Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
✝ Hermann Ás-kell Gunnars-
son fæddist 15. sept-
ember 1934 í
Skjaldartröð á
Hellnum á Snæfells-
nesi. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 3. janúar
2020.
Foreldrar hans
voru Málfríður Ein-
arsdóttir frá
Þóroddsstöðum í Ölfusi og Gunn-
ar Ingólfur Kristófersson frá
Skjaldartröð. Systkini Her-
manns Áskels sem lifa bróður
sinn eru Hjálmar, Kristófer og
Magnea. Látnir eru Sigvaldi,
Sigurvin, Einar V. Sigurðsson
(sammæðra) og Hinrik Eiríksson
(uppeldisbróðir).
Eiginkona Hermanns Áskels
er Guðbjörg Greta Bjarnadóttir,
f. 28. júní 1940 í Reykjavík. For-
eldrar hennar voru Bjarni Mar-
íus Einarsson frá Geldingalæk á
Rangárvöllum og Ásta Stef-
ánsdóttir frá Skagaströnd.
Dætur Hermanns og Gretu
Önnu, Samúel Fróða og Kolbein
Móa.
Hermann Áskell ólst upp í
Skjaldartröð og Gíslabæ á Helln-
um á Snæfellsnesi, en fjölskyldan
flutti til Reykjavíkur árið 1956.
Hermann fór ungur til sjós og
lærði til vélstjóra í Vélskólanum.
Hann var á ýmsum bátum og
togurum, ýmist háseti eða vél-
stjóri, oft með Sigvalda tvíbura-
bróður sínum. Hann var m.a. á
togurunum Bjarna Ólafssyni,
Austfirðingi, Ögra og Júlí; og
Garðari, elsta stálskipi Íslend-
inga. Hermann Áskell og Guð-
björg Greta giftust árið 1968 og
Hermann hætti til sjós ekki
löngu síðar. Þau bjuggu í Hlé-
gerði og í Hrauntungu í Kópa-
vogi uns þau fluttu í eigið hús á
Álfhólsvegi 90 um 1970. Þar
bjuggu þau allt þar til í nóv-
ember sl. að þau fluttu í Bæj-
arlind. Eftir að í land var komið
starfaði Hermann við innrétt-
ingasmíði, pípulagningar og
stífluhreinsun. Hann vann m.a.
um árabil fyrir Reykjavíkurborg
og Félagsbústaði. Hermann var
afar laginn og klókur verkmað-
ur, smíðaði sitt eigið hús og
trillu, ýmsa hluti og vann að upp-
finningum.
Útför Hermanns Áskels er
gerð frá Lindakirkju í Kópavogi
í dag, 9. janúar 2020, klukkan 15.
eru Þórkatla, f.
1974, og Kristrún,
f. 1969. Börn
Gretu og uppeld-
isbörn Hermanns
eru Óskar Gunn-
laugsson, f. 1962,
og Ásta Breiðfjörð
Gunnlaugsdóttir,
f. 1961. Sambýlis-
maður Þórkötlu er
Þorkell Þorkels-
son, börn þeirra
Tinna Sif og Kristófer Þorkell.
Eiginmaður Kristrúnar er Jón
Gunnar Þorkelsson, börn: Her-
mann Ágúst og Esmeralda Al-
dís Canales, Ísak og Knútur
Jónssynir. Eiginkona Óskars er
Hrönn Helgadóttir, börn þeirra
eru Hrefna og Gunnlaugur
Bjartur, Ástrós Líf Ástráðs-
dóttir og Kristján Werner Ósk-
arsson. Eiginmaður Ástu er
Samúel Örn Erlingsson. Dætur
þeirra eru Hólmfríður Ósk og
Greta Mjöll. Hólmfríður Ósk og
Arnar Jónsson eiga Ídu Maríu
og Bastían. Greta Mjöll og Willi-
am Óðinn Lefever eiga Regínu
Nú er komið að kveðjustund
sem er alltaf frekar leiðinleg og
erfið. Ég og þú áttum alltaf erfitt
þegar við fjölskyldan fórum aftur
út til Noregs eftir dvöl á Íslandi.
Þú varst besti pabbinn!
