin þegar við kynntumst, þetta var ekkert fyrsta sambandið okkar og við áttuðum okkur fljótt á því að við vildum vera saman. Nói dó í janúar og í mars plataði Bjarni Snæbjörnsson, vinur minn og samstarfsfélagi, mig á spunanám- skeið með Improv Ísland og þegar við ákváðum að fara út í söngleikja- spuna um vorið þá fékk ég Kalla með. Við áttum því eitthvað annað sameiginlegt á þessum tíma en sorg- ina og það hjálpaði okkur mikið.“ Biðin eftir barni löng Fyrsta barnið kom fljótt en það tók lengri tíma í annað sinn. „Biðin eftir henni var alveg rosalega löng. Ég missti fóstur tvisvar sinnum fyrsta árið eftir fæðingu Nóa. Sú upplifun henti mér algjörlega aftur á byrj- unarreit. Þegar ég missti fóstur í seinna skiptið vorum við Kalli að keppa saman í Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem miklar kröfur eru gerðar til manns og ég viðurkenni að ég var mjög tætt. Ég var sem betur fer með gott fólk í kringum mig og ég er svo heppin að vera með lítinn innri mónólóg sem þýðir að þá segi ég mjög oft upphátt það sem ég er að hugsa, sem ég held að hjálpi mikið. Maður hleður meira á sig með því að halda inni. Ég losa um spennu með því að tala út í eitt. Og að syngja auð- vitað, það er margsannað að það er gott fyrir sálina.“ Sigga segist einnig búa að þeirri sáru reynslu að hafa misst tæp- lega tvítugan bróður sinn úr heila- himnubólgu þegar hún var aðeins 17 ára. „Í framhaldi hafa margir úr vinahóp okkar fallið frá, eins undar- legt og það er. Sá vinahópur er mjög sterkur og reynslan þar hefur kennt okkur öllum að það er hægt að leita hver til annars.“ Mikilvægt að biðja um hjálp „Það er mikilvægt að leita sér hjálpar – að taka upp símann og biðja fólk um hjálp. Á þessum erfiða tíma, þegar við misstum Nóa Hrafn, var magnað að finna hversu margir grípa mann, fólk kom og þreif fyrir okkur og var boðið og búið með öll verkefni. Vinir okkar og kunningjar í tónlistarheiminum, útfararstjóri og veitingamaður voru svo örlát og gáfu vinnuna sína við jarðarförina. Kalli fékk að halda aðeins utan um skipulagið, sem hjálpaði honum að vinna úr sorginni, á meðan ég var að jafna mig eftir fæðinguna. Það var svo gott að finna hvað fólk er gott – ekki síst þegar maður hafði upplifað fólk bregðast manni svona rosalega. Það var mér dýrmætt þegar for- stjóri Landspítalans, Páll Matthías- son, kom í viðtal á RÚV og sagði: „Við brugðumst þessu fólki.“ Það var risastór plástur fyrir mig. Fólk fattar ekki hversu mikilvægt það er að viðurkenna mistök, hvar sem það er, í stjórnmálum eða öðru. Þetta snýst ekki um að vinna slaginn eins og lögfræðingur okkar benti á núna þegar við fengum þetta sáttaboð. Við hefðum getað haldið áfram að berjast, en hvers virði er tími manns og hvers virði er friður- inn? Það verður aldrei sagt að við höfum ekki barist fyrir barninu okkar. Við urðum að taka slaginn, fyrir hann og fyrir hin börnin okkar. Það að fá viðurkenningu á afglöpum í starfi skipti okkur máli.“ Líkaminn enn í áfalli Sigga fór í gegnum glasameðferð til að eignast dóttur sína sem nú er eins og hálfs árs gömul. „Það er í raun ekki vitað hvers vegna það gekk svona illa fyrir mig að verða ólétt. Mín kenning er sú að líkami minn hafi enn verið í áfalli. Ég átti fullt af eggjum en ekkert gekk. Við ákváðum því að fara í glasa- frjóvgun, bæði hafði ég misst tvisvar og var komin yfir fertugt og þar með meiri líkur á fósturgöllum. Í glasameðferð eru ekki settir upp fósturvísar nema allar líkur séu á því að þeir séu í lagi, eins mikið og hægt er að vita á því frumstigi. Það fengust þrír fósturvísar og Rán er sá þriðji sem var settur upp.“ Það var því töluvert haft fyrir dótturinni langþráðu sem Sigga gekk með 42 ára gömul. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að verða barnshafandi en því hafi einnig fylgt mikil hræðsla. „Ég er stöðugt hrædd um að ein- hver verði fyrir bíl eða að von sé á slæmum fréttum þegar síminn hringir. Ég er algjör öryggisfíkill þó ég hafi verið kærulaus fyrir. Ég fann að ég kveið hverri mæðra- skoðun, en ég var í áhættumeð- göngu og það var hugsað um mig eins og drottningu. Ég valdi að fara í keisaraskurð í þetta skiptið og fékk óskaljósmóðurina og dásamlegan fæðingarlækni,“ útskýrir Sigga en bæði meðganga og fæðing gengu vel. Sköpunarkrafturinn tók við sér „Það var ólýsanleg tilfinning að fá hana í fangið í fyrsta sinn. Hún fyllir ekkert upp í gatið hans, en henni fylgir svo mikil gleði og það hefur allt gengið svo vel með hana. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir það. Ég fann að um leið og hún kom þá var svo gaman að vera til og sköpunar- krafturinn fór aftur í gang.