Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
✝ Gunnar Gunn-arsson fæddist
á Selfossi 14. sept-
ember 1928. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
Selfossi 30. desem-
ber 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Gunnar
Símonarson, f. 31.
desember 1898, d.
13. desember 1950
og Ástríður Ólafsdóttir, f. 14.
ágúst 1895, d. 8. mars 1978. Syst-
ir Gunnars var Þorbjörg, f. 7.
október 1924, d. 25. desember
sama ár.
Gunnar kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Steinunni Aðal-
björgu Eyjólfsdóttur, f. 11. mars
1931. Foreldrar hennar voru
Eyjólfur Þorleifsson og Guðrún
Erlingsdóttir.
Börn Gunnars og Steinunnar
eru: 1) Atli Gunnarsson, f. 5.
mars 1953, giftur Önnu Sigrún-
ardóttur. Barn Atla með fyrri
eiginkonu, Kristínu Evu Sigurð-
ardóttur, er Eva Dögg, f. 8. apríl
issyni, börn þeirra eru: a) Eyþór
Gunnar, f. 21. maí 1983, í sam-
búð með Sunnu Mist Sigurðar-
dóttur, dóttir þeirra er óskírð
Eyþórsdóttir, f. 8. desember
2019. Sonur Sunnu Mistar og
stjúpsonur Eyþórs er Gabríel
Máni Ómarsson, f. 29.9. 2010. b)
Vignir, f. 17. mars 1988, giftur
Amöndu MacQuin.
c) Berglind, f. 21. mars 1990, í
sambúð með Stefáni Ármanni
Þórðarsyni, dætur þeirra eru
Saga, f. 9. febrúar 2016 og Erna
Margrét, f. 29. júlí 2019. d) Stein-
unn Fjóla, f. 28. júní 1994, í sam-
búð með Birgi Guðjónssyni.
4) Sigríður, f. 29. maí 1965,
barn hennar með Héðni Gunn-
arssyni er Símon Leví, f. 26. júní
1996.
Gunnar bjó alla sína tíð á óðali
feðra sinna á bænum Selfossi I.
Hann lauk barnaskólaprófi og
stundaði síðan nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands en
varð að hætta námi er hann tók
við búi foreldra sinna við andlát
föður síns. Hann réðst til starfa
hjá Kaupfélagi Árnesinga 1967
og starfaði þar allt til loka
starfsævinnar. Meðfram búskap
og annarri vinnu stundaði hann
öll sumur laxveiði í Ölfusá.
Útför Gunnars fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 9. janúar
2020, kl. 14.
1986, í sambúð með
Ívari Bjarka Lár-
ussyni, dóttir þeirra
er Aþena Dröfn, f.
18. nóv. 2019.
2) Guðrún Ásta
Gunnarsdóttir, f.
17. maí 1957, gift
Sveini Sigurmunds-
syni. Börn Guð-
rúnar Ástu með
fyrri eiginmanni,
Grétari Halldórs-
syni, eru: a) Íris, f. 21. janúar
1978, gift Ægi Sigurðssyni. Dæt-
ur þeirra eru Katla Sif, f. 9. des-
ember 2000, Sara, f. 23. júlí
2003, Guðrún Ásta, f. 31. október
2005 og Rán, f. 30. apríl 2010.
Sonur Ægis er Arnór Ingi, f. 26.
október 1996.
b) Ívar, f. 23. mars 1984, gift-
ur Karen Guðmundsdóttur, dótt-
ir þeirra er Rakel Ingibjörg, f.
24. febrúar 2011. Sonur Karenar
og stjúpsonur Ívars er
Guðmundur Bjarni Brynjólfsson,
f. 11. nóvember 2003.
3) Erna Gunnarsdóttir, f. 12.
maí 1964, gift Jóni Árna Vign-
Elsku pabbi minn hefur kvatt
þessa jarðvist. Búinn að leysa
landfestar í síðasta sinn og ýta úr
vör. Laus úr viðjum óminnis sem
lagðist yfir hans áður frjóa huga
eins og þykk þoka. En margs er að
minnast og margt er að þakka.
