Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
9. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.58 123.16 122.87
Sterlingspund 161.19 161.97 161.58
Kanadadalur 94.36 94.92 94.64
Dönsk króna 18.318 18.426 18.372
Norsk króna 13.92 14.002 13.961
Sænsk króna 13.008 13.084 13.046
Svissn. franki 126.18 126.88 126.53
Japanskt jen 1.1303 1.1369 1.1336
SDR 169.55 170.57 170.06
Evra 136.92 137.68 137.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.5547
Hrávöruverð
Gull 1566.5 ($/únsa)
Ál 1790.0 ($/tonn) LME
Hráolía 68.63 ($/fatið) Brent
● Tölurnar í Kaup-
höll Íslands voru
bæði rauðar og
grænar við lokun
markaða í gær.
Mest hækkuðu
bréf fasteigna-
félagsins Regins,
eða um 2,9% í 449
milljóna króna við-
skiptum, og stend-
ur gengi félagsins
núna í 23,1 krónum hver hlutur. Fjar-
skipta- og afþreyingafélagið Sýn hækk-
aði nánast jafn mikið, eða um 2,71% í
mun minni viðskiptum, eða 37 milljóna
króna viðskiptum. Er gengi félagsins nú
37,9 krónur fyrir hvern hlut.
Reginn hækkaði mest
allra félaga í gær
Reginn Helgi S.
Gunnarsson.
STUTT
www.danco.is
Heildsöludreifing
Ostakaka Caramel-Brownie Handunnar Falafel bollur Ljúffengar franskar makkarónur Mini Beyglur með fyllingu
Mini Club samlokur Petit Four sælkerabitar
Vegan samósur Canape snittur Vefjur með fyllingu
Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna,
mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar.
Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira.
Ljúffengt...
...hagkvæmt og fljótlegt
Veisluþjónustur
Veitingahús - Mötuneyti
Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
urinn verði eins hraður og undan-
farin ár,“ segir Halldór Benjamín
sem fór yfir horfur í efnahagsmál-
um á hádegisfundi í Húsi atvinnu-
lífsins.
Fram kom í máli hans að fyrsta
áratug aldarinnar hefði viðskipta-
jöfnuður að meðaltali verið nei-
kvæður um 11% sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu. Árin 2010-
2019 hefði hann hins vegar verið já-
kvæður um 2% af VLF. Að sama
skapi hefðu útflutningstekjur vaxið
mikið eins og hér er sýnt á grafi.
Aukist um 42% frá aldamótum
Samanlagt hefði kaupmáttur
launa aukist um 42% frá aldamót-
um. Sundurliðað hefði kaupmáttur
lágmarkslauna aukist um 49%, með-
allauna um 38% og efri fjórðungs-
marka um 36%. Með þetta í huga
telur hann að verkefni næstu ára
verði að verja árangurinn sem náðst
hefur undanfarinn áratug.
„Það er sama hvort litið er til
meðallauna eða lágmarkslauna. Ís-
land er alls staðar í efstu sætunum
og kaupmáttur nánast hvergi hærri.
Þetta er frábær árangur en við blas-
ir að verði launahækkanir umfram
verðmætaaukningu í fyrirtækjunum
mun það raska stöðugleikanum með
tilheyrandi gengisfalli og verðbólgu.
Verkefnið framundan er þannig
fyrst og fremst varðstaða um þann
mikla árangur sem náðst hefur á
undanförnum árum.“
Stefnt var að lægri vöxtum
Við gerð Lífskjarasamningsins
var lögð áhersla á að hækka lægstu
laun og stefna að lægri sköttum,
lægri vöxtum og verðstöðugleika.
Benti Halldór Benjamín í því efni
á að endurfjármögnun íbúðalána
hefði skilað fjölmörgum meiri kjara-
bót í krónum talið en beinar launa-
hækkanir.
Spurður hvaða vopn séu eftir í
vopnabúrinu til að styrkja kaup-
máttinn frekar við þessar aðstæður
segir hann hugmyndafræði Lífs-
kjarasamningsins ekki vera ein-
skiptisaðgerð.
„Ég tel að lykilatriðið sé hagræð-
ing í opinberum rekstri. Það hygg
ég að sé grunnurinn sem við ættum
að vinna með á næstu árum. Ísland
er háskattaríki í öllum samanburði
við ríkustu lönd heims, OECD-ríkin.
Þá er Seðlabanki Íslands í vaxta-
lækkunarferli og hefur boðað frek-
ari slaka á aðhaldi ef þess er þörf.
Stýrivextir Seðlabankans geta
lækkað enn frekar. Staðan er önnur
hjá flestum seðlabönkum í hinum
vestræna heimi. Í því samhengi má
nefna fróðlegt viðtal við Mark Car-
ney, fráfarandi bankastjóra Eng-
landsbanka, í Financial Times.
