Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 36
Íris María Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri menningarmála í Kópavogi,
og Elísabet Indra Ragnarsdóttir,
nýráðinn viðburða- og verkefna-
stjóri, segjast hlakka mikið til
menningarvetrarins í Kópavogi
þar sem nóg verður um að vera
fyrir alla aldurshópa.
„Það eru allir velkomnir í
Menningarhúsin í Kópavogi og
og í þeim anda verður að sjálf-
sögðu haldið áfram að bjóða upp
á ókeypis viðburði sem notið hafa
mikilla vinsælda undanfarin ár.
Menning á miðvikudögum og
Fjölskyldustundir á laugardögum
verða á sínum stað þar sem flétt-
ast saman tónleikar, listsmiðjur,
listamannaspjall og lifandi fræðsla
um margvísleg viðfangsefni,“
segir Íris María og bendir á að
sérstaða Menningarhúsanna í
Kópavogi felist meðal annars í
nánu og spennandi samtali þvert
á listir, sögu og vísindi. „Starfsfólk
húsanna er ótrúlega hugmynda-
ríkt og skapandi og þegar það
leggur saman í eitt púkk verður
til mjög krassandi og fjölbreytt
dagskrá.“
„Ég er sjálf glæný í þessu starfi,“
segir Elísabet Indra „og á því miður
alls engan heiður af þessari f lottu
dagskrá en get ekki beðið eftir að
njóta. Það er áskorun að standa
fyrir viðburðum nú á tímum
fjöldatakmarkana og fjarlægðar-
marka en á sama tíma skiptir það
svo óendanlega miklu máli að
næra sálina og frjóvga hugann –
ekki síst á tímum sem þessum. Við
stefnum ótrauð á að geta haldið úti
metnaðarfullu starfi en munum
að sjálfsögðu fylgja öllum fyrir-
mælum um sóttvarnir og vanda
okkur.“
Menningarhúsin í Kópavogi
taka vel á móti þér og þínum
Hjarta menningarstarfs Kópavogsbæjar slær í Menningarhúsunum. Tilgangur starfseminnar er
að auka lífsgæði íbúa á öllum aldri með fjölbreyttu menningar- og listalífi, fræðslu og miðlun.
Áhersla er á að þróa og bjóða upp á viðburði og upplifanir sem ekki er að finna annars staðar.
Elísabet Indra
Ragnarsdóttir
og Íris María
Stefánsdóttir
hjá Menn-
ingarhúsunum í
Kópavogi. MYND/
MENNINGARHÚSIN Í
KÓPAVOGI
Stúdíó Gerðar
er opið fræðslu-
rými í Gerðar-
safni þar sem
gestum gefst
færi á að njóta
samverustunda.
MYND/ANNA KAREN
SKÚLADÓTTIR
Krakkar elska að
koma og skoða öll
dýrin á stofunni enda
eru hér einhverjar 400
lífverur til sýnis og ekki
er verra að það er ókeyp-
is inn á safnið og því
hægt að koma aftur og
aftur.
Á Náttúrufræðistofu er að finna
hátt í 400 lífverur til sýnis.
MYND/MENNINGARHÚSIN Í KÓPAVOGI
Griðastaður fjölskyldunnar
Í öllum Menningarhúsunum getur
fjölskyldan átt góðar stundir
saman, þar sem nóg er í boði fyrir
alla til að njóta, fræðast og skapa.
„Bókasafn Kópavogs er heimili að
heiman. Hér getur fólk haft það
huggulegt yfir góðri bók, lesið og
spjallað saman, prófað ný spil og
meira að segja saumað nýjar gard-
ínur,“ segir Íris María og hlær.
