Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L F R U M S Ý N D Á MO RG UN TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA9 Leikritið Gullregn eftirRagnar Bragason varfrumsýnt í Borgarleikhús-inu árið 2012. Það var frumraun Ragnars í leikhúsi, en hann hafði fram að því heillað land og þjóð upp úr skónum með sjón- varpsþáttum sínum um nætur-, dag-, og fangavaktina. Sýningin fékk góða dóma og Grímuverðlaun sem leikrit ársins. Nú hefur Ragnar gert kvikmyndaaðlögun af þessu fyrsta leikriti sínu og farið þar með í skemmtilega hringferð; hann kom inn í leikhúsið sem kvikmyndamaður og gerði sýningu sem margir höfðu orð á að væri „bíómyndaleg“ og hef- ur nú fært leikhúsið inn í kvikmynd sem er afskaplega leikhúsleg. Ragnar er svo sannarlega „aut- eur“, hann hefur afgerandi stíl sem kemur fyrst og fremst fram í við- fangsefnum hans. Hann fjallar um hversdagslega Ísland, Ísland eins og það er undir öllu skrúðinu, Ísland óbaðað á náttbuxum og götóttum kvennahlaupsbol með rettu lafandi úr munnvikinu. Hann er þekktastur fyrir að skoða kómísku hliðina á þessari veröld, sem hann gerði með glæsibrag í Vaktaseríunum, en hann hefur líka staldrað við í dramanu, í myndunum Börn og Foreldrar. Ragnar vinnur undantekningalaust náið með leikhópum sínum og þróar persónur og sögu í gegnum samstarf og spunaferli. Þessi aðferð hefur gefist vel, enda er enn eitt einkenni verka hans eftirminnilegar og marg- slungnar persónur. Gullregn fjallar um Indíönu Georgíu, sem býr í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Líf hennar hverfist um tvo hluti; son hennar Unnar og gull- regnstréð í garðinum hennar. Í upp- hafi myndarinnar kemur maður frá skipulagsyfirvöldum og tilkynnir henni að ákvörðun hafi verið tekin um að allur „óíslenskur“ gróður, þ.e. þær plöntur sem komu til landsins eftir 1900, skuli fjarlægður. Þetta er mikið reiðarslag fyrir Indíönu, sem býr sig undir að fara í harðan slag til að vernda tréð sem hún hefur hlúð að í öll þessi ár. Þessi slagur er alle- gorískur fyrir hinn slaginn sem hún þarf að taka í sögunni; slaginn um Unnar. Alla tíð hefur hún annast son sinn af svo miklu offorsi að hann er fullkomnlega meðvirkur og skortir allt sjálfstæði. Þegar hann fer að sýna aukna sjálfstæðistilburði og eignast pólska kærustu, sem er mik- ið áfall fyrir hina fordómafullu Ind- íönu, lítur út fyrir að Indíana sé að missa allt sem henni er kærast. Indíana er mögnuð og marg- slungin persóna. Hún er skúrkur, hún þiggur ýmiss konar bætur sem hún hefur engan rétt á því hún er í raun fullkomnlega heilbrigð, á lík- ama í það minnsta, sálin er annað mál. Hún er svo stjórnsöm að það jaðrar við illkvittni, hún fer til dæm- is afar illa með Jóhönnu nágranna sinn og bestu vinkonu. Þær vinkonur tákna tvenns konar andstæða af- stöðu til lífsins; Indíana er ófær um að sjá birtuna og fegurðina í lífinu og því ófær um að vera hamingjusöm en Jóhanna lokar á allt ljótt og óþægilegt og er fyrir vikið óraunsæ og uppfull af bældum tilfinningum. Jóhanna er raunverulegur öryrki, hún er með skaddað stoðkerfi vegna slyss sem hún lenti í. Indíana lætur Jóhönnu samt snúast í kringum sig meðan hún liggur í hægindastólnum sínum sótbölvandi öllu og öllum og hunsar algjörlega viðstöðulausar til- raunir Jóhönnu til að benda á björtu hliðarnar. Indíana er sem sagt lyg- ari, svikari og harðstjóri, með öðrum orðum hreinræktað illmenni. En allt hefur sínar rætur, eins og við kom- umst að um síðir. Sigrún Edda Björnsdóttir er ein- hver merkilegasta leikkona landsins og hún gefur mikið í persónu Ind- íönu. Hún skiptir ógnvænlega vel á milli þess að vera spræk og útsmog- in, sem við fáum á tilfinninguna að sé hin „raunverulega“ Indíana, yfir í að vera algjör hryggðarmynd, sýndar- öryrki með hækju, úfið hár og ráma rödd. Halldóra Geirharðsdóttir er dásamleg í hlutverki Jóhönnu, sem á ömurlegt líf en lætur eins og allt sé í himnalagi. Maður hreinlega sér hugsunina „þetta er nú bara allt í góðu, er það ekki?