Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
Freyr Bjarnason
Ferðamálaráðherra segist ekki sjá
hvernig ferðaþjónustufyrirtækið
Mountaineers of Iceland gat með
réttu tekið þá ákvörðun að fara með
39 manna ferðahóp í vélsleðaferð á
Langjökul í fyrrakvöld þrátt fyrir
gula veðurviðvörun. Rekstrarstjóri
Mountaineers of Iceland segir að
mannleg mistök hafi orðið til þess að
ákvörðunin var tekin. Var hópurinn
hætt kominn vegna veðurs og var
kallað eftir aðstoð björgunarsveita á
áttunda tímanum í fyrrakvöld til að
bjarga fólkinu. Alls tóku um 300
manns þátt í björgunaraðgerðum á
57 tækjum við afar erfiðar og krefj-
andi aðstæður. Hafði fólkið leitað
skjóls í tveimur bílum og var orðið
blautt og skelkað þegar björgunar-
sveitarmenn fundu hópinn um
klukkan hálfeitt um nóttina sam-
kvæmt upplýsingum frá Slysavarna-
félaginu Landsbjörg. Lögreglan á
Suðurlandi hóf rannsókn á málinu
strax í kjölfarið að því er fram kom á
mbl.is í gær. Var fólk á öllum aldri í
hópnum og meðal annars nokkur
börn.
„Við höfum undanfarin ár aukið
mjög alla umræðu um öryggismál í
ferðaþjónustu. Við erum búin að
vinna að stefnuramma þar sem það
er sérstakt áherslumál að allir gangi
í takt þegar kemur að öryggismál-
um,“ segir Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra
í samtali við Morgunblaðið. Vísar
hún í lög um Ferðamálastofu sem
tóku breytingum fyrir ári.
Þar segir hún kröfu vera um að öll
ferðaþjónustufyrirtæki séu með ör-
yggisáætlanir, sé skylt að vinna
áhættumat og taka mið af ytri að-
stæðum.
„Með eðlilegum fyrirvara, að vita
ekki meira um málið en það sem
liggur fyrir núna, þá sé ég ekki
hvernig fyrirtækið gat með réttu
tekið ákvörðun um að fara í ferð við
þessar aðstæður,“ segir Þórdís. Að-
spurð hvort hún telji að herða þurfi
eftirlit með leyfisveitingum til ferða-
þjónustufyrirtækja segist Þórdís
ekki vera á þeirri skoðun að það
vanti frekara regluverk eða heim-
ildir til að bregðast við aðstæðum
sem þessum þó að hún muni taka
mið af framhaldi málsins.
Umhverfið annað en það var
„Við höfum lagt í mikla vinnu og
umhverfið er annað, strangara og
öflugra en það var áður. Kröfurnar
eru alveg skýrar og lögin eru skýr.
Þess vegna segi ég að ábyrgð fyrir-
tækisins er mikil,“ segir Þórdís. Hún
bendir á lögbundnar skyldur ferða-
þjónustufyrirtækja í 11. grein laga
um Ferðamálastofu þar sem finna
má lögbundnar skyldur þeirra sem
standa fyrir skipulögðum ferðum og
segir að ákveðin úrræði sem komi
þar fram séu til skoðunar hjá Ferða-
málastofu. „Ég veit ekki til þess að
það vanti upp á neinar frekari heim-
ildir til að bregðast við þegar svona
atvik koma upp,“ segir Þórdís.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, tekur undir með Þórdísi
og hann telur ekki að herða þurfi
skilyrði ferðaþjónustufyrirtækja
vegna málsins. Segir hann að skoða
þurfi hvert atvik fyrir sig og fara of-
an í saumana á þeirri atburðarás
sem verði til þess að svona atvik eigi
sér stað.
Hann vísar sömuleiðis í fyrrnefnd
lög sem geri kröfu um öryggisáætl-
anir ferðaþjónustufyrirtækja og
segir lögunum fylgja ákveðin verk-
færi sem eigi að grípa til í málum
sem þessum.
„Við búum í landi þar sem náttúr-
an getur verið ansi óblíð og það þarf
að taka það inn í. Það hlýtur að vera
skylda fyrirtækjanna að tryggja ör-
yggi viðskiptamanna sinna og gesta
eins og hægt er. Það hefur íslensk-
um fyrirtækjum raunar tekist að
gera ótrúlega vel miðað við þann
fjölda og þann hraða sem hefur orðið
hér í uppbyggingunni,“ segir Jó-
hannes. Segir hann mikilvægt að
menn gleymi því ekki að þó að svona
hafi farið sé aldrei hægt að girða fyr-
ir að eitthvað komi upp á. Það megi
alltaf búast við óhöppum og þá skipti
máli að fara vel yfir hvað gerðist og
læra af því. Bendir hann á að fólkið
sem starfi á Langjökli og í kring sé
allt vant fólk.