Á Náttúrufræðistofu Kópavogs
eru lífríki Íslands og fjölbreyttum
búsvæðum í íslenskri náttúru gerð
góð skil á myndrænan og fræðandi
hátt. „Krakkar elska að koma og
skoða öll dýrin á stofunni enda
eru hér einhverjar 400 lífverur til
sýnis,“ segir Elísabet Indra „og ekki
er verra að það er ókeypis inn á
safnið og því hægt að koma aftur
og aftur.“
Tungumál ekki fyrirstaða
Undanfarin ár hefur verið vaxandi
áhersla á þátt fjölmenningar í
dagskrárhaldi Menningarhúsanna
í Kópavogi sem er í takt við skýra
menningarstefnu Kópavogsbæjar
sem lýtur að barnamenningu
og fjölmenningu. „Við erum svo
heppin að vera með frábæran verk-
efnastjóra fjölmenningar í Menn-
ingarhúsunum, hana Jasminu
Vajzovic Crnac,“ segir Íris María.
„Það skiptir mjög miklu máli að
fjölbreyttur og fjölþjóðlegur hópur
Íslendinga finni hversu velkominn
hann er og móti starfið með okkur.
Í síðustu úthlutun Barnamenning-
arsjóðs Íslands hlutum við meðal
annars styrk til að standa fyrir
listsmiðjum óháðar tungumálum,
tungumál á ekki að vera fyrirstaða
þess að hægt sé að njóta og upplifa
menningu og listir.“
Tónskáldin í Salnum
Salurinn mun líkt og undanfarin
ár gangast fyrir Tíbrár-tónleikaröð
þar sem tónlistarfólk í fremstu röð
flytur sígilda tónlist í bland við
splunkunýja. „Tónleikaröðin hefst
núna í september með dásamleg-
um tónlistarhópi sem mun meðal
annars flytja sjaldheyrt en ótrú-
lega fallegt verk eftir Debussy fyrir
lesara, f lautur, hörpur og selestu,“
segir Elísabet Indra. „Svo langar
mig líka að benda á tónleika sem
verða í vor þegar Strokkvartettinn
Siggi f lytur glænýja strengjakvart-
etta. Salurinn efndi til samkeppni
meðal tónskálda í lok síðasta
árs og voru tónskáldin Ásbjörg
Jónsdóttir, Sigurður Árni Jónsson,
Gunnar Karel Másson og María
Huld Markan í framhaldi fengin
til að semja strengjakvartetta með
Salinn í huga. Frábært framtak hjá
Salnum og tónskáldin sem völdust
til verkefnisins svo skemmtilega
ólík þannig að útkoman verður án
vafa mjög áhugaverð.“
Örvar skynfærin
Gerðarsafn býður upp á metnaðar-
fullar sýningar með innlendum
og erlendum listamönnum enda
hefur safnið markað sér sess
sem eitt áhugaverðasta listasafn
Íslands. „Um þessar mundir eru
nemendur í hönnun og arkitektúr
við Listaháskóla Íslands að setja
upp sýningu sem ber hið fallega
og lýsandi heiti Fjörutíu skynfæri
en um er að ræða nokkurs konar
lokapunkt á þriggja ára lærdóms-
ferli listamannanna,“ segir Íris
María. „Gerðarsafn er líka frábær
viðkomustaður fyrir alla fjölskyld-
una – ekki síst ung börn. Hinir
sívinsælu bláu kubbar, auk fleiri
skapandi leikfanga, eru til taks alla
vikuna í Stúdíói Gerðar og þar er
líka alltaf í boði að teikna, lita og
gera klippimyndir. Frítt er fyrir
börn á safnið og foreldrar geta
nýtt sér árskort Gerðarsafns til
að koma reglulega í heimsókn og
njóta þess skemmtilega fræðslu-
starfs sem boðið er uppá,“ bætir
Íris María við.
Hressandi hrekkjavökutón-
leikar, Dagur íslenskrar náttúru
með Sævari Helga, farfuglasmiðja,
umfjöllun um list Gerðar Helga-
dóttur út frá femínískri listfræði
og höfundastofa með Sigrúnu
Eldjárn í tilefni 40 ára höfund-
arafmælis eru á meðal þess sem
fjölbreytt viðburðadagskrá Menn-
ingarhúsanna hefur að geyma.
Hægt er kynna sér betur starfsemi
Menningarhúsanna í Kópavogi á
menningarhusin.kopavogur.is og á
Facebook-síðum húsanna.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RKÓPAVOGUR