Dýrmætar minningaperlur verða
áfram ljós í lífi okkar afkomenda
hans. Sú arfleifð sem hann skildi
eftir sig sem hlýr og góður faðir og
afi og umfram allt góð fyrirmynd.
Hann pabbi var ekki maður
margra orða, hann var nákvæm-
lega hann sjálfur. Hann var list-
rænn í eðli sínu en það átti ekki
fyrir honum að liggja að sinna
listagyðjunni þegar skyldan kall-
aði hann til annarra verka. Hann
var mikið náttúrubarn og naut sín
best við að rækta sinn garð og sína
jörð. Pabbi unni sveitinni sinni
umfram allt og þó að hann nyti
þess að ferðast þá var alltaf best
að vera heima. Í skjóli fjallsins á
bökkum elfunnar, þar sló hjartað.
Elsku pabbi minn, góða ferð, ég
veit að það er vel tekið á móti þér.
Guðrún þín Ásta.
Gunnar Gunnarsson fæddist á
Selfossi, Vesturbæ, 14. september
1928. Þar bjó hann alla sína ævi,
fyrst í húsi foreldra sinna þar sem
hann hóf búskap með konu sinni
Steinunni Eyjólfsdóttur. Þau
byggðu hús fyrir sína fjölskyldu
vestan við eldra húsið á Selfoss-
jörðinni. Þar var lögð áhersla á út-
sýni yfir Ölfusá en áin átti stóran
hlut í hug og starfi Gunnars. Þeg-
ar sest var niður með honum yfir
kaffibolla var yfirleitt rætt um
hvernig áin væri þann daginn.
Hann unni mjög sínu landi og tal-
aði ávallt um gæði Flóans með
hlýhug og virðingu.
Við brúna yfir Ölfusá, sem
stendur á landi Selfossjarðanna,
Vesturbæjar og Austurbæjar, tók
að myndast þorp sem smám sam-
an lagði undir sig land jarðanna.
Selfosskaupstaður stendur á landi
sem Gunnar og hans forfeður áttu
og nytjuðu áður til búskapar.
Gunnar bar ávallt hlýhug til
stækkandi byggðar og eftirlét
hinu vaxandi sveitarfélagi af sínu
landi eins og eftir var óskað á
hverjum tíma. Það sama gerðu
faðir hans og eigendur Austur-
bæjar. Framan af starfsævi sinni
stundaði Gunnar hefðbundinn bú-
skap með nautgripi og sauðfé
ásamt allnokkru hænsnabúi. Þeg-
ar búrekstur lagðist af réðst hann
til starfa hjá Kaupfélagi Árnes-
inga. Gunnar nytjaði hlunnindi
jarðar sinnar. Í samstarfi við
Bjarna Sigurgeirsson bónda í
Austurbæ var stunduð laxveiði í
Ölfusá. Net voru felld í skamm-
deginu, bátum við haldið og smíð-
aðir kláfar. Að vori þegar fór að
styttast í veiðitíma voru kláfar
settir niður úti í beljandi vatns-
straumnum, þeir fylltir af grjóti
eftir að tekist hafði að koma þeim
fyrir á þann hátt sem bændurnir
töldu rétt, mikilvægt að þeir sneru
rétt á móti straumi, væru ná-
kvæmlega á þeim stað sem reynsl-
an hafði kennt að þeir skyldu
standa á, vel skorðaðir á árbotn-
inum. Net voru lögð út frá kláf-
unum og þeirra vitjað fjórum sinn-
um á sólarhring. Gunnari var
meðfætt að taka fyrirliggjandi
verkefni til skynsamlegrar athug-
unar áður en framkvæmt var.
Gekk svo til verka af ákveðni,
kjarki og útsjónarsemi.
Gæfumaður var Gunnar í sínu
lífi, heilsuhraustur að mestu, eign-
aðist traustan lífsförunaut í konu
sinni Steinunni og átti með henni
fjögur börn sem öll eru heiðarleg-
ar og vandaðar manneskjur.
Börnum, barnabörnum og barna-
barnabörnum var hann ávallt góð
fyrirmynd. Þau bar hann á örmum
sér og unni mjög.
Jákvæðni, bjartsýni og einstak-
lega létt lund er það sem mér er
minnisstæðast og tel hafa ein-
kennt Gunnar Gunnarsson
tengdaföður minn.