Þú kunnir allt. Kenndir mér að
veiða, gera við stífluð klósett og
vaska, skipta um perur, skipta
um dekk, stýra bátum og draga
grásleppunet, hnýta net og gera
að, mála og smíða og svo margt
fleira. Þú hafðir alltaf óbilandi
trú á mér og gafst mér sjálfs-
traustið sem hefur gert mig að
þeirri manneskju sem ég er í dag.
Þú máttir ekkert aumt sjá,
hvort sem það voru dýr, börn eða
fullorðið fólk. Þeim sem áttu erf-
itt varst þú bestur, alltaf reyndir
þú að hjálpa.
Kettir voru í sérstöku uppá-
haldi hjá þér og áttum við nokkra
í gegnum tíðina. Snælda uppá-
halds varð katta elst, 18 ára.
Uppáhaldsbókin mín sem þú last
fyrir mig á kvöldin var Kötturinn
með höttinn. Uppáhaldsþættirnir
voru Tommi og Jenni og þú hlóst
aldrei meira en þegar þú horfðir
á þá.
Sjóferðirnar á Rán, trillunni
sem þú smíðaðir sjálfur heima í
stofu, eru dýrmætar minningar
sem ég geymi vel. Fyrstu minn-
ingarnar eru á botninum í bátn-
um; ég að reyna að halda lífi í
fiskunum sem komu um borð,
seinna meir steinbíturinn sem
beit sig fastan á stígvélið mitt,
grindhvalir sem komu upp rétt
við hliðina á bátnum, risalúða
sem ég veiddi á handfæri, fjöl-
skylduferðir, villt í þoku og auð-
vitað sumarið sem ég vann með
þér á vertíð, þá 14 ára gömul. Ég
fékk alltaf að prófa allt þó að ég
væri ekki há í loftinu og þú varst
alltaf tilbúinn að sýna mér og
kenna.
Mér fannst einnig mikið til
þess koma að mamma mín fór
með þér á grásleppuvertíð í mörg
ár, þvílíkt kúl mamma og sam-
stillt hjón.
Þú varst ekki maður margra
orða en lést verkin tala, gerðir
allt sjálfur og baðst aldrei um
hjálp sem var kannski þinn akki-
lesarhæll.
Þú hugsaðir alltaf vel um
mömmu, þegar ég var eitthvað
erfið á unglingsárunum þá
baðstu mig um að hugsa um
mömmu því að hún hefði áhyggj-
ur af mér, ekki þú.
Þú sagðir sömu sögurnar af
mér og okkur systkinunum aftur
og aftur, varst svo stoltur. Ég á
eftir að sakna þess og reyna að
muna þær.
Þú varst besti pabbinn, afinn
og tengdapabbinn.
Elsku pabbi við hittumst í
Sumarlandinu og skellum okkur
á eins og eina vertíð.
Kristrún (Kiggó).
Hermann Áskell Gunnarsson
var í essinu sínu á sjó. Hann lék á
als oddi og steig ölduna með blik
í auga. Hann var Snæfellingur,
fór barnungur til sjós, lærði sína
vélfræði, reri á smærri og stærri
bátum og sumum öflugustu skip-
um síns tíma. Svo kom hann í
land til að njóta fjölskyldulífs
með konu sinni og börnum. Hann
var líka verkmaðurinn, harðdug-
legur og dverghagur, smíðaði sitt
hús, hélt því við og prílaði á þök-
um langt fram yfir áttrætt. Fjöl-
skyldan flutti inn á Álfhólsveginn
þegar stofan var ókláruð. Þegar
Hermann hafði bankað þar og
baukað í lengri tíma fann Greta
hvergi hraðsuðuketilinn. Eftir
mikla leit fór hún inn í stofu. Þar
fannst ketillinn örendur, en líka
trilla, nær tilbúin. Ketillinn hafði
nýst við að beygja timbur. Rán
var svo hífð út og sigldi lengi.
Hermann reri á Faxaflóa í frí-
stundum, á grásleppu og skak.
Rán var fákur hans og húsið
musteri. Í kjallaranum var dóta-
kassi með uppfinningum, lengra
og skemmra komnum. Margar
tengdust sjómennsku og öryggi
sjómanna.
