Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 40
H:N Markaðssamskipti leitar að brosmildri, hressri og duglegri
manneskju í hálft starf til að hugsa um skrifstofuhúsnæði og starfsfólk.
STARFSSVIÐ, VERKEFNI OG ÁBYRGÐ
• Skúra, skrúbba og bóna:
Reglubundnar ræstingar og þrif á húsnæði.
• Ást og umhyggja:
Umsjón með hreinlæti á skrifstofuhúsnæði og
eldhúsi.
• Kaupæði, stundum brjálæði:
Umsjón með eldhúsi og innkaupum fyrir léttan mat.
• Sósa og salat:
Útbýr einfalda, létta rétti fyrir starfsfólk.
• Sótt eða sent:
Sendist og skutlast, sækir og skreppur.
• Önnur tilfallandi störf.
MENNTUNAR – OG HÆFNISKRÖFUR
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Bílpróf, bros og
hreint sakavottorð.
RÁÐNINGARHLUTFALL OG TÍMI
Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst. Starfshlutfall er
50% og er um framtíðarstarf að ræða. Laun eru sam-
kvæmt kjarasamningi FA og viðkomandi stéttarfélags.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Áhugasamir sendi inn umsóknir á atvinna@hn.is
Bros, þrif og umhyggja
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns,
eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef
Garðabæjar https://starf.gardabaer.is.
gardabaer.is
Hofsstaðaskóli
• Kennari og deildarstjóri
• Skólaliði
Urriðaholtsskóli
• Skólaliðar
Leikskólinn Kirkjuból
• Aðstoðarleikskólastjóri
Félagsmiðstöðin Garðalundur
• Starfsmenn í hlutastarf
Móaflöt – skammtímadvöl fyrir fötluð
börn og ungmenni
• Starfsmenn
• Þroskaþjálfi
STÖRF HJÁ
GARÐABÆ
Auglýst er laust til umsóknar embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fer með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi, þ.e.
Reykjanesbæ, Grindavík, Vogum, Garði, Sandgerði og á Keflavíkurflugvelli. Hann
annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og ber ábyrgð á fram-
kvæmd lögreglustarfa innan þess. Hjá embættinu starfa um 170 manns.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur annars vegar á höndum stjórn almennrar
löggæslu innan umdæmisins og fer hins vegar með stjórn og framkvæmd landa-
mæraeftirlits í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, auk þess að sinna umfangsmiklu alþjóða-
samstarfi. Embættið á í nánu samstarfi við tollayfirvöld vegna löggæsluverkefna
í flugstöðinni og einnig Útlendingastofnun í tengslum við mál sem upp koma á
landamærum í málefnum útlendinga.
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.
Aðrar hæfniskröfur eru:
• Góð þekking og yfirsýn á verkefnum lögreglunnar æskileg
• Reynsla af stjórnun og stefnumótun æskileg
• Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg
• Rekstrarþekking og/eða reynsla er æskileg
• Reynsla af alþjóðlegu samstarfi kostur
• Mjög góð forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni
• Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
• Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg
Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til 5 ára í senn, sbr. lög um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Miðað er við að skipað verði í emb-
ættið frá og með 1. nóvember 2020. Um laun og starfskjör lögreglustjóra fer eftir
ákvörðun kjara- og mannauðssýslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Upplýsingar um starfið veitir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri
í síma 545 9000.
Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2020. Dómsmálaráðuneytið hefur
ákveðið að fela nefnd að fara yfir þær umsóknir sem berast og á nefndin að skila
ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.
Umsóknum skal skila rafrænt á starf@dmr.is.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, afrit af prófskírteinum, upplýsingar
um umsagnaraðila og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og hvernig viðkomandi uppfylli hæfniskröfur fyrir starfið. Umsækjandi skal í kynn-
ingarbréfi gera skýra grein fyrir hæfni sinni í samræmi við þær hæfniskröfur sem
fram koma í 2. mgr. 28. gr. laga nr. 90/1996 og auglýsingunni. Í umsókn skulu enn
fremur koma fram upplýsingar um: 1) menntun, 2) reynslu af stjórnun, 3) reynslu af
lögmannsstörfum, saksókn, dómstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) upp-
lýsingar um samskiptafærni og sjálfstæði, 6) aðrar upplýsingar sem varpað geta
ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf lögreglu-
stjóra.
Embætti lögreglustjórans
á Suðurnesjum laust til umsóknar
Erum við
að leita að þér?
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R