Jón Árni Vignisson.
Afi minn, Gunnar á Fossi, er
dáinn.
Hann var frægur á Selfossi og
hafði verið það í mörg mörg ár, af
því hann var elstur allra inn-
fæddra Selfyssinga, elsku afi.
Hann var bóndinn á Fossi, sem
keyrði um bæinn á jeppanum sín-
um, fór með eggin í búðirnar og
flutti fóðrið heim til baka.
Hann var alger sveitamaður,
sem aldrei hefði getað búið í borg.
Náttúrubarn, sem elskaði að fara í
göngutúr með hendur fyrir aftan
bak, með strá í munninum og vera
ekkert að flýta sér. Listrænn var
hann og hafði gaman af að taka
ljósmyndir af náttúrudýrðinni og
sólsetrinu með öllum sínum litum.
Hann naut þess að vinna úti í
náttúrunni, gróðursetja tré og
veiða í net í Ölfusá.
Aldrei vildi hann borða kjúk-
ling, af því hann hafði verið
hænsnabóndi. Hann elskaði öll
börnin sín, barnabörnin og svo
langafabörnin, hann var alveg ein-
staklega barngóður.
Hann elskaði líka ömmu of-
boðslega mikið, þau voru svo góð
saman.
Það var erfitt fyrir ömmu eftir
að hann veiktist.
Hann var í rauninni farinn fyrir
löngu, en ég er fegin að hann var á
lífi þegar Aþena Dröfn mín fædd-
ist, að geta sagt honum frá því aft-
ur og aftur að ég ætti von á barni.
Og þegar ég sýndi honum myndir
af henni sagði hann „seisei“ og
samgladdist.
Hann afi naut lífsins og kallaði
okkur alltaf blómin sín.
Hann hafði alltaf greiðu í vas-
anum til að greiða svarta fallega
hárið til hliðar, eins og karlarnir í
Grease. Hann var svo flottur á
græna Willys-jeppanum. Hann
drakk kaffi með mola og smá
mjólk út í og alltaf átti hann Ópal,
sykurlausan, í vasanum til að
bjóða barnabörnunum upp á eitt-
hvað gott. Hann var mikill sælkeri
og vildi helst alltaf fá ís með
súkkulaðisósu og kexi eftir hádeg-
ismatinn.
Ef það var ekki í boði fékk hann
sér súkkulaðikex og mjólk.
Amma var líka dugleg að baka
og það var best af öllu að koma til
þeirra í kaffitímanum.
Það var gott að knúsa afa, hann
var með svo blíðar hendur og gott
hjarta. Merkilegt að hafa verið í
kringum manneskju sem var fædd
1928, fyrir svona óskaplega mörg-
um árum.
Elsku afi minn, þakka þér allt
það góða sem þú gerðir fyrir mig,
þú varst yndislegur.
Eva Dögg Atladóttir.
Gunnar
Gunnarsson
✝ Guðrún ÁsaPálína Björns-
dóttir var fædd í
Reykjavík 25. sept-
ember 1941. Hún
lést á Skjóli 19. des-
ember 2019.
Foreldrar Ásu
voru Björn Stein-
dórsson, fæddur á
Vopnafirði 5.5.
1915, d. 15.9. 1988
og kona hans Krist-
ín Alexandersdóttir, fædd á
Suðureyri við Súgandafjörð 2.4.
1915, d. 5.7. 2003. Systkini Ásu
eru Sigurður, f. 1936, maki Rak-
el, Ása Pálína, f. 1938, d. 1939,
Daníel, f. 1947, maki Jórunn, Al-
exander, f. 1949, Björn, f. 1950,
maki Elín, Marteinn, f. 1954,
maki Kristín. Systir sammæðra
er Berta Björgvinsdóttir, f.
1935, maki Tómas, látinn.
Þann 4.12. 1960 giftist Ása
Angantý Vilhjálmssyni bak-
arameistara, f. 15.9. 1938, hann
lést 7.8. 2010 í Reykjavík. For-
eldrar hans voru Arngrímur
Vilhjálmur Angantýsson, f.
