Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 69
EM 2020
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eyjamaðurinn Erlingur Rich-
ardsson er mættur með hollenska
landsliðið til Noregs en í dag mætir
Holland liði Þýskalands þegar EM
karla í handknattleik hefst. Um
tímamót er að ræða hjá Hollend-
ingum því karlaliðið er í fyrsta skipti
á EM og hefur aðeins einu sinni áður
komist í lokakeppni stórmóts en það
var á HM 1961. Kvennalandslið Hol-
lands hefur hins vegar látið að sér
kveða á undanförnum árum og er nú-
verandi heimsmeistari.
„Þetta er stórt skref fyrir þennan
hóp því þetta er í fyrsta sinn sem
þeir fara á stórmót. Þetta er því nýtt
fyrir alla mína leikmenn og við erum
í riðli með sigurvegurum síðustu
tveggja Evrópumóta: Spáni og
Þýskalandi. Þetta er því stórt verk-
efni en við verðum að nota tækifærið
og njóta þess að vera hérna á stóra
sviðinu,“ sagði Erlingur þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum í gær.
Eftirvæntingin er skiljanlega mikil
og tilfinningarnar flæddu um fund-
arherbergið þegar Erlingur tilkynnti
hverjir skipa leikmannahópinn á
EM.
„Þegar ég tilkynnti hópinn eftir
vináttuleiki í Sviss á sunnudaginn þá
grétu menn bara til skiptis á öxlinni
hver á öðrum. Sumir vegna vegna
þess að þeir fengu þær fréttir að þeir
færu ekki á EM og svo aðrir vegna
þess að þeir höfðu beðið eftir þessu
tækifæri nánast allan sinn feril.
Þarna voru miklar tilfinningar og
það lýsir því kannski best hversu
mikla þýðingu þetta hefur. Þarna sá
maður hversu stórt þetta er fyrir
þessa stráka.“
Markið var sett á EM
Liðum hefur verið fjölgað í loka-
keppni EM og Erlingur segir að
markið hafi verið sett á að komast á
EM þegar undankeppnin hófst. Jafn-
vel þótt Holland hafi aldrei komist á
EM og aðeins einu sinni á HM. Hann
nefnir hins vegar að eftir því sé tekið
að Holland sé nú með bæði landslið
sín á stórmóti og kvennaliðið í
fremstu röð.
„Þau skilaboð sem ég fékk voru að
markmiðið væri að liðið kæmist á
EM. Einnig spilaði inn í að liðum
væri fjölgað í keppninni. Við vorum í
hörkukeppni í riðlinum og töpuðum
til að mynda gegn Slóveníu á heima-
velli með eins marks mun í leik þar
sem við vorum lengi vel yfir. Setti
það okkur í þá stöðu að þurfa að
vinna Letta heima með nokkrum
mun. Þá var nokkur pressa en okkur
tókst að vinna leikinn og komast
áfram,“ sagði Erlingur sem áður
þjálfaði erlendis þegar hann stýrði
Füsche Berlín í Þýskalandi. Í ein-
hverjum tilfellum ræðir hann við hol-
lensku leikmennina á þýsku ef þeir
kjósa það frekar en enskuna. Hins
vegar er enskan ríkjandi í sam-
skiptum Erlings við Hollendingana.
„Já, ég tala ensku en nokkrir leik-
menn vilja frekar tala þýskuna við
mig maður á mann. Ég reyni þá að
klóra mig í gegnum það en annars er
enskan notuð bæði á gólfinu og á
fundum. Því fylgja engin vandamál.“
Sex leikmenn í Þýskalandi
Lið Hollands er ekki komið á stór-
mót að ástæðulausu. Í leikmanna-
hópnum eru sex leikmenn sem leika í
þýsku bundesligunni. Fimm þeirra
eru innan um Íslendinga hjá Nord-
horn, Lemgo og Bergischer. Eru
þeir einnig með menn í efstu deild í
Frakklandi, Danmörku og Póllandi.
Spurður út í hollenska liðið sagði
hann það vera blöndu af hávöxnum
leikmönnum og lágvaxnari. „Miðju-
maðurinn okkar [Luc Steins] er
mjög lágvaxinn og spilar mjög hratt.
Hann hefur svakalega þekkingu á
íþróttinni varðandi taktík og fleira.
Hann var leikmaður októbermán-
aðar í Frakklandi. Á hinn bóginn
fengum við inn tvo unga stráka í
miðja vörnina en þeir byrjuðu að
spila með okkur í haust. Þeir eru
stærri og sterkari. Ég myndi því
segja að þetta sé mjög blandað lið og
líkamlega mætti kannski segja að
það sé líkt því íslenska. En við erum
ekki með leikmann eins og Aron
Pálmarsson sem getur dregið lið
langt með sinni einstaklingsfærni.