„Þetta eru engir viðvaningar sem
eru leiðsögumenn. Þetta er fólk sem
er búið að vera í 10-15 ár á svæðinu
og þekkir sig mjög vel þannig að það
þarf að fara í gegnum þetta og sjá
hvar þetta fór afvega,“ segir hann.
Ólína Þorvarðardóttir, ein þeirra
sem tóku þátt í að bjarga ferða-
mönnunum, greindi frá því í færslu á
Facebook að veðrið hefði verið
hreint út sagt ólýsanlegt og sagði
með ólíkindum að björgunaraðilum
skyldi yfirleitt hafa tekist að athafna
sig. Sagði hún fólkið hafa verið hrak-
ið, hrætt og þreytt og að margir
hefðu verið með augljós einkenni of-
kælingar. Sagðist hún telja að það
myndi taka marga þá sem lentu í
hrakningunum langan tíma að jafna
sig.
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri
Mountaineers of Iceland, að mann-
leg mistök hefðu orðið þess valdandi
að ferðamennirnir urðu stranda-
glópar við Langjökul í fyrrakvöld.
Sagði hann að ferðamennirnir yrðu
beðnir afsökunar.
Tók hann fram að öllum regluleg-
um vélsleðaferðum fyrirtækisins
hefði verið aflýst í fyrradag en
ákvörðun hefði verið tekin um að
fara í íshelli við rætur Langjökuls.
Sagði Haukur ástæðuna hafa verið
að veðrið hafi verið „þokkalegt og
gott skyggni“ og benti á að sam-
kvæmt veðurspám hefði veður ekki
átt að versna fyrr en upp úr klukkan
15.
„Þá ætluðum við að vera löngu
búnir með þessa einu ferð,“ sagði
Haukur við mbl.is.
Ábyrgð fyrirtækisins mikil
Ferðaþjónustufyrirtækjum er skylt að taka mið af aðstæðum, segir ferðamálaráðherra
Mannleg mistök ástæða þess að ferðin var farin, að sögn rekstrarstjóra Mountaineers of Iceland
Ljósmynd/Þór Kjartansson
Óveður 39 ferðamönnum var bjargað úr hrakningum vegna veðurs og ófærðar við Langjökul í fyrrakvöld. Alls tóku um 300 manns þátt í aðgerðunum.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Áfram er spáð vonskuveðri víða um
land næstu daga en mikill viðbún-
aður hefur verið bæði hjá RARIK og
Landsneti vegna rafmagnstruflana.
Þetta kemur fram á vef RARIK og
Facebook-síðu Landsnets. Veður
hefur einnig haft áhrif á flug á land-
inu en sú ákvörðun var tekin hjá
flugfélaginu Icelandair að flýta níu
brottförum frá Keflavík sem ætlaðar
voru í morgun vegna veðurs.
„Eins og spár ná þá eru bara
áframhaldandi leiðindi í öllum lands-
hlutum að einhverju leyti. Það eru
bara umhleypingar og ekkert stöð-
ugt veður að sjá í kortunum,“ sagði
Eiríkur Örn Jóhannesson, veður-
fræðingur á Veðurstofu Íslands, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Sagði hann að spár gerðu ráð fyrir
að það byrjaði að hvessa í Suðvest-
urlandi í nótt og kvað veðrið verða
verst á Vestfjörðum og á Breiðafirði
fram eftir degi í dag þar sem vind-
hraði gæti farið allt upp í 28 metra á
sekúndu í éljum en appelsínugul við-
vörun hefur verið gefin út fyrir
landshlutann. Segir Eiríkur að við-
varanirnar falli úr gildi á vestan-
verðu landinu á milli klukkan þrjú og
sex í dag.
Spár gera ráð fyrir að það verði
allhvasst, um 10-15 metrar á sek-
úndu og léttskýjað norðaustanlands í
dag en von er á að draga muni úr
vindi í kvöld, að sögn Eiríks.
„Það er nóg af vindi og snjókomu
fyrir Vestfirði. Svo eru bara áfram
umhleypingar eftir helgi,“ segir Ei-
ríkur og staðfestir að áfram sé von á
að snjósöfnun og skafrenningur fylgi
veðrinu á Vestfjörðum og því ein-
hver hætta á snjóflóðum.
Áfram er spáð vonsku-
veðri víða um land
Flugferðum flýtt og truflun á rafmagni vegna veðurs
Óveður Veðrið lítur ekki út fyrir að
ætla að skána á næstu dögum.
595 1000
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
119.995
15 APRÍL Í 8 NÆTUR
.
.
MADEIRA