Hann sagði að seðlabankar
heimsins ættu orðið lítið eftir í
vopnabúrinu ef það kæmi til kreppu
[innsk. eftir miklar vaxtalækkanir
frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og
magnbundna íhlutun]. Carney benti
á að í ríkisfjármálunum væru tvær
leiðir færar. Annaðhvort að auka
fjárfestingar hins opinbera til að
örva hagkerfið eða, sem mér þykir
miklu skynsamlegra, að lækka
skatta og leyfa fólkinu sjálfu að ráð-
stafa sínu sjálfsaflafé.“
Mögulega nýtt jafnvægi
Halldór segir aðspurður hætt við
að aðlögunin birtist í því að atvinnu-
leysi á Íslandi verði varanlega
hærra en í gegnum tíðina.
„Það má færa rök fyrir því að
mögulega – en ég ætla ekki að slá
því föstu – sé náttúrulegt atvinnu-
leysi á Íslandi breytt til frambúðar,
en það er of snemmt að fullyrða það.
Það birtist í að aðlögun að lakari
efnahagsaðstæðum fari fram í gegn-
um raunstærðir í stað verðbólgu og
gengislækkunar, sem í þessu tilviki
felur í sér aukið atvinnuleysi. Bæði
Samtök atvinnulífsins og Seðla-
bankinn vöruðu við því í aðdraganda
kjarasamninga, með mjög skil-
merkilegum hætti, að aðlögun hag-
kerfisins myndi fara fram í gegnum
raunstærðir, fyrst og fremst í gegn-
um atvinnuleysi, og það er að ganga
eftir.“
Nýttu tækifærið ekki nógu vel
Spurður hversu mikinn tíma
stjórnvöld hafi til að sýna að þau
séu meðvituð um stöðuna segir
Halldór Benjamín að í hans huga
hefðu þau átt að bregðast við stöð-
unni fyrir þremur til fjórum árum.
Nýta hefði átt góðærið betur til að
hagræða í ríkisrekstrinum þannig
að svigrúm til skattalækkana væri
þeim mun meira nú.
Leiðir til meira atvinnuleysis
Framkvæmdastjóri SA segir veikingu krónunnar ekki vera fyrirsjáanlega í aðlöguninni fram undan
Aðlögunin birtist nú í atvinnuleysi Spár SA og Seðlabankans í þessu efni hafi því reynst vera réttar
Kaupmáttur launa á Íslandi 2000-2020
150
140
130
120
110
100
2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020
Heimild: SA/
Hagstofa Íslands
Vísitala, 2000=100
Meðalhækkun
2010-2020
+42%
Uppsöfnuð hækkun kaup-
máttar launa frá 2010
Lágmarkslaun +49%
Meðallaun +38%
Efri fjórðungsmörk +38%
Útfl utningstekjur og viðskiptajöfnuður
Meðaltal 2000-09 Meðaltal 2010-19Meðaltal 2000-09 Meðaltal 2010-19
Útfl utningstekjur Viðskiptajöfnuður
Heimild: SA/
Hagstofa Íslands
2000 til 2019, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF)
51%
35%
2%
-11%
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Halldór Benjamín Þorbersson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir óraunhæft að
ætla að kaupmáttur á Íslandi geti
vaxið eins hratt og raunin hefur ver-
ið síðustu ár. Þá megi færa sann-
færandi rök fyrir
því að vegna
grunnbreytinga í
utanríkisviðskipt-
um þjóðarinnar,
með tilkomu öfl-
ugra útflutnings-
greina, skapist
nægar útflutn-
ingstekjur til að
standa undir
þeim neyslu- og
fjárfestingavör-
um sem nú séu fluttar inn. Við-
skiptaafgangur sé ríflegur og þjóð-
arbúið eigi ríflega 700 milljarða í
erlendum eignum umfram skuldir.
Þessir þættir hafi stuðlað að hærra
jafnvægisraungengi krónunnar sem
sé nú í samræmi við efnahagslegar
undirstöður. Veruleg veiking krón-
unnar sé því ekki fyrirsjáanleg í
þeirri aðlögun sem sé framundan,
líkt og yfirleitt hafi átt sér stað í
kjölfar góðæris í gegnum tíðina.
Samningar ýtt undir ójafnvægi
„Í sögulegu samhengi hafa kjara-
samningar ýtt undir ójafnvægi og á
tímabili aðlögunar hefur gengi krón-
unnar óhjákvæmilega veikst. Það
þarf ekki að gerast nú og vegna við-
skiptaafgangsins. En það getur
brugðið til beggja vona. Kaupmátt-
ur launa á Íslandi er ekki aðeins
sögulega hár heldur einn sá hæsti
meðal OECD-ríkja. Þó að kaup-
máttur muni líklega hækka áfram á
næstu árum er óraunhæft að vöxt-
Halldór Benjamín
Þorbergsson