Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Mannlíf í miðbænum Eftir snarpa sviptivinda og éljagang stytti upp um tíma í borginni í gær og þá lifnaði fljótlega yfir mannlífinu og sjá mátti ferðamenn og borgarbúa stinga saman nefjum.
Eggert
Hver áramót marka
nýjan tíma. Nú ættu
þau að vera hlaðin
bjartsýni og krafti og
vilja til að takast á
við hvert það verkefni
sem að höndum ber,
mannkyninu og jörð-
inni til blessunar. En
tilfinningar og von-
andi öfgaspár leiða
okkur að helvegi
svartra skugga, um
að jörðin farist í tíð núverandi
kynslóðar.
Í umræðunni eru efasemd-
armenn, sem einnig styðjast við
vísindalegar forsendur, sagðir
falsspámenn og um þá marga er
rætt sem boðbera fáfræðinnar. Ef
þú vilt hafa frið ferðu í umræðuna
með kór „rétttrúnaðarins,“ og vel-
ur þér að gráta og fylgja fjöldan-
um og fullyrðingunni um að jörðin
farist innan 30 ára og hamfarirnar
séu manninum einum að kenna.
Ég hef lifað af nokkrar harka-
legar spár um heimsendi. Faðir
minn sagði mér frá spámanninum,
sem fór um Flóann bæ frá bæ fyr-
ir eitt hundrað árum, og boðaði
heimsendi haustið 1920 út af synd-
um mannanna. Konur grétu og
börn urðu hrædd og einn bóndi
tók mark á spámanninum og setti
ekki niður útsæðið
sitt um vorið. Hann
fékk engar kartöflur
upp um haustið. Svo
bætti gamli maðurinn
við „Og enn snýst
jörðin.“
Kjarnorkuspreng-
ingin var stærsta ógn
æsku minnar. Nú er
upp runnin fjórða
heimsendaspáin á 40
árum. Fyrst var það
ósonlagið, svo var það
súra regnið, síðan
kom þúsaldarbylt-
ingin eða 2000 vandinn. Og nú er
það hamfarahlýnun af mannavöld-
um. Dómsdagur er sem sé í nánd,
en þessi fullyrðing hefur fylgt
manninum frá örófi alda. Í gegn-
um aldir var kenningin trúarlegs
eðlis nú vísindalegs eðlis og henni
fylgir reyndar öfgatrúin: „Vér ein-
ir vitum.“ Ég tók eftir því í haust í
Kastljósi RÚV um ógnina að kona
vísindalærð efaðist um að svona
væri komið og studdist við vís-
indaleg rök. Hún var hreinlega of-
sótt í þættinum sem hin „bersynd-
uga.“ Auðvitað vissi veðurblíðan á
Íslandi á endalok veraldarinnar af
mannavöldum, hvað annað? Nú í
hamfaraveðrinu fyrir jólin var það
einnig sprottið af mannavöldum,
endalok jarðarinnar blöstu við.
Gamla fólkið sagði gjarnan: „Það
er ekkert nýtt undir sólinni.“ Nú
er ég gamall sem á grönum má sjá
og ég hef lifað mörg svona veður,
hlý sólskinssumur og harða
storma vetrarvindanna.
Páll Bergþórsson talar
af visku öldungsins
Ég vil þó fagna vakningu unga
fólksins og baráttu Gretu Thun-
berg. Sú barátta vinnur gegn
brjálæðislegri græðgi og gegn öfg-
um hamfaraflutninga og sóun
samtímans, verði hún ekki að
hamfarahræðslu. Okkur ber að
draga úr of mikilli neyslu og
margt er hægt að gera til að vinna
gegn hlýnun jarðarinnar. Ég vil
taka undir hógvær orð sem Páll
Bergþórsson veðurfræðingur setti
inn á „Fasbókina,“ sína, en Páll er
dáður af þjóð sinni sem rökfastur
og stilltur maður í öllum boðskap.
Páll segir: „Hamfarahlýnun jarðar
er vonandi markleysa.“ Svo rakti
hann fjölgun mannkynsins úr 2
milljörðum, árið 1950, í 8 millj-
arða, árið 2020. Með sömu þróun
væri mannfjöldinn orðinn 14 millj-
arðar, árið 2090. Og 20 milljarðar,
árið 2160.
Páll telur að fjölgunin sé að
nálgast það sem jörðin ræður við
og að hlýnunin fylgi hverri millj-
arða aukningu fólks. „Þarna liggur
hundurinn grafinn.“ Jörðin ber
ekki aukinn mannfjölda og alls
ekki þegar Asíu- og Afríkulöndin
fara að gera sömu kröfur til lífs-
nautnar og við gerum í dag. Ætla
má að Ísland beri eina milljón
manna með góðu en veröldin átta
til tíu milljarða manna. Stóri ger-
andinn er auðvitað iðnbyltingin og
óhófið, kolin, jarðolían og gasið,
plastið og gerviefnin. Nú nær sjór
og gróður að taka upp helming
þess koltvísýrings sem berst inn í
andrúmsloftið. Hinn helmingurinn
safnast fyrir í lofthjúpi jarðar og
eykur gróðurhúsaáhrifin. Því er
ástand loftslagsmálanna verkefni,
sem þarf að leysa, en ekki dauða-
dómur yfir jörð og mannkyni.