15.11. 1906, d. 16.8. 1984 og
kona hans Aðalbjörg Júl-
íusdóttir, f. 20.1. 1914, d. 15.3.
2002. Börn Ásu og Angantýs
eru 1) Kristín Birna, f. 22.9.
1960, maki Gauti Torfason,
f. 9.2. 1969, maki Kristján
Karlsson. Barn Bjarkar og Að-
alsteins Flosasonar er Ása
Dögg, í sambúð með Guðmundi
Steini Hafsteinssyni, börn Ang-
antýr Helgi og Viktoría Líf.
Kristján á Hafrúnu, Guðjón og
Ásdísi og 1 barnabarn. 6) Gunn-
ar Örn, f. 4.11. 1975, í sambúð
með Elsu Dagmar Runólfs-
dóttur. Börn Gunnars og Birg-
ittu Guðmundsdóttur eru a)
Aníta Rut, í sambúð með Brynj-
ari Bragasyni, b) Agnes Lóa.
Barn Gunnars og Ingibjargar
Guðmundsdóttur er Steindór
Örn. Elsa Dagmar á Söru. 7)
Jón Örn, f. 10.11. 1979, í sambúð
með Juliane Wilke. Börn Jóns
og Kristínar Ásgeirsdóttur eru
a) Svanhvít Sunneva, b) Ísak
Angantýr. Juliane á Moritz og
Mattías.
Ása og Angantýr bjuggu flest
sín búskaparár í Kópavogi,
lengst af í Kastalagerði 3. Ása
ólst upp í foreldrahúsum í
Reykjavík og Kópavogi. Hún
lauk Gagnfræðaskóla verk-
náms. Ása gerðist ung skáti í
Kvenskátafélagi Reykjavíkur. Í
gegnum tíðina starfaði hún við
ýmis verslunarstörf. Frá 1966
starfaði hún við hlið Angantýs
eiginmanns síns í fyrirtækjum
þeirra Njarðarbakaríi og Bak-
aranum Leirubakka jafnframt
því að sjá um stórt heimili. Hún
starfaði með kvenf. Hvítaband-
inu um tíma.
Útför Ásu fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 9. janúar 2020,
og hefst athöfnin kl. 13.
börn a) Guðrún
Ása, maki Guð-
mundur Finnboga-
son, börn Ísold
Assa, Stormur Leó
og Hilmir Dreki, b)
Torfi Björn, maki
Erna Rún Magna-
dóttir, börn Krist-
jana Pálína og
Viktor Logi, c)
Daníel Hrafn, í
sambúð með Jes-
sicu Byrne, d) Andri Týr, maki
Arndís Hulda Auðunsdóttir,
barn Yrja Björk. 2) Arngrímur
Vilhjálmur, f. 13.10. 1962, maki
María Jóhannsdóttir, börn a)
Arnar Davíð, b) Bjarki Freyr, í
sambúð með Dagbjörtu Hrund
Hjaltadóttur, c) Hlynur Helgi, í
sambúð með Karen Ósk Ólafs-
dóttur. 3) Björn Páll, f. 3.2.
1966, í sambúð með Guðnýju
Einarsdóttur. Björn var áður
kvæntur Elísabetu Hjartardótt-
ur, börn a) Björn Steindór, í
sambúð með Söru Dögg Arn-
ardóttur, börn Óliver Elí og
Logi Hrafn, b) Hjörtur Týr, c)
Sara Dögg. Guðný á Kristján og
Unni og 6 barnabörn. 4) Aðal-
björg Ósk, f. 8.8. 1967, hennar
sonur er Guðjón Snær Einars-
son, í sambúð með Kötlu Dóru
Helgadóttur. 5) Björk Berglind,
Elsku mamma mín, ég kveð
þig með söknuði en þó veit ég að
þú ert hvíldinni fegin. Þú ert búin
að berjast við alzheimer í nokkur
ár og stóðst þig eins og hetja með
þitt jafnaðargeð. Mér fannst
skrítið þegar þú fluttir á Laug-
arskjól að allt í einu gat ég ekki
hringt í þig á kvöldin eins og ég
hafði gert í mörg ár, það var
svona fyrsta vígið sem fór. Þú
sem varst búin að berjast með
pabba í hans veikindum og varst
með hann heima allan þann tíma.