Við þurfum að treysta á liðsheild-
ina,“ sagði Erlingur og gat þess einn-
ig að hann nær ekki að tefla fram
reyndum leikmanni, Fabian van Olp-
hen, sem leikur með Lemgo og var
áður hjá Magdeburg. Van Olphen
var ekki með Hollendingum í und-
ankeppninni er var tilbúinn til að
taka slaginn á EM. Hann meiddist
hins vegar á hné á dögunum og er úr
leik.
Njóta augnabliksins
Riðill Hollendinga er svolítið und-
arlegur. Þar eru annars vegar tvær
elítuþjóðir í handboltanum: Þjóð-
verjar og Spánverjar, en hins vegar
Hollendingar og Lettar sem hafa
litla reynslu af stórmótum.
„Það verður dálítið fróðlegt að sjá
hvernig þetta fer af stað hjá okkur.
Við erum með þrjá leikmenn sem
hafa spilað færri en tíu A-landsleiki.
Eins og ég sagði þá ætlum við að
njóta augnabliksins og spila eins góð-
an handbolta og við getum. Kannski
getum við sett þessar stóru þjóðir í
erfiða stöðu,“ sagði Erlingur Rich-
ardsson í samtali við Morgunblaðið.
„Verður fróðlegt“
Erlingur Richardsson mun glíma við Þjóðverja og Spánverja á EM
Stór áfangi fyrir Hollendingana Leikmenn grétu þegar hópurinn var valinn
Holland Erlingur Richardsson verður fyrsti þjálfarinn til að leiða hollenskt karlalandslið á EM í handbolta.
ÍÞRÓTTIR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Við hverju eigum við að búast
af íslenska karlalandsliðinu í Evr-
ópukeppninni í handbolta sem
hefst í dag?
Afrek á borð við silfrið í Pek-
ing og bronsið í Vínarborg eru
ekki í sjónmáli hjá „strákunum
okkar“ að þessu sinni.
Við sáum í vináttuleiknum við
Þjóðverja um síðustu helgi að bilið
á milli okkar liðs og þeirra bestu
er of mikið eins og sakir standa.
Auðvitað gæti allt smollið
saman þegar í mótið er komið.
Annað eins hefur gerst þegar
Guðmundur Guðmundsson er
annars vegar.
En í fyrsta lagi þarf varnar-
leikurinn að vera með allra besta
móti og þar virðist liðið enn eiga
talsvert í land. Óvissuþættirnir
þar eru margir.
Í öðru lagi þarf markvarslan að
vera mjög góð og stöðug en hún
hefur því miður verið hálfgerður
akkilesarhæll hjá liðinu í seinni
tíð.
Í þriðja lagi þarf Aron Pálm-
arsson að eiga sitt besta stórmót
og draga félagana með sér.
Gangi þetta þrennt upp gæti
liðið skákað Rússum og Ungverj-
um og þar með endað í hópi tólf
bestu liðanna. Hugsanlega komist
í baráttu um sæti í undankeppni
Ólympíuleikanna. Það yrði frábær
árangur.
Ég er spenntastur fyrir því að
sjá hvort hinir kornungu Viktor
Gísli Hallgrímsson og Haukur
Þrastarson, 19 og 18 ára gamlir,
nái að taka stór skref á þessu
móti.
Viktor er efnilegasti markvörð-
ur sem við höfum eignast um ára-
bil og Haukur getur náð afar langt
í íþróttinni. Þeir munu öðlast dýr-
mæta reynslu í Malmö.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
EM 2020
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Danir eru fyrstu andstæðingar Ís-
lendinga á Evrópumótinu í hand-
knattleik karla á laugardaginn og
þeir mæta til leiks með eitt mark-
mið: Að verða Evrópumeistarar, og
þar með að verða handhafar allra
þriggja stóru titlanna í handbolt-
anum. Þeir eru ríkjandi ólympíu-
meistarar frá 2016 og heimsmeist-
arar frá 2019. Aðeins Frakkar hafa
áður unnið þetta afrek, í tvígang, en
nú fá Danir tækifærið.
Norðmenn, Frakkar og Þjóð-
verjar komust með Dönum í undan-
úrslitin á HM fyrir sléttu ári. Spán-
verjar eru ríkjandi Evrópumeistarar
og Króatar eru alltaf líklegir til að
fara langt á stórmótunum en hafa
sérhæft sig í bronsverðlaunum und-
anfarinn áratug. Að viðbættum Sví-
um, undir stjórn Kristjáns Andrés-
sonar, ættu þetta að vera þjóðirnar
sem berjast um verðlaunin á þessu
sérstaka Evrópumóti sem haldið er í
þremur löndum, Noregi, Svíþjóð og
Austurríki, en þetta er í fyrsta sinn
sem mótið er leikið í meira en einu
landi.
