Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 34
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Alls seldust 15.740 lítrar af kampavíni í Vínbúðunum á liðnu ári. Jókst salan um 1.351 lítra sem jafngildir 9,4% aukningu. Langmesta hlutdeild einstakra framleiðenda hafði kampavínshúsið Moët & Chandon sem seldi 6.849 lítra af framleiðslu sinni undir vörumerkj- unum Moët og Dom Pérignon. Það jafngildir 43,5% hlutdeild sem verður að teljast afar sterk. Fyrirtækið er raunar stærsti kampavínsframleið- andi í heimi og framleiðir um 35 millj- ónir flaskna á ári á markaði sem telur ríflega 300 milljónir flaskna. Salan hér á landi svarar því til 0,03% af heildar- framleiðslu Moët & Chandon. Langvinsælasta einstaka varan í flokki kampavíns í Vínbúðunum var 750 ml flaska af Moët Brut Imperial og seldust 3.530 lítrar af því, sam- anborið við 3.260 lítra í fyrra. Þetta sama vín er hins vegar selt í tvenns konar öðrum umbúðum, 1,5 lítra eða magnum-flöskum og svo í 200 ml flöskum. Þær raða sér í þrjú af sjö efstu sætunum eftir mest seldu teg- undirnar. Stóru flöskurnar seldust í 797 lítrum en þær litlu í 735 lítrum. Aukningin í fyrrnefndu flöskunum nam 17,5% milli ára en miklu meiri aukning varð í síðarnefndu tegundinni þar sem salan rauk upp um tæp 36%. Er það kannski til marks um að sífellt fleiri vilji geta gripið í eitt og eitt glas af hinu gullna víni, án þess að þurfa að opna heila 750 ml flösku til þess. Aðrar tegundir frá Moët virðast einnig hafa runnið ljúflega niður. Það á við um Rosé sem seldist í 803 lítrum. Jókst salan á því um ríflega 82% frá fyrra ári. Hástökkvarinn hjá framleið- andanum var hins vegar Moët Ice Im- perial sem er eitt nýjasta vínið frá fyrirtækinu. Það er markaðssett í hvítum flöskum og er sérstaklega hugsað sem svalandi drykkur sem borinn er fram á ís (nafnið gefur það til kynna). Sannkölluð sprenging varð í sölu þess víns því árið 2018 seldist það í 239 lítrum en í fyrra var salan komin í 630 lítra. Raðar vínið sér því í áttunda sætið yfir mest selda vínið og hoppar úr 15. sætinu frá árinu á und- an. Ódýr nýjung slær í gegn Ekkert kampavín jókst viðlíka mikið í sölu á nýliðnu ári og Kirkland Brut sem er hluti af vörulínu Costco sem sett hefur nokkrar víntegundir í sölu í Vínbúðunum í kjölfar opnunar verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ. Costco-kampavínið var 9. mest selda vín ársins og stökk með því upp um 10 sæti frá fyrra ári. Seldust 586 lítr- ar af víninu í fyrra og nam aukningin milli ára 417%, hvorki meira né minna. Sennilega má rekja vinsældirnar til þeirrar staðreyndar að flaska af herlegheitunum kostar 3.929 krónur eða 2.370 krónum minna en vinsæl- asta kampavínið fyrrnefnda. Þá má geta þess að vínið hefur komið ágæt- lega út í blindsmökkunum. Ef hægt væri að tala um kampavín sem „hversdagsvín“ myndi Kirkland skora hátt á slíkum lista, sökum verðs og bragðgæða. Pol Roger á talsverðri siglingu Af þeim vínum sem koma ný inn í vínbúðirnar á síðasta ári er það klár- lega Pol Roger, uppáhald Sir Win- stons Churchill, sem á sviðið. Brut- vínið frá húsinu seldist í 357 lítrum á síðasta ári og spennandi verður að fylgjast með gengi þess á nýju ári. Gula ekkjan gefur eftir Nokkra forvitni vekur þegar sölu- tölur eru skoðaðar að næstvinsælasta kampavínið, sem kemur úr smiðju Gulu ekkjunnar (Veuve Clicquot), gefur nokkuð eftir milli ára. Þannig var vinsælasta vínið frá því húsi, sem er hið næststærsta í heiminum, selt í ívið minna magni í fyrra en árið 2018. Þá dregst salan í Veuve Clicquot Rosé talsvert saman milli ára, fer úr 370 seldum lítrum í 209. Þá dregur einnig úr sölu á Demi sec, eftirréttavíninu frá þeim