Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Komið og skoðið úrvalið 100% Merino ull Flott og þægileg ullarnærföt við allar aðstæður Frábært verð Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Heimkaup • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Verslun Grétars Þórarinns- sonar, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • Run.is Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Á nýársdegi fyrir einni öld, árið 1920, var veðurlýsing bóndans Kristjáns Halldórssonar á Syðri-Brekkum á Langanesi heldur óblíð, „norðvestan hroða stormur með grimmdarfrosti og renningi en bjart. Allar skepnur inni.“ Í gamalli kommóðu á bænum Syðri- Brekkum 2 eru gömlu dagbækur Kristjáns bónda varðveittar en hann hóf dagbókarskrif fyrst á nýársdegi árið 1903. Í þeim bókum er mikill fróðleikur um störf sauðfjárbóndans, veðurfar, gestakomur og aðra viðburði. Eftir dag Kristjáns tók eiginkona hans, Sól- veig Indriðadóttir við dagbókarskrif- unum, oft í félagi við Kristínu dóttur þeirra en síðar tók Kristín alveg við keflinu. Núna á nýársdag 2020 byrjaði Kristín á dagbók nr. 70 og veðurlýsing þess nýársdags var öllu meinlausari en hjá föður hennar fyrir hundrað ár- um: „Hægviðri, bjartviðri, 5 stiga hiti fyrst í morgun en 3 stig kl. 17. Tókum bíltúr í góða veðrinu, einkum að horfa eftir fé, töluverðar snjófannir á Brekknaheiði.“ Kristín segir að nokkuð sé um það að fólk hafi samband við hana í leit að upplýsingum frá fyrri tíð og oftar en ekki finnst eitthvað um málið í gömlu dagbókunum. Hún nefnir dæmi um að þar hafi verið að finna dagsetningu á því hvenær bærinn Hávarðsstaðir í Hvammsheiði brann en sá tími var eitthvað á reiki. Mestar eru heimildir um sveita- störfin og það sem að sauðfjárbúskap snýr; snjóalög, ástand túna og bit- haga, hvenær fé er sleppt á vorin og veðurfarið. Fyrr á árum skipti veður og tíðar- far bændur miklu og ekki var þá mik- ið af tækjum til að létta bústörfin eins og nú á dögum. Í dagbókum Krist- jáns er því að finna margvíslegar veð- urlýsingar og orðaforða sem lítt er notaður í dag enda ná dagbækurnar nú yfir 117 ár eða rúma öld sem telst langur tími. „Stundum finnst mér kvöð að halda þessum skrifum áfram en ég tel það vera skyldu mína, hver vill slíta þessa löngu frásögn?“ sagði Kristín Kristjánsdóttir á Syðri- Brekkum sem heldur ótrauð áfram því verki sem faðir hennar hóf árið 1903. Kristján Halldórsson fæddist 10.8. árið 1884 og dó 21.11. 1957. Eig- inkona hans var Sólveig Indriðadóttir frá Ytra-Fjalli í Aðaldal, fædd 13.5. 1910, d. 16.9. 2000. Jörðin Syðri- Brekkur á Langanesi er búin að vera í eigu og ábúð sömu ættar óslitið frá árinu 1795 og eru þar rekin tvö sauð- fjárbú. Við búinu tóku sonar- og dóttur- sonur þeirra Kristjáns og Sólveigar, þeir Kristján Indriðason og Þórður Úlfarsson en þeir tóku við af for- eldrum sínum, sem einnig búa þar á bæjunum og taka virkan þátt í bú- störfunum með sonum sínum. Veðurlýsingar Austan hroði með örgustu stórrigningu... Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Dagbók Kristín Kristjánsdóttir með fyrstu dagbók föður síns, frá árinu 1903. Dagbókarritarinn Kristján Hall- dórsson bóndi frá Syðri-Brekkum. Norðvestan hroða storm- ur með grimmdarfrosti  Veðrið á nýárs- dag fyrir einni öld Smátt Pappír fór að skorta 1922 og varð þá skriftin smærri.Aldargömul Veðurlýsing í dagbók frá nýársdegi 1920. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.