“ spólast fram og aftur í augum hennar, feikilega vel gert. Hallgrímur er skondinn og skemmtilegur í hlutverki Unnars, þessa 39 ára gamla smábarns, og Karolina Gruszka er einnig stórfín sem Daniela. Sviðsmyndin í Gullregni er skuggalega góð. Þetta er hálfgert stofudrama og lunginn úr myndinni gerist í íbúð Indíönu, sem er alveg einstök en samt er eins og maður hafi oft komið inn í þessa íbúð. Hún er uppfull af „kitsch“ skreytingum og munum og maður hreinlega finn- ur þefinn af jólaköku og gömlu tób- aki í loftinu. Birtan í stofunni er gul eins og gullregnið en samt er alltaf dimmt í íbúðinni, jafnvel um hásum- ar, sem er ansi sterkt og táknrænt. Gullregn er afskaplega leikhúsleg kvikmynd, of leikhúsleg í raun og veru, því samtölin og takturinn í sög- unni hæfa betur leikhúsi en bíó- mynd. Leikurinn er sömuleiðis nokkuð stíliseraður en það kemur ekki mikið að sök að mínu mati, það er bara nokkuð sem áhorfandinn þarf að taka í sátt. Leikhúsbrag- urinn á myndinni er ef til vill trufl- andi vegna þess að sagan er staðsett rækilega inni í raunveruleikanum. Vissulega er þetta nokkuð annar- legur heimur en það er ekki alveg nógu ljóst að þetta sé ýktur eða alle- gorískur veruleiki og þess vegna er ögn erfitt að taka suma hluti trúan- lega. Endir myndarinnar er ansi svaka- legur og ekki beinlínis sannfærandi. Hann er ofurharmrænn, sem dregur úr harmleiknum sem er gegnum- gangandi í sögunni. Endirinn segir: sjáið, allt hafði þetta skelfilegar af- leiðingar, sem er óþarft því það er skýrt allan tímann, við erum búin að horfa á heiminn hrynja alla mynd- ina. Gullregn er myrk kómedía, hún er bæði sprenghlægileg og nístandi harmræn. Helsti styrkur hennar er frábær persónusköpun, persónurnar eru hver annarri áhugaverðari og sú eftirtektarverðasta er án vafa Ind- íana Georgía, sem mun seint líða áhorfendum úr minni. Myrkur í stofunni Trjárækt Sigrún Edda í hlutverki hinnar fordómafullu Indíönu. Smárabíó, Laugarásbíó, Bíó Paradís og Háskólabíó Gullregn bbbmn Leikstjórn og handrit: Ragnar Bragason. Kvikmyndataka: Árni Filippusson. Klipping: Michal Czarnecki. Tónlist: Mugison. Aðalhlutverk: Sigrún Edda Björnsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Karolina Gruszka, Eggert Þorleifsson. Ísland og Pólland, 2020. 120 mín. Frumsýning 5. janúar. Almennar sýn- ingar hefjast föstudaginn 10. janúar. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer hefur verið ráðinn til að semja tón- listina við nýjustu James Bond- kvikmyndina, No Time to Die, innan við þremur mánuðum frá frumsýn- ingu hennar. Tímaritið Variety greinir frá því að Zimmer komi í stað Dans Romers sem hættir vegna listræns ágreinings við framleiðslu- fyrirtækið Eon Productions. Romer hafði áður samið tónlistina við tvær kvikmyndir leikstjórans Carys Fuk- unaga, Beasts of No Nation og Mani- ac. Samkvæmt fréttum Variety hef- ur enn ekkert frést hver semur og flytur Bond-lagið, sem setur ávallt mikinn svip á hverja mynd. Zimmer er eitt þekktasta kvik- myndatónskáld Hollywood. Hann hefur notið hylli fyrir tónlist sína fyrir myndir á borð við Dunkirk, The Da Vinci Code, Pirates of the Caribbean-myndaflokkinn og Gladi- ator í samvinnu við Lisu Gerrard sem skilaði þeim Golden Globe- verðlaunum 2001. Zimmer hlaut bæði Golden Globe- og Óskars- verðlaun fyrir The Lion King 1994. Samkvæmt The Guardian er Zimm- er þekktastur fyrir samstarf sitt við Christoper Nolan sem leikstýrði myndunum Inception, Interstellar og Dark Knight. Nýverið bárust fréttir af því að Zimmer myndi fara í tónleikaferð um íþróttaleikvanga víðs vegar um Evrópu vorið 2021. No Time to Die verður frumsýnd hér á landi 8. apríl. 007 Daniel Craig leikur James Bond. Hans Zimmer hleypur í skarðið AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.