Ég á mér engan betri vísinda-
mann eða spámann til að fylgja í
þessu efni en Pál Bergþórsson,
sem enn sendir okkur veðurspár
við ris sólar á hverjum morgni og
veltir vöngum yfir vanda jarð-
arinnar. Verkefnið er hinsvegar
eitt, að bjarga jörðinni fyrir kom-
andi kynslóðir. Mikilvægt er að
brauðfæða og mennta allt fólk
jarðarinnar og framleiða matinn
sem næst hverjum munni. Í því
sambandi ber að minna á að land-
búnaðarvörurnar framleiðist hér
heima en komi ekki til okkar er-
lendis frá með flugvélum. Draga
þarf úr öllu bruðli og muna að
sjórinn tekur ekki endalaust við.
Þetta er verkefni hverrar fjöl-
skyldu, atvinnulífsins og ríkis-
stjórna þjóðanna. En stærsti sig-
urinn mun vinnast ef Sameinuðu
þjóðirnar koma sér saman um
markvissar reglur og þeim verði
fylgt. Lögmálin um köld og hlý
veðurtímabil munu engu að síður
halda áfram. Páll segir hinsvegar
að nú fari að kólna á ný og mann-
kyni jarðar hætti að fjölga. Þar
liggur ákveðin lausn. En gerum
það sem við getum gert. Gerum
það með bjartsýni og trú. Við bú-
um við hita og rafmagn úr end-
urnýjanlegum orkulindum og get-
um bætt okkar stöðu til sjávar og
sveita. Heimurinn á tækifæri í sól-
arorku, vindorku og sjávar-
fallaorku og Kínverjar eru að
farnir að virkja jarðvarmann.
Þannig mætti áfram telja.
Það er lúxusvandi sem tröllríður
háttalagi okkar eins og annarra
efnaðra þjóða og gerviefnin og
ruslahaugarnir vitna um það.
„Grátur í nútíð er framtíðarböl.“
Eftir Guðna
Ágústsson » Fyrst var það óson-lagið, svo var það
súra regnið, síðan kom
þúsaldarbyltingin eða
2000 vandinn. Og nú er
það hamfarahlýnun af
mannavöldum.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Hamfarahlýnun – Dómsdagur eða blekking?
Í fréttum ríkis-
útvarpsins fimmtu-
daginn 2. janúar var
sagt frá viðbrögðum
Khameneis æðsta-
klerks í Íran við loft-
árás Bandaríkja-
manna á
skæruliðasveitir Hez-
bollah-samtakanna í
Írak. Khamenei lýsti
gremju sinni og
hneykslun á framferði
Bandaríkjamanna í twitterfærslu.
Var ekki laust við að hlustanda
þætti fréttamaður ríkisútvarpsins
taka undir með Khamenei, sem
fordæmdi Bandaríkjamenn og
árásir þeirra.
Daginn eftir, 3. janúar, var svo
einum af æðstu ráðamönnum Ír-
ans, hershöfðinganum Qasem So-
leimani, grandað í drónaárás
Bandaríkjahers á bílalest hans við
alþjóðaflugvöllinn í Bagdad. So-
leimani var mjög náinn samstarfs-
maður Khameneis og yfirmaður
sérsveitarinnar „Quad Force“, sem
er hluti af Byltingarvarðliðinu.
Sveitinni er aðallega ætlað að
styðja baráttu skæruliðahópa vin-
veitta Íransstjórn í nágrannalönd-
unum. Fréttir af drápi Soleimanis
voru um margt hógværari og að-
ilar hvattir til að gæta
stillingar, en Khame-
nei lýsti strax yfir að
vígis Soleimanis yrði
grimmilega hefnt.
Soleimani var að
mati flestra sem til
þekkja rakið illmenni
með dráp þúsunda
samborgara sinna á
samviskunni. Væri
það efni í aðra grein
að lýsa öllum ill-
virkjum hans. Hins
vegar verður að telj-
ast óráðlegt að ráða menn af dög-
um án dóms og laga með þessum
hætti, þótt Obama forseti hafi
vissulega gert það sama við
Osama bin Laden. Betra væri að
hafa hendur í hári svona manna og
afhenda þá Alþjóðadómstólnum í
Haag, þar sem réttað væri yfir
þeim, en báðir þessir menn hefðu
eflaust verið fundnir sekir um
glæpi gegn mannkyni.
