Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.08.2020, Blaðsíða 32
Á sýningunni í Flæði á Vesturgötu sem nú stendur yfir mun Nara í dag flytja gjörning en hann hefst klukkan 14.00. Þetta er fyrsti gjörningurinn sem hún flytur í þrjú ár en hún vann mikið í gjörningalist áður en fyrsta gjörninginn framdi hún á Feneyjatvíæringnum árið 2015. „Vegna COVID ákvað ég að hafa gjörninginn ekki of alvarlegan. Ég ákvað að flytja gjörning af því ég hef ekki gert það í þrjú ár núna. Það er að hluta til vegna aðstæðna minna hér á Íslandi. Meðal annars vegna líkamsáverka sem ég fékk vegna of beldis af hendi fyrrver- andi eiginmanns míns hef ég verið óörugg að nota líkama minn til að tjá mig. Þannig að hluti af þessum gjörningi hjá mér núna er að koma út úr híðinu sjálf,“ útskýrir Nara. Margir þekkja eflaust til sögu Nara en um hana hefur verið mikið fjallað í fjölmiðlum. Nara hefur tjáð sig þar um of beldi sem fyrrverandi eiginmaður hennar beitti hana en hún þurfti um tíma að sitja í fangelsi vegna árásar á hann sem hún hefur alla tíð sagt hafa verið sjálfsvörn. List hennar er mjög lituð af þessari reynslu. „Frá því ég flutti fyrsta gjörn- inginn hafa gjörningarnir mínir þróast frá því að nota hreyfingar og miðla saman yfir í að nota bara líkamann án annars miðils. Fyrir mig er það að koma fram eins konar leið til að hafa yfirráð yfir líkama mínum. Ég get gert það sem ég vil við hann innan gjörnings- ins,“ segir hún. Nara hefur að mestu fengist við olíumálverk en hún segir áhuga- vert hvernig þau verk fæðast á mjög persónulegan hátt inni á vinnustofu. „Annað fólk sér verkin oftast ekki verða til. Þegar ég skapa hreyfi ég mig yfirleitt mikið, ég er kannski að syngja eða flautandi eða í hugleiðsluástandi. Þegar ég byrjaði að gera gjörninga flutti ég þetta ferli á annað stig. Sköpunin varð eitthvað annað en olíumál- verk og fluttist yfir á annan miðil sem var líkami minn.“ Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Á sýningunni eru olíumálverk og hljóðinn- setning en auk þess flytur Nara gjörning í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Mother er óður til barnsins innra með Nara, móður hennar og móðurlandsins Ástralíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Self and Shadow self eða Sjálf og skuggasjálf er sjálfsmynd sem býður áhorfandanum að fylgjast með mjög persónu- legri umbreyt- ingu. Transition er fyrsta sýning Nara á olíumálverkum síðan hún losnaði úr fangelsinu. Hún hefur haldið sýningar eftir það, meðal annars á verkum sem hún gerði meðan hún sat inni. „Ég gat teiknað og notað vatns- liti þar. Verkin voru því ólík þeim sem ég er að sýna núna. Ég er aðallega olíumálari en ég gat ekki byrjað að nota olíu aftur fyrr en seint á síðasta ári. Það hefur verið áhugavert ferli fyrir mig að geta byrjað aftur á því sem ég þekki best, sem eru olíumálverk og gjörningar,“ segir Nara. Fór frá því að vera þögul í að hafa rödd Nara segir gegnumgangandi þema í verkum sínum vera að þau eru yfirleitt mjög huglæg og persónu- leg. Þar tjáir hún gjarnan hið kven- lega sem býr innra með henni. „Ég skilgreini mig sem konu og tengi við sögur og reynsluheim kvenna. Í verkum mínum get ég tjáð það sem ég er að ganga í gegnum og ég get líka tengt það við félagslega umhverfið í kringum mig. Ég tók eftir því þegar ég byrjaði að nota orð í verkunum mínum, eins og í hljóðinnsetning- um, að tvívíðu verkin mín og verk byggð á hreyfingu voru hið innra sjálf, hin kvenlega hugmyndafræði en ekki tengd kyni eða kyngervi. Þessi kvenleiki var að brjótast út og varð eitthvað sem hægt er að snerta,“ útskýrir Nara. Hún segist hafa komist að því að verkin voru hennar leið til að vinna úr þeim áföllum sem hún hefur lent í. Í gegnum það ferli að færa það sem bjó innra með henni á striga eða tjá það sem hreyfingu hafi hún unnið úr áföllunum og að lokum tekist að finna orð til að lýsa því sem hún gekk í gegnum. „Tjáningin mín er ekki lengur án orða. Ég hef fært orð inn í verkin mín. Ég gerði vídeóverk sem heitir Silent Scream (Þögult öskur) þegar ég var í Kvennaathvarfinu. Það var sýnt í Chicago á þekktu listasafni sem sýnir verk kvenna. Ef ég horfi á verk mín frá því ég gerði Silent Scream og til verkanna sem ég geri í dag, þá hafa þau farið frá því að vera þögul yfir í að hafa rödd.“ Nara segir að innblásturinn að hljóðinnsetningunni Cocoon her Story sem er á sýningunni hafi verið sögur sem hún heyrði frá öðrum konum sem hafa upplifað of beldi og misnotkun. „Ég hef rödd bæði sem lista- maður og kona sem hefur gengið í gengum of beldi sem hefur verið gert mjög opinbert og hefur verið fjallað um í f lestum blöðum. Vegna þess hef ég frétt af svo mörgum konum sem hafa orðið fyrir of beldi og misnotkun og kerfið brugðist þeim. Mig langaði að blanda saman list minni og aktívisma fyrir kvenréttindum og bjóða konum að tala óáreittum. Ég bauð þeim að segja það sem þær vilja frekar en að ég segði þeim hvað þær ættu að tala um. Það snerti mig að hlusta á sögur þeirra en á sýningunni er hægt að hlusta á raddir þessara kvenna.“ Nara segir að myndlistarkona hafi komið til hennar eftir sýning- una og sagt að eftir að hafa hlustað á verkið skildi hún af hverju hún væri alltaf að mála kvenlíkama. „Það er gaman að sjá hvernig það að safna saman röddum margra kvenna í eina frásögn tengir upp- lifanir margar kvenna víðs vegar um heiminn. Mig langar að halda áfram með svipuð verkefni svo ef fólk hefur áhuga á að taka þátt í því má það endilega hafa samband við mig.“ Þegar ég skapa hreyfi ég mig yfirleitt mikið, ég er kannski syngjandi eða flautandi eða í hug- leiðsluástandi. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.