Ég var heppinn, með Ástu
minni fékk ég tvo tengdafeður og
tvær tengdamæður. Hermann
var fóstri hennar og reyndist
magnaður afi þegar dætur okkar
komu til sögu. Hann var óþreyt-
andi að gæta þeirra, leika við þær
og spila. Greta tengdamóðir mín
var okkar helsta hjálparhella.
Stelpurnar okkar áttu annað
heimili hjá þeim hjónum þegar
við þutum heiminn á enda. Líka
aðra daga, þegar minna var und-
ir. Það var gott skjól á Álfhóls-
veginum. Enda settum við okkur
niður í götunni, fyrst ofar, svo
neðar.
Hermanni féll sjaldan verk úr
hendi, en gaf sér líka tíma til að
njóta. Við Ásta áttum góða að við
að koma undir okkur fótunum.
Hermann var óþreytandi, leysti
flækjur og sparaði okkur erfiði
og útgjöld. Það kom sér vel, það
var ekki mikið á milli handa.
Stundum gat ég launað greiðann
þegar róið var til fiskjar. Þá
blasti við Snæfellingurinn með
blik í auga. Hann var nettur,
kvikur á fæti og afar vel á sig
kominn. Hann dró netin og lét
hreyfingu bátsins á öldunni
hjálpa sér, dró allt á höndum.
Þokkalegir burðir hjálpuðu mér í
þessu, en ég hafði ekki roð við
honum. Þetta var gleði og gam-
an. Sjómaðurinn sagði til og
gætti þess að særa ekki stolt
keppnismannsins.
Sjómannsferill Hermanns
spannaði rúma tvo áratugi, auk
áratuga grásleppu- og frístunda-
veiða á Rán. Hann átti pláss á
mörgum skipum og komst stund-
um í hann krappan. T.d. réð því
tilviljun, að Hermann fór ekki
með togaranum Júlí frá Hafnar-
firði í sína hinstu för. Þetta var í
ársbyrjun 1959. Hermann hafði
verið á skipinu í marga mánuði,
en hætti við að fara á síðustu
stundu. Þá voru komnir menn að
sækja hann. Júlí fórst svo með 30
manna áhöfn á Nýfundnalands-
miðum. Hermann var síðast vél-
stjóri um 1970 á Garðari frá
Hafnarfirði. Garðar er elsta stál-
skip Íslendinga, var síðar gerður
út frá Patreksfirði og er nú á
landi í Skápadal.
Við Ásta kveðjum fóstra og
tengdaföður með söknuði. Hann
stígur nú ölduna á nýrri slóð.
Farðu í friði, kæri vinur, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Samúel Örn Erlingsson,
Ásta B. Gunnlaugsdóttir.
Elsku afi minn er fallinn frá.
Hermann afi var sá afi sem ég
fékk í „kaupbæti“ þó að ég hafi
verið fullgömul orðin þegar ég
áttaði mig á að oftast ætti fólk
ekki þrjá afa.
Hvílík lukka að hafa fengið að
eiga þennan. Það var svo margt
töfrandi við hann og margar
góðar minningar.
„Afi minn er sko með tattú“
var hluti af montræðunni. Þá
spáði ég minna í það að sænski
fáninn á framhandleggnum
hefði kannski átt að vera ís-
lenskur þegar flúrið var sett á
hann í Englandi og kvenmanns-
nafnið undir honum var ekki
nafnið hennar ömmu. En við
barnabörnin spurðum aldrei
nánar út í það en hlæjum þó að
því okkar á milli núna. Afi kunni
nefnilega alltaf að meta góðan
húmor.
Nöglin á þumalfingri gerði
hann að enn meiri rokkstjörnu í
minningunni þar sem nöglin var
í laginu eins og húsþak. Aldrei
virtist hann þreytast á því að ég
bæði hann að sýna mér hana,
aftur og aftur og aftur. Þolin-
mæðin var nefnilega ómæld, afi
hafði alltaf tíma.
Tíma sem hann gaf sér í að
kenna mér þjóf, kenna mér
hvern einasta kapal sem ég
kann og mannganginn.
Ef þolinmæðin var á þrotum
hjá orkumiklu barninu sem ég
var, þá voru byggðar spilaborgir
inni í stofu.
Þar smíðaði hann einmitt bát-
inn sinn ... svona eins og fólk
gerir inni í stofu! Þannig var afi,
uppfinningamaður mikill og
þúsund þjala smiður. Aðal og
besti titillinn fannst mér þó þeg-
ar hann kallaði sig „uppvöskun-
arvélina hennar ömmu“.