Stærsta keppnin og Ísland
í ellefta sinn í röð
Keppnin er stærri en nokkru sinni
fyrr því liðum var fjölgað úr 16 í 24.
Ísland er með í ellefta skiptið í röð
en íslenska liðið hefur verið þátttak-
andi í lokakeppninni samfleytt frá
árinu 2000. Einu sinni hefur liðið
komist á verðlaunapall en það var í
Austurríki árið 2010 þegar það
hreppti bronsverðlaunin og þá
komst Ísland í undanúrslitin árið
2002 þegar það hafnaði í fjórða sæti
eftir tap gegn Dönum í leik um
bronsið.
Guðmundur Þ. Guðmundsson var
þjálfari Íslands í bæði skiptin sem
það hefur komist í undanúrslitin.
Liðin 24 leika í sex riðlum þar sem
A- og B-riðlarnir eru leiknir í Graz
og Vín í Austurríki, C- og D-riðlarnir
í Þrándheimi í Noregi og E- og F-
riðlarnir í Malmö og Gautaborg í
Svíþjóð. Riðlarnir eru þannig skip-
aðir:
A-riðill: Króatía, Hvíta-Rússland,
Svartfjallaland og Serbía.
B-riðill: Tékkland, Norður-
Makedónía, Austurríki og Úkraína.
C-riðill: Spánn, Þýskaland, Lett-
land og Holland.
D-riðill: Frakkland, Noregur,
Portúgal og Bosnía.
E-riðill: Danmörk, Ungverjaland,
Ísland og Rússland.
F-riðill: Svíþjóð, Slóvenía, Sviss
og Pólland.
Milliriðillinn líka í Malmö
Tvö efstu liðin í A-, B- og C-riðlum
fara í milliriðil I sem verður leikinn í
Vín en tvö efstu lið í D-, E- og F-
riðlum fara í milliriðil II sem verður
leikinn í Malmö.
Keppnin er því hagstæð fyrir ís-
lenska liðið sem verður um kyrrt í
Malmö, takist því að komast áfram
úr E-riðli keppninnar. Þá myndi Ís-
land væntanlega mæta Frakklandi,
Noregi, Svíþjóð og Slóveníu í milli-
riðlinum og taka með sér þangað úr-
slitin úr leiknum við Dani, að því
gefnu að það yrðu Danmörk og Ís-
land sem færu áfram úr E-riðlinum.
Ekki er leikið um sæti 13 til 24
þannig að þau lið sem enda í þriðja
og fjórða sæti riðlanna sex hafa þar
með lokið keppni eftir þrjá leiki.
Ísland mætir Danmörku í fyrsta
leik sínum á laugardaginn, Rúss-
landi mánudaginn 13. janúar og
Ungverjalandi miðvikudaginn 15.
janúar. Allir leikirnir hefjast klukk-
an 17.15 að íslenskum tíma.
Leikir dagsins á EM:
A: Hv.Rússland – Serbía kl. 17.15
C: Þýskaland – Holland kl. 17.15
A: Króatía – Svartfjallal. kl. 19.30
C: Spánn – Lettland kl. 19.30
Danir stefna á magnað afrek
EM í handbolta hefst í dag Verða Danir handhafar allra þriggja titlanna?
Rúnar Krist-
insson og læri-
sveinar hans í KR
hefja titilvörnina
á Íslandsmóti
karla í knatt-
spyrnu næsta vor
með útileik gegn
erkifjendunum í
Val. KR-ingar
urðu Íslands-
meistarar á Hlíð-
arenda í haust og eiga því góðar
minningar þaðan. Leikurinn fer fram
síðasta vetrardag, miðvikudags-
kvöldið 22. apríl, og þetta verður
fyrsti leikur mótsins, sem aldrei hef-
ur byrjað jafn snemma.
Grótta leikur sinn fyrsta leik í
efstu deild á Kópavogsvelli, gegn
Breiðabliki, og mætir því Óskari
Hrafni Þorvaldssyni, sem kom Sel-
tirningum upp um tvær deildir áður
en hann tók við þjálfun Breiðabliks í
vetur.
Í fyrstu umferð mætast líka HK –
FH, ÍA – KA, Víkingur R. – Fjölnir og
Stjarnan – Fylkir en þeir leikir fara
fram 23. og 24. apríl. Fimm af heima-
liðunum sex eru með gervigras á sín-
um heimavelli en Skagamenn kepp-
ast nú við að gera sinn grasvöll
kláran fyrir 23. apríl. vs@mbl.is
KR-ingar
byrja á
Hlíðarenda
Rúnar
Kristinsson