Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 73
„B12 er það vítamín sem flesta skortir á efri árum og getur skortur á því verið lífshættulegur.“ Vegan Health munnúðinn frá Better You er samsettur úr D-vítamíni og joði ásamt B12 og járni fyrir þá sem eiga erfitt með upptöku þess úr fæðunni og þá sem neyta ekki dýraafurða. 14 góðgerlastofnar B6-Vítamín Magnesíum Bio-Kult Migréa er háþróuð 14 stofna góðgerlablanda og hafa rannsóknir sýnt að inntaka á þeim í 10 vikur dró úr tíðni mígrenikasta um 40-45% og styrkur kastanna minnkaði einnig um allt að 31%. Þessi vara inniheldur einnig magnesíum og B6 en það tvennt stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og dregur úr þreytu og lúa. Bio Kult Migréa er vegan og hentar einnig fyrir ófrískar konur. Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Bio-Kult Migréa Tengsl milli þarmaflóru og annarar líkamsstarfsemi eru vel þekkt og er talið að léleg flóra hafi m.a. áhrif á höfuðverki og tíðni þeirra. B12 vítamín – skortur getur verið lífshættulegur Upptaka á B12 gegnum slímhúð í munni er örugg, þægileg og áhrifarík leið til að tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12 vítamíni og til að verja okkur gegn skorti. B12 vítamín er gríðarlega mikilvægtog gegnir það margvíslegu hlutverkií líkama okkar. Það er m.a. nauðsynlegt fyrir skiptingu frumnanna en rauðu blóðkornin eru í hópi þeirra frumna sem skipta sér oftast og því veldur B12-vítamínskortur blóðleysi. B12- vítamín er nauðsynlegt fyrir nýmyndun tauganna og spilar það því stórt hlutverk í að halda taugakerfinu okkar í lagi sem og heilastarfseminni. Mataræðið skiptir miklu B12 vítamín fáum við ekki í grænmeti eða jurtum og fáum við það að stærstum hluta úr matvælum sem koma úr dýraríkinu og þá aðallega kjöti, innmat, sjávarafurðum, eggjum, mjólk og osti. Jurtafæði (vegan) þar sem sneitt er hjá öllum dýraafurðum er af mörgum talinn afar heilbrigður lífsstíll en rannsóknir hafa sýnt að fólk sem fylgir þessháttar mataræði getur lent í skorti á ákveðnum lífsnauðsynlegum vítamínum, steinefnum og fitusýrum og er B12 þar á meðal. Hvað veldur B12 skorti? Skortur á B12 verður yfirleitt vegna skorts á B12 í fæðunni eða vegna þess að líkaminn getur ekki unnið B12 úr fæðunni. Þetta er það vítamín sem flesta skortir á efri árum og er það oftast vegna skorts á efninu „ Intrinsic Factor“ sem er mikilvægt prótein, framleitt í maganum sem sér um upptöku á þessu lífsnauðsynlega vítamíni. Það þýðir að þó svo að við borðum dýraafurðir eða tökum vítamínpillur, verður engin upptaka á B12 og við lendum í skorti. Óhófleg neysla áfengis, kaffis, kóladrykkja og nikótíns, notkun ýmissa lyfja, m.a. sýrubindandi lyfja og mikil eða langvarandi notkun sýklalyfja er einnig meðal þess sem getur valdið okkur skorti. Einkenni B12 skorts geta verið eftirfarandi: n Orkuleysi og slen. n Þreyta, ör hjartsláttur, andþyngsli og svimi. n Nálardofi í hand- og fótleggjum. n Hægðartregða, uppþemba. n Þyngdartap. n Erfiðleikar með gang. n Skapsveiflur. n Minnisleysi, þunglyndi og vitglöp (Dementia). Að auki eru mörg einkenni sem benda til skorts á B12. T.d. rauð, ert og jafnvel slétt tunga, minnkað bragðskyn, meltingarörðugleikar, vindgangur og breyttar hægðir. Bragðgóður munnúði sem tryggir upptöku Í ljósi þess að B12 skortur tengist oft vandamálum í meltingarvegi er best að taka það í formi munnúða. Upptaka á B12 gegnum slímhúð í munni er örugg og áhrifarík leið til að tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12 vítamíni eða til að verja okkur fyrir B12 skorti. B12 Boost munnúðinn frá Better You inniheldur methylcobalamin sem er náttúrulegt form þessa vítamíns, hann er bragðgóður og tryggir að líkaminn fái allt það B12 sem hann þarf á afar auðveldan og einfaldan máta. Hann inniheldur einnig steinefnið Chromium Chloride (króm) sem nýtist öllum og er sérstaklega hjálplegt fólki með efnaskiptavillu og/eða blóðsykurvandamál og svo er grænt te í blöndunni sem eykur orku. Öll B-vítamín eru vatnsleysanleg og því þarf að taka þau inn reglulega. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða og verslana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.