Þér fannst mjög mikilvægt að
hann væri snyrtilegur til fara,
það væri svo mikilvægt fyrir
veikt fólk. Það er eins með allt
sem þú gerir. Þegar þú fékkst
krabbamein þá sagðistu ætla að
berjast og sigra sem þú gerðir.
Það sem þú varst dugleg, ég
man að þegar ég var barn þá
vannstu „bara“ heima en maður
gerði sér ekki grein fyrir að þú
sást um allt bókhaldið í bakaríinu
og handskrifaðir reikninga með
þinni fallegu skrift auk þess að
sjá um okkur börnin ykkar sjö.
Allt sem gera þurfti við á heim-
ilinu gerðir þú. Svo bakaðir þú
svo góðar kökur og hélst flottustu
afmælin fyrir börnin þín. Margir
héldu að bakarafrúin þyrfti ekki
að baka en þér fannst nauðsyn-
legt að hafa heimabakað. Þú
varst alltaf að prjóna og sauma á
okkur. Allir þurftu að fá lopa-
peysur bæði börn og barnabörn.
Mér þótti alltaf vænt um hvað þú
saumaðir fallega kjóla á Ásu
Dögg og gafst henni í afmælis-
gjöf, þú sagðir alltaf að hún þyrfti
að fá sumarkjól. Það var gott að
eiga ykkur pabba að fyrir okkur
Ásu en það leið ekki sá dagur sem
við komum í ekki Kastalagerðið
og þú passaðir ósjaldan fyrir mig
og leiðbeindir mér með uppeldið.
Þú varst svo ljúf og góð amma
sem allir vildu vera hjá. Ég man
þegar Ása var ungbarn og þú
passaðir hana um kvöld fyrir mig
ég spurði hvernig gekk jú það
gekk vel en hún sofnaði grátandi
þannig að þú vaktir hana svo hún
gæti sofnað glöð þetta lýsir svo
vel kærleikanum þínum.
Þið pabbi voru dugleg að fara
með okkur í útilegur í gamla daga
og skapa minningar. Við ferðuð-
umst um landið á Taunus, fimm
aftur í með tjald og allar græjur.
Þetta voru góðar ferðir. Það var
mjög gott að alast upp hjá ykkur í
Kastalagerðinu, þið létuð börnin
alltaf ganga fyrir. Þér fannst
mikilvægt að við færum í fram-
haldsnám vegna þess að þig hafði
alltaf dreymt um að læra meiri
stærðfræði, þú hafðir svo gaman
af því að reikna. Heima voru allir
velkomnir og yfirleitt fullt af lífi,
börnum og fullorðnum sem kom
vel saman.
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Þín
Björk Berglind.
Elsku amma. Það var mjög
skrítið að halda jól án þess að
hafa þig með. Á milli þess sem ég
hef saknað þín alveg óbærilega
hef ég velt því fyrir mér hvernig
þú fórst að því að vera þessi of-
urkona sem þú varst. Það var
alltaf opið hús í Kastó og barna-
barnagemlingar alltaf tilbúnir til
að hlaupa um gangana og róta og
tæta. Samt var það aldrei neitt
mál fyrir þig. Skyrturnar voru
straujaðar, maturinn eldaður,
heimilið þrifið og garðurinn
snyrtur. Oftar en ekki var líka
eitthvað nýbakað með kaffinu.
Oft var það jólakaka, bæði með
rúsínum og án þeirra ef þeir sem
ekki þoldu bakaðar rúsínur
skyldu nú koma. Eins var það
ekkert mál fyrir þig að bæta við
öðrum aðalrétti á aðfangadag,
allir ættu nú að fá það sem þeir
vildu á jólunum.
Þá urðu allir að eiga lopapeys-
ur og sumarkjóla. Svo mikil of-
urkona varstu að sex ára mér
þótti ekkert eðlilegra en að biðja
þig að skipta út mosagræna litn-
um í fínu bleiku lopapeysunni
fyrir einhvern annan, ef einhver
gæti það væri það þú. Ég vona að
þú hafir fyrirgefið heimtufrekj-
una.
