Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 8

Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 8
Ég held að gagnrýni Kjalnesinga snúi frekar að kosningaloforðum og loforðum sem voru gefin við sameininguna, en sá tími er löngu liðinn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgar- ráðs Meirihlutinn lítur á Kjalarnes og Kjalnesinga sem olnboga- börn borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið- flokksins Sparaðu fullt fullt fullt! Vertu með AlltSaman hjá Nova. Slepptu öllum óþarfa og sparaðu allt að 204.000 kr. á ári! Nova.is/AlltSaman Samanburður á heimapökkum með 5 farsímum með 100 GB netnotkun og AlltSaman hjá Nova – ótakmarkað net í allt! Farsíminn fylgir og þú sparar REYK JAVÍK Stýrihópur um inn­ leiðingu þjónustustefnu hefur skilað borgarráði skýrslu með 33 umbótatillögum til að uppfylla markmið sem sett voru við sam­ einingu Reykjavíkur og Kjalarness árið 1998. Tillögurnar koma frá starfshópi sem settur var á laggirnar að frumkvæði borgarfulltrúa Sjálf­ stæðisf lokksins þegar 20 ár voru liðin frá sameiningunni. Stýrihópurinn starfaði undir stjórn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs. „Það var unnið af bæði íbúum Kjalarness og aðilum sem veita þjónustu á Kjalar­ nesi. Hópurinn hélt frábæra vinnu­ stofu og út komu þessar 33 heild­ stæðu tillögur,“ segir Þórdís Lóa. Tillögurnar eiga ekki aðeins við um Reykjavíkurborg. „Þetta er allt frá ofanflóðamálum, samgöngum, að setja upp skólahreystibraut, skólabíla yfir í menningu. Það er líka fjallað um sundlaugina og upp­ byggingu þar,“ segir Þórdís Lóa. Skýrslan verður nú send til íbúa­ ráðs Kjalarness. „Íbúaráðið tekur svo fyrir tillögurnar og skoðar hvernig er hægt að koma þeim í verk. Það er fullt af tillögum sem hægt er að ráðast í strax. Svo eru aðrar tillögur sem þarf að forgangs­ raða eða vinna í samstarfi við aðra aðila, til dæmis Skógræktina og Vegagerðina. Einnig það sem snýr að auknu atvinnulífi.“ Óánægja íbúa á Kjalarnesi krist­ allaðist í kjöri á „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“ í íbúakosningunum Hverfið mitt síðasta haust. Átti minnisvarðinn að vera blá bók, eftir samningnum sem gerður var á sínum tíma. Verkefnið var sett á bið í byrjun júní, ekki hafa fengist skýringar frá Reykjavíkur­ borg hvers vegna. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið­ flokksins, segir að dæmið um minn­ ismerkið sé í takt við vinnubrögð borgarinnar. „Meirihlutinn lítur á Kjalarnes og Kjalnesinga sem oln­ bogabörn borgarinnar,“ segir Vig­ dís. „Hverfið er algjör afgangsstærð í huga meirihlutans og það er að koma í ljós að sameining Kjalarness og Reykjavíkur fyrir tuttugu árum var einungis til þess að Reykja­ víkurborg gæti notað Álfsnesið og land Kjalnesinga sem ruslageymslu fyrir sig.“ Vigdís hefur ekki mikla trú á því að umbótatillögurnar í skýrslunni verði að veruleika. „Ekki fyrr en eftir tvö ár þegar skipt verður um meiri­ hluta. Kjalnesingar eru langþreyttir og það þýðir ekkert að veifa loforða­ skýrslum án þess að framkvæmdir eða peningar fylgi með.“ Þórdís Lóa skilur gagnrýni Kjal­ nesinga, ekkert hverfi sé þó skilið eftir. „Kjalarnes er í mínu hjarta lifandi partur af Reykjavík. Land­ fræðileg staða hverfisins er augljós en í mínum huga verður það aldrei skilið eftir. Ég hef búið í Árbæ og Breiðholti alla mína tíð og heyrt sömu ræðu þaðan,“ segir Þórdís Lóa. „Í þessari vinnu var farið ofan í hina frægu bláu bók, hvað stendur upp úr. Þetta er fyrst og síðast sam­ ráðsvettvangur borgarinnar og íbúa. Ég held að gagnrýni Kjalnesinga snúi frekar að kosningaloforðum og lof­ orðum sem voru gefin við samein­ inguna, en sá tími er löngu liðinn.“ Gera á öll hverfi notendamiðaðri og einfalda kerfið. „Þessi vinna er aðeins ein stoppistöð í þeirri lestar­ ferð.“ arib@frettabladid.is Kjalarnes verði ekki skilið eftir Skýrsla með 33 tillögum fyrir Kjalarnes fór til borgarráðs. Formaður þess segir ekkert hverfa borgarinn- ar verða skilið eftir. Oddviti Miðflokks segir meirihlutann líta á Kjalnesinga sem olnbogabörn. Ósáttir Kjalnesingar kusu í íbúakosningunum Hverfið mitt síðasta haust, að láta reisa minnisvarða um brostin loforð borgarinnar. Ekkert bólar á honum, ólíkt öðrum sem kosin voru í öðrum hverfum FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUR  Hjólreiðamaðurinn Oddur Helgi Halldórsson hyggst setja af stað undirskriftasöfnun til að skora á Vaðlaheiðargöng hf. að heimila hjólreiðar í gegnum göngin. Oddur Helgi, sem vakti fyrst athygli á málinu í Vikudegi í vikunni, ferð­ aðist um landið í sumar og tók eftir því að Hvalfjarðargöng og Vaðla­ heiðargöng eru einu göngin á land­ inu sem ekki má hjóla í gegnum. Í svari Vegagerðarinnar segir að hjólreiðar séu leyfðar í göngum þar sem umferðin er undir 1.000 bílum á dag að meðaltali yfir árið. Í Hval­ firði er umferðin 7.000 bílar og því ekki forsvaranlegt að leyfa hjólreið­ ar. Umferðin í Vaðlaheiðargöngum sé yfir þúsund bílar á dag að meðal­ tali, en undir 1.500 og því mögu­ legt að leyfa hjólreiðar þar. Göngin séu bæði breið og góð. Endanleg ákvörðun er hins vegar hjá Vaðla­ heiðargöngum hf. Valgeir Bergmann, framkvæmda­ stjóri Vaðlaheiðarganga, segir að fyrst og fremst sé um öryggismál að ræða. Ef almennar hjólreiðar yrðu leyfðar inni í göngunum þá sé öryggið ekki jafn mikið. Þá hafi komið til greina að banna traktora eða hægfara ökutæki á háannatíma ef menn telja að það ógni öryggi þeirra sem nota göngin. Engin afmörkuð svæði eru í göngunum né hafi verið gert ráð fyrir hjólandi umferð við hönnun ganganna. Oddur Helgi gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Oft á tíðum, til dæmis á Öxnadalsheiði, er vegrið mjög nálægt veginum. Má ekki klessa mann út í stein en það má klessa hann út í vegrið? Þetta bítur í skottið á hvort öðru,“ segir Oddur Helgi. Þá sé hámarkshraðinn minni inni í göngunum. „Það keyra mjög margir í gegnum Norðfjarðargöng, þau eru mjórri og lengri, en það má hjóla í gegnum þau.“ – ab Vill leyfa hjól í gegnum göngin Mismunandi er hvort hjóla megi í gegnum jarðgöng. MYND/GETTY 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.