Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is
Bridge gerir lífið skemmtilegra
Viltu læra bridge?
Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir
hópa, fyrirtæki og skóla. Guðmundur Páll starfrækir
Bridgeskólann, þar geta þeir lært bridge sem eru að
stíga sín fyrstu skref í bridge og einnig þeir sem vilja
bæta við kunnáttu sína.
Námskeið í Bridgeskólanum hefjast 20. janúar nk.
Allir undir 25 ára aldri fá frítt á byrjendanámskeið.
Upplýsingar hjá Guðmundi Páli Arnarsyni
í síma 8985427 eða á gpa@simnet.is
Eldri borgarar spila alla mánudaga og
fimmtudaga kl. 13–17 í Síðumúla 37
Stórmót í Bridge
Reykjavík Bridgefestival
fer fram í Hörpu
30. janúar – 2. febrúar 2020,
skráning á bridge@bridge.is
Bridgefélög og klúbbar
eru starfræktir um allt land
– upplýsingar á bridge.is
Bridge sameinar aldurshópana
Bridge er gott fyrir heilsu þína
Bridge er manns gaman
„Bridge er fyrir alla“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra setti síðustu Bridgehátíð og sagði
fyrstu sögnina fyrir Zia Mahmod heimsfrægan spilara. Allir brosandi,
já það er skemmtilegt að spila bridge
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Viti mun prýða framhlið hins nýja
og glæsilega Radisson RED-hótels,
sem vonandi mun rísa á horni
Skúlagötu og Vitastígs. Allt fram til
ársins 1927 var viti á svæðinu og af
honum er nafn götunnar dregið.
Sama má segja um Vitatorg.
Arkitekt hótelsins er hinn skoski
Tony Kettle. Hann kvaðst í viðtali
við Morgunblaðið í vikunni hafa
leitað innblásturs í húsagerðarlist
Reykjavíkur og í íslenskri náttúru
við sköpun hússins. Það er ánægju-
legt að Kettle hafi einnig haft vita-
sögu Reykjavíkur í huga og hyggist
endurskapa vita á svæðinu eftir
nærri aldar fjarveru. Vitinn við
anddyri hótelsins verður þó mun
minni í sniðum og ólíkur þeim vita
sem leiðbeindi sjófarendum á fyrri
hluta síðustu aldar. Hann verður að
sjálfsögðu ekki eiginlegur viti,
miklu fremur táknrænn fyrir gamla
tíma.
Saga vitanna í 150 ár
Í tilefni þess að nýr viti við Sæ-
braut var tekinn í notkun í fyrra-
sumar rifjaði Morgunblaðið upp
vitasögu Reykjavíkur.
Vitasaga Reykjavíkurhafnar er
orðin löng, eða 123 ár. Jafnvel 150
ár þegar til þess er litið að árið
1870 voru að kröfu skipstjórans á
póstskipinu Diönu sett upp tvö ljós-
ker. Annað ljóskerið var í Engey en
hitt á Arnarhólstúni. Ekki var þó
kveikt á þessum ljósum nema sér-
staklega væri um það beðið. Þetta
voru ekki eiginlegir vitar en vísir að
innsiglingarvitum.
Það var svo árið 1897 að stigið
var mikið framfaraskref. Það ár
voru þrír nýir vitar teknir í notkun
við Faxaflóa, á Garðskaga, í Gróttu
og í Reykjavík. Sá viti var stundum
kallaður Skuggahverfisviti en það
hverfi austan Kvosarinnar var
„fyrsta fortakslausa og ómengaða
alþýðuhverfi Reykjavíkur og þar
með landsins,“ eins og sagt var.
Páll Líndal lýsir hinum nýja vita
Reykvíkinga í bók sinni, Reykjavík.
Sögustaður við Sund:
Árið 1897 var viti reistur í landi
Helgastaða og stóð hann skammt
austan við húsið Bjarnaborg.
Þetta var timburturn, 4-5 metrar
í ummál og 10-12 metra hár, að því
sagt er, til að leiðbeina skipum á
leið til Reykjavíkur, en byggður því
nær í dæld, svo sem minnst beri á
honum. Þegar bærinn stækkaði
hurfu vitaljósin í önnur ljós. Var þá
byggður turn ofan á vatnsgeyminn
á Rauðarárholti og vitinn fluttur
þangað, segir Páll. Þetta mun hafa
verið árið 1927. Umræddur vatns-
geymir var byggður 1917 og stend-
ur við Háteigsveg, milli Sjómanna-
skólans og kirkju Óháða
safnaðarins.
Helgastaðavitinn var ekki raf-
lýstur og talsverð vinna að annast
hann. Pétur Pétursson vitavörður
lýsti starfi sínu þannig: „Fyrst í
stað þurfti ég að fara í vitann á
hverjum degi, nema björtustu sum-
armánuðina. Það var vandasamt á
vetrum að halda glerjunum auðum,
það var verst þegar var mikið frost
og byljir. Ég þurfti ekki aðeins að
gæta vitans vel, þegar veður voru
slæm, heldur varð ég að sjálfsögðu
að sjá um að alltaf væri nóg af
gasi.“
Aftur verður viti við Vitastíginn
Viti mun prýða framhlið hins nýja og glæsilega Radisson RED-hótels, sem til stendur að reisa á
horni Skúlagötu og Vitastígs Viti var á svæðinu árin 1897-1927 og af honum dregur gatan nafn sitt
Teikning/Kettle Collective
Radisson RED-hótels Vitinn mun setja svip á anddyri hótelsins og vitna um fyrri tíma þegar viti var á svæðinu.
Helgastaðaviti Timburturn, 4-5
metrar í ummál og 10-12 metra hár.