Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Falsfréttir ogsvokall-aðar djúp- falsanir, sem eru svo sannfærandi að nánast ógern- ingur er að greina blekkinguna, verða stöðugt al- gengari. Þessi þróun undir- strikar vægi alvörufjölmiðla sem hafa varann á og birta ekki hvað sem er að óathuguðu máli. Samfélagsmiðillinn Face- book tilkynnti í fyrradag að bannað yrði að setja svokall- aðar djúpfalsanir inn á hann í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Bann þetta nær þó ekki til myndskeiða sem teljast grín eða háð. Með djúpfölsunum er átt við efni sem átt hefur verið við þannig að engin leið er að átta sig á hvort um er að ræða blekkingu eða veruleika. Tækninni til að falsa myndir og myndskeið hefur fleygt fram þannig að hægt er að gera breytingar, sem erfitt er að greina, með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Í tilkynningu frá Facebook sagði að myndskeið yrðu fjar- lægð ef þeim hefði verið breytt með fulltingi gervigreindar eða því sem kallað hefur verið vélrænt nám. Þar er átt við tækni til að láta vélar tileinka sér þekkingu eða getu af sjálfsdáðum. Djúpfalsanir eru ískyggi- legt fyrirbæri ef þær eru not- aðar í annarlegum tilgangi og hæglega hægt að rústa mann- orði fólks með þeim. Algeng- ast er að þessi tækni sé notuð í klámefni. Þá eru andlit þekkts fólks, oftast kvenna, sett inn í myndskeið og þeim dreift á netinu. Talað er um djúpföls- unarklám og samkvæmt skýrslu, sem kom út í fyrra, voru þær fjórar vefsíður, sem atkvæðamestar eru í að birta slík myndskeið, með hátt í 140 milljón áhorf. Í sömu skýrslu kom fram að á sjö mánuðum hefði fjöldi slíkra myndskeiða tvöfaldast. Næstalgengast er að nota djúpfalsanir í stjórnmálum. Í áðurnefndri skýrslu voru tek- in dæmi frá Gabon og Malasíu en óttast er að þessi tækni verði einnig notuð til að veita pólitísk högg á Vesturlöndum og er nú sérstaklega horft til kosninganna í Bandaríkj- unum. Þekktasta dæmið úr banda- rískum stjórnmálum um að átt hafi verið við efni er mynd- skeið af Nancy Pe- losi, leiðtoga demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, frá því í fyrra þar sem hún drafar og virðist undir áhrifum. Mynd- búturinn var úr ræðu sem hún flutti. Hægt hafði verið á hrað- anum um fjórðung og þess gætt um leið að röddin dýpk- aði ekki. Áhrifin af þessu voru að hún virtist vera við skál og eiga erfitt um mál. Myndskeið þetta fór víða og hafði sín áhrif enda erfitt að sjá að brögð væru í tafli. Ofangreindri tækni var þó ekki beitt til að eiga við myndskeiðið, þannig að hinar nýju reglur Facebook myndu því sennilega ekki ná til þess. Þeim fer fjölgandi sem sækja upplýsingar og fréttir á samfélagsmiðla og komast lít- ið sem ekkert í tæri við hefð- bundna eða alvörufjölmiðla. Ljóst er að notkun djúpfals- ana til að sverta fólk og af- vegaleiða almenning mun fara vaxandi. Það er því nauðsyn- legt fyrir fólk að hafa varann á sér gagnvart efni, sem verður á vegi þess á netinu. Falsfréttir komast auðveld- lega á flug, ekki síst ef þær ýta undir hugmyndir og skoðanir sem fyrir eru. Leiðréttingar vekja hins vegar yfirleitt minni athygli ef nokkra. Má í því sambandi rifja upp fleyg orð Marks Twains um að lygin sé komin hálfa leið í kringum hnöttinn áður en sannleik- urinn nái að reima á sig skóna. Sú staðreynd að það færist í vöxt að illmögulegt er að greina á