Víkjum nú sögunni að innan-
landsátökum í Íran, þar sem al-
menningur hefur búið við ógn-
arstjórn morðóðu klerkanna í 40
ár. Miklar óeirðir brutust út í
mörgum borgum Írans í nóvember
síðastliðnum. Hressileg verðhækk-
un (300%) á eldsneyti í Íran varð
kveikja að fjölmennum mótmælum
almennings í öllum stærstu borg-
um Írans. Mótmælendur kröfðust
umbóta, meira frelsis til athafna
og bætts efnahags, en atvinnuleysi
í landinu er mjög mikið, einkum
meðal ungs fólks, og almenn fá-
tækt mikil. Voru hrópuð slagorð á
götum úti: dauði yfir Khamenei,
dauði yfir Rouhani, við höfum
grátið blóðugum tárum í 40 ár.
Það er komið nóg, nú stöndum við
upp.
Klerkunum, sem öllu ráða í
landinu, er skítsama um kjör al-
mennings. Það er einkennandi fyr-
ir stjórn þeirra, að þeir fjármunir
sem voru á reikningum írönsku
stjórnarinnar í útlöndum, um 90
milljarðar bandaríkjadala, og
höfðu verið frystir þar til efna-
hagsþvingunum var aflétt í kjölfar
kjarnorkusamnings vestur-
veldanna og Írans, hafa nær ein-
göngu verið notaðir til þess að
styrkja skæruliðahópa í nágranna-
ríkjunum. Þannig hefur klerka-
stjórnin kynt undir áframhaldandi
átökum í Mið-Austurlöndum frek-
ar en styrkja efnahags landsins og
bæta kjör almennings í Íran.
17. nóvember keyrði um þver-
bak. Miklar mótmælagöngur fóru
fram í Teheran og öðrum borgum
í Íran. Khamenei skipaði Bylting-
arvarðliðinu þá að ráðast gegn
mótmælendum af fullri hörku. Er
ekki ólíklegt að Soleimani, helzti
trúnaðarmaður hans, hafi skipu-
lagt mótaðgerðirnar. Þær fólust
m.a. í því að skjóta vopnlausa mót-
mælendur unnvörpum og fangelsa
þúsundir þeirra án dóms og laga.
Samtök frjálsra Írana í Evrópu
telja að yfir 1.500 manns hafi verið
skotnir til bana af byltingar-
varðliðum í nóvembermótmæl-
unum. Amnesty International hef-
ur rannsakað ástandið og staðfest
dauða 304 mótmælenda, og Sam-
tök frjálsra Írana í Evrópu hafa
safnað saman upplýsingum og
myndum af 647 mótmælendum
sem hafa verið drepnir af bylting-
arvarðliðum.
Þing fjölmargra Evrópuþjóða
(Þýskaland, Holland, Frakkland
og Portúgal) svo og fulltrúadeild
bandaríska þingsins og Evrópu-
þingið í Strassborg hafa samþykkt
harðorðar ályktanir gegn þessari
meðferð klerkastjórnarinnar á eig-
in þegnum og mannréttinda-
brotum hennar, en aðrar Evr-
ópuþjóðir látið þetta að mestu
afskiptalaust.
Það er athyglisvert, að lítill sem
enginn fréttaflutningur hefur verið
af þessum mótmælum í Íran í evr-
ópskum fjölmiðlum, nema þá helzt
í enskumælandi fjölmiðlum, BBC
og Washington Post, svo að dæmi
séu nefnd. Það þykja engin tíðindi
að yfir 1.500 saklausir borgarar
séu brytjaðir niður á götum úti í
borgum Írans fyrir það eitt að
mótmæla bágum kjörum sínum.
Greinarhöfundur minnist þess
ekki að hafa heyrt eina einustu
frétt um þessi mótmæli í íslensk-
um fjölmiðlum. Yfirleitt gætir mik-
ils tómlætis í garð ástandsins í Ír-
an hjá valdhöfum og fréttamiðlum
í Evrópu. Menn virðast sáttir við
klerkastjórnina og mannréttinda-
brot hennar. Vilja fremur reyna að
hagnast á viðskiptum við hana.
Ekkert kemur klerkunum betur
en þetta tómlæti Vesturlanda, sem
er ekkert annað en fullur stuðn-
ingur við harðstjórn þeirra. Hins
vegar eru flestir fjölmiðlar mjög
uppteknir af því, að íranskur djöf-
ull í mannsmynd hafi verið drep-
inn og halda vart vatni yfir því.
Eftir Júlíus Sólnes » Það þykja engin tíð-
indi að yfir 1.500
saklausir borgarar séu
brytjaðir niður á götum
úti í borgum Írans fyrir
það eitt að mótmæla
bágum kjörum sínum.
Júlíus Sólnes
Höfundur er prófessor emerítus
og fv. umhverfisráðherra.
Átök í Íran og Írak