Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 16
FÓTBOLTI Þar með lýkur keppni í
þessari sterku deild á skrýtnum
tímapunkti vegna aðstæðna sem
skapast hafa vegna kórónaveirufar-
aldursins.
Ein birtingarmynd þess að far-
aldur geisar yfir heiminn er sú að
í aðdraganda leiksins skapaðist
umræða um það hvort stórstjarna
PSG, Neymar, yrði f jarri góðu
gamni í leiknum þar sem hann yrði
úrskurðaður í leikbann eða settur í
sóttkví eftir að hafa skipt um treyju
við Marcel Hal sten berg, leik mann
RB Leipzig, í trássi við tilmæli UEFA.
Neymar slapp hins vegar með
skrekkinn og verður með í leikn-
um. Þá ætti Kylian Mbappé, sem
er markahæsti leikmaður franska
liðsins í keppninni að þessu sinni,
ásamt Mauro Icardi, með fimm
mörk, að vera búinn að hrista
almennilega af sér meiðslin sem
hafa verið að plaga hann undan-
farnar vikur og geta byrjað leikinn.
Jerome Boateng fór af velli meiddur
þegar Bayern München vann Lyon í
undanúrslitunum og er tæpur fyrir
úrslitaleikinn.
Fari Bayern München með sigur af
hólmi í leiknum vinnur liðið keppn-
ina í sjötta skipti í sögu félagsins og
kemst þar af leiðandi upp að hlið
Liverpool sem þriðja sigursælasta
lið keppninnar. Real Madrid er lang
sigursælast með þrettán titla og þar
á eftir kemur AC Milan með sína sjö
titla. Þá verður Bayern München
fyrsta liðið í sögu Meistaradeildar-
innar til þess að hafa betur í öllum
leikjum sínum í keppninni.
Bayern München vann keppn-
ina síðast árið 2013 þegar liðið
lagði Borussia Dortmund að velli
í úrslitaleik keppninnar. Sóknar-
leikur Bayern München hefur verið
leiftrandi í keppninni til þessa, en
liðið hefur skorað 42 mörk sem er
það næstmesta sem lið hefur gert í
sögunni.
Pólski framherjinn Robert Lewan-
dowski er markahæsti leikmaður
keppninnar á þessari leiktíð með
15 mörk en Lewandowski vantar
tvö mörk til þess að jafna met
Cristiano Ronaldo yfir flest mörk á
einu tímabili í keppninni. Þá vantar
Lewandowski þrjú mörk til þess að
komast upp að hlið spænska fram-
herjans Raúl sem þriðji markahæsti
leikmaður í sögu keppninnar á eftir
Ronaldo og Lionel Messi.
Samvinna Lewandowski og Serge
Gnabry í framlínu Bayern München
hefur verið frábær en saman hafa
þeir skorað 24 mörk í keppninni og
eru orðnir markahæsta sóknarpar í
sögu Meistaradeildarinnar.
Ef einhver varnarlína getur hins
vegar staðist Bayern München snún-
ing, er það múrinn hjá PSG sem hefur
haldið hreinu í sjö af þeim tíu leikj-
um sem liðið hefur leikið í keppn-
inni. Thiago Silva vill líklega gera vel
í sínum síðasta leik fyrir félagið og þá
verður Marquinh os líklega settur til
höfuðs Thomas Müller, sem hefur
leikið frábærlega á leiktíðinni sem
er að ljúka með þessum leik.
Sigur Bayern München yrði
jarðarberið á kökuna á glæsilegum
árangri liðsins undir stjórn Hansi
Flick sem tók við stjórnartaum-
unum hjá liðinu þegar Niko Kovac
var látinn taka pokann sinn í nóv-
ember síðastliðnum. Undir stjórn
Flick hefur Bayern München borið
sigurorð af andstæðingum sínum
í 32 leikjum, gert eitt jafntef li og
beðið lægri hlut í tveimur leikjum
í öllum keppnum. Liðið hefur borið
sigur úr býtum í 20 leikjum í röð
með markatöluna 67-15 og orðið
Þýskalandsmeistari og þýskur
bikarmeistari. hjovaro@frettabladid.is
Besta sóknin gegn sterkum varnarmúr
Bayern München og PSG leiða saman hesta sína í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í Lissabon annað kvöld.
Þýska liðið er þarna í leit að sínum sjötta Meistaradeildartitli á meðan franska liðið freistar þess að verða meistari í fyrsta skipti.
Keppt verður um þennan bikar í Lissabon í Portúgal í kvöld. MYND/GETTY
DEEP HEAT ROLL ON EYKUR BLÓÐFLÆÐI TIL VÖÐVA. VIRKAR BÆÐI SEM HITA- OG NUDDMEÐFERÐ.
ERT ÞÚ KLÁR
Í HLAUP
DAGSINS?
2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Bayern München hefur
skorað 42 mörk í keppninni
en Robert Lewandowski er
markahæstur með 15 mörk.