Nú þegar árin líða kveðjum
við Álfhólsveginn og afa, nýr
staður og nýir tímar taka við.
Ég mun sakna þess að sjá grá-
sleppuna hanga undir stiganum
úti og afa að dytta að í garð-
inum. Í staðinn hugsa ég til afa
þegar ég heyri í uppþvottavél-
ina mala í nýju íbúðinni hjá
ömmu.
Þakklætið er efst í huga.
Þakklæti fyrir samveruna.
Þakklæti fyrir bátsferðirnar,
allar sögurnar, útilegurnar og
brandarana.
Takk, elsku afi, fyrir allan
tímann sem þú gafst mér og fyr-
ir að vilja vera afi minn!
Greta Mjöll.
Hermann Áskell
Gunnarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ELINBORG BENEDIKTSDÓTTIR,
Álftahólum 6,
áður búsett á Blönduósi,
lést á Mánateig, Hrafnistu, Reykjavík,
26. desember. Útförin fer fram frá Seljakirkju
föstudaginn 17. janúar klukkan 13.
Sigurbjörg, Benedikt, Sigurjón, Hörður,
Kristbjörg Róselía, Guðrún, Guðríður,
Páll Valdimar og Kjartan Ólafsbörn
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SÓLVEIG G. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
mánudaginn 30. desember. Útförin fer fram
frá Árbæjarkirkju föstudaginn 10. janúar
klukkan 13.
Guðmundur Freyr Camilla Abad
Inga María Gunnarsdóttir Heiðar Birnir Torleifsson
Gunnar Óli Gunnarsson Diljá Rut Guðmundudóttir
og ömmubörn
Elsku systir mín og frænka okkar,
SIGRÍÐUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR
skólaritari,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
mánudaginn 13. janúar klukkan 14.
Sigþrúður Sigurðardóttir
Sigurður Halldórsson Erla Helga Sveinbjörnsdóttir
Brynjúlfur Halldórsson Gunnar Jóhannesson
Elín Eir Jóhannesdóttir
Okkar ástkæri,
JAKOB UNNAR BJARNASON,
lést 5. janúar á Landspítalanum, Fossvogi.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 15. janúar klukkan 13.
F.h. ættingja og annarra vandamanna,
Bent Bjarnason Helga Helgadóttir
Anna Þórdís Bjarnadóttir Stefán R. Jónsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur,
bróðir, vinur og besti afi í heimi,
LILJAR SVEINN HEIÐARSSON
múrari,
varð bráðkvaddur á heimili sínu mánu-
daginn 6. janúar. Útför fer fram frá
Lindakirkju föstudaginn 24. janúar klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð sonar
hans Þorbjarnar Hauks Liljarssonar: 010955-2970
0370-13-907273.
Dagrún Fanný Liljarsdóttir Fannar Freyr Bjarnason
Lilja Guðrún Liljarsdóttir Styrmir Már Sigmundsson
Dagrún Kristjánsdóttir Björgvin Þórðarson
Ólafur Heiðar Ólafsson
Guðrún Hauksdóttir Schmidt
systkini og barnabörn hins látna
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BJARNEY SIGURÐARDÓTTIR
frá Seyðisfirði,
Hæðargarði 29, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu-
daginn 19. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 10. janúar klukkan 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks B4 LSH Fossvogi fyrir hlýhug og
góða umönnun.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar
er bent á MS-félagið.
Rannveig Jónína Ásbjörnsd. Stefán Carlsson
Björn Eyberg Ásbjörnsson Valgerður Sveinsdóttir
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Tómas Jóhannesson
Ester Ásbjörnsdóttir Einar Egilsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
vegna andláts móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR KRISTBJÖRNSDÓTTUR,
Birnustöðum, Skeiðum,
sem lést 4. desember.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KNÚTUR BJARNASON,
Kirkjuvöllum 5,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ á
nýársdag. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 16. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á líknarfélög.
Bryndis Stefánsdóttir
Stefanía Knútsdóttir Ólafur Helgi Árnason
Knútur Knútsson Elena Orlova
Bjarni Knútsson Pálmey Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn