Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 sviptingu ákveðins réttar sam- kvæmt ökuskírteini og réttar til að öðlast ökuskírteini. Morgunblaðið bar eftirfarandi spurningu undir Þórmund Jón- atansson, upplýsingafulltrúa sam- gönguráðuneytisins. „Ber að skilja það svo að hægt sé að svipta fólk ökurétti ef það ekur hraðar en 20 km á vistgötu?“ Svar Þórmundar var: „Skilningur þinn er alveg réttur í þessum efn- um. Nýju umferðarlögin gera ráð fyrir því að hámarkshraði í vistgöt- um sé 10 km/klst. sbr. 9. gr. og öku- menn verði sviptir ökuréttindum ef þeir aka hraðar en á tvöföldum há- markshraða sbr. 4. mgr. 99. gr.“ Þar með er þetta skýrt. Ökumað- ur, sem mældur er á 20 kílómetra hraða á vistgötu, verður sviptur ökuréttindum. Vistgötur er að finna í nokkrum bæjum, en flestar eru þær í Reykjavík. Samkvæmt eldri um- ferðarlögum var hámarkshraði á vistgötum 15 km/klst. Vistgötur höfuðborgarinnar má sjá á með- fylgjandi korti. Er ástæða til að hvetja ökumenn til þess að sýna sérstaka aðgát þegar þeir aka um þessar götur. En það er ekki bara ökuleyfis- svipting sem bíður ökumanna sem aka of hratt um vistgötur. Þeirra bíður einnig hraðasekt. Í reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum segir um vistgötur: „Sektin skal nema 20 þúsund krónum ef ekið er hraðar en 10 kílómetra og 40 þúsund ef ek- ið er hraðar en 20 km á klukku- stund.“ Hafa ber í huga að það eru vik- mörk á hraðamælingum lögreglu. Ekki er byrjað að sekta fyrir hrað- akstur fyrr en hraðinn er 5 km/klst meiri en leyfður hámarkshraði. Aka á 20 og missa réttindin?  Um vistgötu skal aka eigi hraðar en á 10 km/klst., segir í nýjum umferðarlögum  Ef ekið er á tvöföldum hraða skal svipta ökumann réttindum í þrjá mánuði  Lögreglan ætlar hægt í sakirnar Smiðjustígur Tryggvagata Hafnarstræti Kolasund Vesturgata Aðalstræti Fischersund Brattagata Grjótagata Mjóstræti Vála- stígur Haðar- stígur Suðurhlíðar ■ Beykihlíð, Birkihlíð, Lerkihlíð, Reynihlíð og Víðihlíð Seljahverfi ■ Kaldasel, á milli nr. 18-24 og nr. 4-14. Þingholt ■ Smiðjustígur milli Laugavegar og Hverfi sgötu ■ Haðarstígur ■ Válastígur Kvosin ■ Aðalstræti milli Fischer- sunds og Vesturgötu ■ Vesturgata milli Grófarinnar og Aðalstrætis ■ Tryggvagata milli Lækjar- götu og Pósthússtrætis ■ Kolasund ■ Hafnarstræti frá Kolasundi að Pósthússtræti Grjótaþorpið ■ Grjótagata ■ Mjóstræti ■ Brattagata ■ Fischersund TRYGGVAGATA Vistgötur utan miðbæjarins: H V E R F I SGATA FR ÍK IR K JU V. LAU FÁ SV EG U R SKÓLAVÖRÐUST. AUST U RSTRÆ T I T j ö r n i n H ó l a - va l l a - ga r ð u r L AUGAV EGU RBA N K ASTRÆ T I Vistgötur í miðbæ Reykjavíkur Morgunblaðið/Eggert Brattagata Gata í Grjótaþorpinu, sem telst vera vistgata. Þarna þurfa öku- menn að sýna sérstaka aðgát. Vistgötur eru merktar með sérstöku merki. Fyrst núna með nýjum lögum verður mögulegt að sekta vegna hraðaksturs á vistgötum. „Við munum ekki fara fram með neinu offorsi,“ segir Guð- brandur Sigurðsson. „Við sjáum til hvernig málin þróast á þessu ári.“ Guðbrandur segir að hrað- akstur á vistgötum hafi til þessa ekki verið vandamál og honum vitanlega hafa ekki kom- ið kvartanir um slíkt. Oft sé kvartað yfir því hvernig bílum er lagt í vistgötum, en þar má bara leggja í þar til gerðum stæðum. „En ákvæðið um hraðakstur er af hinu góða og hvetur fólk til varfærni,“ segir hann. Hægt verði að beita því ef ökumenn sýni vítavert aksturslag. Ekki verið vandamál HRAÐI Á VISTGÖTUMFRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Er mögulegt að ökumaður sem mældur er á 20 kílómetra hraða á vistgötu verði sviptur ökurétti í þrjá mánuði? Þessari spurningu verður að svara játandi þótt ótrú- legt megi virðast. Gönguhraði er talinn vera 5 km/ klst. og kraft- gönguhraði 7-9 km/klst. Því er mögulegt að öku- menn missi öku- réttindin fyrir að aka á rúmlega tvöföldum kraft- gönguhraða! Lögreglan hyggst fara hægt í sakirnar til að byrja með, eins og fram kemur í viðtali við Guðbrand Sigurðsson, að- stoðaryfirlögregluþjón umferð- ardeildar, hér til hliðar. Ný umferðarlög tóku gildi um síðustu áramót. 9. grein laganna fjallar um vistgötur. Þar segir:  Um vistgötu ber að aka hægt og eigi hraðar en 10 km á klst. Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka til- litssemi og víkja fyrir honum.  Vistgata skal afmörkuð með sérstökum merkjum sem tákna vistgötu. Vélknúnum ökutækjum má ekki leggja í vistgötu nema á merktum stæðum. 99. grein nýju umferðarlaganna er almennar reglur um sviptingu ökuréttar. Þar segir m.a.:  Svipting ökuréttar skal vera um ákveðinn tíma, eigi skemur en einn mánuð, eða ævilangt ef sakir eru miklar eða brot er ítrekað öðru sinni.  Þegar ekið er meira en tvöfalt hraðar en heimilt er skal svipting ökuréttar ekki ákvörðuð skemur en í þrjá mánuði.  Svipting ökuréttar felur í sér Guðbrandur Sigurðsson Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is PIPISTRELLO Borðlampi Verð frá 199.000,- Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Góð passamynd skiptir máli Skjót og hröð þjónust a Íbúar Reykjavíkur geta fengið salt og sand til að bæta öryggi á göngu- leiðum í nágrenni sínu og heim- keyrslum á fjórum hverfastöðum í borginni. Aðstaðan á Klambratúni er ekki lengur notuð sem hverfastöð. Hverfastöðin fyrir vesturborgina, sem var á Njarðargötu, er flutt í nýja aðstöðu á Fiskislóð 37 C vestur á Granda. Þar geta íbúar sótt sér salt og sand. Eins má fara í Þjón- ustumiðstöðina við Svarthöfða í sömu erindagjörðum, í hverfastöð- ina í Jafnaseli í Breiðholti og hverfastöðina á Kjalarnesi. Stöðv- arnar eru opnar virka daga klukk- an 7.30 til 17. Salt og sandur á fjórum stöðum í borginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.