Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 ✝ Þorsteinn Sig-urgeir Theo- dórsson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1934. Hann lést 31. desember 2019. Foreldrar hans voru Theodór N. Sigurgeirsson, f. 22.9. 1895, d. 4.8. 1983, og Þóra Árnadóttir, f. 24.2. 1899, d. 7.9. 1982, bændur á Brennistöðum í Flóka- dal. Systkini Þorsteins voru Árni Theodórsson, f. 11.1. 1929, d. 4.4. 2010, Valgerður Theodórs- dóttir, f. 19.12. 1930, d. 24.3. 2012. Þorsteinn kvæntist Sigríði Jónsdóttur, f. 20.7. 1930, d. 14.3. 2015, og eignuðust þau fjögur börn: 1) Ágústa Jóna, f. 13.3. 1956, 2) Birna, f. 27.7. 1957, börn hennar eru: Anna Þorvalds- dóttir, f. 11.7. 1977, gift Hrafni Ásgeirssyni, Theodóra Lind Þor- valdsdóttir, f. 24.4. 1980, og á hún tvo syni, 3) Theodóra, f. 7.8. 1958, gift Olgeiri Helga Ragn- arssyni, f. 29.3. 1966, dætur þeirra eru: Sigríður Ásta, f. 15.4. 1994, Hanna Ágústa, f. 18.6. Brennistöðum i Flókadal og tók við búi foreldra Þóru, móður Þorsteins. Þorsteinn gekk í Reykholtsskóla og nam trésmíði við Iðnskólanum í Borgarnesi. Meistarabréf fékk hann árið 1959. Þorsteinn var starfandi trésmíðameistari í Borgarnesi á árunum 1969 til 1987 og var lengst af umsvifamesti trésmíða- meistarinn í Borgarnesi með fjölda manns í vinnu. Þorsteinn var byggingameistari við bygg- ingumargra af stærstu bygg- ingum sem byggðar voru á þess- um tíma í byggðarlaginu; sundlaugarinnar, íþróttahússins, mjólkurstöðvarinnar ásamt fjölda annarra verkefna. Hann starfaði einnig sem kennari um tíma og kenndi teikningar og stærðfærði við Iðnskólann í Borgarnesi. Seinna starfaði Þor- steinn hjá Gamla kompaníinu í Reykjavík og varð síðar hann annar eigenda Trésmiðjunnar Kompaníið. Í Reykjavík smíðaði hann innréttingar í Alþingis- húsið, Landspítalann og fleiri byggingar. Þorsteinn tók mikinn þátt í fé- lagslífi og var lengst af félagi í Rótarý í Borgarnesi og seinna í Mosfellsbæ. Steini The, eins og hann var ávallt kallaður, hafði allt sitt líf mikla ánægju af því að ferðast bæði innan- og utan- lands. Útför Þorsteins fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 9. jan- úar 2020, klukkan 13. 1996. 4) Þorsteinn Þór, f. 2.2. 1963, maki Guðrún Rún- arsdóttir, f. 27.11. 1968, börn Þor- steins eru: Elva Brá, f. 1.2. 1990, Sunneva, f. 5.12. 1997, Andri Hrafn, f. 4.5. 1999. Þor- steinn Sigurgeir og Sigríður slitu sam- vistum. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Elsa Helga Sveinsdóttir, f. 1.8. 1948, frá Neskaupstað, og á hún þrjú börn af fyrra hjónabandi: 1) Sveinn Þór, Gíslason, f. 30.5. 1966, börn hans eru: Karen Lilja og Bryndís Lára, 2) Ómar Sævar Gíslason, f. 12.5. 1969, börn hans eru Hildur Eva, Egill Trausti og Birta Ósk, 3) Elísabet Sigurlaug Gísladóttir, f. 31.7. 1974, börn hennar eru: Elsa Margrét, Þór- unn Ösp, Hrefna Sif og Hjördís Katla Jónasardætur. Á fyrsta ári Þorsteins ráku foreldrar hans verslun á Nönnu- götu 5 í Reykjavík en sumarið eftir keyptu þau og ráku gisti- og veitingasölu á Geithálsi. Vor- ið 1939 flutti fjölskyldan að Þá er komið að kveðjustund elsku pabbi. Við systkinin viljum þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum með þér. Við áttum góða æsku og bara góðar minn- ingar, allar helgar á sumrin var pakkað saman í bílinn og farið í ferðalag. Og svo kenndirðu okk- ur að þekkja staði og bæi sem keyrt var fram hjá. Ferðalög voru þitt líf og yndi alla tíð og gætum við trúað að það séu ekki margir staðir á landinu sem þú hefur ekki farið á. Og ef þú varst ekki með okkur í ferðalagi varstu með hamarinn á lofti, alltaf vinnandi, enda eru margar byggingar í Borgarnesi með þínu handbragði. Þegar við vorum komin á akstursaldur var velkomið að lána okkur bíl, hvort sem var til að fara í ferðalög eða skreppa á ball og svo reddaðir þú okkur ef eitthvað kom upp á. Við fengum öll að vinna hjá þér, ýmist við smíðarnar eða skrifstofustörf. Þú varst frábær vinnuveitandi og það fann maður vel hjá „strákunum“ sem unnu hjá þér. Það var indælt að heyra frá þeim, í kringum 85 ára af- mælið þitt í sumar, hve einstak- lega gott hefði verið að vinna hjá þér. Þú náðir svo vel til strák- anna, enda héldu þeir alla tíð tryggð við þig. Þú varst flottur, alltaf svo virkur og naust lífsins. Síðan allt í einu er tíminn búinn. Við þökk- um þér öll árin sem við áttum með þér. Blessuð sé minning þín elsku pabbi. Þín Ágústa, Birna, Theodóra og Þorsteinn og fjölskyldur. „Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða,“ sagði fjalla- skáldið Kristján Jónsson forð- um, og í ljóðlínunum finnst manni gæta trega og ákveðinnar depurðar. Orðin komu mér í hug þegar ég settist við tölvuna til þess að setja á blað hugrenn- ingar mínar við fráfall Steina The., eins og hann var ávallt kallaður. Ekki man ég hvenær ég hitti hann fyrst, en geri fast- lega ráð fyrir að það hafi verið í Logalandi í Reykholtsdal, en þangað komu margir, m.a. góðir grannar úr Flókadalnum. Fyrir mína tíð gangandi yfir fjallið sem aðskilur dalina, en sjálfsagt flestir í jeppum eftir að ég fór að venja komur mínar á þennan skemmti- og menningarstað sveitarinnar. Við fráfall Steina hverfur enn einn úr þessum góða hópi borgfirskrar kynslóð- ar fjórða og fimmta áratugar tuttugustu aldarinnar. Fólk sem á Logalandsárum mínum til- heyrði ungu kynslóðinni, en er nú farið að leika lífsins leik í seinni hálfleik, og því miður margir þegar kallaðir út af, því „allt fram streymir endalaust“. Næst man ég Steina frá Brennistöðum í smíðagalla við viðgerðir á læknisbústaðnum í Borgarnesi, þegar foreldrar mínir fluttust þangað frá Klepp- járnsreykjum, árið 1964. En á þeim árum var Steini umsvifa- mikill atvinnurekandi í Borgar- nesi. „Ár og dagar líða.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun þess- arar aldar sem við Þurý vorum svo heppin að kynnast öðling- smanninum Steina The. betur, þegar Þórður sonur okkar leiddi okkur saman, en þeir tengdust fjölskylduböndum. Úr varð góð- ur kunningsskapur. Hann kom í heimsókn með smíðaverkfærin sín og hjálpaði okkur við ým- islegt sem lagfæra þurfti, og fórst að sjálfsögðu allt vel úr hendi. Yfir kaffibollum var svo m.a. sitt af hverju rifjað upp úr Borgarfirðinum forðum. Steini afar minnugur á menn og mál- efni, og fyllti í ýmsar eyður hjá okkur sem vorum um áratug yngri. Ég held að mér sé óhætt að álykta sem svo að þetta hafi verið gagnkvæmar ánægju- stundir, tími sem við minnumst nú með þakklæti. Við sendum Elsu, börnum Steina, og fjölskyldunni allri, einlægar samhryggðarkveðjur. Kveðjum Borgfirðinginn og síð- ar Mosfellinginn Þorstein Theó- dórsson með virðingu og þökk. Óli H. Þórðarson. Þorsteinn Sigurgeir Theodórsson ✝ Ólafur Sig-urður Thor- oddsen Ingimund- arson fæddist á Sunnuhvoli á Barðaströnd 4. ágúst 1927. Hann andaðist 31. desem- ber 2019. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristinn Ingi- mundur Jóhann- esson, bóndi á Bakka og Ystu-Tungu í Tálkna- firði, f. 3. mars 1895, d. 8. apríl 1973 og Guðbjörg Bjarnveig Jó- hannesdóttir húsfreyja, f. 28. október 1887, d. 22. mars 1962. Systkini Ólafs eru Jóhannes Magnús, f. 1914, d. 1997, Þórð- ur, f. 1916, d. 2005, Kristín Guð- björg, f. 1919, d. 2011, Jóhanna Björg, f. 1921, d. 2006, Kjartan, f. 1923, d. 2008, Lilja, f. 1924, d. 2000 og Hjálmar, f. 1928. Upp- eldissystir er Sigrún Jónsdóttir, f. 1939. Hermann, Ingvar Rúnar og Ró- bert Andra sem lést 22. júlí 2016. Ólafur og Guðbjörg eiga alls 44 afkomendur. Ólafur stundaði nám í Iðn- skólanum á Patreksfirði og lauk þaðan sveinsprófi í húsasmíði árið 1949. Þau hjónin flytja suður til Hafnarfjarðar árið 1952 og byggja sér framtíðarhúsnæði á Sunnuvegi 12 þar í bæ. Hann starfaði sem húsasmiður og rak ásamt Hjálmari bróður sínum og Kristjáni Friðrikssyni trésmíða- fyrirtækið Stöpul til fjölda ára en síðustu starfsárin starfaði hann sem verkstjóri á trésmíða- verkstæði Hafnarfjarðarbæjar. Að lokinni starfsævi sinni fór hann að skera út listmuni úr tré og var leiðbeinandi í útskurði hjá Félagi eldri borgara í Hafn- arfirði. Ólafur tók virkan þátt í fé- lagsstörfum, var m.a. í stjórn Stangveiðifélags Hafnarfjarðar, félagi í Karlakórnum Þröstum og í Frímúrarastúkunni Hamri, Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 9. janúar 2020, klukkan 13. Eftirlifandi eig- inkona er Guðbjörg Inga Ágústsdóttir frá Patreksfirði, f. 24. nóvember 1932 og áttu þau 69 ára brúðkaupsafmæli annan dag jóla síð- astliðinn. Þau Ólafur og Guðbjörg eign- uðust þrjú börn: 1) Ágúst, f. 10. janúar 1953, d. 30. maí 2015, eiginkona Jónína Grímsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Guðbjörgu Ingu, Ágúst Má og Grím Örn. Fyrir átti Ágúst þrjár dætur, þær heita Tinna, Brynja og Rakel Hrund. 2) Guðríður Gía, fædd 22. maí 1954, eiginmaður Daníel Árnason og eiga þau tvo syni, Árna Örvar og Ólaf. 3) Jóhann- es, fæddur 27. desember 1961, Eiginkona Guðríður Gunn- steinsdóttir. Þau eiga fjögur börn, Maríu Ernu, Gunnstein Fyrstu kynni mín af Ólafi tengdaföður mínum sögðu allt um hvernig mann hann geymdi; hlýleiki, væntumþykja og sér- stök umhyggja fyrir sínum nán- ustu voru sterk einkenni hans. Hann tók mig í hópinn með öll- um þeim góðu kostum sem hægt er að óska sér við slíkar aðstæð- ur, 21 árs ástfanginn „ungling- inn“. Ólafur