Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Kringlan | s: 577-7040 | loccitane.is Immortelle Reset næturserumið var innblásið af ferskri morgunbirtu Provence, sem endurspeglast í kröftugri blöndu náttúrulegra innihaldsefna. Immortelle ilmkjarnaolían leynist inni í örsmáum gylltum hylkjunum sem fljóta um í serumi úr kryddmæru. Serumið hjálpar húðinni að endurnæra og jafna sig eftir hraðan og upptekinn lífstíl nútímans. Litarhaftið fær greinilega ÚTHVÍLT og LJÓMANDI útlit. VAKNAÐU MEÐ ÚTHVÍLDA HÚÐ UNGLEGT OG LJÓMANDI ÚTLIT „Ég óska öllum til hamingju sem settu sér ekki markmið á nýju ári,“ sagði Ingvar Jónsson, markþjálfi hjá Profectus, í upphafi viðtals á K100 í upphafi ársins. Það kann að hljóma undarlega að heyra slíka kveðju frá manni sem hefur mörg und- anfarin ár starfað við að hjálpa fólki að finna leiðir til að setja sér mark- mið með þeim hætti að mark- miðasetningin takist. Hann segir að í mjög mörgum tilfellum sé fólk að refsa sjálfu sér með því að setja sér markmið því það í raun og veru viti það ekki hvert það vill fara. „Ef villt- ur maður spyr þig til vegar, geturðu ekki gefið honum leiðarlýsingu nema vita hvert hann vill fara.“ Ingvar hvetur fólk til að skoða sjálft sig áður en markmiðin eru sett og kanna hvaða hvatir eru á bak við þau. „Langar þig í raun til að ná þessu tiltekna markmiði?“ Hann seg- ir að sumir fari út í þá vegferð á nýju ári að ætla sér að ná árangri í ein- hverju vegna utanaðkomandi þrýst- ings, t.d. frá náunganum og svo nefn- ir hann sársauka sem drifkraft. „Þegar við erum svo komin af stað og jafnvel farin að ná einhverjum ár- angri, fjarar oft undan þessum drif- krafti sem kom okkur af stað. Al- vörumarkmið eru sett vegna þess að þetta er eitthvað sem þig langar virkilega til að uppskera. Sjálfsþekk- ing er þess vegna grunnurinn að þessu öllu saman. Markmiðasetn- ingin er síðasta skrefið, því að þegar þú þekkir sjálfa(n) þig og þínar lang- anir eykur það líkurnar á árangri. Í starfi sínu sem markþjálfi hefur Ingvar haldið fjölmörg námskeið, skrifað bækur og haldið erindi bæði hérlendis sem og erlendis. Hann hef- ur nú verið valinn úr stórum hópi markþjálfa til að halda erindi á stærstu og viðamestu mannauðs- ráðstefnu í heimi. Ingvar tekur verð- laununum sem einn af bestu mark- þjálfum í heimi, 101 að tölu. Ingvar Jónsson, markþjálfi og eig- andi Profectus, fékk í morgun tölvu- póst þar sem hann var beðinn um að flytja 30 mínútna erindi á stærstu mannauðsráðstefnu í heimi og jafn- framt taka þar á móti viðurkenningu sem einn af 101 áhrifamestu mark- þjálfum á heimsvísu. Þrátt fyrir að vera auðmýktin uppmáluð kveðst Ingvar stoltur af því að fá þessa við- urkenningu og segist fullur tilhlökk- unar að takast á við verkefnið. Þeir sem muna eftir hljómsveitinni „Papar“, þekkja Ingvar vel í sjón en hann hætti í hljómsveitinni fyrir margt löngu eftir að hafa verið að- alsöngvarinn í áraraðir, tók U- beygju, hóf háskólanám og sér ekki eftir því. Spurður um gamla tímann svarar Ingvar í gamansömum tón: „Ég þekki þennan mann sem þú ert að tala um, en mér skilst að hann hafi verið bæði leiðinlegur og hroka- fullur.“ Í dag kemur út bók eftir Ingvar sem ber nafnið „Hver ertu og hvað viltu?“ Höfundurinn segir að hér sé á ferðinni einstök bók sem hjálpar þér að finna hugrekki til að standa með sjálfri/um þér. Taktu stefnuna þang- að sem þú vilt fara – hvað sem öðrum kann að finnast um það! Markmið lesendans ætti að vera að öðlast dýpri skilning á því hver hann er og hvaða orsakir liggja þar að baki. Síðasta bók Ingvars „Sigraðu sjálfan þig“, sem kom út árið 2018 fékk frábærar viðtökur og því eru vafalaust margir eftirvæntingarfullir að lesa meira frá Ingvari. islandvaknar@k100.is Sjálfsþekking undirstaða góðrar markmiðasetningar Hvers vegna setjum við okkur markmið? Myndrænt Í bók Ingvars „Hver ertu og hvað viltu?“, sem kemur út í dag, er efnið sett fram á myndrænan hátt. Ingvar Jónsson markþjálfi segir að sjálfsþekking sé undirstaða markmiðasetningar. Hann gefur í dag út bókina „Hver ertu og hvað viltu?“ sem hjálpar les- andanum að kynnast sjálfum sér. Markþjálfarinn er með mörg járn í eldinum og heldur í febrúar til Ind- lands þar sem hann tekur á móti verðlaunum fyrir starf sitt á stærstu mannauðsráðstefnu í heimi. Ingvar Jónsson Fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.