sem fer úr 70 seldum lítrum í 53. Ekki eru augljósar skýringar á þessum samdrætti, enda er vöru- merkið sterkt og gæðin jafnast á við önnur vín í sama verðflokki. Magnum nýtur vinsælda Þrátt fyrir fyrrnefndan samdrátt hjá Gulu ekkjunni er ein vara frá fyrirtækinu sem sækir mjög í sig veðrið á árinu. Það eru magnum- flöskur af hinu hefðbundna brut-víni sem er hið næstmest selda í Vínbúð- unum. Hinar stóru 1,5 lítra flöskur seldust í 182 lítrum og jókst salan um 163% milli ára. Sú aukning vitnar um meiri vin- sældir þessara stóru flaskna en líkt og áður sagði jókst salan á risunum einn- ig hjá Moët. Moët með mikla yfirburði  Vínrisinn með 43,5% markaðshlutdeild í kampavíni hjá Vínbúðunum  Kirkland frá Costco eykur söl- una um hundruð prósenta  Pol Roger kemur sterkur inn  Stærri flöskur njóta sífellt meiri vinsælda 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Sölutölur síðasta árs benda sterklega til að Íslendingar séu að uppgötva hið bleika afbrigði kampavínsins, Rosé. Það er vel enda oft um afar skemmtileg vín að ræða. Moët fann fyrir þessum auknu vinsældum á árinu en hið sama má segja um Bollinger sem seldi 81 lítra, en 29 lítra ári fyrr. Síðarnefnda vínið hefur raunar verið að koma afar vel út úr smökkunum og svíkur engan – ekki einu sinni James Bond. Sennilega mun Rosé frá fleiri framleið- endum sjást í Vínbúðunum á nýju ári. Rosé aflar sér vinsælda BLEIKI LITURINN VINSÆLL Vinsælt Það var tómlegt um að litast í kampavínsrekkanum í Vínbúðinni í Smáralind nú eftir áramótin. Sumar tegundir voru einfaldlega uppseldar. Söluhæstu kampavínstegundirnar í Vínbúðunum Sæti Lítrar 2019 2018 Magn 2018 2019 Breyting 1 1 Moët & Chandon Brut Imperial 750 ml 3.260 3.530 8,3% 2 2 Veuve Clicquot Brut 750 ml 2.576 2.508 -3,0% 3 3 Bollinger Brut Special Cuvee 750 ml 1.494 1.425 -5% 4 9 Moët & Chandon Rosé Imperial 750 ml 440 803 82,5% 5 5 Moët & Chandon Brut Imperial 1500 ml 678 797 17,5% 6 6 Taittinger Brut Reserve 750 ml 548 740 35% 7 7 Moët & Chandon Brut Imperial 200 ml 541 735 36% 8 15 Moët & Chandon Ice Imperial 750 ml 239 630 163% 9 19 Kirkland Champagne Brut 750 ml 113 586 417% 10 8 Gosset Brut Excellence 750 ml 534 470 -12% 11 4 Charles Ellner Brut 750 ml 968 386 -60% 12 - Pol Roger Reserve Brut 750 ml - 357 Nýtt 13 13 Moët & Chandon Nectar Imperial 750 ml 254 272 7% 14 10 G. H. Mumm Demi Sec 750 ml 410 270 -34% 15 12 Drappier Brut Nature Pinot Noir 750 ml 362 249 -33% www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR ertu tilbúin í veturinn? Þegar aðeins það besta kemur til greina Tilnefningarnefnd VÍS óskar eftir framboðum til stjórnar Tilnefningarnefnd VÍS auglýsir eftir framboðum eða tilnefningum til stjórnar VÍS vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 19. mars 2020. Frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningar- nefndar er til föstudagsins 31. janúar 2020. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem unnt er að nálgast á vef félagsins á slóðinni www.vis.is/media/174900/frambod-til-stjornarsetu.pdf og skal skila á netfangið tilnefningarnefnd@vis.is. Almennur framboðsfrestur til stjórnar samkvæmt samþykktum VÍS er fimm dögum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að því tímamarki, en um þau framboð verður ekki fjallað í tillögu tilnefningarnefndar. Rökstudd tillaga tilnefningarnefndar um bestu samsetningu stjórnar verður birt samhliða aðalfundarboði Vátryggingafélag Íslands | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis@vis.is | vis.is  Þessi grein er hluti 14 greina flokks um kampavín sem að- gengilegur er innskráðum not- endum á mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.