Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 22.08.2020, Qupperneq 16
FÓTBOLTI Þar með lýkur keppni í þessari sterku deild á skrýtnum tímapunkti vegna aðstæðna sem skapast hafa vegna kórónaveirufar- aldursins. Ein birtingarmynd þess að far- aldur geisar yfir heiminn er sú að í aðdraganda leiksins skapaðist umræða um það hvort stórstjarna PSG, Neymar, yrði f jarri góðu gamni í leiknum þar sem hann yrði úrskurðaður í leikbann eða settur í sóttkví eftir að hafa skipt um treyju við Marcel Hal sten berg, leik mann RB Leipzig, í trássi við tilmæli UEFA. Neymar slapp hins vegar með skrekkinn og verður með í leikn- um. Þá ætti Kylian Mbappé, sem er markahæsti leikmaður franska liðsins í keppninni að þessu sinni, ásamt Mauro Icardi, með fimm mörk, að vera búinn að hrista almennilega af sér meiðslin sem hafa verið að plaga hann undan- farnar vikur og geta byrjað leikinn. Jerome Boateng fór af velli meiddur þegar Bayern München vann Lyon í undanúrslitunum og er tæpur fyrir úrslitaleikinn. Fari Bayern München með sigur af hólmi í leiknum vinnur liðið keppn- ina í sjötta skipti í sögu félagsins og kemst þar af leiðandi upp að hlið Liverpool sem þriðja sigursælasta lið keppninnar. Real Madrid er lang sigursælast með þrettán titla og þar á eftir kemur AC Milan með sína sjö titla. Þá verður Bayern München fyrsta liðið í sögu Meistaradeildar- innar til þess að hafa betur í öllum leikjum sínum í keppninni. Bayern München vann keppn- ina síðast árið 2013 þegar liðið lagði Borussia Dortmund að velli í úrslitaleik keppninnar. Sóknar- leikur Bayern München hefur verið leiftrandi í keppninni til þessa, en liðið hefur skorað 42 mörk sem er það næstmesta sem lið hefur gert í sögunni. Pólski framherjinn Robert Lewan- dowski er markahæsti leikmaður keppninnar á þessari leiktíð með 15 mörk en Lewandowski vantar tvö mörk til þess að jafna met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk á einu tímabili í keppninni. Þá vantar Lewandowski þrjú mörk til þess að komast upp að hlið spænska fram- herjans Raúl sem þriðji markahæsti leikmaður í sögu keppninnar á eftir Ronaldo og Lionel Messi. Samvinna Lewandowski og Serge Gnabry í framlínu Bayern München hefur verið frábær en saman hafa þeir skorað 24 mörk í keppninni og eru orðnir markahæsta sóknarpar í sögu Meistaradeildarinnar. Ef einhver varnarlína getur hins vegar staðist Bayern München snún- ing, er það múrinn hjá PSG sem hefur haldið hreinu í sjö af þeim tíu leikj- um sem liðið hefur leikið í keppn- inni. Thiago Silva vill líklega gera vel í sínum síðasta leik fyrir félagið og þá verður Marquinh os líklega settur til höfuðs Thomas Müller, sem hefur leikið frábærlega á leiktíðinni sem er að ljúka með þessum leik. Sigur Bayern München yrði jarðarberið á kökuna á glæsilegum árangri liðsins undir stjórn Hansi Flick sem tók við stjórnartaum- unum hjá liðinu þegar Niko Kovac var látinn taka pokann sinn í nóv- ember síðastliðnum. Undir stjórn Flick hefur Bayern München borið sigurorð af andstæðingum sínum í 32 leikjum, gert eitt jafntef li og beðið lægri hlut í tveimur leikjum í öllum keppnum. Liðið hefur borið sigur úr býtum í 20 leikjum í röð með markatöluna 67-15 og orðið Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari. hjovaro@frettabladid.is Besta sóknin gegn sterkum varnarmúr Bayern München og PSG leiða saman hesta sína í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í Lissabon annað kvöld. Þýska liðið er þarna í leit að sínum sjötta Meistaradeildartitli á meðan franska liðið freistar þess að verða meistari í fyrsta skipti. Keppt verður um þennan bikar í Lissabon í Portúgal í kvöld. MYND/GETTY DEEP HEAT ROLL ON EYKUR BLÓÐFLÆÐI TIL VÖÐVA. VIRKAR BÆÐI SEM HITA- OG NUDDMEÐFERÐ. ERT ÞÚ KLÁR Í HLAUP DAGSINS? 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Bayern München hefur skorað 42 mörk í keppninni en Robert Lewandowski er markahæstur með 15 mörk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.