og Guðbjörg voru ein- stök hjón. Væntumþykja þeirra gagnvart börnum sínum og barnabörnum og þeirra nánustu var einlæg. Þau hjónin voru sjaldnast í rónni nema þau vissu hvar ungahópurinn þeirra var, hvernig honum liði og hvað væri hægt að gera til þess að þeim reiddi sem best af. Og hjálpsöm voru þau. Þegar við hjónin byggðum okkur heimili á Akra- nesi, sumarbústað á Arnarstapa og á Þingvöllum eða annað sem bætti hagsæld fjölskyldunnar voru þau ávallt boðin og búin að leggja sitt af mörkum til aðstoð- ar, hvort sem var að eyða dögum með okkur í atinu eða passa barnabörnin þegar þannig hátt- aði. Ég man vel eftir því hve áhugi Ólafs var mikill þegar staðið var í smíðum og þá var ekki gefinn afsláttur á tíma, verkið var unnið af eldmóð þar til því lauk og slugs eða hangs var ekki í boði. Eitt sinn bauð ég honum með mér í ferð upp á Snæfellsjökul meðan við vorum að byggja á Arnarstapa, að ég hélt til þess að hvíla okkur báða. Hann mátti ekkert vera að slíku þar sem við þyrftum að klára verkið fyrir kvöldið en ekki geyma það til morguns. Óli var mikill áhugamaður um laxveiði og fórum við nokkrum sinnum saman í veiði. Sama atorkan var þar eins og í smíð- unum. Hann var hörkufiskinn, hnýtti sinar flugur sjálfur og var jafn- framt gjafmildur á þær til vina og vandamanna. Hann fór yfir- leitt síðastur í hús ef von var á veiði og lagði fram þekkingu sína ef kenna þurfti handbrögðin í flugu- eða maðkveiðinni. Um tíma átti hann hesta og fórum við stundum saman, ásamt fé- lögum hans, í stutta reiðtúra upp í Kaldársel eða inn í Kjóadal. Það er einstök gæfa mín að hafa fengið að kynnast og ala börnin okkar Gíu upp í návist Óla og Guðbjargar. Þau voru ávallt boðin og búin að hjálpa til og jákvæðnin var alltaf ómæld. Sú þekking og reynsla sem Óli lagði mér til með verkum sínum, hvort heldur var í byggingafræð- um eða áhugamálum sínum, sit- ur eftir grópuð í reynslubank- ann. Að lokum vil ég setja hér inn stutta bæn eftir móður Ólafs, Guðbjörgu Bjarnveigu Jóhann- esdóttur, bæn sem afkomendur hennar þekkja vel. Englanna skarinn skær skínandi sé mér nær svo vil ég glaður sofna nú sætt í nafni Jesú (GBJ) Hvíl í friði, megi hinn Hæsti höfuðsmiður vernda þig á leið þinni í austrinu eilífa. Daníel Árnason. Ólafur Th. Ingimundarson Palli hans Þorsteins og Stínu dó á aðfangadag langt fyrir aldur fram. Það er ekki sanngjarnt þegar ungt fólk er tekið frá okkur en við trúum að hann sé nú í góðum höndum hjá frændum sínum, öf- um og ömmum. Palli varð strax augasteinn for- eldra sinna og systra sem gættu hans líka þegar hann var að vaxa úr grasi í Skógarásnum. Við bræð- ur, konur okkar og börn bjuggum öll í Skógarásnum og voru börnin okkar nánir leikfélagar og vinir. Fjölskyldurnar ferðuðust mikið saman og voru útilegurnar þó nokkrar, síðar áttum við margar góðar samverustundir í sumarbú- stöðunum fyrir austan. Það lá fljótt fyrir að Palli lét ekki aðra stjórna sér og fór og gerði það sem honum fannst best og þannig lifði hann sínu lífi. Það var alltaf gaman að fá Palla í heimsókn og öllum ljóst sem við