“ Sigga hefur í gegnum tíðina troðið upp ásamt vini sínum Bjarna Snæ- björnssyni, undir sviðsnöfnunum Viggó og Víóletta. „Hann hefur einnig gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum og við höfðum reynt að koma saman og gera eitt- hvað sem ekki gekk. Núna allt í einu fór það aftur í gang og við erum að vinna að nýrri sýningu í Þjóðleik- húskjallaranum í vetur. Við erum að gera framhald af sjálfshjálparsöng- leik um hversu fyndið er að sópa öllum vandamálum undir teppið.“ Firring að díla ekki við hlutina „Við verðum að sjá hvað það er mikil firring í því að díla ekki við hlutina. Ég hef gert margt kómískt í slíkum aðstæðum, öskrað í símann á fasteignasala og hugsað eftir á hversu barnaleg ég get verið, málað skrattann á vegginn og grenjað á skrítnum stöðum. Það er mikilvægt að hugsa til þess að fólk er að ganga í gegnum ýmislegt, og dæma ekkert endilega þann sem er dónalegur við mann í Bónus. Ég fór líka aftur í spunann. Ég myndi ekki segja að ég sé komin yfir sorgina, en ég er búin að finna ein- hverja skúffu fyrir hana. Það gerðist mikið sem breytti líðaninni til hins betra og það eru ekki þessi þyngsl yfir mér lengur. Rán fæddist, við f luttum og skiptum um umhverfi og málinu lauk og mér fór allt í einu að finnast gaman aftur.“ Dragið valdeflandi Sigga segir áfallið hafa haft áhrif á hana sem sviðslistamann. „Mér fannst ég einhvern veginn hafa brugðist hlutverki mínu sem kona. Þetta er mjög ólógísk tilfinning en ég hef lesið svipaða hluti um konur sem hafa misst fóstur eða börnin sín. Móðureðlið er svo „primal“. Að fjölga mannkyninu er svo „primal“ en svo geturðu það ekki. Líkaminn brást mér svo mikið og svo ítrekað. Ég þoldi hann ekki. Það var eitthvað að honum. Svo fékk ég símtal frá Cameron vini mínum sem bað mig að taka þátt í dragsýningu. Ég skildi ekk- ert hvað hann vildi og hélt að hann væri að biðja mig að vera í karla- dragi þar til hann útskýrði fyrir mér að hann og f leiri væru að setja upp mjög prófessjónal dans-kabar- ettsýningu í Tjarnarbíói og vildu fá mig til að leika eina drottninguna í sýningunni Endurminningar Val- kyrju. Kvenlíkamanum fagnað Áður en ég vissi af var eins og skrúf- að hefði verið frá krana. Við gengum um fyrir framan spegla í þröngum fötum og háum hælum og í fyrstu þoldi ég mig ekki. En strákarnir voru svo peppandi, þeim fannst ég svo heppin að vera með þennan líkama, brjóst og rass. Þarna var kvenlíkamanum fagn- að. Drag er svo mikil snilld hvað þetta varðar. Ég mæli með að allar konur prófi að fara í drag þó það sé bara í einn dag. Mér finnst svo mikilvægt að fólk finni valdeflingu og maður þarf að finna sína leið að því. Dæmi eru um að konur sem hafa orðið fyrir kynferðisof beldi finni valdef lingu og styrk í eigin líkama með því að fara í drag og vera drottningar á sviði. Ég tók sjálfa mig í sátt og fann að það var ekkert að mér. Auðvitað er maður geggjaður! Kalli kom líka inn í þetta og við sömdum tónlist saman svo þetta endaði nánast í söngleik og við erum að bíða eftir að fá að sýna þetta aftur, sjáum hvað gerist.“ Kvörtun í 16 liðum Viðtal sem Sigríður og eigin­ maður hennar Karl Olgeirsson tónlistarmaður veittu Kastljósi RÚV í ágúst 2016 er mörgum minnisstætt, en þar fóru þau yfir atburðarásina sem olli dauða sonar þeirra, Nóa Hrafns, í janúar 2015. Eftir að Nói Hrafn lést fimm daga gamall vegna súrefnisskorts í fæðingu, lögðu þau hjónin fram kvörtun til Landlæknis vegna meintra mistaka starfsfólks spítalans sem valdið hefðu and­ láti drengsins. Kvörtunin var í 16 liðum og tók meðal annars til rangrar með­ ferðar og rangs áhættumats, skorts á viðbrögðum, ófull­ nægjandi skráninga og þess að gögn hefðu glatast. Meðal annars kvörtuðu þau yfir framkomu ljós­ mæðranna og að ekki hefði verið orðið við ítrekuðum beiðnum þeirra um samtal við lækni, eða að gripið yrði inn í fæðinguna. Landlæknir tók undir 13 kvörtunaratriðanna og var niður­ staða hans að „heilbrigðisstarfs­ mönnum hafi orðið á vanræksla og mistök sem ollu óaftur­ kræfum heilaskaða drengsins og urðu honum að aldurtila. Auk þess sýndu heilbrigðisstarfs­ menn foreldrunum ótilhlýðilega framkomu.“ Í framhaldi af niðurstöðu Land­ læknis hófst lögreglurannsókn haustið 2016 þar sem fimm heil­ brigðisstarfsmenn höfðu réttar­ stöðu sakbornings. Þremur árum síðar var þeirri rannsókn enn ekki lokið og ríkislögmaður hafði engu svarað í fjögur ár og fór því svo að Sigríður og Karl stefndu Landspítalanum til greiðslu miska­ og skaðabóta vegna at­ viksins sem svo var fallist á með sátt í upphafi árs. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.