En þú varst alls ekki bara of-
urkona á heimilinu. Mér finnst
mögnuð hringferðin þín sem þú
fórst í mjög ung og man þegar þú
sagðir mér frá henni hvernig við
líktum henni við heimsreisur
krakka í dag. Það að fara með
tjald og prímus á puttanum í
kringum landið, löngu áður en
hringveginum var lokað, er samt
miklu meira ævintýri í mínum
huga.
Það var alltaf svo gott að koma
í heimsókn til þín. Einu sinni,
stuttu eftir að afi dó, kom ég
þreytt og buguð í heimsókn og þú
bjóst bara um mig í afa rúmi og
leyfðir mér að sofa. Líklega hefur
þú verið ennþá uppgefnari en ég
sem hafði engum alvöruskyldum
að gegna en það breytti engu. Þú
náðir að setja alla í fyrsta sæti,
kannski alla nema þig. Ég elskaði
að fá að koma til ykkar afa í
Kastó og mér finnst ég mjög
heppin að hafa fengið að alast
upp með ykkur í innsta hring.
Mikið held ég að afa hafi þótt
gott að fá að halda jólin með þér.
Ég veit að það var lagkaka og
heitt súkkulaði á himnum þessi
jólin.
Þín
Ása Dögg.
Eins og gullhörpuljóð,
eins og geislandi blær,
eins og fiðrildi og blóm,
eins og fjallalind tær,
eins og jólaljós blítt,
eins og jörðin sem grær,
lifir sál þín í mér,
ó þú systir mín kær.
Þú varst mildi og ást
og þitt móðerni bar
við sinn líknsama barm
dagsins lifandi svar:
allt sem grét, allt sem hló,
átti griðastað þar
– jafnvel nálægð þín ein
sérstök náðargjöf var.
Hversu þreytt sem þú varst,
hvað sem þrautin var sár,
þá var hugur þinn samt
eins og himinninn blár:
eins og birta og dögg
voru bros þín og tár.
Og nú ljómar þín sól
bak við lokaðar brár.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku systir, ég kveð þig með
þessum orðum sem Jóhannes úr
Kötlum orti um systur sína og fæ
að gera þau að mínum. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Góða nótt og Guð geymi þig.
Þinn bróðir,
Daniel.
Elskuleg mágkona okkar, hún
Ása, er látin. Það kom ekki á
óvart því heilsu hennar hafði
hrakað undanfarin ár. Það eru
rúm 60 ár síðan Ása kom inn í
fjölskylduna, hún var gift Ang-
antý bróður okkar. Þau kynntust
í skátunum og var skátastarfið
alltaf stór þáttur í lífi fjölskyldu
þeirra. Heimili þeirra stóð lengst
af í Kastalagerði í Kópavogi en
fyrstu búskaparárin bjuggu þau í
Reykjavík. Barnalán lék við Ásu
og Angantý, þau eiga sjö mann-
vænleg börn og eru afkomend-
urnir orðnir 33. Angantýr var
bakarameistari og stofnuðu þau
Njarðarbakarí og síðar Bakar-
ann Leirubakka og voru þau
samhent í þeim rekstri ásamt
börnunum þegar þau höfðu aldur
til. Vinnudagurinn hefur verið
langur og ekki margar næðis-
stundir hjá Ásu. Ef það hefur
verið stund þá hafa prjónarnir
ekki verið langt undan, þær eru
margar peysurnar sem hún hefur
prjónað.
Sameiginleg áhugamál fjöl-
skyldunnar eru skátastarfið og
hestamennska. Það eru margir
viðburðir sem við ættingjar Ásu
og Angantýs fengum að njóta
með þeim í Kastalagerði; afmæl-
is-, skírnar- og fermingarveislur.
Í veikindum Angantýs sinnti Ása
honum vel og gat hann verið
heima lengst af. Og af sömu um-
hyggjusemi sinntu börnin Ásu
þegar heilsu hennar hrakaði.
Öllum afkomendum Ásu vott-
um við innilega samúð.
Kæra Ása, við þökkum þér
samfylgdina. Guð geymi þig.
Elsa, Hafsteinn og Guðrún.
Guðrún Ása
Pálína Björnsdóttir