Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Óperettur og valsar eftir Strauss
hinn yngri, Franz Lehár, Pjotr Tsjaj-
kovskíj, Mélanie Bonis og fleiri eru í
öndvegi á Vínartónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands sem langri hefð
samkvæmt eru haldnir nú í byrjun
ársins. Tónleikarnir verða fernir og
þeir fyrstu eru í Hörpu í kvöld. „Takt-
urinn í völsunum er grípandi og lag-
línan dansandi svo hver tónn fylgir
þeim næsta rökrænt eftir. Þessi tón-
list er ótrúlega heillandi,“ segir
Bjarni Frímann Bjarnason hljóm-
sveitarstjóri í samtali við Morgun-
blaðið.
Einsöngvarar með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands á Vínartónleik-
unum að þessu sinni eru Jóna G. Kol-
brúnardóttir og Garðar Thór Cortes
auk þess sem fram koma dansararnir
Þorkell Jónsson, Denise Margrét
Yaghi, Gylfi Már Hrafnsson, María
Tinna Hauksdóttir, Guðjón Erik Ósk-
arsson og Eva Karen Ólafsdóttir.
Byrjað á Leðurblökunni
Margra á meðal er fastur liður að
sækja Vínartónleikanna, en sú hefð
að byrja árið á þessum tónleikum á
rætur sínar að rekja suður til Austur-
ríkis. Fyrir einni öld eða svo voru þar
í Vínarborg gjarnan haldnir tónleikar
í byrjun árs með völsum Straussfeðg-
anna. Tónlistarmenn í öðrum löndum
völdu að gera þennan sið að sínum og
sjónvarpsupptökur frá svona tón-
leikum njóta vinsælda. – Þessir
nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Íslands hefjast ávallt á forleik Jo-
hanns Strauss að Leðurblökunni og
þeim lýkur á Dónárvalsinum fræga.
Tónlist með innistæðu
Æfingar hljóðfæraleikara Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands að undanförnu
hafa verið helgaðar vínartónlist.
„Sveitin þekkir auðvitað þessa músík
sem á sterk ítök í okkur öllum. Þetta
er tónlist sem hefur mikla innstæðu
og boðskap. Já, það er ekki alveg frítt
við að maður komist ögn við þegar
hljóðfæraleikur og söngur smella
saman,“ segir Bjarni Frímann sem er
aðstoðarstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Hann er jafnframt tón-
listarstjóri Íslensku óperunnar, pían-
isti og fiðluleikari.
Grípandi taktur og laglínan dansar
Vinsælir vínarvalsar sem eiga sér langa hefð Sinfóníuhljómsveit Íslands byrjar árið í Hörpu
Heillandi tónlist, segir stjórnandinn Strauss hinn yngri og Tsjajkovskíj Endað við Dóná
Stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason sveiflar sprota á æfingu í vikunni.
Morgunblaðið/Eggert
Valsar Með bogann á þöndum stengjum. Bryndís Halla Gylfadóttir fjær.
Söngvarar Garðar Thór Cortes og Jóna G. Kolbrúnardóttir sjást hér syngja á Vínartónleikunum.
Nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt, grillkjöt,
lúxus hamborgarar, bacon og pylsur í brönsinn
Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími 7.30-16.30
Sími 557 8866
pantanir@kjotsmidjan.is
Komdu við
eða sérpantaðu
Gæða
kjötvörur
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Fatnaður fyrir fagfólk