Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 62
Það er gjarnan dálítið sérstakt andrúmsloft á þessum tíma árs. Sumarið er senn á enda og haustið tekur brátt við með skólahaldi og annarri rútínu. Það er f leira sem breytist á þessum tíma en fyrir þau sem hafa áhuga á stjörnuspeki þá er þessi helgi merkileg fyrir þær sakir að núna lýkur tímabili ljónsins og meyjan tekur við. Í stjörnuspeki er talað um þessa skörun sem „cusp“ og á hún sér alltaf stað þegar eitt stjörnumerki „tekur við“ af öðru ef svo má að orði komast. Einstaklingar sem fæðast á milli merkja eru oft taldir búa yfir skemmtilegum eigin- leikum þar sem eiginleikar tveggja stjörnumerkja koma saman. Frumefnin fjögur Í þessu tilfelli er það ljónið og meyj- an, merki sem talin eru afar ólík hvort öðru að nokkurn veginn öllu leyti, en tímabilið sem um ræðir er frá 19.-25. ágúst. Stjörnumerkin tólf eru öll tengd ákveðnum frum- efnum. Þannig er ljónið, ásamt hrútnum og bogamanninum, svokallað eldsmerki sem á vel við önnur eldsmerki og loftmerki. Þau stjörnumerki sem tilheyra loftinu eru tvíburinn, vatnsberinn og vogin. Er þá meðal annars verið að vísa í eiginleika frumefnanna þar sem súrefni getur fætt eld og eldurinn þarfnast súrefnis. Meyjan tilheyrir hins vegar jarðarmerkjum en hin jarðar- merkin eru nautið og steingeitin. Jarðarmerkin svokölluðu eru talin eiga vel við önnur jarðarmerki og vatnsmerki en vatnið nærir jörðina og af jörðinni sprettur svo flest líf. Þessar frumefnapælingar eru óneitanlega áhugaverðar þar sem frumefnin þarfnast hvert annars. Ólíkir eiginleikar Ljónið er sagt skapandi, ástríðu- fullt, örlátt, hjartahlýtt og fyndið. Það getur þó líka verið hroka- fullt, þrjóskt, sjálfhverft, latt og ósveigjanlegt. Meyjan aftur á móti er sögð skipulögð, blíð, greind, traust, vinnusöm og hagsýn. Nei- kvæðu eiginleikar meyjunnar eru svo sagðir vera feimni, áhyggjur, gagnrýni á sjálfa sig og aðra og til- hneiging til þess að einblína á strit fremur en að njóta. Ljónið vill ekki einungis athygli heldur þarfnast hennar á meðan meyjan kann oftar en ekki best við sig á bak við tjöldin. Þessi merki eru því, samkvæmt stjörnu- spekinni, afar ólík og ekki talin eiga vel saman en þegar þessum eiginleikum er blandað saman er útkoman sögð geta verið ákaflega hrífandi. Meðal þess sem hefur verið sagt um þessa einstaklinga er að þeir geti verið framúrskarandi elskhug- ar. Ástæðan er sú að ljónið er elds- merki og því ástríðufullt á meðan meyjan er athugul, samviskusöm og nýtur þess að þjóna öðrum. Það er því hin fullkomna blanda af hita og hugulsemi. Annað sem nefnt hefur verið er hæfileg blanda af sýniþörf og hógværð. Ljónið innra með þeim nýtur sín í sviðsljósinu á meðan meyjan kann vel við sig að dást að öðrum meðal áhorfenda. Þá hefur líka verið sagt að þessir einstaklingar geti verið sérlega vel gefnir og ákveðnir en á meðan ljónið er skapandi og tjáningarríkt er meyjan vitsmunavera og skarp- skyggn. Áhugaverð afmælisbörn Það eru margir áhugaverðir ein- staklingar sem eru (eða voru) fædd/ir í dag og á morgun, þann 22. og 23. ágúst. Meðal þeirra sem fæddust 22. ágúst eru franska tón- skáldið Claude Debussy, smásagna- höfundurinn Dorothy Parker, rapparinn GZA úr Wu-Tang Clan, leikkonan og handritshöfundurinn Kristen Wiig, tónlistarkonan Dua Lipa og íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson. Af þeim sem fæddust 23. ágúst má svo nefna trommuleikara rokkhljómsveitarinnar The Who, Keith Moon, sem fæddist árið 1946. Moon lést árið 1978, langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig ógrynni af goðsagnakenndum tónum og skemmtilegum sögum. Þá fæddist leikarann River Phoenix einnig á þessum degi árið 1970 en líkt og Moon lést hann ungur að árum árið 1993, einungis 23 ára gamall. Phoenix þótti ekki bara einn efnilegasti leikari síns tíma heldur var hann einnig mikill brautryðjandi hvað dýra- og umhverfisréttindi varðar og eru örlög þessa hæfileikaríka manns því afar harmræn. Örlög næsta afmælisbarns voru ekki síður átakanleg en það er körfuknattleiksmaðurinn Kobe Bryant en eins og flestir vita lést hann í hrikalegu flugslysi ásamt dóttur sinni og fleirum í byrjun árs. Það er þó vonandi ekki ein- hvers konar bölvun sem fylgir þessum degi en leikarinn og dansarinn Gene Kelly var fæddur þennan dag árið 1912 og lést árið 1996, 83 ára að aldri. Athugið að þessar stjörnu- merkjavangaveltur eru einungis hugsaðar sem afþreying en ekki staðreyndir á nokkurn hátt. Ástríðufull og yfirveguð Þau eru mörg afmælisbörnin, lífs og liðin, þessa helgi og því tilvalið að dýfa tánum í smávegis stjörnuspeki. Athugið að stjörnumerkjavangaveltur eru einungis hugsaðar sem afþreying. Körfuboltahetjan Kobe Bryant hefði orðið 42 ára á morgun, 23. ágúst, hefði hann lifað. Hann fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og fleirum þann 26. janúar síðastlið- inn. MYNDIR/GETTY Leikarinn River Phoenix hefði átt stórafmæli á morgun og orðið fimmtugur. Trommuleikarinn sálugi Keith Moon úr The Who fæddist 23. ágúst 1946. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Í stjörnuspeki er þessi helgi merkileg fyrir þær sakir að núna lýkur tímabili ljónsins og meyjan tekur við. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.