milli þess sem er satt og logið á netinu undirstrikar vægi hefðbundinna fjölmiðla sem leggja áherslu á að birta ekki óstaðfestar fréttir, nota ekki upplýsingar nema vitað sé hvaðan þær séu komnar og leitast við að rétta kúrsinn ef réttu máli er hallað eða rangt er farið með. Ekki er gott að þessi þróun skuli eiga sér stað á sama tíma og fjölmiðlar víða um heim standa höllum fæti, ekki síst vegna vaxandi umfangs sam- félagsmiðlanna sem einmitt eru vettvangur þeirra sem dreifa djúpfölsununum og falsfréttunum. Þessi þróun undirstrikar því líka mikilvægi þess að slíkir fjölmiðlar haldi styrk sínum og afli og hafi bol- magn til að reka öflugar rit- stjórnir til að flytja fréttir og skýra og koma upplýsingum til almennings. Tæknin til að breyta myndskeiðum og falsa fyrirhafnarlítið er háskaleg} Djúpfalsanir og bolmagn fjölmiðla R íkisstjórnin hefur frá upphafi tekið það verkefni föstum tökum að stuðla að nauðsynlegri upp- byggingu samfélagslegra inn- viða. Hagstjórn stjórnvalda mótast nú út frá breyttum forsendum en spár gera ráð fyrir minni hagvexti á næstu árum. Íslenska hagkerfið er undirbúið fyrir minnk- andi umsvif og stjórnvöld hafa því farið í skattalækkanir og aukið opinberar fram- kvæmdir. Meðal innviðafjárfestinga sem tengjast mennta- og menningarmálaráðuneytinu má nefna byggingu Húss íslenskunnar sem nú er í fullum gangi. Hús íslenskunnar verður glæsilegt og verðugur heimavöllur fyrir fjör- egg íslenskrar menningar, tungumálið okkar. Þar munu tvinnast saman fortíð, samtíð og framtíð ís- lenskunnar. Þannig myndar húsið umgjörð um þjóðararf Íslendinga og skapar aðstæður til að efla þekkingu og þróun á tungumálinu. Til að íslenskan verði áfram gjald- geng í stafrænum nútímaheimi, og okkar sjálfsagða mál, hafa stjórnvöld fjárfest í máltækniáætlun fyrir íslensku. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota ís- lensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsinga- vinnslu. Á árinu 2019 voru veittar 845 milljónir króna vegna Húss íslenskunnar og áætlað er að veita 1.935 milljónir á þessu ári. Svipaða sögu má segja um framlag til mál- tækniverkefnisins því á árinu 2019 voru veittar 465 millj- ónir og áætlað er að veita 604 milljónir til verkefnisins á þessu ári. Aðrar mikilvægar fjárfestingar eru bygg- ing félagsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, viðbygging við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og uppbygging við Menntaskólann í Reykjavík. Menntaskólinn í Reykjavík skip- ar ákveðinn sess í sögu okkar og hefur lagt mikið af mörkum til menntunar á Íslandi. Húsnæðismál skólans eru loksins að taka á sig metnaðarfulla mynd sem allir geta verið stoltir af en starfshópur skilaði af sér þarfa- greiningu og húsrýmisáætlun fyrir MR í nóv- ember og mun ákvörðun um næstu skref liggja fyrir í lok þessa mánaðar. Þess má einnig geta að áætlaðar fjárfestingarheim- ildir framhaldsskóla, sem meðal annars eru ætlaðar til kaupa þeirra á tækjum og búnaði, hækka um 62,6 milljónir milli áranna 2019 og 2020 eða um 16%. Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og leggur grunninn að áframhaldandi velsæld okkar. Við viljum að skapandi og gagnrýnin hugsun, læsi og þátttaka í lýð- ræðissamfélagi verði áfram undirstaða íslenska skóla- kerfisins og það geti mætt örum samfélagsbreytingum. Á því byggist samkeppnishæfni okkar til framtíðar. For- senda áframhaldandi velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Innviðafjárfesting eykst í menntun Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Stórtjón varð þegar eldurkom upp í fimm hæða bíla-stæðahúsi við flugvöllinn íStafangri í Noregi á þriðjudag. Nokkur hundruð bílar eyðilögðust og hluti hússins hrundi. Flugumferð var stöðvuð um tíma. Bílastæðahúsið rúmar þrjú þús- und bíla en um eitt þúsund bílar voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eld- urinn kom upp í fimmtán ára gömlum dís- ilknúnum bíl. Mál þetta hefur vakið spurningar um öryggi þegar eldur kemur upp í bílastæðahúsum. Slökkviliðsmenn í Noregi hafa til að mynda kvartað yfir því að í þessu tilviki reyndist ekki unnt að koma stórum slökkvibílum inn í bílastæðahúsið. Þá var ekki úð- arakerfi í húsinu sem hefði getað hægt á eða komið í veg fyrir út- breiðslu eldsins. Viðhalds og þjónustu þörf Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgar- svæðinu, segir í samtali við Morg- unblaðið að hér á landi sé gerð krafa um vatnsúðarakerfi í bílakjöll- urum. „Númer 1, 2 og 3 er að menn hugi vel að því sem er í kjallaranum og þjónusti það vatnsúðarakerfi sem er til staðar,“ segir hann spurð- ur um hugsanlegar varnir. Jón Við- ar segir að afar mikilvægt sé að vatnsúðarakerfi fái bæði viðhald og þjónustu svo það virki þegar á þarf að halda. Hann bendir á að ef fólk er í vafa með ástand í bílakjöllurum hjá sér geti það haft samband við slökkviliðið og óskað eftir ráðgjöf eða aðstoð. Bílakjöllurum hefur fjölgað nokkuð hér á landi síðustu misseri samfara nýbyggingum og ekki sér fyrir endann þar á. Á sama tíma fjölgar rafbílum ört og því þarf að huga að því að búnaður sé til staðar til að hlaða bílana í nýbyggingum, sem og eldri byggingum. Leiti til fagmanna „Rafmagnsbílum er að fjölga og margir eru að reyna að finna ein- hverjar lausnir í byggingum um það hvernig á að hlaða bílana,“ segir Jón Viðar sem segir mikilvægt að gæta fyllsta öryggis við þá vinnu vegna eldhættu. „Það er gífurlega mikilvægt að menn fái fagmenn til að vinna slík verk fyrir sig. Það er ekki sama hvernig tengil þú velur og hvernig leiðslur þú velur. Þetta þarf allt að standast það álag sem felst í því að hlaða bíl. Sums staðar kemur í ljós að heimtaug húsa er ekki nægilega góð til að sinna líka hleðslu bíla. Þá á að leita til fagmanna og vanda til verka við lagnir úr töflu í tengla og annað.“ Borgar sig að vanda sig Hann segir jafnframt að ekki borgi sig að horfa um of í aurinn. „Fólk ætti að velja viðurkennt efni og viðurkenndar hleðslustöðvar. Það er með þetta eins og annað, það er allskonar búnaður á markaðinum og sumt er ekki endilega nógu gott. Það borgar sig að vanda sig.“ Jón Viðar segir að slökkviliðs- menn hafi því miður rekið sig á dæmi þess að fólk hafi ekki vandað nægilega til verka við uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla á heim- ilum sínum. „Já, því miður. Yfirleitt vissi fólk samt bara ekki betur. Það tekur yfirleitt vel í ábendingar okk- ar og lagar það sem þarf. Það hefur ekki verið meðvituð ákvörðun að stytta sér leið.“ Sinna þarf eldvörn- um í bílageymslum AFP Eldsvoði Stórbruni varð í bílastæðahúsi við flugvöllinn í Stafangri. Erfitt reyndist að ná tökum á eldinum. Jón Viðar Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.