hann spjölluðu að hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og hafði kynnt sér vel þau mál sem voru honum hugleikin. Palli sneri sér ungur að tónlist og samdi lög og gaf út ásamt fé- lögum sínum. Við Sigga áttum töluvert af vínilplötum en engan spilara og sömdum því við Palla um að hann tæki upp fjölda laga af plötunum og breytti í stafræna út- gáfu og í staðinn mætti hann eiga plöturnar og nota við sína tónlist- arsköpun. Palli tók sér góðan tíma í þetta, enda lá ekkert á, en hins vegar gætti hann þess alltaf að láta okkur vita að hann væri ekk- ert búinn að gleyma þessu, þetta myndi koma. Palli skilaði okkur þessu safni laga sem í dag mynda okkar uppá- haldslagalista. Við munum alltaf minnast Palla með hlýhug þegar við spilum lögin „hans“ og þá hugsa til hans Palla okkar sem ungs góðs drengs sem var tekinn allt of ungur frá okkur. Þorsteini, Stínu, systrum hans og öllum aðstandendum færum við innilegar samúðarkveðjur. Páll Ásgeir Pálsson og Sigríður Halldóra Þorsteins- dóttir (Palli og Sigga). Þegar kemur að griðastöðum er enginn sambærilegur helli Gula drekans. Fyrir mér var hellirinn ekki bara stúdíó; hann var miðstöð hugsana (stundum of) háfleygra unglinga sem og tilfinninga þeirra og drauma. Hjarta hellisins var Palli. Að taka lag upp í hellinum var ekki bara að taka upp lag. Maður fór á trúnó með Palla, tal- aði um ystu mörk alheimsins, kaf- aði inn í dýpstu hjartarætur og sagði ýmislegt sem maður myndi aldrei segja annars staðar. Allar þessar úthellingar urðu að lögum. Hvert lag var trúnó, pæling eða blammering sem fór okkur á milli fyrir upptökur. Palli var ekki bara pródúser og lagasmiður; hann tók ýmist að sér hlutverk sálfræðings, spámanns eða spekings. En um- fram allt var hann vinur og í mínu tilviki einhver traustasti vinur sem hægt er að hugsa sér. Það var bókstaflega enginn staður eins og hellirinn og engin manneskja eins og Guli drekinn. Skuggi þinn, gulur, vakir mér við hlið. Ég blár og í fjarska heyri tímans hrjúfa nið. Guðirnir þeir gráta, hella fourty niðrúr skýjum. Himnarnir hrapa en á Palla bíts við flýjum Orðin standa eftir ósögð bróðir kær. Písát í bili. Elvar Gunnarsson (Seppi). Ég votta fjölskyldu og nákomn- um alla mína samúð. Ég hafði þannig séð ekki „kynnst“ þér fyrr en í kringum 2012 þegar Elvar stakk upp á því að fara með „Ha Why?“ í samstarf með „Gula Drekann“. Fyrir það vissi ég af þér sem „pródúser“ innan hipp- hopp-senunnar á Íslandi, m.a. sem „Afkvæmi guðanna“ frá því að ég var táningur, hef fylgst með fæðingu hipphopp-senunnar á Ís- landi og það var ótrúlega gaman að sjá hvert þið tókuð stefnuna. Þú veist hvernig þetta er, það eru þeir í kringum mann sem eru helstu áhrifavaldar manns. Það var heiður að fá að starfa með þér. Þú fékkst mig til að líta öðruvísi á þennan „leik“ en ég hafði gert. Gull af manni með hjartað á rétt- um stað. Minning þín mun lifa í gegnum áhrifin sem þú hafðir meðan þú varst á meðal okkar. Hvíldu í friði vinur. Þinn BRR. Bjarni Rafn Ragnarsson. Kæri Palli minn. Ég veit að þeir sem minnast þín með orðum munu fjalla um góð- mennskuna, stóra hjartað, trausta og ljúfa persónuna, sanna ljúfling- inn. Og svo verða þar öll orðin um tónlistarhæfileikana, sköpunina, listamanninn. Lögin þín munu lifa. En fólkið þitt er bara svo lask- að og brotið Palli minn, sorgin nær óbærileg. Þú varst nú bara pjakkur þegar sá þig fyrst. Manstu þegar ég kynnti þig fyrir Snoop? Það var líklega í eina skiptið sem ég vissi eitthvað í þeirri senu og þú ekki, enda bara þannig gerður að ef áhuginn var til staðar þá varðstu fljótt sér- fræðingur á sviðinu. Manstu okkur í Flórída um aldamótin og leyfðir alls konar tónum að hljóma fyrir mig? Báðir svo sáttir með Roots og Jilly from Philly. Sú ferð hefur að geyma margar góðar minningar Palli. Manstu smyglið okkar á Kar- íbahafinu, það var nokkuð gott og mómentið með flugfiskunum. Manstu öll kvöldin og næturn- ar í kjallaranum á Selfossi? Marg- ar góðar ræmur teknar og ansi oft horft á körfubolta fram á nætur, þetta voru good times, Palli. Í einhver skiptin var tekin karfa fyrir framan hús, David Robinson var þinn maður. Og eftir hvert einasta skot þitt hífðir þú upp víðu rappara gallabuxurnar svo þær færu ekki niður á hæla. Og manstu okkur hlið við hlið í tölvunni í forstofurýminu? Ég auðvitað lélegasti tölvuleikjagaur í heimi en þú plataðir mig í ein- hvern kappakstursleik og eftir það áttum ansi margar góðar stundir. Man að ég vann þig eitt sinn eftir að ég náði smá lagi á þessu. En svo liðu einhverjir dag- ar þar til ég kom næst austur og þá varð mér því miður ljóst að þú hafðir nýtt dagana vel í æfingar. Og það var nú ósjaldan sem við rákumst á hvor annan seint um kvöld eða nóttu í stóra húsinu, báðir með sérstakar svefnvenjur, hentum á pitsu og spjölluðum. Og okkur fannst það líklega einum mjög fyndið þegar tekin var spurningakeppni í fjölskyld- unni fyrir stuttu og eðlilega flest stig í boði fyrir allar South Park- spurningar, en þar ertu alvitur, og sigraðir auðvitað. Vantaði helst að spyrja eitthvað um tónlist Tupacs til að fullkomna þetta. Og svo bara allar hinar sögurn- ar. Þú að bjalla í kallanna í Hljóm- um því þér fannst ekkert eðlilegra en að heyra í þeim og vinna lag með. Myndi borga háa fjárhæð fyrir að heyra þau símtöl. En pínu gaman að síðasta lag Rúnars Júl. hafi verið tekið upp í hellinum. Mamma þín og pabbi á efri hæðinni að stússast en þú og Rún- ar Júl., félagarnir, bara í góðu tjilli saman í herbergi þínu, helli Gula drekans. #Classic Og kannski vissir þú, eins og Bowie, hvenær þetta myndi enda, með svona fallegt kveðjulag tilbú- ið. En ég bara kann ekki að skrifa þér meira núna, Palli, doðinn allt um liggjandi, þetta er bara of mik- ið hrikalegt. Fólkið þitt er að reyna að skilja að þetta mun ekki lagast, að það er ómögulegt að spóla til baka. Tómið eftir fráfall þitt verður bara alltaf þarna, svo mikið ömurlegur fylgifiskur þess að missa svo stórt, eina færa leiðin er að læra ein- hvern veginn að lifa með. Svo inni- lega sorglegt. Takk fyrir allt, Palli minn, sjáumst vonandi síðar Erlendur Þór Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.